Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 64
52 18. október 2012 FIMMTUDAGUR
Tónlist ★★★★★
Stuðmenn og Grýlurnar
Astralterta
Sena
Í ár eru liðin 30 ár frá því að
kvikmyndin Með allt á hreinu var
frumsýnd. Stuðmenn héldu upp á
þau tímamót með frábærum tón-
leikum í Hörpu um daginn. Til
að fagna afmælinu er líka komin
út Astralterta, þriggja diska
viðhafnarútgáfa (þriggja hæða
afmælisterta) sem inniheldur
myndina sjálfa, plötuna Með allt
á hreinu endurhljóðblandaða og
15 laga aukadisk. Á honum eru
lög úr myndinni sem ekki voru á
plötunni og aðrar upptökur sem
tengjast þessari vinsælu kvik-
mynd og gerð hennar.
Bæði kvikmyndin og platan
heppnuðust mjög vel. Stuðmenn
duttu niður á einhverja töfra-
blöndu sem sótti bæði í þjóðleg-
ar hefðir og alþjóðlega strauma
og stefnur í popptónlist. Platan
náði ekki síður miklum vinsæld-
um heldur en myndin.
Þetta er algjörlega skotheld
poppplata. Það eru 14 lög á henni
og að minnsta kosti 13 þeirra eru
smellir sem hafa marghljómað
í útvarpi. Það eru ekki margar
íslenskar plötur sem getað státað
af slíku. Þessi nýja útgáfa hljóm-
ar mjög vel og platan stendur
alveg fyrir sínu 30 árum seinna.
Það er auðvitað möguleiki á að
einhver hafi heyrt þessi lög alveg
nógu oft, en sá hinn sami ætti þá
að fagna „Gubbinu“, aukaplötunni
í Astraltertukassanum. Eins og
áður segir eru 15 lög á henni.
Þarna eru lög úr myndinni
sem ekki náðu á plötuna, t.d.
ÚFÓ, Kynningarlagið, Við erum
búnir að meika það og Grýlulagið
Valur og jarðaberjamaukið hans
(Hvað er að ske?). Þarna eru
líka upptökur sem ekki rötuðu í
myndina. Þar á meðal eru upp-
runalegu útgáfurnar af Svaraðu
í símann Frímann og Taktu til
við að tvista og lögin Í kvöld og
Hjalti hörkutól. Það síðastnefnda
var seinna endurunnið sem lagið
Moscow, Moscow af hljómsveit-
inni Strax, útrásardeild Stuð-
manna. Á plötunni er líka lagið
Með allt á hreinu eftir Sigurð
Bjólu. Frábært lag sem gleymd-
ist við gerð myndarinnar. Þarna
er líka prufuupptakan af Úti í
eyjum sem var send Þjóðhátíð-
arnefnd, en nefndin hafnaði lag-
inu í upphafi.
Þó að þetta sé aukaefni þá eru
mörg þessara laga fyrsta flokks
og sum ólík öðru í pakkanum, t.d.
hið stórgóða rokklag Æði.
Astraltertunni fylgir 36 síðna
bæklingur með söngtextunum,
ljósmyndum og stuttum texta um
tilurð hvers lags.
Skemmtileg lesning, eins og
við var að búast. Um lagið Örlög
mín segir t.d. þetta: „Upphaflega
samið fyrir Hauk Morthens til að
flytja í Með allt á hreinu. Hauk-
ur afþakkaði boðið en stakk upp
á því að kvikmyndahandritinu
yrði gjörbreytt og það látið fjalla
alfarið um sigurgöngu Hauks
Morthens í Rússlandi. Stuðmenn
afþökkuðu pent.“
Á heildina litið er þetta hreint
frábær pakki. Tvær plötur með
þessari sígildu og fjölbreyttu
popptónlist og kvikmyndin sjálf
í kaupbæti! Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Djúsí terta bökuð af
Stuðmönnum og Grýlunum.
Afbragðsgóð afmælisterta
ÍSLENSKIR KARLMENN Stuðmenn í einu af mörgum ógleymanlegum atriðum Með allt á hreinu.
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miða-
sala: 412 7711 Hverfi sgata 54 Rvík www.bioparadis.is Hluti af Europa Cinemas
FIMMTUDAGUR: HREINT HJARTA 18:00, 20:00 BLÓÐHEFND
(16) (ENG. SUBS.) 20:00, 22:00 DJÚPIÐ (ENG. SUBS.) 18:00,
20:00 COMBAT GIRLS (STRÍÐSSTELPUR) 22:00 A SEPARA-
TION 17:30, 22:00 KÓNGAGLENNA (EN KONGELIG AFFÆRE)
21:30 THE STARTUP KIDS 18:00
SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS!
SAMI AFSLÁTTUR FYRIR ÖRYRKJA OG ELDRI BORGARA.
BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn
ENGLISH SUBTITLES
THE NEW HIT FILM
FROM BALTASAR
KORMÁKUR
ENGLISH SUBTITLESVERÐLAUNAMYND
SKJALDBORGAR 2012
SLÓ Í GEGN Á RIFF
COMBAT
GIRLS
STRÍÐSSTELPUR
– Lifið heil
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
6
12
46
0
9/
12
www.lyfja.is
Lægra
verð
í LyfjuStrepsils jarðarberja
Áður: 1.299 kr. Nú: 1.099 kr.
15%
afsláttur
Gildir í október 2012.
SEVEN PSYCHOPATHS 5.45, 8, 10.20
TAKEN 2 8, 10
FUGLABORGIN 3D 6
DJÚPIÐ 6, 8, 10
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
GRÍN OG SPENNA
Í ANDA TARANTINO
H.S.S. - MBL
H.V.A. - FBLH.V.A. - FBL
www.laugarasbio.is
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
5%
-S.G, FRÉTTABLAÐIÐ
Með íslensku tali
Liam Neeson er
mættur aftur!
Tvöfalt meiri
spenna!
Stórkostleg!
Besta löggumynd í mörg ár
Newsweek
Ein besta mynd ársins!
- Boxoffice Magazine
100/100
„Besta mynd
Jake Gyllenhaal
á ferlinum.“
-R.Ebert Chicago Sun-Times
16 16
L
16 1616
END OF WATCH KL. 5:40 - 8 - 10:20 2D
TAKEN 2 KL. 5:50 - 8 - 10:10 2D
LOOPER KL. 5:30 - 8 - 10:30 2D
LAWLESS KL. 10:20 2D
BRAVE M/ísl. tali KL. 5:40 2D
END OF WATCH KL. 5:40 - 8 - 10:20 2D
END OF WATCH LUXUS VIP KL. 5:40 - 8 - 10:20 2D
LOOPER KL. 5:30 - 8 - 10:30 2D
SAVAGES KL. 8 - 10:40 2D
LAWLESS KL. 10 2D
THE CAMPAIGN KL. 6 - 8 2D
THE BOURNE LEGACY KL. 8 - 10:40 2D
STEP UP REVOLUTION KL. 5:50 2D
BRAVE M/ísl. tali KL. 5:50 2D
END OF WATCH KL. 10 2D
TAKEN 2 KL. 8 2D
STEP UP REVOLUTION KL. 8 2D
THE RAVEN KL. 10:10 2D
END OF WATCH KL. 8 2D
LOOPER KL. 10:20 2D
FROST KL. 8 2D
THE BABYMAKERS KL. 10:20 2D
END OF WATCH KL. 5:40 - 8 - 10:20 2D
LOOPER KL. 8 - 10:30 2D
LAWLESS KL. 8 - 10:30 2D
LEITIN AÐ NEMÓ M/ísl. tali KL. 5:50 3D
KRINGLUNNI
AKUREYRI
KEFLAVÍK
ÁLFABAKKA EGILSHÖLL
7
16
V I P
16
12
16
7
16
16
L
12
16
16 L
16
16
14
16
16
16
16
L
16
16
16
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
12
Síðasti dagur
í Egilshöll
- Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN
- J.I., EYJAFRÉTTIR
-H.G., RÁS 2 - K.G., DV
- H.S.S., MORGUNBLAÐIÐ- H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ
TRYGGÐU Þ
ÉR MIÐA Á
“LJÚFSÁR OG BRÁÐSKEMMTILEG.”
- FRÉTTABLAÐIÐ
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
AUKASÝNING
ÖRFÁIR MIÐAR EFTIR!
LOVE IS ALL YOU NEED KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
LOVE IS ALL YOU NEED LÚXUS KL. 5.30 - 8 L
FUGLABORGIN 3D ÍSL.TAL KL. 3.30 - 6 L
TAKEN 2 KL. 5.40 - 8 - 10.10 16
TAKEN 2 LÚXUS KL. 10.30 16
DJÚPIÐ KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 10
DREDD 3D ÓTEXTUÐ KL. 10.20 16
ÁVAXTAKARFAN KL. 3.30 L
THE EXPENDABLES 2 KL. 8 16
ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L
SEVEN PSYCHOPATHS KL. 8 - 10.10 16
BLÓÐHEFND KL. 6 16
DJÚPIÐ KL. 6 - 8 10
TAKEN 2 KL. 10 16
LED ZEPPELIN KL. 8 L
LOVE IS ALL YOU NEED KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
BLÓÐHEFND KL. 8 - 10.10 16
DJÚPIÐ KL. 5.50 - 8 - 10.15 10
THE DEEP ENSKUR TEXTI KL. 5.50 10
INTOUCHABLES KL. 5.30 - 10.30 L