Fréttablaðið - 19.09.2012, Page 8
19. september 2012 MIÐVIKUDAGUR8
VEISTU SVARIÐ?
1. Hvaða lið, sem spiluðu í 1. deild
karla í knattspyrnu í sumar, munu
spila í efstu deild á næsta ári?
2. Hvaða land fer nú með for-
mennsku í ráðherraráði ESB?
3. Hvaða norski rithöfundur áritaði
nokkur eintök bóka sinna í Máli og
menningu um helgina?
SVÖR:
1. Þór Akureyri og Víkingur Ólafsvík
2. Kýpur 3. Jo Nesbø
Heimir & Kolla vakna með þér í bítið
Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00
NEYTENDAMÁL Íslensk stjórnvöld
hafa skuldbundið sig til að endur-
skoða lög um stimpilgjöld með
það fyrir augum að afnema slík
gjöld á útgáfu skuldabréfa einstak-
linga þegar skipt er um kröfuhafa.
Starfshópur sem hefur verið skip-
aður á að skila af sér frumvarps-
drögum um málið í október. Þetta
er meðal þess sem kemur fram í
ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA
(ESA) um samþykkt á ríkisaðstoð
við nýju bankana þrjá, Landsbanka,
Íslandsbanka og Arion banka, þegar
þeir voru fjármagnaðir. Í ákvörðun
ESA segir einnig að starfshópurinn
eigi einnig að kanna hvernig álagn-
ingu stimpilgjalda megi breyta til
að einfalda ferlið og ýta undir sam-
keppni á meðal fjármálafyrirtækja.
Lög um stimpilgjöld voru sett
1978. Samkvæmt þeim greiða allir
sem kaupa sér fasteign 0,4 prósent
af fasteignamati hennar í stimpil-
gjald til ríkissjóðs. Þeir sem eru
að kaupa sína fyrstu fasteign eru
undan þegnir gjaldinu. Af vana-
legum veðskuldabréfum eru greidd
1,5 prósent af fjárhæð bréfsins. Ef
skuldari ætlar að færa skuldir sínar
yfir til annars fjármálafyrirtækis,
sem býður mögulega betri kjör, þá
þarf hann að greiða stimpilgjöld
af nýju fjármögnuninni. Þau gera
það oft að verkum að flutningur-
inn verður óhagkvæmur og gjöldin
Engin stimpilgjöld
við skipti á banka
Nefnd vinnur að frumvarpsdrögum sem eiga að draga úr kostnaði við flutning
viðskipta á milli lánardrottna. Önnur nefnd á að endurskoða neytendavernd á
íslenskum fjármálamarkaði. Hún skilar skýrslu í síðasta lagi 15. janúar 2013.
Til viðbótar við ríkulegan staðalbúnað
í Volkswagen Passat Comfortline Plus
er nú fullkomið leiðsögukerfi með
Íslandskorti ásamt bakkmyndavél.
www.volkswagen.is
Ratvís og
víðsýnn
Volkswagen Passat EcoFuel
Komdu og reynsluaktu Volkswagen Passat
Passat Comfortline Plus
sjálfskiptur kostar aðeins
4.390.000 kr.
Nú á enn
betra verði
15 stk. í pakka Verð áður 2.849 kr.
1.994 KR.
TILBOÐSVERÐ
VNR. 1000304
ELDHÚSRÚLLUR
HVÍTUR PAPPÍR, TVEGGJA LAGA,
200 HÁLFSKIPT BLÖÐ, 24 M Á RÚLLU
Stórhöfða 42, Reykjavík
Austursíðu 2, Akureyri
587 7788
papco.is
Góð þjónusta fyrir fyrirtæki og stofnanir
SEPTEMBERTILBOÐ Stimpilgjöld eru mikil tekjulind fyrir ríkissjóð. Samkvæmt nýbirtu fjárlaga-
frumvarpi fyrir árið 2013 er áætlað að þau skili 4,1 milljarði króna í hann
á næsta ári. Á árunum 2009 til 2012 er áætlað að þau hafi skilað 11,7
milljörðum króna í ríkissjóð. Samtals munu Íslendingar því samtals hafa
greitt 15,8 milljarða króna í stimpilgjöld frá byrjun árs 2009 og út næsta ár,
gangi tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins eftir.
Gjöldin skila milljörðum í ríkissjóð
NEYTENDUR Niðurstöður nýrrar
rannsóknar sýna að níu af tólf amer-
ískum matvælategundum sem kann-
aðar voru í helstu matvöruverslun-
um höfuðborgarsvæðisins innihalda
erfðabreytt efni án þess að þess sé
getið á vörumerkingum. Frá þessu
er greint á vef Neytendasamtak-
anna. Frá og með síðustu áramótum
hefur verið skylt að merkja matvæli
og fóður sem innihalda erfðabreytt
efni.
Könnunin var gerð á vegum Neyt-
endasamtakanna, Matvæla- og veit-
ingafélags Íslands og Náttúrulækn-
ingafélags Íslands. Sýnin voru send
Ný rannsókn á matvörum í verslunum á höfuðborgarsvæðinu:
Erfðabreytt efni í matvörum
Vörutegundir sem innihalda erfðabreytt efni
virka því sem samkeppnishindrun.
Í júní síðastliðnum tilkynnti
ESA um þá ákvörðun sína að sam-
þykkja þá ríkisaðstoð sem veitt var
við endur skipulagningu á nýju við-
skiptabönkunum þremur. Þar kom
fram að stjórnvöld og bankarn-
ir sjálfir þyrftu að grípa til full-
nægjandi ráðstafana til að draga úr
röskun á samkeppni vegna tilurðar
þeirra. Jafnframt segir að íslensk
stjórnvöld hafi skuldbundið sig til að
endurskoða lög um stimpilgjald með
tilliti til þess að draga úr kostnaði
við flutning viðskipta á milli lánar-
drottna. Í öðru lagi eigi stjórnvöld
að skipa nefnd sem á að endurskoða
neytendavernd á íslenskum fjár-
málamarkaði og leggja fram tillög-
ur um hvernig staða einstaklinga
og heimila gagnvart fjármálafyrir-
tækjum getur verið styrkt. Nefndin
á sérstaklega að fjalla um að auð-
velda viðskiptavinum fjármála-
fyrirtækja að skipta um viðskipta-
banka. thordur@frettabladid.is
til greiningar í rannsóknarstofu
Genetic-ID í Þýskalandi en fyrir-
tækið er sagt vera heimsþekkt fyrir
greiningar á erfðabreyttum efnum.
Á vef Neytendasamtakanna segir
að bandarísk stjórnvöld krefjist ekki
merkinga á erfðabreyttum matvæl-
um og því þurfi innflytjendur að
láta greina allar matvörur þaðan til
þess að ganga úr skugga um hvort
þær innihaldi erfðabreytt efni.
Samtök bandarískra matvæla-
vinnslufyrirtækja áætla að allt að
80 prósent unninna matvæla inni-
haldi erfðabreytt efni
- ibs
Shop Rite Corn Flakes
Pop Corners
Doritos Cool Ranch Tortilla Chips
Maíshveiti
EAS Advent
Mass Muscle Gainer
Zone Perfect
EAS Advanced Edge
EAS Lean 15
NEYTENDUR Yggdrasill hefur inn-
kallað þriggja korna lífrænan
barnagraut þar sem í honum
mældist aukið magn OTA (myco-
toxin), sem er myglusveppaeitur.
Grauturinn er framleiddur
undir vörumerkinu Holle. Varan
er þó innkölluð hér á landi til að
gæta fyllsta öryggis. Þetta á við
um graut sem er merktur dagsetn-
ingunni 25.04.2013. Grauturinn
fór í dreifingu í Nettó, Samkaup,
Melabúðina, Fjarðarkaup, Hag-
kaup, Víði, Lyfju og Vöruval í Vest-
mannaeyjum. - sv
Yggdrasill innkallar barnamat:
Sveppaeitur í
barnagraut