Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 6
18. október 2012 FIMMTUDAGUR6 ÖRYGGISMÁL „Þetta málefni er ekki til umræðu af hálfu stéttarfélagsins í fjölmiðlum,“ segir Sigrún Jónsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, aðspurð um veikindi flugþjóna í milli- landaflugi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á mánu- dag var flugþjónum í flugi Icelandair til Frankfurt í júlí gefið súrefni í flugstjórn- arklefanum eftir að þeir fundu ítrekað til verulegra óþæginda í fluginu. Kvörtuðu þeir undan miklum höfuðverk, svima og doða í fótum. Haft var eftir Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair, að flugþjónar hefðu tilkynnt um viðlíka óþægindi einstaka sinnum síðan. Sigrún ítrekar að fulltrúar Flugfreyju- félagsins ræði málið eingöngu við viðkomandi fyrirtæki en ekki við almenning. „Mér finnst að það eigi fullt erindi við fyrirtækið af hálfu stéttarfélagsins og við leysum það þannig þegar og ef það kemur upp. Þetta eru mál sem leysast innanhúss,“ segir formaðurinn. Rannsóknarnefnd flugslysa í Þýskalandi vísar til þess í bráðabirgðaniðurstöðu varð- andi uppákomuna í júlí að Boeing, sem fram- leiddi þotuna sem notuð var í umræddu flugi, segði vandamál í loftræstingu hafa komið upp í þessari tilteknu flugvélagerð. Guðjón sagði loftræstinguna í þotunni hafa verið hreins- aða og margyfirfarna síðan þennan dag í júlí. Mælingar hafi ætíð sýnt að loftið væri í full- komnu lagi. - gar Veikindi flugþjóna í millilandaflugi sögð innanhússmál stéttarfélags og flugfélags: Formaður ræðir ekki þotuveiki flugþjóna Í ÞOTU ICELANDAIR Flugþjónar og -freyjur eru sagðar kvarta stöku sinnum undan óþægindum í flugi en for- maður félags þeirra vill ekki ræða málið opinberlega. KAUPTU FJÓRAR FÁÐU SEX Sevilla B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • www.heimsferdir.is 26. október 3 nátta helgarferð frá 59.900 kr. á 4 stjörnu hóteli Hin glæsta höfuðborg Andalúsíu! E N N E M M / S IA • N M 53 0 43 Heimsferðir bjóða allra síðustu sætin í helgarferð til Sevilla 26.október og gistingu í 3 nætur á mjög góðum 4 stjörnu hótelum í borginni. Verð kr. 59.900 Netverð á mann, m.v gistingu í tvíbýli á Hotel Tryp Macarena **** í 3 nætur með morgunmat. Aukagjald fyrir einbýli kr. 23.700. Ath. Verð getur hækkað án fyrirvara! Ót rúl eg t v erð EFNAHAGSMÁL Nauðsynlegt er að koma á fót heildstæðri rammalög- gjöf um fjármálastöðugleika hér á landi til að stuðla að skilvirku fjár- málakerfi. Þá er skynsamlegt að stofna svokallað fjármálastöðug- leikaráð, sem hefði yfirumsjón með málaflokknum, og að samþætta betur starfsemi Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins (FME). Þetta er meðal þess sem þriggja manna sérfræðingahópur sem skoðað hefur lagaumgjörð íslensks fjármálakerfis leggur til. Hópur- inn kynnti tillögur sínar í gær en hann er skipaður þeim Gavin Bing- ham, fyrrum framkvæmdastjóra Alþjóðlega greiðslumiðlunarbank- ans í Basel (BIS), Jóni Sigurðssyni, fyrrum ráðherra og forstjóra Nor- ræna fjárfestingarbankans (NIB), og Kaarlo Jännäri, fyrrum forstjóra fjármálaeftirlits Finnlands. Þremenningunum var í mars falið að kanna hvort og hvaða laga- bætur væru nauðsynlegar til að efla regluverk utan um og eftirlit með fjármálastarfsemi á Íslandi. „Að athuguðu máli komst hópur- inn að þeirri niðurstöðu að veilurn- ar í regluverki og eftirliti með fjár- málastarfsemi væru einkum þrjár,“ sagði Jón Sigurðsson á blaðamanna- fundi í Ráðherrabústaðnum í gær. Taldi Jón veilurnar í kjölfarið upp en að mati hópsins eru þær í fyrsta lagi að eftirliti með fjármálakerfinu sem heild sé ábótavant. Í öðru lagi að ekki sé nægur gaumur gefinn þeim hagsmunaárekstrum og mis- vísandi hvötum sem gegnsýra fjár- málastarfsemi og í þriðja lagi að setja þurfi skýrari reglur um skila- meðferð fjármálafyrirtækja. Í skýrslunni eru svo kynntar til- lögur um það hvernig megi sníða þessa vankanta af. Fyrir utan það sem þegar hefur verið nefnt leggur hópurinn til að framkvæmd allra laga um fjármálastarfsemi og opin- Vandaðri umgjörð um fjármálastöðugleika Þriggja manna sérfræðingahópur hefur kynnt tillögur að umbótum á reglu- verki fjármálakerfisins. Leggja þeir áherslu á vandaðra eftirlit með fjármála- stöðugleika, nánara samstarf stofnana og aukna samkeppni á fjármálamarkaði. RÁÐHERRABÚSTAÐNUM Í GÆR Þeir Kaarlo Jännäri, Gavin Bingham og Jón Sigurðsson kynntu skýrslu sína í Ráðherrabústaðnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í skýrslunni er lögð áhersla á að taka þurfi á fákeppni í fjármálageir- anum. Meðal tillagna sem hópurinn telur að geti stuðlað að heilbrigðara samkeppnisumhverfi er að viðskiptavinum fjármálafyrirtækja verði gert auðveldara fyrir að flytja sig á milli þeirra. Þá telur hópurinn að breyta þurfi Íbúðalánasjóði þannig að samkeppnisskilyrði á fasteignalánamarkaði verði jöfnuð og skilja í því skyni félagslegt hlutverk sjóðsins frá lánastarfsemi hans. Aðspurður sagðist Jón Sigurðsson ekki telja nauðsynlegt að afnema ríkisábyrgð á Íbúðalánasjóði til að ná fram þessum markmiðum þótt ríkis- ábyrgðin og raunar einnig rekstrarform sjóðsins flæktu vissulega málið. Þá sagði Steingrímur J. Sigfússon nauðsynlegt að fara betur yfir stöðu Íbúða- lánasjóðs og lífeyrissjóðanna á lánamarkaði. Ekki væri sjálfgefið að hlutverk þeirra yrði að öllu leyti með óbreyttum hætti til frambúðar. Fara þarf yfir stöðu Íbúðalánasjóðs berar stofnanir sem tengjast henni verði færð undir sama ráðuneytið. Þá telur hópurinn að taka þurfi á þeim skipulagsvanda í fjár- málakerfinu sem sé afleiðing af fákeppni og samþjöppun á fjár- málamarkaðnum. Til dæmis þurfi að kanna hvernig skilja megi milli áhættusamrar fjárfestingarbanka- starfsemi og viðskiptabankastarf- semi. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráð- herra, og Katrín Júlíusdóttir, fjár- mála- og efnahagsráðherra, veittu skýrslu þremenninganna viðtöku í gær. Sögðu ráðherrarnir við það tækifæri að í framhaldinu yrðu settir á fót starfshópar á vegum stjórnvalda sem hefðu það verk- efni að vinna lagafrumvörp úr til- lögunum. Þá sögðu ráðherrarnir stefnt að því að leggja strax á yfirstand- andi þingi fram tvö frumvörp; um stofnun fjármálastöðugleikaráðs og um viðbúnað, inngrip og slit fyrir- tækja. magnusl@frettabladid.is 1. Um hve marga nemendur þarf að fækka í Fjölbrautaskólanum á Suðurnesjum vegna fjárskorts? 2. Hvar er listasafnið þar sem málverkum eftir Picasso, Monet, Gauguin og Matisse var stolið? 3. Fyrir hvaða samtök heldur hópur- inn Félagsfíklarnir góðgerðaball? SVÖR: EFNAHAGSMÁL Ekki er hægt að gera ráð fyrir upptöku annarrar myntar á næstu árum og því er mikilvægt að tryggja trausta peningastefnu á grundvelli krónunnar. Þetta er sameiginlegt mat samráðshóps allra þingflokka um mótun gengis- og peningamálastefnu sem kemur fram í nýbirtu bréfi til Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Hópurinn var skipaður í mars síðastliðnum en hann hefur haft til skoðunar möguleika þjóðarinnar varðandi gengis- og peningastefnu til framtíðar. Í hópnum eiga sæti Árni Þór Sigurðsson, tilnefndur af Vinstri grænum, Freyr Hermanns- son, tilnefndur af Framsóknar- flokknum, Illugi Gunnarsson, til- nefndur af Sjálfstæðisflokknum, Lilja Mósesdóttir, tilnefnd af Hreyf- ingunni og Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, tilnefnd af Samfylkingunni, auk þeirra Gylfa Arnbjörnssonar frá ASÍ, Vilhjálms Egilssonar frá SA og Helgu Jónsdóttur sem falin var formennska í hópnum. Eins og áður sagði er að mati hópsins ekki hægt að gera ráð fyrir upptöku annarrar myntar á næstu árum og er samstaða innan hans um að einhliða upptaka annarrar myntar komi ekki til álita. Hópur- inn telur þess vegna mikilvægt að tryggja trausta peningastefnu á grundvelli krónunnar á næstu árum sem styrkja megi með þjóðhagsvar- úðartækjum, ábyrgð í opinberum fjármálum og góðri hagstjórn. Ekki er hins vegar samhljómur í hópnum um valkosti þjóðarinnar í gjaldmiðilsmálum til lengri tíma. - mþl Samhljómur um verkefni næstu ára í samráðshópi um peninga- og gengismál: Einhliða upptaka ekki talinn valkostur SEÐLABANKINN Hópurinn telur að byggja verði á sjálfstæðri peningamála- stefnu á grundvelli krónunnar á næstu árum þar sem ekki sé hægt að gera ráð fyrir upptöku annarrar myntar á næstu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VEISTU SVARIÐ? 1. 200 nemendum 2. Í Rotterdam í Hol- landi 3. Samtök um Kvennaathvarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.