Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 10
30. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR10 Meðaleyðsla aðeins 3,8 lítrar á hverja 100 km** www.volkswagen.is Sparnaðarráð frá Þýskalandi Volkswagen Golf BlueMotion Komdu og reynsluaktu Volkswagen Golf ** Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum Volkswagen Golf BlueMotion 1.6 A uk ab ún að ur á m yn d: 1 8” á lfe lg ur Golf k ostar ða eins frá 3.290.000 kr. Sigurvegari í sparakstri * * Volkswagen Golf var sigurvegari í árlegri sparaksturskeppni Atlantsolíu 2012, í flokki dísilbíla 1.4-1.6 cc. lÍs en ku ALPARNIR s Úlpur 50% afsláttur Krakkaúlpur 50% afsláttur Útivistarjakkar 30% til 60% afsláttur og fleira og fleira... Ekki missa af þessu Takmarkað magn! BANDARÍKIN, AP Meðan fellibylurinn Ísak herjaði á íbúa New Orleans fylgdust repúblikanar almennt í Bandaríkjunum spenntir með landsþingi flokksins í Tampa, þar sem allir helstu leiðtogar flokksins flytja ræður. Mikið úrhelli fylgdi felli bylnum en hvassviðrið varð aldrei jafn mikið og íbúar á þessum slóðum kynntust fyrir sjö árum, þegar fellibylurinn Katrína reið þar yfir. Hundruð þúsunda yfirgáfu engu að síður heimili sín í öryggisskyni, en fellibylurinn fór hægt yfir og hellti ógrynni vatns yfir íbúa í Louisiana-ríki. Á landsþingi repúblikana var röðin í gær komin að ræðu Pauls Ryan, varaforsetaefnis flokksins, sem afar skiptar skoðanir eru um meðal Bandaríkjamanna. Íhalds- samir frjálshyggjumenn hafa fagnað honum ákaft, en umdeildar fjárlagahugmyndir hans hafa farið misjafnlega í kjósendur. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Pew-rannsóknarmiðstöðinni og dagblaðinu The Washington Post er algengast að Bandaríkjamenn telji hann bæði íhaldssaman og gáfaðan, en jafnframt hálfgerðan loddara og þykjustumann. Í ræðu sinni í gærkvöld þurfti Ryan að tryggja sér og Mitt Rom- ney, forsetaefni flokksins, stuðning sem flestra óákveðinna kjósenda sem geta ráðið úrslitum í forseta- kosningunum í nóvember. Stuðningsmenn Baracks Obama forseta notuðu hins vegar daginn í gær til að birta myndband þar sem dregin er upp sú mynd af Ryan að hann sé stjórnmálamaður frá löngu liðnum tíma, sem vilji meðal annars rústa heilbrigðistrygginga- kerfi eldri borgara. Í gær skaut svo upp kollinum Condoleezza Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra úr stjórn George W. Bush, sem flutti ræðu á lands- þinginu. Þetta er í fyrsta sinn sem hún blandar sér að ráði í bandarísk stjórnmál eftir að hún lét af ráð- herraembætti. Í dag flytur svo Romney, forseta- efnið sjálft, sína ræðu þar. Eigin- kona hans, Ann Romney, ávarpaði þingið á miðvikudagskvöld þar sem hún talaði meðal annars um 43 ára hjónaband þeirra og þá margvís- legu erfiðleika sem verkalýðsfjöl- skyldur eiga við að stríða: „Ef þið hlustið vandlega, þá heyrið þið að konurnar andvarpa aðeins hærra en karlarnir. Svona er það bara, er það ekki? Það eru mæðurnar sem alltaf þurfa að leggja aðeins meira á sig til að koma öllu í rétt horf,“ sagði hún. Skoðanakannanir sýna að mjótt er á mununum. Kjósendur virðast treysta Romney betur í efnahags- málum, en kunna almennt betur við Obama. gudsteinn@frettabladid.is Repúblikanar þinga í skugga fellibyls Rúmlega tveir mánuðir eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Repúblikanar hafa þingað í þessari viku, en í næstu viku er röðin komin að demókrötum. MITT ROMNEY OG ANN EIGINKONA HANS Í dag er röðin komin að Romney að flytja ræðu, en Ann ávarpaði landsþing repúblikana á þriðjudag. NORDICPHOTOS/AFP SÝRLAND, AP „Við eigum í stríði sem nær til heimshlutans og heimsins alls, þannig að við þurfum tíma til að ná sigri,“ sagði Bashar al-Assad Sýrlandsforseti í útvarpsviðtali í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem hann viðurkennir að her sinn eigi í erfiðu stríði. Hann sagði þó utan- aðkomandi öfl eiga mesta sök á því hve stjórnarhernum gengur erfiðlega að sigrast á uppreisnar- mönnum, sem hann hefur jafnan kallað hryðjuverkamenn. Hann gerði lítið úr brotthlaupi bæði háttsettra ráðamanna og óbreyttra hermanna, sem margir hafa gengið til liðs við uppreisnar- herinn: „Brotthlaup er sjálf- hreinsibúnaður þjóðarinnar,“ sagði Assad. „Ef sýrlenskur borgari veit um einhvern sem vill flýja en hikar við það þá ætti hann að hvetja hann til þess.“ Átök hersins við uppreisnar- menn hafa kostað meira en 20 þús- und manns lífið frá því fyrstu mót- mælin gegn stjórn Assads hófust snemma á síðasta ári. Átök voru í gær í borgunum Aleppo, Homs og Hama og einnig í úthverfum höfuð borgarinnar Damaskus. - gb Bashar al-Assad Sýrlandsforseti viðurkennir að her sinn eigi í erfiðu stríði: Hvetur landsmenn til að flýja Á SJÚKRAHÚSI Í ALEPPO Særður drengur ásamt uppreisnarmanni. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Tólf mánaða verð- bólga mældist 4,1% í ágúst og lækkaði um hálft prósentu- stig á milli mánaða. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan í maí í fyrra. Vísitala neysluverðs lækkaði í mánuðinum um 0,15%. Þessi lækkun kom nokkuð á óvart enda höfðu spár helstu greiningar aðila gert ráð fyrir því að verðbólga myndi hækka í mán- uðinum. Eins og áður sagði er tólf mánaða taktur verðbólgunnar 4,1% og þá er tólf mánaða verðbólga án áhrifa húsnæðisverðs 4,3%. - mþl Þvert á spár greiningaraðila: Verðbólga lækkaði talsvert Air Crash Investigation Flugslys krufin til mergjar og orsökin fundin NATIONAL GEOGRAPHIC CHANNEL ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS KASTALI Í GARÐINUM Þýsk hjón hafa reist 14 metra háa eftirlíkingu af kastala í bakgarði sínum í bænum Dudweiler í Þýskalandi. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.