Fréttablaðið - 19.09.2012, Síða 16

Fréttablaðið - 19.09.2012, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 19. september 2012 16 Ég fór í bíó að sjá mynd Her-dísar Þorvaldsdóttur, Fjall- konan hrópar á vægð. Myndin er bæði skemmtileg og fræð- andi. Einnig dáist maður að þeirri elju sem Herdís hefur sýnt þessu áhugamáli sínu, og hún sagðist ekki hætt. Herdís ræddi við margt fólk í myndinni. Meðal annars ræddi Herdís við umhverfisráðherra og Herdís spurði hvers vegna ekki væri búið að taka á lausa- göngu búfjár. Umhverfisráð- herra svaraði því til að það væri ekki vísindalega sannað að lausaganga búfjár ylli uppfoki lands. Einnig sagði ráðherra að það væri Sjálfstæðis flokknum að kenna að ekki væri búið að skipta landinu í beitarhólf. Ábyggilega er það rétt að Sjálf- stæðisflokkurinn ber einhverja ábyrgð á því að ekki hefur verið hugað að þessum málum. Sjálf- stæðisflokkurinn er hins vegar ekki við völd núna. Umhverfisráðherra hefur verið á móti virkjunum og jafn- vel brotið lög til að ná þeim vilja sínum fram að ekki sé virkjað. Þegar virkjanir hafa verið til umræðu þá hefur umhverfisráðherra sagt að nátt- úran skuli njóta vafans. Nú virt- ist vafinn ekki vera not hæfur lengur, nú þarf að sanna það vísindalega að náttúran verði fyrir skaða. Úr ársreikningi 2011 LEIÐIN TIL HOLLUSTU www.skyr.is Norræna matvælamerkið Skráar- gatið auðveldar þér að velja holla matvöru. Vörur með Skráargatinu verða að uppfylla ákveðin nærin- garviðmið og er merking fyrir þær matvörur sem teljast hollastar í sínum fæðuflokki. Skyr.is drykkirnir standast þessar ströngu kröfur, þú getur því treyst á hollustu Skyr.is. NÝTT HINDBER & BANANAR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Hafnirnar í Reykjavík, Akra-nesi, Borgarnesi og Grundar- tanga sameinuðust árið 2000 í eitt fyrirtæki, Faxaflóahafnir. Reynslan af sameiningunni er góð, verulegir fjármunir hafa spar- ast og sveitarfélög þessara hafna notið góðs af þessari ákvörðun. Annað gott dæmi um vel heppn- aða sameiningu er þegar Slökkvi- lið Reykjavíkur og Hafnarfjarðar sameinuðust og úr varð Slökkvi- lið höfuðborgarsvæðisins. Í ljósi þessa er athyglisvert að velta því fyrir sér hvort við Hafn firðingar ættum að hefja viðræður við Faxa- flóahafnir um sameiningu eða samstarf. Hafnirnar Hafnarfjarðarhöfn er í mikilli samkeppni við Faxaflóahafnir, en vegna stærðar sinnar eru þær síðarnefndu í yfirburðastöðu. Tölur úr ársreikningi hafnanna árið 2011 sýna þetta ef til vill best. Faxaflóahafnir – Hafnarfjarðarhöfn – sameining? Á náttúran að njóta vaf- ans eða ekki? Tekjur 411,5 2.450 Gjöld m.fjárm.liðum 413,3 2.100 Skuldir 1.300,0 2.200 Handbært fé 25,4 748,2 Hafnir Ó. Ingi Tómasson varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði Hafnar- fjarðarhöfn Faxaflóa- hafnir Ekki er saman að líkja aðstöðu til löndunar og uppskipunar þar sem mikil uppbygging hefur farið fram á undanförnum árum hjá Faxaflóahöfnum en hvorki hafa verið til fjármunir hjá höfn- inni sjálfri né áhugi hjá einka- (Allar tölur eru í milljónum króna.) aðilum að byggja upp í Hafnar- fjarðarhöfn. Höfnin var á árum áður helsti burðarás í atvinnulífi Hafnfirðinga, hin síðari ár hefur skipakomum og löndunum fiski- skipa fækkað. Ráðist var í miklar fjárfestingar þegar ákveðið var að stækka hafnarsvæðið við Hvaleyrina. Landfylling var um 23 ha. og hafnarbakkinn var lengdur um 620 metra. Heildar- legupláss við Hafnarfjarðar- höfn er um 1.200 m. Áætlanir gerðu ráð fyrir aukinni starfs- semi í og við Hafnarfjarðarhöfn en því miður hafa þær áætlanir ekki gengið eftir og er stór hluti landfyllingarinnar nýttur undir geymslupláss og húsnæði sem lítil starfsemi er í. Þá er nýting á leguplássi við hafnarbakkana langt undir væntingum. Eftir stendur hafnarmannvirki að verðmati um 3 milljarðar kr. Ávinningur sameiningar Þegar hugað er að framtíð hafnar svæðis okkar Hafnfirð- inga þá ber að líta til þess að hér er um gríðarlega verðmætt land og bakka að ræða sem eru vannýtt. Viðræður við Faxaflóa- hafnir munu snúast um samein- ingu hafnanna (eignir og skuldir) eða sameiningu án skilgreindra lóða. Við sameiningu gæti sparn- aður fyrir báðar hafnir orðið verulegur. Verði af sameiningu má gera ráð fyrir aukinni skipa- umferð og starfsemi við höfn- ina þar sem Faxaflóa hafnir munu nýta sér hið verðmæta land og bakka sem eru til staðar hjá Hafnarfjarðarhöfn. Þá gæti löngu tímabær uppbygging smá- bátahafnarinnar orðið að veru- leika. Jafnframt má gera ráð fyrir tekjuaukningu til bæjarins vegna aukinna fasteignagjalda og annarra gjalda er tengjast starf- semi hafnarinnar. Komi ekki til nýrra tækifæra hjá Hafnar- fjarðarhöfn þurfa Hafnfirðingar að gera upp við sig hver framtíð hafnarsvæðisins á að vera. Náttúruvernd Bergur Hauksson lög- og viðskiptafræðingur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.