Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 32
FÓLK|TÍSKA NÝ ÚLPUSENDING DÚNÚLPUR MEÐ EKTA SKINNI Skoðið sýnishornin á laxdal.is/yfirhafnir Vertu vinur á VETRARDAGAR 15% afsláttur af öllum Basler vörum Úrval af peysum, buxum, drögtum, kjólum og yfirhöfnum. Skipholti 29b • S. 551 0770 FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir TÍSKUBLOGGARINN | ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR TÓK ÁSTFÓSTRI VIÐ SÆNSKAR VERSLANIR Í NÁMI OG STARFI Elísabet Gunnarsdóttir býr í Frakklandi ásamt fjölskyldu sinni og held- ur úti vinsælu bloggi. Hvað ert þú að starfa um þessar mundir og hvar? Ég er starfandi í nokkrum hlutverkum í nýju frönsku landi. Handboltafrú, mamma og blogg- ari ásamt því að vera annar eigenda nýju bloggveraldarinnar Trendnet.is. Einnig er ég viðskiptafræðinemi í fjar- námi. Það er því nóg að gera og hver dagur er mjög vel skipulagður. Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku? Ég hef haft þann áhuga mjög lengi en vit- ið kom ekki fyrr en ég byrjaði að vinna í Centrum (heitinni), þá 16 ára gömul. Þar jókst og myndaðist áhuginn enn frekar og síðan hefur tíska verið mitt helsta áhugamál og er stór hluti af mínu lífi í dag. Hvað leggur þú áherslu á þegar þú bloggar? Það tekur tíma að þróa sig sem bloggari. Þegar ég blogga reyni ég eftir fremsta megni að vera 100% ég sjálf og vona að það skili sér til lesandans. Áður en ég byrjaði að blogga á Trendnetinu þá blogg- aði ég á sjálfstæðri heimasíðu í þrjú ár. Ég hef tekið þá ákvörðun að vera hæfilega persónuleg að mínu mati. Deili tískufréttum, dresspóstum og mínu daglega lífi. Það eru mínir áherslupunktar sem ég sé að eru að virka fyrir mig og vonandi fyrir þá sem lesa bloggið. Hvaða hönnuðir eru í uppáhaldi? Það er misjafnt eftir tímabilum og finnst mér alltaf jafn erfitt að svara þessu. Um þessar mund- ir eru Acne, Wang, Kenzo og Balmain dálítið góð blanda að mínu mati. Er einhver flík sem þú stenst ekki? Ég stenst ekki fallegar og vel vandaðar flíkur yfir höfuð. Einhverra hluta vegna kaupi ég mest af yfirhöfnum en þó er það alveg óviljandi. Í augnablikinu langar mig rosalega mikið í flotta húfu og góða leðurhanska, reyndar langar mig líka í al- mennilegt haustveð- ur til Frakklands svo að ég geti notað þess konar flíkur. Einhver skemmtileg tískuupplifun? Ég fæ svo mikinn innblástur af allavega fólki. Mín síðasta skemmtilega tísku- upplifun var að ganga um götur Parísar þegar tískuvikan stóð sem hæst. Þar sér maður allar gerðir af fólki sem er jafn mismunandi og það er margt. Dásamleg upplifun sama hversu oft maður upplifir hana. Áttu þér uppáhaldsverslanir? Ég bjó í þrjú ár í Svíþjóð og tók þar ástfóstri við sænskar verslanir. Sú sem fylgdi mér til Frakklands, sem betur fer, er verslunin COS sem er eitt af börnum H&M-risans. Hún er nokkuð fullkom- in að mínu mati, vandaðar flíkur, basic snið og gott verð. Eyðir þú miklu í fatakaup? Ég er og hef alltaf verið mjög skynsöm þegar ég versla mér föt. Kaupi ekkert nema ég eigi fyrir því og hef til dæmis aldrei borgað með vísakorti eða yfirdrætti. Ég elska að kaupa mér á mörkuðum eða í fallegum second hand-verslun- um en leyfi mér dýrari flíkur þegar ég sé mikinn endingartíma í þeim. Hvort verslar þú meira á Íslandi eða í útlöndum? Þar sem ég bý fyrir utan landsteinana þá fara flest mín kaup fram þar. Netverslanir, hvort sem þær eru erlendar eða íslenskar, eru líka fastur liður í mínum nethring. Hvað gerir þú í þínum frístundum? Ég eyði öllum mínum frístundum með litlu fjölskyldunni minni hér í Frans. Við erum dugleg að hjóla um nýju borgina og upp- götva nýja staði og skoða mann- lífið. Þegar ég á frí á Íslandi nota ég það til hins ýtrasta með vinum og fjölskyldu. Besta frí sem ég veit er þegar ég kemst í sumarbústað í ferskri, íslenskri sveit. Sem bloggari er ég aldrei í fríi og leita stöðugt eftir innblæstri. ■ elin@365.is EIFFEL TURNINN „Mín síðasta tísku- upplifun var að ganga um götur Parísar þegar tískuvikan stóð sem hæst.“ ■ SKJÓLGOTT Fallegir, stórir treflar verða vinsælir í vetur. Þeir mega vera hvort sem er einlitir eða litríkir, jafnvel í mörgum litum. Á myndinni er kasmír-trefill frá Donnu Karan, mjúkur og þægilegur. Höfuðföt; hattar, húfur og eyrnaskjól, eru sömu- leiðis vinsæl í vetur. Hægt er að skoða vetrartísku Donnu á dkny.com en margar íslenskar konur eru hrifnar af hönnun hennar. Aðrir hönnuðir hafa einnig sýnt ýmis höfuðföt og trefla og má þar nefna Vivienne Westwood sem er mikið með sixpensara fyrir dömur og Marc Ja- cobs sem býður stór og mikil höfuðföt. HLÝTT Í VETUR ÞJÓÐ- FÉLAGS- UMRÆÐAN FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.