Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 4
18. október 2012 FIMMTUDAGUR4 GENGIÐ 17.10.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,626 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,06 122,64 197,29 198,25 160,1 161 21,46 21,586 21,629 21,757 18,496 18,604 1,5498 1,5588 188,86 189,98 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is DANMÖRK Borgaryfirvöld í Kaup- mannahöfn áætla að verja jafn- gildi tæpra 50 milljóna íslenskra króna í ár til þess að fjarlægja reiðhjól sem hafa verið yfirgefin víðs vegar um borgina. Yfirgefin hjól eru sérstaklega til vandræða við lestarstöðvar þar sem talið er að sjötta hvert hjól hafi verið skilið eftir. Í frétt Berlingske segir tals- maður borgarinnar að ætla megi að um 40.000 hjól séu skilin eftir í reiðileysi í borginni ár hvert. Borgarstarfsmenn merkja þau hjól sem grunur leikur á að séu yfirgefin, og sækja þau síðar til förgunar eða sölu á uppboði. - þj Vandi í Kaupmannahöfn: Tugmilljónir í reiðhjólaförgun HJÓLAFARGAN Stuðmenn sungu eitt sinn um „gomm´af reiðhjólum“ í Kaup- mannahöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 60 dagar á skilorði Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 25 ára mann til 60 daga fangelsisvistar, skilorðsbundið í tvö ár og til missis ökuréttinda í 20 mánuði. Hann var þrisvar gripinn við akstur undir áhrifum fíkniefna og í nokkur skipti var gert upp- tækt bæði amfetamín og marijúana hjá honum, alls 99,96 grömm af marijúana og 0,68 grömm af amfetamíni. DÓMSMÁL Ætlar þú að breyta um lífsstíl? Heilsulausnir henta einstaklingum sem glíma við offitu, hjartasjúkdóma og/eða sykursýki. Hefst 22. október. Kynningarfundur laugard., 20. október, kl. 12:00 - Allir velkomnir - ATH! Tveir heppnir fundargestir verða dregnir út og fá 30% afslátt af námskeiðinu VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 19° 18° 14° 18° 19° 14° 14° 26° 15° 27° 19° 29° 11° 21° 28° 11°Á MORGUN Strekkingur með S- strönd, annars hægari. LAUGARDAGUR Strekkingur með S- strönd, annars hægari. 5 4 4 3 1 3 4 1 22 2 2 2 1 1 0 0 3 4 4 -6 6 4 4 4 4 5 3 5 6 5 8 15 VÍÐA BJART eða bjart með köfl um á landinu næstu daga og úrkoma í lágmarki. Nætur- frost verður um mest allt land og einnig frost að deg- inum til í innsveit- um. Má því búast við hálku á heiðum og fjallvegum. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður ATVINNULÍF Samdráttartímanum í íslensku atvinnulífi er líklegast lokið þó að ekki sé útlit fyrir mik- inn vöxt á næstunni. Níu af hverj- um tíu fyrirtækjum og stofnunum réðu til sín fólk á síðasta ári. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar Arneyjar Einarsdóttur og Katrínar Ólafsdóttur, lektora við viðskipta- deild Háskólans í Reykjavík, sem verða kynntar í dag. Fram kemur að meirihluti fyrir- tækja telur litlar eða engar líkur á hópuppsögnum á næstunni, en ekki heldur mun útlit fyrir stórtækar ráðningar. Þá hefur frekar verið gripið til launalækkana og lækkun- ar starfshlutfalls í stað uppsagna. Hafi komið til slíks hafa fyrirtæk- in almennt boðið starfsfólki upp á aðstoð í kjölfar uppsagnar. - þj Ný mannauðsrannsókn: Níu af tíu réðu fólk í fyrra KÖNNUN Flestir vilja sjá Árna Pál Árnason leiða Samfylkinguna þegar Jóhanna Sigurðardóttir lætur af formennsku í vor. Þetta er niðurstaða nýrr- ar könnunar Viðskiptablaðs- ins á trausti til þeirra sem til greina koma í embættið. Um tutt- ugu prósent aðspurðra nefndu Árna Pál, en Katrín Júlíusdóttir og Guðbjartur Hann- esson mældust með stuðning um fimmtán prósenta. Þegar aðeins er horft til stuðningsfólks Samfylk- ingarinnar kemur í ljós að 26 pró- sent þeirra treysta Árni Páli best, 24 prósent Katrínu og 17 prósent Guðbjarti. - sh Best treyst í forystu flokksins: Árni Páll nýtur mests stuðnings ÁRNI PÁLL ÁRNASON MENNTAMÁL Staða framhaldsskól- anna í landinu er grafalvarleg og mikið fjármagn þarf að koma til svo mögulegt sé að reka þá á eðli- legum grunni. Hagræðing kom til innan skólanna nokkru fyrir hrun en síðan harður niðurskurður und- anfarin ár. Þetta hefur sett skólana í þá stöðu að frekari niðurskurður er gott sem útilokaður. Þetta er mat Valgerðar Gunn- arsdóttur, formanns Skólameist- arafélags Íslands, sem segir að stjórnendur skólanna hafi bent á þetta lengi og menntamálayfir- völdum sé þetta fullljóst. „Það er ekki af neinu að taka lengur, í raun og veru,“ segir Valgerður sem treystir sér ekki til að nefna upp- hæðir í þessu samhengi. Myndin sé flókin. Launaliðurinn sé hins vegar stærstur og þá húsaleiga sem greidd er til ríkisins. „Allur annar kostnaður er keyrður svo hart víða í skólunum að lengra verður ekki gengið. En það þarf að gefa vel í,“ segir Valgerður. Valgerður kannast ekki við að skólameistarar séu almennt séð að íhuga að draga úr nemendafjölda. Hins vegar er það skoðun Krist- jáns Ásmundssonar, skólameistara Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum, að fáist ekki aukið fjármagn inn í skólann þurfi stórfelldan niður- skurð nemenda og starfsfólks, eins og Fréttablaðið sagði frá í gær. Hjalti Jón Sveinsson, skólameist- ari Verkmenntaskólans á Akur- eyri, segir að hann hafi ekki hugs- að dæmið á sama hátt og Kristján en hafi fullan skilning á afstöðu Staðan grafalvarleg segja skólameistarar Fjöldi skólameistara lýsti áhyggjum af stöðu framhaldsskólanna á fundi með menntamálaráðuneytinu á mánudag. Minnt er á að hagræðing innan skólanna hófst löngu fyrir hrun. Fjöldi skóla verður rekinn með tapi að óbreyttu. hans. „Maður þorir ekki að hugsa þá hugsun til enda. En við rekum ekki skólann með þennan fjölda nemenda fyrir það fjármagn sem okkur er ætlað til reksturs. Það er einfalt reikningsdæmi að það er ekki hægt. Við erum að ráða ráðum okkar hvernig við eigum að mæta nýju fjárlagafrumvarpi og reka hallalausan skóla,“ segir Kristján. Hann segir að í VMA hafi hagræðing staðið yfir í sex til sjö ár. „Það er eiginlega ekkert eftir. Ég held líka að þessi staða sé sú sama yfir línuna.“ svavar@frettabladid.is Skólameistarar sammála um vandann Á mánudag hélt Félag skólameistara reglubundinn fund en þar mættu full- trúar frá menntamálaráðuneytinu. Þar var farið yfir fjárlögin og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það einróma álit allra skólameistaranna sem sátu fundinn að skólarnir nái vart endum saman og niðurskurður sé vart framkvæmanlegur lengur. Margir skólar verði reknir með tapi og áhyggjur skólamanna verulegur. Kerfið sé komið að þolmörkum, voru skilaboð hópsins og frekari fjárveitingar lífsnauðsynlegar. GANGA MENNTAVEGINN Allir skólastjórnendur sem við er rætt hafa sömu sögu að segja: Hingað og ekki lengra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra segir að dómur í Icesave-mál- inu gæti fallið fyrir jól, hugsanlega í byrjun desember. Hann fundaði með Tim Ward, aðalmálflutningsmanni Íslands, í gær. Össur segir að í undirbúningi séu viðbrögð við mis- munandi útkomum dómsins og brugðið geti til beggja átta. „Ég tel þó að málflutningurinn í sumar hafi sýnt að við höfum ansi þétt rök varðandi það hvort ríkið beri ábyrgð á greiðslum innstæðu- tryggingarsjóðsins, og raunar á hið sama við varðandi þann þátt sem snýr að meintri mis- munun Íslendinga gagnvart innstæðueigend- um í Hollandi og Bretlandi. Málflutnings- teymið okkar hefur staðið sig ákaflega vel og svo mun niðurstaðan koma í ljós. Við búum okkur undir hvað sem er.“ Össur undrast að mótaðilar hafi viljað láta reyna á ábyrgð ríkisins á tryggingum sjóðsins, en það gæti haft hrikalegar afleiðingar fyrir bankakerfi í löndum þar sem það stendur illa, á hvorn veginn sem dómurinn fellur. „Ef við vinnum þá liggur fyrir að ríki ber ekki ábyrgð á lágmarksgreiðslum til innstæðu- eigenda, og það gæti haft ófyrirséðar afleiðing- ar í löndum þar sem staða bankanna er erfið. Ef við töpum þá gæti það sömuleiðis haft afleiðing- ar fyrir áhættu ríkja þar sem bankakerfið er í vanda, og haft bein áhrif á lánshæfismat þeirra. Þetta mál gæti því komið eins og búmerang aftan að mótaðilum Íslands.“ - kóp Utanríkisráðherra fundaði með aðalmálflutningsmanni Íslendinga í Icesave-málinu í gær: Búa sig undir ólíkar niðurstöður í Icesave FUNDAÐ UM ICESAVE Össur segir ómetanlegt að njóta ráðgjafar Tims Ward í undirbúningi vegna niðurstöðu dómsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.