Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 33
| FÓLK | 3TÍSKA Ég hafði aðeins verið að fikta við að lita föt en það hafði ekki alltaf heppnast hjá mér. Ég ákvað því að skella mér þegar ég sá auglýst námskeið í taulitun hjá Kristínu Berman,“ segir Sólveig Sigurvinsdóttir textíl- kennari. „Taulitun er alltaf svolítil tilraunastarfsemi eftir því hvernig efni maður hefur í höndunum. Hitastigið á vatninu skiptir líka miklu máli og ég hafði ekki alltaf notað nógu heitt. Litirnir höfðu því oft orðið frekar daufir. Eins hafði ég stundum ekki látið flíkina liggja nógu lengi í litnum. Það var farið vel yfir öll þessi atriði á námskeiðinu og nú breyti ég gjarnan fötum og endurnýti þau með því að lita upp á nýtt,“ segir Sólveig. Hún notar yfirleitt þvottavélina til að lita þar sem fíngert litaduftið getur smogið út um allt og litað eitthvað sem ekki stóð til að lita. „Það er mjög þægilegt að lita í þvottavélinni og tekst líka yfirleitt mjög vel ef farið er eftir leiðbeiningunum á pakkanum. En ég væri alveg til í að eiga stóran litunarpott ef ég fyndi hann einhvers staðar, og góða aðstöðu.“ Er hún þá ekki búin að taka fataskápinn algerlega í gegn og skipta um lit á öllu? „Jú, nánast, og fataskápa annarra líka,“ segir hún hlæjandi. „Ég hef verið að gera tilraunir á fötum sem ég hef fengið gefins frá öðrum. Þá er líka í lagi þó eitthvað mistakist og þannig læri ég betur. Náttúruefnin þola hita vel og taka vel við lit og ég vissi til dæmis ekki að viskós tæki vel við lit en það er unnið úr trjákvoðu og er því af náttúrulegum grunni. Eins lærði ég að það er hægt að geyma litinn í krukku í ísskáp eftir að búið er að lita flík, og nota hann aftur með því að hita hann upp í potti. Ég hef líka lit- að mikið af því sem ég hef heklað eða prjónað, eins og hyrnur og sjöl, og gef gjarnan í gjafir eitthvað sem ég hef heklað og litað sjálf.“ Spurð hvaða flík sé í uppáhaldi nefnir Sól- veig forláta ullarkápu sem hún fékk fyrir slikk. „Við máttum taka eina flík með á námskeiðið til að lita og kennarinn litaði kápuna fyrir mig fjólubláa. Hún hefur verið í uppáhaldi síðan.“ ■ heida@365.is TILRAUNASTARF- SEMI Sólveig litar gjarn- an hyrnur og sjöl sem hún heklar og prjónar úr einbandi. MYND/STEFÁN FRÍSKAR UPP Á FÖT TAULITUN Sólveig Sigurvinsdóttir textílkennari skellti sér á taulitunarnámskeið og frískar nú reglu- lega upp á fataskápinn með nýjum litum. FJÓLUBLÁA KÁPAN Sólveig fékk kápuna fyrir slikk og kennarinn á námskeiðinu litaði hana fjólubláa. Kápan er nú í uppáhaldi í fataskápn- um. MYND/STEFÁN Hið vel kunna franska tískuhús Martin Margiela var fengið til að hanna nýja haustlínu fyrir verslunarkeðjuna H&M. Margiela hefur verið starfandi í um þrjá áratugi og unnið fyrir þekkt merki eins og Diesel og fleiri í gegnum tíðina. Árið 2009 gekk hann þó út úr tísku- húsi sínu af ókunnum ástæðum. Það er þó enn starfrækt undir hans nafni með öflugu hönnunarteymi og slær hvergi slöku við. Haust- og vetrarlínan eftir hönnunarteymi Margiela kemur í 230 verslanir H&M víðs vegar um heim þann 15. nóvember næstkom- andi. Allir tísku- og H&M-unnendur ættu því að bóka flug sem fyrst og arka inn í næstu H&M-verslun og líta þessa glæsilegu hönnun augum. MARTIN MARGIELA HANNAR FYRIR H&M MEGA LAGERSALA Allir skokkar áður 16.990 nú 7.990 Mussur áður 14.990 nú 7.990 Árshátíðarkjólar margar gerðir áður 24.990 nú 7.990 Troðfullar slár á 5.000 kr. kjólar, pils, blússur, peysur. Troðfullar slár á 3.000 kr. kjólar, toppar, mussur, blússur. NÝTT KORTATÍ MABIL Sjá fleiri myndir á Ný sending frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.