Fréttablaðið - 22.09.2012, Síða 70

Fréttablaðið - 22.09.2012, Síða 70
Fjalakötturinn er vinalegur veitingastaður í hjarta miðborgarinnar við Aðalstræti 16. Húsið var byggt að fyrirmynd gamla Fjalakattarhússins sem var fyrsta kvikmyndahús landsins. Það var rifið árið 1985 en endur- byggt árið 2005. Á Fjalakettinum er eldað úr úrvals íslensku hráefni og í boði er úrval árgangsvína á góðu verði. Staðurinn hefur í tvígang hlotið verðlaun frá hinu virta tímariti Wine Spectator fyrir framúrskarandi vínseðil. „Við viljum að fólk geti slakað á og höldum formlegheitum í lágmarki. Stemningin er notaleg og við leggjum áherslu á góða þjónustu og matarmikla rétti,“ segir Emmanuel Bodinaud, matreiðslumeistari staðarins. Emmanuel sem er franskur hefur starfað á Íslandi undanfarin 20 ár. Hann lætur vel af landinu og rómar íslenska hráefnið. „Ég nota mikið kryddjurtir og íslenskt hráefni; íslenskan ost, lambakjöt, silung, naut og fleira. Ég hef til dæmis verið að prófa mig áfram í að útbúa soufflé með íslenskum osti sem er algjört lostæti.“ Fjalakötturinn er opin öllum gestum, alla daga í hádeginu frá kl. 11:30 til 14, sunnudaga til fimmtudaga frá kl. 18 til 22:30 og frá kl. 18 til 23 á föstudögum og laugardögum. Nánari upplýsingar um Fjalaköttinn, þar á meðal matseðil og vínseðil, má finna á www.fjalakötturinn.is H l Reykjavík Centrum er glæsilegt hótel í hjarta Reykjavíkurborgar. Á hótelinu eru 89 herbergi með öllum nútíma þægindum, svo sem gervihnattasjónvarpi, síma, öryggishólfi og minibar. Öll herbergin hafa sér baðherbergi sem ýmist eru búin sturtu eða baðkari. Auk þess býður hótelið upp á fjórar stúdíóíbúðir til útleigu í Grjótagötu, bæði til styttri og lengri tíma. Tveir fundarsalir eru á hótelinu. Forsetastofan sem tekur 18 manns í sæti við stórt langborð er bæði nýtt í fundarhöld og einkasamkvæmi. Fógetastofan tekur 45 manns í skólastofuuppstillingu og er bæði nýtt sem fundarsalur en ekki síður undir ráðstefnuhald og námskeið. Báðar stofurnar eru búnar öllum nauðsynlegum fundarbúnaði. Hótelið er staðsett í Aðalstræti 16 í nýuppgerðri gamalli byggingu en elsti hluti hússins var byggður árið 1764. Beggja vegna eru nýbyggingar gerðar eftir gömlum sögufrægum húsum, Fjalakettinum og Uppsölum. Útlit hótelsins er sótt til byggingarlistar Reykjavíkur um alda- mótin 1900. Við byggingu hótelsins fundust elstu mann- vistarleifar á Íslandi frá um 870. Opnað var glæsilegt sýn- ingarrými, Landnámssýningin - Reykjavík 871±2, undir hótelinu sem Reykjavíkurborg rekur. Fjalakötturinn er glæsilegur veitingastaður við hliðina á hótelinu. Þar er boðið upp á gott úrval þjóðlegra rétta. Uppsalir er notalegur og vingjarnlegur bar við hlið Fjalakattarins. Þar er notalegt að slaka á og fá sér drykk eða velja úr úrvali minni og léttari rétta. Uppsalir er einnig tilvalinn fyrir minni móttökur. Vegna nálægðar við miðborgina er fjöldi verslana, menningarstofnana og veitingastaða í göngufæri frá hótelinu. Glæsilegt hótel byggt á gömlum grunni Vinalegur veitingastaður byggður á gömlum grunni Spínatbaka Bökudeig 250g hveiti 125g smjör 1 eggjarauða 5 cl. kalt vatn Klípa af góðu salti Setjið hveiti á borðið og gerið holu í í miðjuna. Skerið smjörið í litla kubba og setjið í miðjuna ásamt eggjarauðunni og saltinu. Klípið smjörið saman við hveitið og hnoðið svo hratt saman. Bætið vatninu út í. Smyrjið bökuform, hristið hveiti yfir. Fletjið út deigið og leggið í formið þannig það nái aðeins yfir barmana. Notið smjörpappír og baunir sem farg ofan á. Bakið í ofni við 180° C í 8-10 mín. Látið kólna á borði. Fylling 500 g ferskt spínat Biti af geitaosti (líka hægt að nota hreinan fetaost) 70 g rifinn ostur 2 eggjarauður 2 egg 1/2 lítri rjómi Salt og pipar Steikið spínatið í smjöri við vægan hita í stuttan tíma. Saltið og piprið. Látið leka af því í sigti og pressið vökva úr. Pískið saman eggjum, eggjarauðum og rjóma. Takið helminginn af blöndunni frá. Setjið spínatið út í og blandið við soppuna. Hellið í bökuskelina og stráið helmingnum af rifna ostinum yfir. Sneiðið geitaostinn (eða fetaostinn)og raðið fallega ofan á. Hellið afganginum af soppunni yfir og stráið rifnum osti yfir. Setjið í heitan ofn 200° C í 10 mín. og lækkið þá niður í 180°C og bakið í 10-15 mín. til viðbótar. Þegar bakan er stinn þá er hún tilbúin. MYND 5 Hótel Reykjavík Centrum Aðalstræti 16, 101 Reykjavík Sími: 514 6000 www.hotelcentrum.is reservations@hotelcentrum.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.