Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 4
30. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR4
SJÁVARÚTVEGUR Fulltrúar norskra
og evrópskra útgerða funduðu
með Maríu Damanaki, sjávarút-
vegsstjóra ESB, á mánudag til að
undirbúa fund í makríldeilunni
við Íslendinga 3. september. Þeir
héldu því fram á fundinum með
Damanaki að minna hefði gengið
af makríl inn í íslensku lögsög-
una en árið 2010 og 2011.
Þetta kemur fram í fréttatil-
kynningu frá útgerðunum og
er vitnað til þess að rannsókna-
leiðangrar sumarsins hafi leitt
þetta í ljós. Niðurstaða sameigin-
legs rannsóknaleiðangurs haf-
rannsóknastofnana Íslands, Nor-
egs og Færeyja, sýnir hins vegar
að aldrei hefur mælst meira af
makríl í íslensku fiskveiðilög-
sögunni en í ár. Vekur athygli
að niðurstöður norsku hafrann-
sóknastofnunarinnar, sem sýna
að 1,5 milljón tonn mældust í
ár í íslensku lögsögunni, séu
virtar að vettugi í máli norskra
útgerðar manna, en árin 2010 og
2011 mældist 1,1 milljón tonn við
landið.
„Það er auðvitað sorglegt að
norskir og evrópskir útgerðar-
menn skuli enn og aftur reyna
að afvegaleiða umræðuna með
þessum hætti,“ segir Friðrik J.
Arngrímsson, framkvæmdastjóri
LÍÚ.
Útgerðir í Noregi og ESB hafa
krafist þess að fullri hörku verði
beitt gegn Íslendingum og meðal
annars verði viðræðum um aðild
Íslands að ESB frestað.
Friðrik segir að hótun um
frestun viðræðna haldi ekki
vöku fyrir mönnum. „Verkefnið
er sem fyrr að ná samkomulagi
um stjórn veiðanna og tryggja
sanngjarnan hlut Íslands í þeim,“
segir Friðrik. - shá
GENGIÐ 29.08.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
212,8747
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
121,48 122,06
192,18 193,12
152,48 153,34
20,463 20,583
20,759 20,881
18,235 18,341
1,5454 1,5544
184,64 185,74
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Útgerðarmenn í Noregi og ESB hunsa niðurstöður hafrannsóknastofnana þriggja landa um makrílgengd:
Fullyrða enn að minna gangi af makríl
MAKRÍLL Fern samtök norskra útgerðar-
manna skrifa undir tilkynningu sem
hunsar niðurstöður hafrannsókna sem
Norðmenn eru aðilar að.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
MENNTAMÁL Aðsókn í leikskóla-
kennaranám hefur minnkað eftir
að það var lengt í fimm ár. Árið
2007 hófu 109 nemendur nám við
Kennarahá-
skólann, en í
fyrra aðeins 28.
Þrátt fyrir fjölg-
un við Háskól-
ann á Akureyri
hefur nemend-
um fækkað í
heild. Á sama
tíma hefur eftir-
spurnin aukist.
Í sk ý r s lu
starfshóps um
aðgerðir til efl-
ingar leikskóla-
stigsins segir
að nýta þurfi
allt það náms-
pláss sem í boði
er til að uppfylla
lagaákvæði um
að tveir þriðju-
hlutar starfs-
manna á leik-
skólum hafi leikskólakennarapróf.
Hins vegar sé „ljóst að ekki næst
að uppfylla ákvæði laganna fyrr
en í fyrsta lagi árið 2041 miðað
við óbreyttar forsendur, þ.e. að því
gefnu að þau 180 námspláss sem
háskólarnir hafa til ráðstöfunar
fyrir leikskólakennaranema verði
fyllt og ekkert brottfall verði.“
Aftur á móti er langt frá því að
takist að fylla 180 pláss. Árið 2011
sóttu 139 um nám í leikskólakenn-
arafræðum. Af þeim var 120 boðið
pláss og 105 þáðu það. Rými er því
fyrir 75 nemendur til viðbótar í
leikskólakennara náminu í ár.
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, segir
að starfshópurinn hafi lagt til
nokkrar leiðir til að fjölga leik-
skólakennurum. Fara þurfi í öflugt
kynningarstarf á náminu, en auk
þess er því velt upp hvort gera eigi
nemendum kleift að öðlast ákveðin
réttindi á skemmri tíma en 5 árum
og ljúka náminu síðar. „Við höfum
áhyggjur af að aðsókn í námið er
ekki nægilega mikil eftir að það
var lengt í fimm ár. Margir horfa
til þess að einföld lausn sé að stytta
það á ný, en ég er ekki sannfærð um
að það sé lausnin,“ segir Katrín.
Hún telur að fremur eigi að horfa
til þess að skipuleggja námið í
áföngum og kynna það betur. „Við
munum fara yfir þetta á haustmán-
uðum og sjá hvað hægt er að gera.“
Haraldur Freyr Gíslason, for-
maður Félags leikskólakennara,
segir að róttækar breytingar þurfi
til að leysa þennan vanda. „Það sem
þarf fyrst og fremst að gera til að
fjölga í náminu er að hækka launin.
Einhver skref voru stigin í þá átt í
kjarasamningunum í vor, en ekki
var gengið nógu langt til að það
fjölgi leikskólakennurum.“
Samkvæmt launatöflu félagsins
eru byrjunarlaun leikskólakennara,
yngri en 34 ára, eftir 5 ára háskóla-
nám 306.912 krónur.
Katrín tekur undir að skoða þurfi
kjörin. Það eigi við um kennara
almennt, en sérstaklega í leikskól-
um þar sem þróunin hafi verið hvað
hröðust. Það þurfi þó að gerast í víð-
tæku samráði. „Námið er á mínu
forræði, en kjörin á forræði sveitar-
félaganna.“ kolbeinn@frettabladid.is
Vantar yfir 1.000 kennara á
leikskóla til að uppfylla lög
Árið 2010 vantaði menntaða kennara í 1.369 stöðugildi á leikskólum svo uppfylla mætti ákvæði laga um
menntun starfsfólks. Aðsókn í kennaranámið minnkar. Lagaákvæðið uppfyllt í fyrsta lagi 2041 að óbreyttu.
LEIKSKÓLAR Miðað við óbreyttar forsendur verða lagaákvæði um að tveir þriðju hlutar leikskólastarfsmanna skuli hafa háskóla-
gráðu í faginu ekki uppfyllt fyrr en 2041. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
KATRÍN
JAKOBSDÓTTIR
HARALDUR FREYR
GÍSLASON
Umsóknir um nám í leikskólakennarafræðum
Umsóknir Boðið pláss Þáðu pláss
2007 HA 53 19 15
2007 KHÍ 221 171 109
Samtals 274 190 124
2011 HA 84 100 77
2011 HÍ 55 20 28
Samtals 139 120 105
DANMÖRK Talið er að allt að 250
rottur hafi haldið til á heimili
fullorðinnar konu á Helsingja-
eyri í Danmörku áður en heil-
brigðisyfirvöld tóku til sinna
ráða fyrir skemmstu. Konan
hafði að sögn danskra miðla
haldið rotturnar líkt og um
gæludýr væri að ræða.
Ábending barst um músagang
við húsið, en konan var þá á
sjúkrahúsi.
Þegar inn var komið blasti
við urmull af rottum sem höfðu
komið sér fyrir um allt hús.
Innan stokksmunir og gólf-
efni voru ónýt og úrgangur og
hreiður um allt.
Rúmlega 200 rottur voru
drepnar eða fangaðar, en hafa
eflaust verið nokkuð fleiri. - þj
Dýravinur í Danmörku:
Hélt 250 rottur
á heimili sínu
VIÐSKIPTI Hlutafé Wow Air
hefur verið aukið um 500
milljónir króna. Það er Títan,
fjárfestingar félag Skúla Mogen-
sen, sem stendur að baki hluta-
fjáraukningunni en Títan átti
fyrir 90% hlut í fyrirtækinu.
Þá mun Skúli Mogensen
taka sjálfur við forstjórastarfi
Wow Air en hann hefur verið
stjórnar formaður þess frá upp-
hafi. Baldur Oddur Baldursson
lætur hins vegar af störfum.
Í tilkynningu frá Wow Air
segir að hlutafjár aukningin
muni efla félagið til muna og
gera því kleift að bæta enn
frekar aðbúnað, þjónustu og
leiðakerfi. Þá kemur þar fram
að til standi að bjóða brátt upp
á nýja áfangastaði og aukna
tíðni fluga á vinsælustu leiðum
félagsins. - mþl
Hálfur milljarður í hlutafé:
Skúli tekur
sjálfur við Wow
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
32°
27°
25°
17°
24°
20°
21°
21°
28°
20°
31°
28°
31°
18°
22°
20°
20°Á MORGUN
Allhvasst eða hvasst
með V- og S-ströndinni
annars hægari.
LAUGARDAGUR
Strekkingur með S-
strönd annars hægari. 12 12
1211
14
10
10
1211
13
11
11
11
11
11
11
10
10
10
8
5
6
6
3
3
4
7
4
5
4
6
4
HLÝNAR
Næstu daga verða
suðlægar áttir
ríkjandi á landinu
og er því hitastigið
á uppleið, sérstak-
lega norðan- og
austanlands. Sunn-
anáttin fylgir lægð
sem gengur yfi r
landið með tilheyr-
andi úrkomu og
talsverðum vindi
sums staðar.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður