Fréttablaðið - 30.08.2012, Page 10

Fréttablaðið - 30.08.2012, Page 10
30. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR10 Meðaleyðsla aðeins 3,8 lítrar á hverja 100 km** www.volkswagen.is Sparnaðarráð frá Þýskalandi Volkswagen Golf BlueMotion Komdu og reynsluaktu Volkswagen Golf ** Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum Volkswagen Golf BlueMotion 1.6 A uk ab ún að ur á m yn d: 1 8” á lfe lg ur Golf k ostar ða eins frá 3.290.000 kr. Sigurvegari í sparakstri * * Volkswagen Golf var sigurvegari í árlegri sparaksturskeppni Atlantsolíu 2012, í flokki dísilbíla 1.4-1.6 cc. lÍs en ku ALPARNIR s Úlpur 50% afsláttur Krakkaúlpur 50% afsláttur Útivistarjakkar 30% til 60% afsláttur og fleira og fleira... Ekki missa af þessu Takmarkað magn! BANDARÍKIN, AP Meðan fellibylurinn Ísak herjaði á íbúa New Orleans fylgdust repúblikanar almennt í Bandaríkjunum spenntir með landsþingi flokksins í Tampa, þar sem allir helstu leiðtogar flokksins flytja ræður. Mikið úrhelli fylgdi felli bylnum en hvassviðrið varð aldrei jafn mikið og íbúar á þessum slóðum kynntust fyrir sjö árum, þegar fellibylurinn Katrína reið þar yfir. Hundruð þúsunda yfirgáfu engu að síður heimili sín í öryggisskyni, en fellibylurinn fór hægt yfir og hellti ógrynni vatns yfir íbúa í Louisiana-ríki. Á landsþingi repúblikana var röðin í gær komin að ræðu Pauls Ryan, varaforsetaefnis flokksins, sem afar skiptar skoðanir eru um meðal Bandaríkjamanna. Íhalds- samir frjálshyggjumenn hafa fagnað honum ákaft, en umdeildar fjárlagahugmyndir hans hafa farið misjafnlega í kjósendur. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Pew-rannsóknarmiðstöðinni og dagblaðinu The Washington Post er algengast að Bandaríkjamenn telji hann bæði íhaldssaman og gáfaðan, en jafnframt hálfgerðan loddara og þykjustumann. Í ræðu sinni í gærkvöld þurfti Ryan að tryggja sér og Mitt Rom- ney, forsetaefni flokksins, stuðning sem flestra óákveðinna kjósenda sem geta ráðið úrslitum í forseta- kosningunum í nóvember. Stuðningsmenn Baracks Obama forseta notuðu hins vegar daginn í gær til að birta myndband þar sem dregin er upp sú mynd af Ryan að hann sé stjórnmálamaður frá löngu liðnum tíma, sem vilji meðal annars rústa heilbrigðistrygginga- kerfi eldri borgara. Í gær skaut svo upp kollinum Condoleezza Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra úr stjórn George W. Bush, sem flutti ræðu á lands- þinginu. Þetta er í fyrsta sinn sem hún blandar sér að ráði í bandarísk stjórnmál eftir að hún lét af ráð- herraembætti. Í dag flytur svo Romney, forseta- efnið sjálft, sína ræðu þar. Eigin- kona hans, Ann Romney, ávarpaði þingið á miðvikudagskvöld þar sem hún talaði meðal annars um 43 ára hjónaband þeirra og þá margvís- legu erfiðleika sem verkalýðsfjöl- skyldur eiga við að stríða: „Ef þið hlustið vandlega, þá heyrið þið að konurnar andvarpa aðeins hærra en karlarnir. Svona er það bara, er það ekki? Það eru mæðurnar sem alltaf þurfa að leggja aðeins meira á sig til að koma öllu í rétt horf,“ sagði hún. Skoðanakannanir sýna að mjótt er á mununum. Kjósendur virðast treysta Romney betur í efnahags- málum, en kunna almennt betur við Obama. gudsteinn@frettabladid.is Repúblikanar þinga í skugga fellibyls Rúmlega tveir mánuðir eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Repúblikanar hafa þingað í þessari viku, en í næstu viku er röðin komin að demókrötum. MITT ROMNEY OG ANN EIGINKONA HANS Í dag er röðin komin að Romney að flytja ræðu, en Ann ávarpaði landsþing repúblikana á þriðjudag. NORDICPHOTOS/AFP SÝRLAND, AP „Við eigum í stríði sem nær til heimshlutans og heimsins alls, þannig að við þurfum tíma til að ná sigri,“ sagði Bashar al-Assad Sýrlandsforseti í útvarpsviðtali í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem hann viðurkennir að her sinn eigi í erfiðu stríði. Hann sagði þó utan- aðkomandi öfl eiga mesta sök á því hve stjórnarhernum gengur erfiðlega að sigrast á uppreisnar- mönnum, sem hann hefur jafnan kallað hryðjuverkamenn. Hann gerði lítið úr brotthlaupi bæði háttsettra ráðamanna og óbreyttra hermanna, sem margir hafa gengið til liðs við uppreisnar- herinn: „Brotthlaup er sjálf- hreinsibúnaður þjóðarinnar,“ sagði Assad. „Ef sýrlenskur borgari veit um einhvern sem vill flýja en hikar við það þá ætti hann að hvetja hann til þess.“ Átök hersins við uppreisnar- menn hafa kostað meira en 20 þús- und manns lífið frá því fyrstu mót- mælin gegn stjórn Assads hófust snemma á síðasta ári. Átök voru í gær í borgunum Aleppo, Homs og Hama og einnig í úthverfum höfuð borgarinnar Damaskus. - gb Bashar al-Assad Sýrlandsforseti viðurkennir að her sinn eigi í erfiðu stríði: Hvetur landsmenn til að flýja Á SJÚKRAHÚSI Í ALEPPO Særður drengur ásamt uppreisnarmanni. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Tólf mánaða verð- bólga mældist 4,1% í ágúst og lækkaði um hálft prósentu- stig á milli mánaða. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan í maí í fyrra. Vísitala neysluverðs lækkaði í mánuðinum um 0,15%. Þessi lækkun kom nokkuð á óvart enda höfðu spár helstu greiningar aðila gert ráð fyrir því að verðbólga myndi hækka í mán- uðinum. Eins og áður sagði er tólf mánaða taktur verðbólgunnar 4,1% og þá er tólf mánaða verðbólga án áhrifa húsnæðisverðs 4,3%. - mþl Þvert á spár greiningaraðila: Verðbólga lækkaði talsvert Air Crash Investigation Flugslys krufin til mergjar og orsökin fundin NATIONAL GEOGRAPHIC CHANNEL ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS KASTALI Í GARÐINUM Þýsk hjón hafa reist 14 metra háa eftirlíkingu af kastala í bakgarði sínum í bænum Dudweiler í Þýskalandi. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.