Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 16
30. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR16 Umsjón: nánar á visir.is 4,6 Eimskip hagnaðist um 1,2 milljarða króna, átta milljónir evra, eftir skatta á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Rekstrar- hagnaður félagsins (EBITDA) var 2,9 milljarðar króna, eða 19 milljónir evra, sem er meira en þeir 2,7 milljarðar króna, 17,9 milljónir evra, sem hann var á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri fyrirtækisins sem birt var í gær. Velta Eimskips var um 29 milljarðar króna, eða 198,1 millj- ón evra, á fyrri hluta þessa árs. Að teknu tilliti til einskiptis- kostnaðar á árinu 2011 upp á 6,4 milljónir evra jókst veltan um tíu prósent á milli ára. Heildareignir Eimskips eru metnar á tæpa 44 milljarða króna, eða 299,8 milljónir evra. Vaxtaberandi skuldir voru hins vegar 9,5 milljarðar króna, 61,9 milljónir evra, og eiginfjárhlut- fallið því 61,6 prósent. - þsj Hálfsársuppgjör Eimskips: Um 1,2 milljarða króna hagnaður EIMSKIP Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði hækkaði nokkuð. Rekstrarfélag Íslandssjóða skil- aði 127 milljóna króna hagnaði eftir skatta á fyrstu sex mán- uðum ársins. Þetta er nokkuð betri afkoma en á sama tímabili í fyrra þegar 98 milljóna króna hagnaður varð hjá félaginu. Þetta kemur fram í hálfsárs- uppgjöri sjóðanna sem birt var í gær. Þar segir að hreinar rekstrartekjur hafi aukist milli ára en rekstrargjöld hafi minnkað á móti. Hagnaður verðbréfasjóða Íslandssjóða færður á hlut- deildarskírteini jókst lítillega á fyrstu sex mánuðum ársins. Hann nam 2.136 milljónum króna samanborið við 2.120 milljóna króna hagnað fyrstu sex mánuðina í fyrra. Hrein eign verðbréfasjóða Íslandssjóða nam tæpum 101 milljarði króna samanborið við 106 milljarða króna í árslok 2011. Afkoma rekstarfélags batnar á milli ára: Íslandssjóðir skiluðu 127 milljóna hagnaði Rúmlega 68 prósent af allri erlendri verðbréfaeign innlendra aðila voru í fimm löndum í lok síðasta árs, 66 prósent hennar eru í Evrópu og 28,3 prósent eru í eigu banka sem eru í slitameðferð. Hún jókst um 44 pró- sent á milli ára. Alls nam erlend verðbréfaeign 922 milljörðum króna í lok árs 2011 og jókst um 125,5 milljarða króna í fyrra. Það var í fyrsta sinn sem hún jókst milli ára frá bankahruni. Þetta kemur fram í upplýsingariti Seðlabanka Íslands sem birt var á þriðjudag. Um er að ræða eignir í hluta bréfum annars vegar og skuldaskjölum hins vegar. Þegar best lét, í árslok 2007, áttu innlendir aðilar erlendar verð- bréfaeignir sem metnar voru á 1.903 milljarða króna. Þær höfðu þá aukist skarpt frá árinu 2002 þegar þær námu 151 milljarði króna. Eftir bankahrunið drógust þessar erlendu eignir mjög hratt saman. Þær nær helminguðust árið 2008 og voru orðnar 796,4 milljarðar króna í lok árs 2010. Uppsveiflan í fyrra gerði það að verkum að erlendar verðbréfaeignir urðu svipaðar og þær höfðu verið snemma árs 2006. Mest var aukningin í Bandaríkj- unum. Þar fóru eignir innlendra aðila úr 204,2 milljörðum króna í 246,9 milljarða króna. Hlutdeild landa í Norður-Ameríku, Banda- ríkjanna og Kanada, var tæplega 29 prósent í lok síðasta árs og hefur ekki verið meiri síðan árið 2002. Eign innlendra aðila í Írlandi, Bret- landi, Þýskalandi, Hollandi, Noregi og Frakklandi jókst einnig umtals- vert á síðasta ári. Verðbréfaeignir í þessum löndum fóru úr því að vera 355,7 milljarða króna virði árið 2010 í að vera 427,8 milljarða króna virði í lok síðasta árs. Á sama tíma drógust eignir í Lúxem borg mikið saman, en Íslend- ingar hafa lengi verið afar umsvifa- miklir þar. Meðal annars ráku föllnu bankarnir þrír; Landsbanki, Glitnir og Kaupþing, allir dóttur- banka þar auk þess sem eignarhald íslenskra aðila á mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins var í gegn- um félög sem staðsett voru í Lúx- emborg. Ástæður þessa voru tví- þættar; annars vegar hag stæðara skattaumhverfi og hins vegar mjög rík bankaleynd. Þegar best lét, á árinu 2006, áttu innlendir aðilar verðbréf upp á 440,9 milljarða króna í Lúxemborg. Í lok hrunársins 2008 nam sú eign Erlend verðbréfaeign eftir löndum Bandaríkin 246,9 Írland 107,6 Lúxemborg 99,8 Bretland 98 Þýskaland 75,8 Holland 52,8 Noregur 51,5 Þekkt skattaskjól* 29,5 Annað 160,1 *Cayman-eyjar, bresku Jómfrúareyjarnar, Guernsey og Jersey. Allar tölur eru í milljörðum króna Eignir banka í slitum erlendis aukast hratt Lífeyrissjóðir landsins eru langstærstu eigendur erlendra verðbréfa en fjármála- fyrirtæki í slitameðferð sækja hratt á. Erlend verðbréfaeign jókst í fyrra í fyrsta sinn frá hruni. Flest erlend hlutabréf og skuldabréf eru keypt í Bandaríkjunum. Athygli vekur að eignir í þekktum skattaskjólum hafa aukist frá árunum fyrir hrun. Þannig hafa erlendar verðbréfaeignir innlendra aðila á Cayman- eyjum farið frá því að vera 4,9 milljarðar króna í lok árs 2007 í að vera 7,5 milljarðar króna um síðustu áramót. Eignir á Bresku Jómfrúareyjunum, þar sem hin fræga Tortóla-eyja er stærst, hafa aukist úr því að vera 425 milljónir króna í 2,5 milljarða króna á sama tímabili. Þá hafa eignir á eyjunum Guernsey og Jersey farið frá því að vera 1,5 milljarðar króna í að vera 19,5 milljarðar króna. Samanlagt hefur virði verðbréfaeigna á þessum fjórum stöðum farið úr 6,9 milljörðum króna í lok árs 2007 í 29,5 milljarða króna um síðustu áramót og þær hafa því fjórfaldast. Á móti hafa eignir í Sviss, sem er þekkt fyrir ríka bankaleynd, dregist verulega saman. Þær voru 17,6 milljarðar króna í lok árs 2007 en 9,3 milljarðar króna í fyrra. Eignir í skattaskjólum fjórfaldast LÚXEMBORG Íslendingar hafa verið mjög umsvifamiklir í Lúxemborg á undanförnum árum. Eignir þeirra þar í landi námu 440,9 milljörðum króna árið 2006. Þær hafa síðan rýrnað hratt og voru 99,8 milljarðar króna í lok síðasta árs. 291 milljarði króna en hefur lækkað jafnt og þétt síðan þá, og var 99,8 milljarðar króna í lok síðasta árs. Í riti Seðlabankans kemur raunar fram að eignir innlendra aðila í Lúxemborg hafa ekki verið lægri frá árinu 2003. Aukningin er að langmestu leyti tilkomin vegna aukinna fjárfest- inga fjármálastofnana í slitameð- ferð. Þar munar mestu um föllnu bankana þrjá. Í riti Seðla bankans segir að erlend verðbréfaeign þeirra hafi aukist um 80,4 milljarða króna í fyrra og stóð í 261,4 millj- örðum króna. „Þetta skýrist meðal annars af því að miklar eignir hafa verið seldar og í staðinn fjár- fest í öruggum og auðseljanlegum eignum, mestmegnis skuldabréfum og víxlum.“ Þrotabú föllnu bankanna voru að mestu leyti undanskilin gjaldeyris- höftunum og voru því í sérstakri stöðu til að auka erlenda verðbréfa- eign sína. Því var hins vegar breytt í mars 2012 og geta þeirra til að versla með erlend verðbréf hefur verið takmörkuð eftir það. Mikil- vægt er þó að hafa í huga að eig- endur þess fjármagns sem slita- stjórnirnar eru að binda í erlendum verðbréfum eru kröfuhafar, sem að langstærstu leyti eru erlendir aðilar. Lífeyrissjóðir eru enn lang- stærstu eigendur erlendra verð- bréfa. Þeir eiga 50,9 prósent allra slíkra sem eru í eigu innlendra aðila. Virði bréfanna stóð hins vegar nánast í stað á milli ára og hlutdeild sjóðanna í erlendri verð- bréfaeign lækkaði um tæp átta pró- sentustig. thordur@frettabladid.is PRÓSENT er sú meðalverðbólga sem markaðsaðilar á skuldabréfamarkaði telja að verði hér á landi næstu fimm árin. DVD VERÐ AÐEINS KR Kræsingar & kostakjör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.