Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 58
30. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR42 golfogveidi@frettabladid.is 5.694 METRAR er lengd Geysisvallarins af gulum teigum. Af rauðum teigum er völlurinn 4.704 metrar en 6.070 af hvítum. Sex íslenskir kylfingar, þrír karlar og þrjár konur, munu innan skamms keppa á Heims- meistaramóti áhugamanna í golfi sem fer fram í Tyrk- landi dagana 27. september til 7. október. Íslenska liðið var valið samkvæmt afreksstefnu Golfsambands Íslands sem þýðir að Úlfar Jóns- son landsliðsþjálfari valdi tvo kylfinga af sex, tveir fara til Tyrklands þar sem þeir eru efstir á stiga- lista Eimskipsmóta- raðarinnar og tveir vegna þess að þeir eru efstir á heimslista áhuga- manna. Ú l fa r seg i r mótið vera mjög krefjandi. Leiknir séu fjórir hring- ir og við það bæt- ist fjórir æfinga- hringir. Keppendur verði því að vera í góðu líkamlegu og andlegu ástandi. „Þetta er gríðarlega mikið tækifæri fyrir okkar fólk,“ segir Úlfar. „Þetta verður einstakt tækifæri til þess að bera sig saman við þá bestu því þarna verða flestir af fremstu áhuga kylfingum heims.“ Ísland hefur best náð 20. sætinu á þessu móti, en það var fyrir tveim- ur árum. Aðspurður um væntingarnar í haust segir Úlfar að takmarkið sé að bæta þennan árangur, lenda ofar en í 20. sæti. Um sextíu þjóðir taka þátt í mótinu. Liðakeppni karla nefnist Eisenhower Trophy og kvennakeppnin nefnist Espi- rito Santo Trophy. Bæði mótin fara fram á Gloria Golf golf svæðinu í Antalaya í Tyrklandi en keppt verður á tveimur völlum, Nýja og Gamla vellinum. Heims frægir kylfingar á borð við Jack Nick- laus, Tiger Woods og Rory McIlroy stigu sín fyrstu skref á þessu móti. Karlamótið hefur verið haldið síðan árið 1958 eða 27 sinnum. Bandaríkjamenn hafa oftast sigrað eða 13 sinnum en Frakkar sigruðu í fyrra þegar mótið var haldið í Argentínu. Kvennamótið fór fyrst fram árið 1964 og hefur því verið haldið 24 sinnum. Líkt og hjá körlunum hefur lið Bandaríkjanna oftast hrósað sigri eða 13 sinnum. Lið Suður-Kóreu sigraði í Argentínu í fyrra. - th Sex íslenskir kylfingar fara á Heimsmeistaramót áhugalandsliða í Tyrklandi: Gríðarlegt tækifæri fyrir okkar fólk Íslenska liðið Landslið kvenna Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ...................GR * Valdís Þóra Jónsdóttir .............................GL ** Guðrún Brá Björgvinsdóttir ...............GK *** Landslið karla Haraldur Franklín Magnús .....................GR * Axel Bóasson ...........................................GK ** Rúnar Arnórsson ...................................GK *** * Efst(ur) á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar ** Heimslisti áhugamanna *** Val landsliðsþjálfarans Breytingar eru hafnar hjá golfklúbbnum Geysi í Haukadal. Nýr golfskáli verður tekinn í notkun auk þess sem ný braut verður opnuð og farið verður í breytingar á flestum öðrum brautum. „Við ætlum að gera völlinn aðeins auðveldari, án þess þó að breyta karakter hans eða fegurð,“ segir Einar Tryggvason sem rekur Haukadalsvöll við Geysi ásamt konu sinni, Ágústu Þórisdóttur. Einar og Ágústa hafa rekið golfvöll- inn að Geysi frá upphafi samhliða gistiheimili á svæðinu. Nú hafa þau hins vegar selt gistiheimilið og ætla að einbeita sér að rekstri golfvallar- ins. Því fylgir að breyta þarf vellin- um töluvert enda hafði golfskálinn áður aðsetur í gistiheimilinu. Nýtt hús og breyttar holur Að sögn Einars eru ekki til teikn- ingar að breyttum velli, þær séu hins vegar vel geymdar í höfði hans og Edwins R. Rögnvaldssonar golf- vallahönnuðar. Edwin teiknaði upp völlinn í núverandi mynd og breyt- ingarnar sem nú er unnið að. Helstu breytingarnar eru þær að nýtt klúbbhús verður reist þar sem þriðji teigur er nú og verður sú hola sú fyrsta á breyttum velli. Teigurinn verður jafnframt hækk- aður og færður framar, svo þeir sem vilja geta reynt við flötina í fyrsta höggi. Fjórða holan helst óbreytt en við fimmtu holuna, sem verður sú þriðja á nýjum velli, verður meðal annars sett sand- glompa aftan við flötina og jafn- vel eitthvað fleira. Vinstra megin við sjöttu flötina verður grassvæði breikkað á kostnað lyngs og kjarr- gróðurs til að auðvelda innáhöggið. Fallegasta lokahola landsins Edwin og Einar eru enn að bræða með sér hvernig sjöunda brautin, sem er 147 metra löng par 3 hola, verði. Áttunda brautin verður óbreytt í bili en í stað gömlu níundu verður æfingasvæðið lagt undir nýja braut sem verður þá sjöunda brautin í framtíðinni. Níunda braut- in, eins og hún er í dag, verður sam- einuð þeirri fyrstu en þær liggja samsíða frá gistiheimilinu. Önnur brautin, sem nú er, verður lokahol- an á breyttum velli, þó með stærri flöt og stærra grassvæði í kring. „Þetta verður örugglega ein falleg- asta lokahola landsins,“ segir Einar hógvær að vanda. Vilja gera völlinn auðveldari Geysisvöllurinn hefur þótt afar krefjandi, ekki síst út af lynginu sem umlykur hann. Ef kylfingur missir bolta rétt út fyrir braut, á lyngið það til að gleypa hann svo hvorki finnst tangur né tetur af honum. Ekki er óalgengt að fjöldi golfkúlna sem kylfingar nota á Geysisvellinum hlaupi jafnvel á tveggja stafa tölu, þótt auðvitað séu líka margir sem spila með sama boltann allan hringinn. Einar segir að þetta sé vissu- lega eitt af karaktereinkennum vallarins. „Völlurinn getur vissulega verið svínslegur en við erum að reyna að ala upp góða kylfinga í anda Íþróttaskólans í Haukadal, sem rek- inn var hér við Geysi í hálfa öld eða svo,“ segir hann og hlær en bætir þó við að á síðustu árum hafi völlur- inn breyst þannig að lyngið sé víða búið að þjappast niður og gleypi ekki jafn mikið af boltum og áður. „Það hefur verið kallað eftir því af sumum að við léttum völlinn og erum við með þessum breytingum að koma til móts við þá kylfinga. Áður höfum við bætt við nýju teiga- setti, gylltum teigum á brautirnar. Þeir eru þá fremstir teiga, hugsaðir fyrir byrjendur og þá sem vilja losna frá því að slá yfir árnar okkar eða náttúrugróður af teig.“ Að sögn Einars eru fram- kvæmdir við að breyta vellinum þegar hafnar. Búið er að sá í nýja flöt á æfingasvæðinu, nýja púttflöt og teig við væntanlegt klúbbhús. Eins sé búið að breikka og breyta þremur brautum með tætingum og sáningum. „Þetta mun ekki trufla leik, nema til að gera hann auðveldari, það eru blámerkt svæði í stað nátt- úrugróðurs áður. Hluti af breyting- unum mun detta inn á næsta ári og hluti 2014,“ segir Einar. Lítill klúbbur Að sögn Einars eru ekki nema um þrjátíu kylfingar skráðir í Golf- klúbbinn Geysi. „Sumarkorthöfum fjölgar hins vegar alltaf og traffíkin hefur allt- af vaxið milli ára frá opnun árið 2006. En eins og á mörgum öðrum landsbyggðarvöllum vildum við gjarnan sjá meiri traffík á virkum dögum.“ Töluverður fjöldi útlendinga spilar á Geysisvellinum. „Það eru nokkur hundruð útlendingar sem spila hér yfir sumarið, njótum við þar sennilega nálægðar við hvera- svæðið, Strokk og Geysi, sem flestir skoða á ferðum sínum um Ísland. Það er misjafnt hvort þeir leigja sett af okkur eða koma með sjálfir. Þeir eru allavega drýgstir í að kaupa merkjavöru og eru almennt góðir kúnnar,“ segir Einar. „Við erum spennt fyrir þessum breytingum og vonumst til að kylf- ingum líki það sem við erum að braska hér. Útsýnið úr nýja klúbb- húsinu verður magnað þar sem hægt verður að fylgjast með spili um nær allan völl. Við teljum það góða breytingu að færa golfskál- ann, þótt við fjarlægjumst auð vitað hverasvæðið um nokkur hundruð metra. Geysir og Strokkur verða þarna áfram og við sjáum þann síðarnefnda í það minnsta gjósa reglulega meðan á leik stendur hér eftir sem hingað til,“ segir Einar. kristjan@frettabladid.is Geysisvöllurinn gerður auðveldari AF FYRSTA TEIG Fyrsta holan á breyttum velli verður þar sem þriðja holan er núna. ÚR KLÚBBHÚSINU Svona verður síðasta holan á vellinum séð frá klúbbhúsinu. MYNDIR/GOLFKLÚBBURINN GEYSIR 1 5 2 6 3 7 4 8 9 Gamla æfingasvæðið Almenningsá Beiná Gistiheimilið Geysir og klúbbhús Til Rv k. Þjóð vegu r 35 Geysir Strokkur Fyrirhugað klúbbhúsNÝI VÖLLURINN Svona kemur breyttur völlur til með að líta út eftir breytingarnar. DVD VERÐ AÐEINS KR Kræsingar & kostakjör ALLT SPORTIÐ Á ÞÍNUM HEIMAVELLI FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag 74 ER PAR Geysisvallarins. Að spila átján holur kostar frá 2.500 krónum upp í 3.200 krónur sam- kvæmt verðskrá á Golf.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.