Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 30
KYNNING − AUGLÝSINGAtvinnumiðlun og ráðgjöf FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, s: 512 5432, tp. sverrirbs@365.is. | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. „Vinnumarkaðurinn er allur að taka við sér,“ segir Kolbeinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Job.is. „Þetta hefur verið í hálfgerðri spenni- treyju. Fólk hefur ekki þorað að skipta um vinnu og öll áherslan hefur verið á að út- vega störf fyrir atvinnulausa. Vinnumála- stofnun sogaði til sín stóran hluta af at- vinnumiðluninni með því að bjóða fyrir- tækjum og stofnunum þjónustu. Fókusinn var allur á atvinnulausa, eins og gefur að skilja. En vinnumarkaðurinn er bara svo miklu, miklu stærri. Við sjáum t.d. að núna eru um átta þúsund manns skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun, en það eru 25 þúsund einstaklingar í at- vinnuleit skráðir hjá Job.is.“ Kolbeinn segir að atvinnurekendur hafi verið að átta sig á því að þessi þjónusta Vinnumálastofnunar hafi ekki endilega virkað sem skyldi. „Síðustu mánuði hefur atvinnuauglýsingum á Job. is fjölgað verulega og fyrirtæki og stofnanir eru að fá mjög fínar umsóknir.“ Job.is sendir auglýsingar um laus störf með tölvu- pósti til þeirra 25 þúsund einstaklinga sem eru á skrá hjá fyrir- tækinu. Umsóknir berast inn í gegnum Job-Pro úrvinnslukerfi Job.is. Í Job-Pro kerfinu er hægt að fara yfir allar umsóknir, flokka þær og merkja til nánari skoðunar eða frávísunar. Einnig gerir kerfið mögulegt að svara umsækjendum með afar fljótlegum hætti til að upplýsa þá um niðurstöðuna. „Þetta er allt að koma“ Mikill fjöldi starfa er á skrá hjá atvinnumiðlun- inni Job.is. Framkvæmdastjóri fyrir tækisins segir vinnumarkaðinn vera að taka við sér. Kolbeinn Pálsson, framkvæmdastjóri Job.is. Æfing borgar sig Æfðu þig heima. Svaraðu upphátt spurningum sem líklega munu koma upp í viðtalinu og vertu til- búin/nn með dæmi um hæfni þína. Á netinu er að finna fjölda líklegra spurninga sem hægt er að styðjast við. Rannsóknarvinna Kynntu þér fyrirtækið sem þú sækir um vinnu hjá og vertu með tilbúið svar við spurningunni „hvað veistu um okkur?“ Reyndu einnig að nota nafn þess sem tekur við þig viðtalið þegar þið talið saman. Vertu jafnvel búin/ nn að fá nafn viðkomandi áður. Taktu þig til Vertu snyrtileg/ur til fara og í við- eigandi klæðnaði miðað við um hvaða vinnu ræðir. Prentaðu út ferilskrána þína og hafðu með- ferðis í snyrtilegri möppu. Taktu einnig með penna og blað. Stundvísi Mættu á réttum tíma í við talið, helst nokkrum mínútum fyrr. Sniðugt gæti verið að keyra á staðinn daginn áður svo þú vitir hversu lengi þú ert á leiðinni. Taktu því rólega Reyndu að slaka á meðan á við- talinu stendur. Gefðu þér tíma, vertu í augnsambandi við þann sem talar við þig og hlustaðu á spurninguna til enda áður en þú svarar. Taktu vel eftir svo ekki þurfi að endurtaka spurninguna, það kemur illa út. Sýndu hvað í þér býr Þegar hæfni þín og ferill er til um- ræðu í viðtalinu skaltu reyna að tengja það við það sem fyrirtækið er að leita eftir. Vertu búin/nn að lista niður kosti þína í samræmi við þær hæfniskröfur sem gerðar eru varðandi þetta tiltekna starf. www.jobsearch.about.com Æfing borgar sig Atvinnuviðtal getur tekið á taugarnar og því er betra að undirbúa sig vel. Á netinu er að finna fjölda ráða sem nýtast vel við undirbúning viðtals. Eftirfarandi ráðleggingar eru fengnar af jobsearch.about.com. Ráðleggingar um undirbúning fyrir atvinnuviðtal er að finna víða á netinu. MYND/NORDICPHOTOS GETTY Hjá Vinnumálastofnun býðst at-vinnuleitendum ráðgjöf og aðstoð við atvinnuleit auk þess sem það er hlutverk stofnunarinnar að halda skrá yfir laus störf sem í boði eru á landinu öllu, miðla upplýsingum um laus störf til at- vinnuleitenda og veita þeim aðstoð við að finna störf við hæfi. Auk þess aðstoðar Vinnumálastofnun atvinnurekendur við ráðningu starfsfólks og veitir þeim upp- lýsingar um framboð á vinnuafli. Vinnu- málastofnun rekur átta þjónustuskrif- stofur í kringum landið, þar sem veitt er öll almenn þjónusta við atvinnuleitendur. „Við leggjum áherslu á að veita atvinnu- leitendum öfluga þjónustu sem hefur það að markmiði að styrkja þá í atvinnu- leitinni og aðstoða þá við að ná settum markmiðum,“ segir Hrafnhildur Tómas- dóttir, sviðsstjóri ráðgjafar- og vinnumiðl- unarsviðs. Þjónustan felst m.a. í: ■ Að veita aðstoð við gerð ferilskrár og leiðsögn um árangursríkar aðferðir í at- vinnuleit. ■ Að bjóða atvinnuleitendum aðstoð við að kanna áhugasvið sitt og leggja fyrir áhugasviðskönnun og lesa úr henni með atvinnuleitendum. ■ Að veita ráðgjöf um val á námi eða þjálfun og veita upplýsingar um námskeið og námsstyrki. ■ Að veita ráðgjöf og aðstoða atvinnuleit- endur með skerta starfsgetu. ■ Að miðla upplýsingum um laus störf. Vinnumálastofnun býður atvinnuleit- endum fjölbreytt námskeið sem styrkja og efla færni og aðstoða þá við að ná mark- miðum sínum. Upplýsingar um nám- skeiðin má fá hjá ráðgjöfum Vinnumála- stofnunar. Atvinnuráðgjafar Vinnumálastofn- unar aðstoða einnig þá sem hyggja á at- vinnuleit erlendis. Gott er að byrja slíka leit á að skoða heimasíðu samevrópsku vinnumiðlunarinnar www.eures.is. Nán- ari upplýsingar fást hjá EURES ráðgjafa VMST. Á heimasíðu Vinnumálastofnunar, www.vinnumalastofnun.is, má finna upp- lýsingar um laus störf. „Í lokin viljum við minna á að lykillinn að góðu starfi er að eiga góða starfsferils- skrá og á heimasíðu Vinnumála stofnunar undir „Atvinnuleitandi“ má finna gagn- legar upplýsingar um ferilskrárgerð, at- vinnuleitina o.fl. Við hvetjum alla at- vinnuleitendur til að nýta sér þjónustu at- vinnuráðgjafa Vinnumálastofnunar því það gæti skipt sköpum.“ Hægt er að bóka viðtal eða senda fyrirspurn á radgjafar@ vmst.is. Ráðgjöf og vinnumiðlun Vinnumálastofnunar Hjá Vinnumálastofnun er margvísleg þjónusta í boði fyrir fólk í atvinnuleit. Fólki gefst til dæmis kostur á aðstoð við gerð ferilskrár og leiðsögn um árangursríkar aðferðir í atvinnuleit. Starfsmenn Vinnumálastofnunar bjóða atvinnuleitendum upp á ráðgjöf og aðstoð. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.