Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 18
18 30. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR V orið 2009 hefðu alþingiskosningarnar átt að snúast um nokkur lykilatriði í endurreisn fallins efnahags Íslands. Þess í stað lagði fyrsta vinstrisinnaða meirihlutastjórnin upp með stærsta stjórnarsáttmála Íslandssögunnar. Hann innihélt víðtækar breytingar á mörgum sviðum sam- félagsins. Því fer fjarri að eining og sátt ríki hjá þjóðinni um þær breytingar. Á tímum þegar samstaða var nauðsynleg hefur sundr- ung og tortryggni aukist frekar en hitt. Það er eins og stjórnar- flokkarnir hafi séð yfirstandandi kjörtímabil sem sitt eina tækifæri til að ýta í gegn öllum sínum hugðarefnum. Þá skorti sjálfstraust til að einskorða umboð sitt við mikilvægasta verkefnið sem þeim var falið, tiltektina. Vegna þessarar aðferðafræði verður líkast til langt þar til þeim býðst aftur sambærilegt tækifæri. Þegar Bill Clinton bauð sig fram gegn, og lagði, George Bush eldri í bandarísku forsetakosning- unum árið 1992 var það í krafti frasans „The economy, stupid“ (ísl. efnahagurinn, bjáni). Þar vísaði Clinton í það sem skipti hinn venjulega Bandaríkjamann mestu máli en áherslur Bush voru á allt aðra hluti. Það væri vel ef einhver ábyrgur stjórnmálaflokkur gerði þennan frasa að sínum í kosningunum næsta vor. Staðan hér er nefnilega þannig að það er búið að slökkva efnahagslegu eldana sem brennuvargar fyrirhrunsáranna kveiktu. Enn er þó eftir að byggja nýtt hús í stað þess sem varð logunum að bráð. Mikilvægasta verkefni stjórnmálanna í dag er að það hús verði byggt á traustum grunni þar sem langtímahagsmunir heillar þjóðar verða látnir ráða för. Efnahagurinn þarf að vera aðalmálið. Við blasir að móta þarf vitræna peningamálastefnu til fram- búðar. Það þarf að ákveða hvaða gjaldmiðil á að notast við og hvaða stýritæki eigi að beisla krónuna, verði hún ofan á sem valkostur. Það þarf að vinna á fjárlagahalla ríkisins og lækka tugmilljarða ár- legan vaxtakostnað þess með skipulögðum hætti á sem skemmstum tíma. Það þarf að leysa úr því risavaxna vandamáli að ríkissjóður er í ábyrgð fyrir þorra 600 milljarða króna tryggingafræðilegrar skuldar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Það þarf að leggja fram skýra framtíðaráætlun um nýtingu auðlinda og búa til plan um hvernig við ætlum að bregðast við auknum umsvifum á Norður- slóðum. Það þarf að leggja fram raunhæfa leið til að afnema gjald- eyrishöft sem allra, allra fyrst og losa út þá þúsund milljarða króna sem fastir eru inni í höftunum. Miðað við þær línur sem pólitíkusar eru að draga í sandinn virðist þetta ekki verða raunin. Kosningarnar skulu snúast um hvort Íslend- ingum sé treystandi til að kjósa sjálfir um hvort þeir séu tilbúnir að ganga í Evrópusambandið eða hvort fámenn yfirstétt eigi að taka þá ákvörðun fyrir þá. Þær skulu snúast um hvort eðlilegar greiðslur einkafyrirtækja fyrir aðgang að sameiginlegum auðlindum skuli vera rukkaðar inn áfram eða ekki. Þær skulu snúast um mismun- andi útfærslur þess að setja ríkissjóð á höfuðið með almennum skuldaniðurfærslum, of dýrum spítalaframkvæmdum, gangnagerð og öðrum gæluverkefnum. Þær skulu snúast um sérhagsmunagæslu og lýðskrum. Um allt sem skiptir ekki höfuðmáli. Alþingiskosningar eiga að snúast um aðalatriði: Efnahagurinn, bjáni! Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is SKOÐUN Það var heldur óskemmtilegt fyrir okkur sem starfað höfum um árabil við Ingólfstorg að skoða svonefnda verð- launatillögu að breyttu skipulagi torgsins og nágrenni þess og sjá að búið er að þurrka okkur hreinlega út! Fjölda starfsfólks, eigenda og fjöl- skyldna er eðlilega brugðið, fólks sem byggir afkomu sína á þeim veitinga- rekstri sem starfræktur er við norðan- vert torgið. Og spurt er: Hver bað um þetta? Hverj- um er eiginlega verið að þjóna með þessu brölti öllu? Alltént ekki þeim sem búa eða starfa við Ingólfstorg. Svo mikið er víst. Þeim er einnig spurn, sem lagt hafa leið sína að Ingólfstorgi í sumar. Sjaldan – ef nokkru sinni – hefur mannlíf staðið þar í jafn miklum blóma og eftir að rekstraraðilar tóku sig saman um að fóstra torgið, koma þar á fót „Ylströnd Ingólfs“ með tilheyrandi sólbekkjum, grasbala, litríkum húsgögnum og við- burðahaldi. Risaskjá hefur einnig verið komið fyrir við torgið þar sem fjöldi hefur safnast saman og notið afþreyingar dag eftir dag, viku eftir viku. Verslun og veit- ingarekstur hefur og verið með albesta móti. Fjölmiðlar hafa verið duglegir við að birta myndir af iðandi mannlífinu á þessu margumrædda torgi sem einnig var mið- punktur jólahalds og hátíðarviðburða um síðustu jól. Mannlífið það sem af er sumri hefur enda verið með eindæmum líflegt og myndirnar tala sínu máli. Rétt er í þessu samhengi að minna á enska málsháttinn: „If it ain’t broke, don´t fix it!“ Fiktum ekki í því sem ekki þarfnast viðgerðar. Óþarfa fikt eykur til muna hættuna á bilun. Okkar krafa er einföld: Látum Ingólfstorg í friði! Hver bað um þetta? Skipulags- mál Sigurður Garðarsson rekstraraðili við Ingólfstorg Og spurt er: Hver bað um þetta? Hverjum er eiginlega verið að þjóna með þessu brölti öllu? Alltént ekki þeim sem búa eða starfa við Ingólfstorg. Svo mikið er víst. Æfingin skapar meistarann Endur- útgáfan komin í verslanir Hið leiða logatal „Evrópa logar“ er að verða álíka hvimleiður frasi og þeir um brim- skaflana í kjölfar hrunsins. Nú er það Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra sem grípur til hins deiga stílkorða, sem klisjan er, í grein í Fréttablaðinu. Þar segir ráðherra skiljanlegt að skoðanakannanir sýni andstöðu við ESB-aðild, þar sem Evrópa logi. „Að sjálfsögðu á þjóðin rétt á því að vera spurð hvort hún vilji ganga inn í eldhafið.“ Og það er einmitt það sem ríkis- stjórn Jóhönnu Sig- urðardóttur, með Ögmund Jónasson innanborðs, hefur á stefnuskrá sinni; að spyrja þjóðina hvort hún vilji ganga í Evrópusam- bandið, reyndar án alls hins leiða logatals. Í höndum þjóðarinnar Í ljósi kröfunnar um þjóðaratkvæða- greiðslu um hvort viðræðum eigi að halda áfram, er kannski ekki úr vegi að rifja upp hvað stendur í stjórnarsáttmálanum sjálfum. „Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópu- sambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum viðræðum.“ Brot á stjórnarsáttmála? Þetta er býsna skýrt. Svo skýrt að allir nema 6 á flokksráðsfundi Vinstri grænna í maí 2009 samþykktu þetta sem stefnu stjórnar flokksins. Ber þeim þá ekki skylda til þess að fara eftir þessu? Að leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um samning að loknum viðræðum? Eða er stjórnar- sáttmálinn bara fljótandi plagg sem breyta má að vild eftir því hvernig vindar skoðanakannana blása? kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.