Fréttablaðið - 19.09.2012, Qupperneq 14
14 19. september 2012 MIÐVIKUDAGUR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
HALLDÓRÓlafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Nú er fagnað á Suðurnesjum og færðar fréttir af því að álver í Helguvík verði
brátt að veruleika. Í gleðinni virðast menn
hafa misst sjónar á framtíðarhagsmunum
og vera tilbúnir að kveðja Reykjanesskag-
ann eins og fólk þekkir hann í dag.
Álverið mun skapa fjölda starfa, um
það þarf ekki að deila. Það þarf atvinnu á
Suðurnesjum, það þurfum við heldur ekki
að deila um. En … atvinnuuppbygging sem
fylgir álveri í Helguvík mun kosta 8-16
jarðhitavirkjanir á skaganum sem tengdar
verða saman með tilheyrandi mannvirkj-
um. Jarðhitavirkjunum fylgja borstæði,
brennisteinsmengun, hitaveiturör, vegir
og lón með affallsvatni. Uppbyggingin
mun einnig þurfa tvöfalda röð af þrjátíu
metra háum stálmöstrum eftir endilöngum
Reykjanesskaganum ásamt tengivirkjum.
Ég geri mér grein fyrir því að það er
ekki alltaf hægt að fá ýtrustu kröfum
sínum fullnægt og það hef ég aldrei látið
mig dreyma um. En er þetta nauðsynleg-
ur fórnarkostnaður? Geta virkjunarsinnar
ekki sýnt framandi sjónarmiðum smá virð-
ingu og hugsað sér að landið geti verið ein-
hvers virði þó það sé ekki fullt af rörum og
staurum?
Ég hef fyrst og fremst komið að þessu
máli með því að reyna að fá Landsnet til að
skoða hugmyndir um sæstreng eða jarð-
streng út í Helguvík. Ég hef líka rætt um
að fá raflínur færðar til svo svæði innan
Sveitarfélagsins Voga sem er fyrir ofan
Reykjanesbraut verði ekki óhæft til nýt-
ingar. Kröfum um allt slíkt hefur verið
mætt með fyrirlitningu á skoðunum sem
bera minnsta einkenni náttúruverndar og
virðingarleysi fyrir annars konar nýting-
aráformum en þeim sem fela í sér línur og
línuvegi.
Ég á erfitt með að sætta mig við að
Suður nesjamenn vilji búa í umhverfi þar
sem fyrirætlanir eru um stóraukna brenni-
steinsmengun, aukna tíðni jarðskjálfta og
stórar og öflugar raflínur með tilheyrandi
segulsviði. Ég á erfitt með að trúa því að
Íslendingar vilji í raun og veru sjá eitt sam-
fellt orkuvinnslusvæði eftir öllum Reykja-
nesskaganum. Þetta er ekki bara einkamál
náttúruverndarsinna, sveitarstjórnamanna
á Suðurnesjum, erlendra ferðamanna eða
landeigenda. Þetta er spurning um heilsu-
far og lífsgæði og spurning um hvort við
erum öll tilbúin að kveðja Reykjanesskag-
ann eins og við þekkjum hann í dag.
Og þessi grein er ekki bara létt hugvekja
– hún er ákall um hjálp.
Hverju er nauðsynlegt að fórna?
Náttúru-
vernd
Inga Sigrún
Atladóttir
forseti
bæjarstjórnar í
sveitarfélaginu
Vogum
bokafelagid.is
SPILABÓKINSPILABÓKIN
SPILABÓKIN
3.
PRENTU
N
KOMIN Í
VERSLA
NIR!
Umboð og afleiðingar
Mikið hefur verið deilt um hvert
umboð fjórir þingmenn atvinnu-
veganefndar höfðu þegar þeir rituðu
greinargerð um frumvarp til laga
um stjórn fiskveiða. Sigurður Ingi
Jóhannsson, þingmaður Framsóknar-
flokksins, sat í hópnum. Hann
sagði í gær að tekist hefði að
ná samkomulagi um 80 til
90% af deiluefnum og því
væri óskiljanlegt ef ekki ætti
að standa við sam-
komulagið. Í því ljósi
er athyglisvert að lesa
greinargerð hópsins,
sem Sigurður Ingi sat
í. Þar segir í niðurlagi
að fyrir lægi að meðlimir hans færu
með takmarkað samningsumboð
„enda ljóst að skoðanir manna væru
skiptar þegar að sjávarútvegsmálum
kæmi“.
Ekki bindandi
Lokasetning greinargerðarinnar er
býsna skýr: „Í ljósi
þessa skal það
áréttað að efni
greinargerðarinnar
endurspeglar ekki nauðsynlega
skoðanir stjórnmálaflokkanna
eða flokkssystkina meðlima
trúnaðarmannahópsins.“
Þessi orð Sigurðar Inga og
félaga gefa ekki til kynna
að greinargerðin hafi átt að vera
bindandi.
Icesave lokið
Fréttamenn þurfa ætíð að hafa það í
huga að trúa ekki blint á fréttatilkynn-
ingar. Þær eru nefnilega skrifaðar af
hagsmunaaðilum. Það sást berlega
í tilkynningu frá
utanríkisráðuneytinu
varðandi Icesave,
sem barst fjölmiðlum
í gær: „Ítarlega var farið yfir tilurð
tilskipunarinnar og sýnt fram á að
innstæðutryggingakerfið rís ekki undir
stórfelldu bankaáfalli …“ Þar höfum við
það. Icesave er lokið, búið er að sýna
fram á hið rétta. kolbeinn@frettabladid.is
S
kýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðils- og gengis-
málum er mikilvægt innlegg í umræðuna og til þess fallin að
skýra línur og eyða ranghugmyndum.
Þar er til að mynda nokkuð kerfisbundið slökkt á ýmsum
villuljósum um möguleika á einhliða eða tvíhliða upptöku
hinna ýmsu gjaldmiðla ríkja, sem Ísland á hlutfallslega lítil viðskipti
við og hafa engan áhuga á að vera í myntbandalagi með Íslandi. Þetta
ætti að stuðla að því að beina umræðunni frá patentlausnum og að
aðalatriðum málsins.
Seðlabankinn dregur það skýrt
fram sem raunar hefur lengi legið
fyrir; að í núverandi stöðu eru kost-
ir Íslands tveir. Annar er sá að búa
áfram við krónuna en styrkja hag-
stjórnina. Hinn er að taka upp evru
eftir inngöngu í Evrópusambandið.
Í skýrslunni segir: „Það virðist
því skynsamlegt að halda um hríð áfram á þeirri braut sem fetuð hefur
verið að undanförnu að þróa og skýra þessa tvo kosti, annars vegar
með því að vinna af krafti að endur bættum ramma um krónuna og
hins vegar í gegnum aðildarumsókn Íslands að ESB.“
Seðlabankinn bendir á það augljósa, að hvorugur kosturinn er galla-
laus. Galla krónunnar þekkjum við vel. Hún hefur magnað sveiflur í
þjóðarbúskapnum fremur en að draga úr þeim. Með gengisfellingum
hafa fjármunir verið fluttir frá almenningi til útflutningsfyrirtækja.
Sjálfstæð mynt hefur ýtt undir verðbólgu og verðtrygging fjárskuld-
bindinga orðið ill og óvinsæl nauðsyn. Krónan gefur aftur á móti kost
á sjálfstæðri peningamálastefnu.
Með upptöku evrunnar yrði því sjálfstæði fórnað. Mat Seðlabankans
er hins vegar að með evru myndu milliríkjaviðskipti Íslands örvast og
þjóðartekjur hækka, vextir lækka, samkeppni og verðvitund neytenda
vaxa og auðveldara yrði fyrir fyrirtæki að sækja á stærri markaði.
Seðlabankinn bendir á leiðir til að auka aga í hagstjórninni til þess
að búandi yrði við krónuna áfram. Hann dregur aftur á móti líka fram
að fyrri tilraunir til að reka hér árangursríka, sjálfstæða peninga-
málastefnu hafa klúðrazt. Með evrunni fengist sá agi í hagstjórnina
sem leiðir af hinu alþjóðlega samstarfi um gjaldmiðilinn. Upptaka evru
yrði ekki möguleg fyrr en eftir nokkur ár og á þeim tíma kemur vænt-
anlega í ljós hvort Evrópusambandið nær að stoppa í götin í regluverki
evrunnar og herða agann í sameiginlegri fjármálastjórn sambandsins.
Það blasir við að skynsamlegasta leiðin í stöðunni er að leitast við
að styrkja umgjörð krónunnar til næstu ára, en stefna að upptöku
evrunnar til lengri tíma litið. Eins og Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, bendir á í Fréttablaðinu í gær, eru aðgerðirnar
sem þarf til að styrkja umgjörð krónunnar í grófum dráttum þær sömu
og „geta til lengri tíma tryggt að við höfum einhverja valkosti, vilji
menn hafa þá í framtíðinni“.
Auðvitað viljum við eiga valkosti í framtíðinni. Seðlabankinn slær
því föstu að evran sé eini raunhæfi kosturinn sem við eigum, utan
krónunnar. Takist ekki að losa gjaldeyrishöftin á meðan við búum við
krónuna þarf að fara í „plan B“ eins og Már Guðmundsson seðlabanka-
stjóri kallar það, að afnema höftin í samstarfi við Evrópusambandið
og þá væntanlega sem lið í upptöku evru.
Eftir útkomu skýrslu Seðlabankans verður sú stefna margra stjórn-
málamanna að útiloka sem allra fyrst eina kostinn sem við eigum
annan en krónuna með því að slíta aðildarviðræðum við ESB enn
óskiljanlegri en ella.
Skýrari línur í gjaldmiðlaumræðunni:
Villuljósin slökkt