Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 22
22 30. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR
Fjórum árum eftir bankahrun eru almenningur og atvinnu-
líf enn í fjötrum gjaldeyris-
hafta. Falskt gengi brenglar allar
ákvarðanir um fjárfestingar, höft-
in bjóða upp á spillingu, engin trú-
verðug lausn í sjónmáli. Krónan er
„Disney dollar“, gjaldmiðill sem
hvergi er hægt að nota nema inn-
anlands.
Vöruskipti og þjónusta til sam-
ans skila afgangi, hið „raunveru-
lega hagkerfi“ er í jöfnuði og sjálf-
bært. En fjármagnshreyfingar eru
neikvæðar, peningar streyma úr
landinu þrátt fyrir höft. „Hengja“
af peningum bíður eftir að kom-
ast út.
Í hengjunni eru meðal annars
aflandskrónur, um 500 milljarð-
ar. Kröfur á föllnu íslensku bank-
ana, sem að hluta til hefur verið
umbreytt í hlutafé í þeim nýju, eru
einnig mældar í hundruðum millj-
arða. Erlendar eignir þrotabúa
bankanna eru um 1.700 milljarðar,
lögum samkvæmt verður að gera
þær upp í krónum þó gjaldeyrir
komi á móti. Hengjan er fyrst og
fremst áhættufé frá 2008 og er á
stærð við árlega landsframleiðslu,
og jafnvel stærri, hvernig svo sem
talið er.
Núverandi aðferðir ganga ekki.
Það gæti tekið áratugi að láta
afganginn af sjálfbæra hluta hag-
kerfisins safna gjaldeyri upp í
hengjuna. Varla telst heldur boð-
legt að láta sjálfbæra hlutann
leysa gamla áhættuféð út. Ekki
ríkissjóð heldur, hann er sam-
eign okkar allra og komandi kyn-
slóða. Og nýtt áhættufé fæst varla
til landsins ef nýja féð á að borga
það gamla út. Hvernig má þá leysa
gjaldeyrishöftin án þess að skaða
heimili, fyrirtæki og ríkissjóð?
Einfaldast er að láta hengjuna
fara út sömu leið og hún kom inn,
á fljótandi gengi. En fjármála-
kerfið nýtur enn þá lítils trausts,
gjaldmiðillinn sömuleiðis. Ef
gengið væri gefið frjálst er hætt
við að meira en hengjan streymdi
út. Umrótið gæti skaðað fyrir-
tæki, heimili og ríkissjóð. Að láta
krónuna fljóta er ekki útilokað en
áhættusamt.
Grundvallarlögmál markaðar
er að eigendur áhættufjár eiga
að njóta hagnaðar ef vel gengur
en þola tap ef illa fer. Eðlilegt er
að láta áhættuféð sem festist inni
fyrir hrun taka skellinn af losun
gjaldeyrishafta, ekki almenning,
venjuleg fyrirtæki, skattgreiðend-
ur eða nýja fjárfesta.
Á Íslandi varð kerfishrun í fjár-
málakerfi. Ef krónan á ekki að
fljóta þarf veruleg inngrip, hálf-
kák dugir skammt. Fyrirmyndin
er augljós, Þýskaland 1948, þar
var kerfishrunið algert, endur-
ræsa þurfti heilt þjóðfélag, þar á
meðal fjármálin. Breytingin átti
sér stað um helgi eftir nokkurra
mánaða undirbúning í kyrrþey.
Nýr gjaldmiðill var settur á fót,
sérhver íbúi fékk fasta upphæð,
fyrirtæki líka eftir rekstrarum-
svifum. „Hengja“ Þjóðverja eftir
tapað stríð var leyst inn á lágu
gengi, 10 til 15 gömul Reichsmark
fyrir eitt nýtt Deutsche Mark.
Myntbreytingin var forsenda fjár-
magns frá Bandaríkjunum sem
fylgdi í kjölfarið, þýska hagkerfið
lifnaði við.
Íslendingar gætu hæglega
farið svipaða leið og Þjóðverjar.
Nýrri mynt yrði úthlutað til allra
íbúa og fyrirtækja, hins raun-
verulega hagkerfis sem er í jafn-
vægi. Reglur um úthlutun þyrftu
að vera einfaldar, gagnsæjar og
gæta jafnræðis að þýskri fyrir-
mynd. Fóturinn undir nýju mynt-
ina gæti verið gjaldeyrir, gull eða
ríkisbréf, nýja myntin yrði lögeyr-
ir. Best væri ef nýja myntin væri
fasttengd við annan gjaldmiðil eða
myntkörfu, hún mætti alls ekki
fljóta nema algerlega ný vinnu-
brögð væru tekin upp í stjórn pen-
ingamála. Jafnvel mætti taka upp
annan gjaldmiðil einhliða.
En gamla krónan, þar með talin
hengjan, yrði leyst inn ódýrt. Eða
látin fljóta, ISK frá 2008 gæti
gengið kaupum og sölum alveg
eins og kröfurnar á þrotabú bank-
anna. Sannvirði fyrir „Disney doll-
ar“ kæmi fljótt í ljós.
Með nýrri mynt myndi líka opn-
ast leið til evrusamstarfs ef sá
kostur þykir ákjósanlegur. Við
núverandi aðstæður er sú leið
lokuð því þá myndi hengjan lenda
á ríkissjóð ef hún streymdi út.
Gjaldmiðlaskiptin 1948 lögðu
grunninn að efnahagsundri. Þýska-
land reis úr rústum og er nú lang-
öflugasta hagkerfi Evrópu. Þjóð-
félag sem hrundi fékk nýtt start.
Á Íslandi eru aðstæður miklu
betri. Stærsti hluti þjóðfélagsins
virkar enn þrátt fyrir efnahags-
áfall. Það var fjármálakerfið sem
hrundi, ekki heilt þjóðfélag. En
kostnaðurinn við hrunið var mik-
ill, gjaldmiðilsvandann verður að
leysa fljótt og á trúverðugan hátt
til að koma í veg fyrir frekara tjón.
Frumforsendan við að leysa gjald-
eyrishöftin er að vernda almenn-
ing, ríkissjóð og hinn sjálfbæra
hluta atvinnulífsins. Einnig þarf að
greiða fyrir nýjum fjárfestingum.
Augljós leið að þessum mark-
miðum er að fylgja fordæmi Þjóð-
verja frá 1948. Taka upp nýja mynt
og úthluta til almennings og fyr-
irtækja. Láta svo gömlu krónuna
fljóta eða leysa hana inn á lágu
gengi, leyfa áhættufénu frá 2008
að uppskera eins og til var sáð.
Áhættufé og gjaldeyrishöft
Fjármál
Sveinn
Valfells
eðlisfræðingur og
hagfræðingur
En gamla krónan, þar með talin hengjan,
yrði leyst inn ódýrt. Eða látin fljóta, ISK
frá 2008 gæti gengið kaupum og sölum
alveg eins og kröfurnar á þrotabú bankanna. Sann-
virði fyrir „Disney dollar“ kæmi fljótt í ljós.
ÞVOTTAEFNI FYRIR HVERT TILEFNI
STÓRÞVOTTUR
FRAMUNDAN?
HAFÐU ÞAÐ FÍNT
NÚ ER ÞAÐ SVART
Ekkert jafnast á við
Neutral Storvask til
að komast til botns
í þvottakörfunni.
Hentar fyrir þvott
af öllu tagi.
Silkihönskum, ullarteppum
og dúnúlpum hæfir 30 til
40 gráðu þvottur í höndum
eða vél með Neutral Uld-
og finvask.
Neutral Sort vask varðveitir
svartan glæsileikann svo hann
tapi ekki lit sínum. Upplitað er
bara ekki í tísku þessa dagana.
Fyrir alla muni, ekki láta
þennan lenda í hvíta
þvottinum.
Létt er að flokka
litríka sokka.
NÚ ER ÞAÐ HVÍTT HALTU LÍFI Í LITUNUM
Ensímin í Neutral Hvid vask
losa þig við erfiða bletti og
óhreinindi. Það skilar sér í
björtum og hvítum þvotti.
Fljótandi Neutral leysist vel
upp og hentar því líka vel í
handþvottinn.
Settu svolítið af Neutral Color
í hólfið og njóttu þess að fá
þvott inn jafn litríkan úr vélinni
aftur. Þetta er kröftugt, þú
notar bara lítið af dufti í
hverja vél. Fljótandi Neutral
Color endist líka og endist.
Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi
mælir með vörum frá Neutral
Dönsku astma- og
ofnæmissamtökin
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
N
AT
6
08
51
0
8.
20
12
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á NEUTRAL.IS