Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 18
18. október 2012 FIMMTUDAGUR18 Umsjón: nánar á visir.is Alls áttu fjármálafyrirtæki hlut í 95 félögum þann 1. september síðastliðinn. Í byrjun nóvember í fyrra áttu þau hlut í 132 félögum. Þeim hefur því fækkað um 37 á tæpu ári. Þetta kemur fram í grein eftir tvo sérfræðinga Fjár- málaeftirlitsins (FME) í grein um málið sem birtist í nýjasta hefti Fjármála sem komu út í síðustu viku. Samkeppniseftirlitið hefur sett söluskilyrði á rúmlega þrjá- tíu félög sem hafa verið yfirtekin með þessum hætti. Af þeim eru einungis fimm óseld. Samkvæmt lögum mega bankar einungis eiga fyrirtæki í óskyldri starfsemi í tólf mánuði án þess að leita eftir undanþágu vegna þess eignarhalds hjá FME. Alls upp- fylla tólf þeirra 95 félaga sem nú eru í eigu banka það skilyrði en 83, eða 87 prósent, hafa fengið veittan frest. FME vill ekki veita upplýsingar um hversu lang- ir frestirnir séu þar sem „slík- ar upplýsingar eru mögulega til þess fallnar að skaða þann mark- að sem fyrirtækin starfa á“. FME vill heldur ekki veita upplýsingar um hvaða félög hafa ekki fengið framlengdan frest eða hvaða ástæður liggja þar að baki. Eftirlitið upplýsir þó að það hafi í 52 tilvikum ekki gefið auk- inn frest til eignarhalds heldur einungis aukinn frest til að ljúka sölu og að auki hefur það gert kröfu um slit á 22 félögum. FME hefur ekki beitt viðurlög- um gegn neinum sem verið hefur á skjön við lögin, en eftirlitinu er heimilt að beita dagsektum og/eða stjórnvaldssektum til að knýja fram sölu. Félögum í söluferli fjölgar verulega á milli ára. Þau voru ein- ungis fjórtán talsins í nóvember í fyrra en eru nú 52. Flest þeirra hafa þó verið í eigu fjármála- fyrirtækis í meira en eitt ár. Þá hefur náðst mikill árangur við að klára endurskipulagningu félaga. Í fyrra voru 27 félög í slíku ferli en í byrjun síðasta mánaðar var það einungis eitt. Athygli vekur að félög sem eru í 40-100% eigu fjármálafyrirtækja eru nánast jafn mörg nú og þau voru í fyrrahaust. Þá voru þau 50 en eru nú 48. Samkvæmt upp- lýsingum frá FME voru fimmtán þessara félaga líka í eigu banka fyrir ári, 35 félög fóru út af list- anum og 33 ný komu inn á hann. Samkeppniseftirlitið (SE) getur sett yfirtöku fjármálafyr- irtækja á félögum skilyrði til að hraða endursölu og tryggja að þau starfi sem sjálfstæðir keppi- nautar á meðan á eignarhaldinu stendur. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE, segir að eftirlitið hafi sett rúmlega þrjátíu yfir- tökum hjá bönkum og Framtaks- sjóði Íslands (FSÍ) slík skilyrði. „Af þeim félögum sem sett hefur verið söluskilyrði eru einungis fimm óseld. Flest þeirra eru þó í söluferli.“ thordur@frettabladid.is félaga sem nú eru í eigu banka uppfylla skilyrði í lögum sem segir að bankar megi einungis eiga fyrirtæki í óskyldri starfsemi í tólf mán- uði án þess að fá undanþágu hjá Fjármálaeftirlitinu. 13% Félög í eigu fjármálafyrirtækja 1. nóvember 2011 1. september 2011 10-20% 20-40% 40-100% Alls 10-20% 20-40% 40-100% Alls Félög með umsókn í skoðun hjá FME 1 5 2 8 Félög í endurskipulagningarferli 8 3 16 27 1 Félög í söluferli 6 2 6 14 4 17 31 52 Félög í slitaferli 1 4 28 33 4 3 15 22 Samtals veittur fjöldi fresta 15 9 50 74 9 26 48 83 Félög innan tímamarka (12 mánuðir) 10 11 37 58 3 9 12 Samtals fjöldi félaga 25 20 87 132 9 29 57 95 15. – 19. 2. 2013 Þú getur hægt og bítandi gert miklar kröfur. Mikilvægasta sýning neysluvara í heiminum uppfyllir væntingarnar þínar með einstöku alþjóðlegu framboði sem kynnt verða af fl eiri en 4.500 sýningaraðilum. Þú getur hlakkað til glæsilegs framboðs hugmynda, nýrra stefna og frjósamra funda fyrir góðar horfur til velgengnis í viðskiptum framtíðarinnar. Upplýsingar og miðar á forsöluverði www.ambiente.messefrankfurt.com dimex@dimex.dk Sími: +45 39 40 11 22 Frakkland Ambiente 201 3 Sambandslan d Félögum í fangi banka fækkar Félögum í óskyldri starfsemi sem fjármálafyrirtæki eiga hefur fækkað um 37 frá því í fyrra. Mun fleiri eru komin í söluferli og félögum í endurskipulagningu hefur fækkað niður í eitt. FME hefur ekki beitt viðurlögum þegar félög eru lengur en ár í eigu banka. GÓÐUR GANGUR FME hefur ekki beitt viðurlögum í þeim tilvikum sem félög hafa verið í eigu fjármálafyrirtækja lengur en í tólf mánuði, sem er hámarkið samkvæmt lögum. Þess í stað hafa þau fengið frest. Eftirlitinu er heimilt að beita sektum til að knýja fram sölu. Unnur Gunnarsdóttir er forstjóri FME. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Íbúðalánasjóður (ÍLS) þarf tólf til fjórtán milljarða króna úr ríkissjóði til að ná lögbundnu eiginfjárhlutfalli, sem er fimm prósent. Sjóðurinn hefur ekki uppfyllt hlutfallið síðan á árinu 2008. Það var 1,4 prósent um mitt þetta ár þrátt fyrir að ríkissjóð- ur hefði lagt ÍLS til 33 milljarða króna í fyrra. Fjárþörf ÍLS óx um tvo til fjóra milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Bloomberg-fréttaveitan birti frétt í gærmorgun þar sem haft var eftir Oscar Heeskerk, sér- fræðingi hjá matsfyrirtækinu Moody´s, að hætta sé á því að ÍLS lendi í greiðslufalli grípi stjórn- völd ekki fljótt til ráðstafana til að hindra slíkt. Útistandandi skuldabréf sjóðsins nema 529 milljörðum króna að nafnverði. Eigendur þeirra eru að mestu leyti íslenskir lífeyrissjóðir. Í tilkynningu sem sjóðurinn sendi frá sér í gær kemur fram að beðið sé ákvörðunar stjórnvalda um eiginfjárframlag. Sú ákvörð- un snýst um „afskriftaþörf vegna niður- færslu lána og hefur ekkert með greiðslu- getu sjóðsins að gera“. Staða hans sé hins vegar sterk þar sem sjóður- inn hafi um 54 milljarða króna í lausu fé og hafi ekki þurft að sækja sér fjármagn á markað síðan í janúar 2012. Því standi ÍLS ekki frammi fyrir greiðslufalli með skuldbindingar sínar. Ríkisábyrgð er auk þess á öllum skuldbindingum sjóðsins. Greining Íslandsbanka fjallaði um stöðu ÍLS í Morgunkorni sínu í gær. Þar segir að lán upp á 7,5 milljarða króna séu í vanskilum hjá sjóðnum og að staða hans sé erfið. Útlán hans hafa auk þess dregist saman um nærri helming það sem af er ári. - þsj Íbúðalánasjóður segist geta greitt skuldbindingar sínar: Ríkið þarf að setja 12-14 milljarða í ÍLS REYKJAVÍK Íbúðalánasjóður bíður nú ákvörðunar stjórnvalda um eiginfjárframlag. Sigurður Erlingsson er forstjóri hans. SIGURÐUR ERLINGSSON 159,2 MILLJARÐAR KRÓNA voru heildareignir íslenskra tryggingafélaga í lok ágúst síðastliðins en þær hækkuðu um 1% í mánuðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.