Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur skoðun 18 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Atvinnumiðlun & ráðgjöf 30. ágúst 2012 203. tölublað 12. árgangur SVART Í VETURTískuhönnuðir hafa flestir sýnt ýmsar útfærslur buxna- dragta á haust- og vetrarsýningum sínum fyrir 2012-13. Hér er sænska fyrirsætan Frida Gustavsson í svörtum samfestingi hönnuðum af Jean-Paul Gaultier en vetrar- lína hans var öll í dökkum litum. E lísabet Inga Sigurðardóttir er tæplega 17 ára Kvennaskólapía, en hún er að hefja sitt annað ár í skólanum. Hún stundar auk þess dans-nám í Dansskóla Birnu Björns og kennir sjálf dans í söng- og leiklistarskólanum Sönglist. Jafnframt afgreiðir hún í Body Shop, svo það er nóg að gera hjá henni.Varðandi fatastíl sinn segir hún þæg-indin skipta mestu máli. Peysuna sem hún klæðist á myndinni keypti hún í Lin-dex og buxur kaupir hún yfirleitt í Júnik í Smáralindinni. „Þær eru teygjanlegar og þægilegar,“ segir hún. Annars segist hún ekki fara í ákveðnar búðir þegar hún kaupir sér föt. „Ef ég sé flott föt í búðum, þá fer ég inn.“ Hálsmenið sem hún ber þykir henni vænt um en það er þó í eigu mömmu hennar: „Hún fékk það í Namibíu þegar við fórum þangað að heimsækja ömmu, en hún bjó þar þegar ég var lítil,“ segir Elísabet. PEYSUFATADA Kvennó, ásamt þremur öðrum meðlim- um Peysufatanefndar. „Þetta er líklega skemmtilegasti dagur annars árs,“ segir Elísabet, en þann 28. september munu nemendur á öðru ári klæða sig upp í hinum þjóðlega stíl, dansa þjóðdansa, borða vöfflur og halda svo á ball um kvöldið. Þeim sem ekki eiga þeim mun þjóðlegri fjölskyldur getur reynst þrautin þyngri að útvega sér peysuföt fyrir herlegheitin, en hægt er að leigja föt meðal annars hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. HUGURINN REIKAR VÍÐAElísabet segist ekki viss um hvort hún ætli að taka Kvennó á þremur eða fjórum árum. Varðandi framhaldið er hún einnig tvístígandi: „Mig langar annað hvort í blaða- og fréttamennsku í Háskóla Íslands eða framhaldsnám ílýðheilsuvísindu É VELUR ÞÆGINDIN UNDIRBÝR PEYSUFATADAG Elísabet Inga Sigurðardóttir hefur nóg að gera. Fyrir utan að stunda fullt nám í Kvennaskólanum kennir hún dans, afgreiðir í Body Shop og undirbýr árlegan Peysufatadag ásamt félögum úr skólanum. HVERSDAGSLEGI FATASTÍLLINN Elísabet Inga klæðist helst þægilegum buxum úr teygjanlegu efni og notalegum peysum dagsdaglega. MYND/GVA HLAKKAR TIL PEYSU-FATAD Létt fylltur bh á AÐEINS KR. 2.500,- buxur við á AÐEINS KR. 1.000,- TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga Vertu vinur okkar á Facebook Ný sending frá Vandaðir og þægilegir leðurskór Laugardaga kl. 11-16 virka daga kl. 9 -18 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is Opið á laugardögum Kynningarblað Persónuleikapróf, ráðningar, atvinnuviðtalið, starfsmannaráðgjöf og heildarþjónusta. ATVINNUMIÐLUN FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2012 &RÁÐGJÖF Sex á leið til Tyrklands Landslið Íslands í golfi tekur þátt í Heimsmeistaramóti áhugamanna. golf 42 SJÓNVARP „Mér finnst óviðunandi að manneskja geti horfið sporlaust í okkar litla samfélagi,“ segir frétta konan Helga Arnar- dóttir sem senn fer af stað með nýja sjónvarps- þætti á Stöð 2 þar sem fjallað verður um mannshvörf á Íslandi. „Mér hefur verið mjög vel tekið. Aðstandendur, sama hversu langur tími er liðinn frá hvarfinu, eru alltaf að bíða og leita að svör- um um afdrif einstaklingsins.“ Alls rata fjórar íslenskar þáttaraðir sem fjalla um manns- hvörf, sakamál, slys og óútskýrða atburði á skjái landsmanna í vetur. - áp / sjá síðu 46 Nýir þættir um mannshvörf: Leitar svara um horfið fólk HELGA ARNARDÓTTIR Iceland frystivörurnar eru komnar aftur Opið til 21 í kvöld TÖFRANDI SAMGÖNGUR Gylfi Sigfússon, for- stjóri Eimskips, kveðst hafa veru- legar áhyggjur af aukinni ásókn hælisleitenda sem reyna að komast um borð í Ameríkuskip félagsins. Í bréfi til innanríkisráðuneytisins segir Gylfi alvarlega stöðu koma upp sleppi laumufarþegi með skipi vestur um haf. „Slíkt myndi kosta Eimskip háar fjársektir, hættu á handtöku skip- stjóra og möguleika á að skip félagsins yrði kyrrsett með tilheyr- andi kostnaði,“ skrifar Gylfi og bætir við að að beinum siglingum milli Íslands og Norður- Ameríku sé ógnað: „Yfirvöld í Ameríku fylgjast grannt með og gætu mögu- lega ályktað sem svo að siglinga- leiðin sé ótrygg og gætu gert kröfu til þess að vörur milli Íslands og Norður-Ameríku yrðu fluttar í gegnum hafnir á meginlandi Evr- ópu,“ útskýrir forstjóri Eimskips sem kveður þessar siglingar þá til dæmis geta orðið um Rotterdam. Þetta hefði mikinn kostnað í för með sér fyrir útflytjendur. Þá bendir Gylfi á að sumir hælis- leitendanna hafi ítrekað verið hand- teknir á athafnasvæði Eimskips eða um borð í skipum þess. Þeir hafi gert sjö „atlögur“ að því að lauma sér með skipum félagsins úr landi. „Það er eins og þessir aðilar séu eftirlitslausir og að engin lög taki á ítrekuðum brotum þeirra sem valda tjóni á mannvirkjum og síðast en ekki síst viljum við ekki hugsa þá hugsun til enda ef til handalögmála kæmi við öryggis- verði eða sjómenn,“ segir for- stjórinn í bréfinu þar sem fram kemur að reyndar hafi legið við átökum. „Í síðustu tveimur til- raunum sýndu aðilar tilburði til að ráðast á öryggisverði félagsins.“ Óskað er eftir aðgerðum af hálfu innanríkisráðuneytisins. „Fundir hafa verið haldnir með embættis- mönnum ráðuneyta, útlendingaeftir- lits, siglingamála, lögregluembætta og hafnaryfirvalda. Þær viðræður hafa hingað til því miður litlu sem engu skilað,“ skrifar Gylfi ráðu- neytinu og biður um skjót viðbrögð. Bréfi Eimskips, sem dagsett er 16. júlí, hefur enn ekki verið svarað að sögn upplýsingafulltrúa ráðu- neytisins. „Við erum enn að bíða,“ segir Ólafur William Hand, upplýs- ingafulltrúi Eimskips. Stjórn Faxaflóahafna segist hins vegar taka undir að viðeigandi yfir- völd eigi að grípa til nauðsynlegra ráðstafana vegna ítrekaðra tilrauna til innbrota á svæði Eimskips. - gar Óttast að Bandaríkin loki á siglingar héðan til Ameríku Eimskip segir hættu á að skipum verði meinað að sigla héðan til Bandaríkjanna ef laumufarþegar komast vestur um haf. Innaríkisráðuneytið hefur ekki svarað erindi félagsins sem óttast um öryggi starfsmanna. LAUMAST Í SUNDAHÖFN Þrír hælis- leitendur læðast um á afgirtu svæði Eimskips. MYND/EIMSKIP MENNTAMÁL Lagaákvæði um að tveir þriðju hlutar starfsmanna leikskóla skuli hafa lokið leik- skólakennaraprófi verður ekki uppfyllt fyrr en í fyrsta lagi árið 2041, að óbreyttu. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um aðgerðir til eflingar leikskóla- stigsins. Árið 2010 vantaði 1.369 stöðugildi til að uppfylla laga- ákvæðið. Nám leikskólakennara var lengt í fimm ár árið 2011. Nokkuð hefur dregið úr aðsókn í námið síðan. Haraldur Freyr Gíslason, for- maður Félags leikskólakennara, segir ástandið alvarlegt. Útskrifa þurfi 180 leikskólakennara á ári á næstu árum til að viðhalda stétt- inni. Aðeins 105 hófu nám í haust. Þá segir Haraldur að bæta þurfi launakjörin. „Við verðum sem þjóð að ákveða hvernig menntun við viljum veita. Ef við ætlum að veita úrvals- menntun þá verðum við að fram- leiða leikskóla kennara, en þeir eru ekki að skila sér í námið. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst tengd launum og starfs- kjörum. Ef við ætlum að laga þetta þá verður að gera eitthvað róttækt.“ Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir þetta áhyggjuefni. Meðal þess sem skoðað verði er hvort búa eigi til útgönguleiðir í náminu með því að hlutaskipta því. „Fólk getur þá fengið það metið í starfi á leikskól- um.“ Þannig væri hægt að skipta fimm ára náminu upp í áfanga sem ljúka mætti síðar. - kóp / sjá síðu 4 Lengra leikskólakennaranám gerir erfiðara að fjölga menntuðum kennurum: Vantar á annað þúsund kennara Ef við ætlum að laga þetta þá verður að gera eitthvað róttækt. HARALDUR FREYR GÍSLASON FORMAÐUR FÉLAGS LEIKSKÓLAKENNARA Teppin seldust upp Samstarfsverkefni Farmers Market og Sigur Rósar vekur mikla lukku. fólk 46 DÁLÍTIL VÆTA sunnan og vestan til en bjart veður á Norður- og Austurlandi. Fremur hæg suðlæg átt og hlýnandi veður. Vaxandi vindur með rigningu SV-til í kvöld. VEÐUR 4 11 10 10 11 11 ÓLYMPÍULEIKAR FATLAÐRA Setningarathöfn Ólympíuleika fatlaðra í London í gærkvöldi gaf athöfninni fyrir Ólympíuleikana fyrr í mánuðinum ekkert eftir. Fjórir íslenskir keppendur eru í London og keppa þeir allir í fyrsta sinn á Ólympíuleikum. Fjórmenningarnir stefna allir á verðlaun. Sjá síðu 40. NORDICPHOTOS/AFP Óður til amma Sigmundur Ernir Rúnarsson segir skriftir fara vel með þingstörfum. tímamót 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.