Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 12
30. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR12 12 hagur heimilanna Neytendur eiga rétt á að flug- félag greiði fyrir nýjan flug- miða með fyrsta mögulega flugi á ákvörðunar stað þótt það sé með öðru flugfélagi. Það er ekki nóg að flugfélag bjóði endurgreiðslu eða miða með næsta flugi þess sjálfs hafi flugferð verið aflýst. Á fréttavefnum metroxpress. dk er greint frá því að dómstóll í Kaupmannahöfn hafi dæmt flug- félagið KLM til að bæta kostnað lögfræðingsins Bente Hagelund og fjölskyldu hennar sem sætti sig ekki við sex daga seinkun og keypti miða með öðru flugfélagi. Vegna fannfergis á Schiphol- f lugvellinum í Amsterdam veturinn 2010 var flugi til Ghana í Afríku, þangað sem fjölskylda Hagelund hafði keypt ferð til, fyrst seinkað um tvo daga. Fluginu var aftur seinkað og þá um fjóra daga. Ekki er greint frá ástæðum seinni seinkunarinnar í fréttinni. Fjölskyldan sætti sig ekki við við- bótarseinkunina og pantaði ferð með öðru flugfélagi. KLM vildi ekki greiða kostn- aðinn vegna þeirrar ferðar. Sú ferð var 15.700 dönskum krónum dýrari en ferðin með KLM sem kostaði 29.000 danskar krónur. Lögfræðingurinn höfðaði mál gegn KLM sem var dæmt til að greiða báðar upphæðirnar. Hagelund kveðst ekki hafa þekkt reglur Evrópusambandsins varðandi rétt neytenda. Hún segir það vera alltof erfitt að finna út úr því hvaða reglur séu í gildi, jafn- vel fyrir lögfræðinga. Haft er eftir lögfræðingi dönsku neytendasam- takanna að reglurnar gildi aðeins sé ferðast til eða frá Evrópusam- bandslandi og ef flugfélagið er staðsett í aðildarríki sambandsins. Kristín Einarsdóttir, fulltrúi Neytendasamtakanna, segir að unnið sé hér á landi eftir reglu- gerðum Evrópusambandsins varð- andi réttindi flugfarþega. Dómstóll í Kaupmannahöfn úrskurðar flugfarþegum í hag: Næsta mögulega flug gildir Á SCHIPHOL Danskur lögfræðingur sætti sig ekki við að þurfa að bíða í sex daga eftir flugi. NORDICPHOTOS/GETTY PRÓSENT er sú hlutfallslega hækkun sem varð á verði á eggjum á Íslandi frá maí 2009 til maí 2012.16,6 Neytendasamtökin segja að sníða þurfi nemakort Strætó að raunverulegri þörf nemenda þótt verð- hækkun hafi ekki verið umflúin, eins og talsmenn Strætó hafa greint frá. Samtökunum hafa borist margar kvartanir frá náms- mönnum og aðstandendum þeirra vegna breytinga á fyrirkomulagi kortanna. Nú er eingöngu hægt að fá 12 mánaða nemakort sem kost- ar 38.500 krónur. Í fyrra- haust gátu nemendur keypt kort sem gilti í 9 mánuði og kostaði 20 þúsund krónur. Þuríður Hjartardóttir, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, gagnrýnir breytt fyrir- komulag á nemakortum Strætó. „Í fyrrahaust kostaði 9 mánaða nemakort 20.000 krónur, rúm- lega 2.200 krónur á mánuði, en mánaðarlegur kostnaður er nú rúmlega 3.200 krónur miðað við 12 mánaða kort á 38.500 krónur. Þetta er 45 prósenta hækkun. Við höfum fengið margar kvartanir vegna þessa.“ Hún segir að með breytta fyrir- komulaginu sé í raun verið að neyða námsmenn til að kaupa kort sem gildir þremur mánuðum lengur en skólaárið er. „Ferða- venjur margra nema breytast á sumrin, til dæmis þeirra sem taka fram hjólið eða fara út á land að vinna. Fyrir þennan hóp verður verðhækkunin því um 93 prósent, úr 20.000 í 38.500 krónur.“ Reynir Jónsson, forstjóri Strætó, segir að ekki hafi verið komist hjá því að hækka verðið. „Ákveðið var að lina sársaukann með því að láta kortið gilda í 12 mánuði.“ Hann getur þess einnig að Strætó hafi borist margar athuga- semdir þegar nemakortin voru annatengd eins og í fyrra. „Við vorum spurð af hverju þau giltu ekki einnig yfir sumarið. Nem- endafélög sögðu kannanir sýna að það væri ósk nemenda að kortin giltu að sumarlagi. Við gáfum út sumarkort í fyrra en það seldist illa. Nú veitum við kaupauka. 12 mánaða kortið er til dæmis ódýr- ara en 9 mánaða kort á venjulegri gjaldskrá sem kostar 42 þúsund krónur en það er auðvitað enginn sáttur að fá svona mikla hækkun.“ Þuríður telur líklegra að kaup- aukinn sé fyrir Strætó en ekki nemendur. „Þeir hljóta að vera stór og mikilvægur viðskipta- hópur. Þeir hafa ekki mikið fé á milli handanna og haustið er kostnaðarsamur tími. Strætó á að bjóða skástu leiðina til að lækka kostnað fyrir námsmenn en ekki gefa þrjá mánuði í búbót. Það á að sníða nemakort að raunverulegri þörf þeirra.“ Reynir segir ýmsa velta því fyrir sér hvað réttlæti niður- greiðslu fyrir einn hóp umfram annan. „Hvers vegna ætti til dæmis að niðurgreiða kort fyrir nemanda í MBA-námi sem er í fullri vinnu?“ - ibs Gagnrýna breyttan gildistíma nemakorta Á BIÐSTÖÐ Nemakort í Strætó gilda nú í 12 mánuði. Ekki var komist hjá verðhækkun, að sögn forstjóra Strætó. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nú eru til á markaðnum fjórar tegundir af hreinu hvítu skyri, að sögn sölustjóra MS, Aðalsteins Magnússonar. Óhrærða skyrið merkt KEA er það skyr sem einna helst líkist því sem var til sölu áður fyrr. Það hefur aðallega verið selt á Norður- landi en fæst einnig í einhverjum versl- ana Nettó á höfuðborgarsvæðinu. Líf- tími óhrærða KEA-skyrsins er 15 dagar en líftími hinna skyrtegundanna er 30 dagar, að því er sölustjórinn greinir frá. ■ Matvæli Nokkrar tegundir til af hreinu hvítu skyri Lágfargjaldaflugfélagið Ryanair krefst þess að allir farþegar skrái sig í flug á netinu. Þeir þurfa einnig að prenta út brott- fararspjald og koma með það á flugvöllinn. Geri þeir það ekki þurfa þeir að greiða sekt upp á 60 evrur. Suzy McLeod frá Bret- landi og samferðamenn hennar þurftu að greiða alls 300 pund þar sem þau höfðu ekki prentað út brottfararspjöldin. McLeod segir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Yfir hálf milljón manns hafa lýst því yfir á Facebook að þeir séu sammála henni um að gjöldin séu óréttlát. ■ Samgöngur Sektað ef brottfararspjald er ekki prentað út GÓÐ HÚSRÁÐ málningarvinna Gott er að smyrja sápu á glerið. Þegar haustar fara margir að huga aftur að viðhaldi innanhúss, þar á meðal málningarvinnu. Eitt gott ráð þegar kemur að því að mála gluggakarma og í kring um annað gler er að smyrja sápu á glerið. Þá festist málningin ekki þar við, verði slys líkt og gerast vill, og málning klínist í glerið. Einfalt er svo að hreinsa sápuna og málningarleifar af glerinu eftir að málningin hefur fengið að þorna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.