Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 46
18. október 2012 FIMMTUDAGUR34 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN SÓLBJARTUR ÓLAFSSON Aflakór 20, Kópavogi, lést að heimili sínu föstudaginn 12. október. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 19. október kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð heimahlynningar Landspítalans, sími 543 1159 eða Krabbameinsfélag Íslands. Kolbrún Óðinsdóttir Hrafnhildur Kristjánsdóttir Jóhannes Bjarni Björnsson Hrund Kristjánsdóttir Ágúst Jensson Hulda Sigríður Kristjánsdóttir Gunnar Björn Gunnarsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, INGIBJÖRG E. WAAGE Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést á Landakoti 12. október síðastliðinn. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 19. október kl. 13.00. Sigríður Regína Waage Edda Waage Pedersen Kristín Helga Waage barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför RAGNARS HALLVARÐSSONAR Höfða, Akranesi. Alúðarþakkir til starfsfólks Höfða fyrir góða umönnun. Guðrún Hallvarðsdóttir Jón Sævar Hallvarðsson Jóhanna Arnbergsdóttir Halla Guðrún Hallvarðsdóttir Ásgeir Samúelsson Arnfinnur Hallvarðsson Guðrún Berta Guðsteinsdóttir Einvarður Hallvarðsson og systkinabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURVEIG BRYNHILDUR SIGURGEIRSDÓTTIR Gránufélagsgötu 37, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar laugardaginn 13. október. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 19. október kl. 10.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynningu á Akureyri. Páll Jónsson Sigurgeir Pálsson Jórunn Agnarsdóttir Rósa Pálsdóttir Pálmi Vilhjálmsson Anna Kristín Pálsdóttir Jón Frímann Ólafsson ömmu- og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, BIRGIR HELGASON Melahvarfi 1, Kópavogi, lést 12. október. Útförin fer fram frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 18. október kl. 15.00. Kristín Birgisdóttir Erik Ingemann Jansen Helgi Pétur Birgisson Gitte Dolberg Birgir, Stine, Björg, Katrine og Celine. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTMUNDUR HERBERT HERBERTSSON Borgarhrauni 6, Grindavík, lést þriðjudaginn 9. október sl. á sjúkraheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Kristín Kristmundsdóttir Sverrir Ragnarsson Herdís Kristmundsdóttir Peter Marnen Easton Þór Kristmundsson Sigurður Kristmundsson Ragnheiður Eyjólfsdóttir Jóhann Kristmundsson Svava Björg Mörk FRIÐRIK SOPHUSSON, fyrrverandi alþingismaður, á afmæli í dag. „Pólitísk ábyrgð snýst ekki um að kjörinn fulltrúi eigi að sitja sem fastast þrátt fyrir mistök hans sjálfs eða undirmanna, heldur hið gagnstæða.“ DV apríl 2011 69 Merkisatburðir 1009 Grafarkirkjan í Jerúsalem er eyðilögð af Al-Hakim bi-Amr Allah kalífa. 1016 Játmundur járnsíða lýtur í lægra haldi fyrir her Knúts mikla í orrustunni við Ashingdon. 1618 Sænska ríkisskjalasafnið er stofnað með kansellískipun Axels Oxenstierna. 1906 Stórbruni á Akureyri: Sjö hús brenna og um áttatíu manns missa heimili sín. „Mesti húsbruni á Íslandi,“ segir blaðið Norðurland. 1913 Á Seyðisfirði er vígð rafveita, sem er ein sú fyrsta á Íslandi sem nær til heils bæjarfélags. 1922 Breska ríkisútvarpið BBC er stofnað. 1968 Umdæmi kaþólsku kirkjunnar á Íslandi er gert að sér- stöku biskupsdæmi. 1980 Sjötta lota Kröfluelda hefst og stendur í fimm daga. Þetta er þriðja lotan á sama árinu. 1989 NASA skýtur Galileo-geimfarinu á loft. „Ég gaf út árið 2005 bók sem heit- ir Hin mörgu andlit trúarbragðanna, þar sem ég tók saman öll trúarbrögð heims, og þeirra átakasögu, nema kristnina. Þessi bók heitir Hin mörgu andlit kristninnar og þar fer ég á gagn- rýninn hátt í gegnum sögu kristninnar og helstu þætti í 2000 ára sögu henn- ar,“ segir séra Þórhallur Heimisson um bók sína sem í dag kemur út hjá Sölku. „Þetta er mjög átakamikil saga og ég fer í gegnum hana alveg frá upphafi. Þarna er til dæmis kafli um útrým- ingarstríð gegn gyðingum á fyrstu öld eftir Krist, trúarbragðastyrjaldir og krossferðir og þá meðal annars must- erisriddarana og tengsl þeirra við frí- múrarahreyfinguna, gralinn og allt það sem honum tengist. Einnig fjalla ég um ýmis átakamál í samtímanum eins og umræðuna um samkynhneigð, jafnrétti og fleira sem tengist því.“ Eitt vekur sérstaka athygli. Síðasti kaflinn fjallar um dulræna reynslu sem þú hefur orðið fyrir í lífi og starfi. Viltu útskýra það? „Já, oft þegar verið er að fjalla um trúarbrögð reyna menn að vera alveg hlutlausir og segja bara frá, en mér finnst þetta snerta mann persónulega og ákvað því að hafa þarna með kafla um dulræn málefni. Þar fjalla ég meðal annars um hvað nær-dauða-reynsla er og hvað dulspeki er og síðan segi ég einfaldlega bara reynslusögur úr eigin starfi í gegnum tíðina. Bæði það sem ég hef upplifað sjálfur og með öðrum.“ Og þú ert búinn að vera að vinna að þessu lengi? „Ég hef verið að vinna að þessum tveimur bókum undanfar- in átta ár. Ég var alltaf ákveðinn í að halda þessu aðskildu, enda erfitt að blanda þessu öllu saman. Ég hef ann- ars vegar unnið mikið að trúarbragða- fræðslu og hins vegar auðvitað innan kirkjunnar og ég leit alltaf á þetta sem hvort sitt verkefnið. En í þessari bók, Hin mörgu andlit kristninnar, er líka kafli um íslam þar sem ég fjalla um það hvernig kirkjan og íslam hafa mótað hvert annað í 1.500 ára átaka- sögu.“ Ertu fluttur af landi brott? „Ég er í ársleyfi og bý úti í Svíþjóð þar sem ég er kirkjuhirðir í Falun í Dalarna. Þetta er stórt prestakall með 120 starfsmenn og fimm söfnuði sem innihalda 40.000 manns. Mér finnst þetta mjög spenn- andi og hlakka til að dvelja þarna og starfa næsta árið.“ fridrikab@frettabladid.is ÞÓRHALLUR HEIMISSON: BÓK UM HIN MÖRGU ANDLIT KRISTNINNAR Trúarbragðastríð, krossferðir, gralinn og dulræn reynsla KEMUR ÚT Í DAG Hin mörgu andlit kristninnar er að sögn Þórhalls sjálfstætt framhald bókarinnar Hin mörgu andlit trúarbragðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Frumskógarlíf, teiknimynd frá Walt Disney sem byggir á sögu Rudyards Kipling, var frumsýnd í Bandaríkj- unum þann 18. október 1967. Myndin var sú síðasta sem Disney framleiddi sjálfur en hann lést áður en hún var tilbúin til sýningar. Frumskógarlíf skilaði 73 milljónum Bandaríkjadala í kassann í þessari fyrstu útgáfu og er ein vinsælasta teiknimynd Disney- samsteypunnar. Í fyrstu drögum fylgdi myndin sögu- þræði Kiplings nokkuð nákvæmlega, en Disney þótti undirtónninn of dökk- ur fyrir fjölskyldumynd og sagði upp bæði handritshöfundinum, Bill Peet, og tónskáldinu, Terry Gilkyson. Í stað þeirra var ráðinn hópur af stjörn- um, bæði leikarar og tónlistarmenn, og ekki minni menn en Phil Harris, Sebastian Cabot, George Sanders og Louis Prima tóku þátt í gerð myndar- innar. Sögunni var breytt töluvert og hlutur tónlistarinnar aukinn. Mynd- in hlaut feikigóðar viðtökur, ekki síst tónlistin sem var eftir Sherman Brothers og Terry Gilkyson. Seinna sendi Disney-samsteypan frá sér framhaldsmyndina Frumskógarlíf 2 en hún naut ekki viðlíka vinsælda. ÞETTA GERÐIST 18. OKTÓBER 1967 Disney-myndin Frumskógarlíf frumsýnd Frumskógarlíf var síðasta teiknimyndin sem Walt Disney framleiddi. Hann lést áður en gerð hennar var lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.