Fréttablaðið - 18.10.2012, Side 8

Fréttablaðið - 18.10.2012, Side 8
18. október 2012 FIMMTUDAGUR8 Meðaleyðsla aðeins 3,8 lítrar á hverja 100 km** www.volkswagen.is Sparnaðarráð frá Þýskalandi Volkswagen Golf BlueMotion Komdu og reynsluaktu Volkswagen Golf ** Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum Volkswagen Golf BlueMotion 1.6 A uk ab ún að ur á m yn d: 1 8” á lfe lg ur Golf k ostar ða eins frá 3.390.000 kr. Sigurvegari í sparakstri * * Volkswagen Golf var sigurvegari í árlegri sparaksturskeppni Atlantsolíu 2012, í flokki dísilbíla 1.4-1.6 cc. Starfshópur leggur til að stofnað verði embætti um málefni fátækra í forsætisráðuneytinu: Velferðarreiknir til að eyða fátæktargildrum FÉLAGSMÁL Tilmæli í nýrri skýrslu um fátækt á Íslandi falla mörg að vinnu sem þegar hefur verið lagt í af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þetta kom fram í máli Jóhönnu Sigurð- ardóttur forsætisráðherra þegar hún í gærmorgun veitti viðtöku skýrslunni „Farsæld: Baráttan gegn fátækt á Íslandi“ frá Sam- starfshópi um enn betra samfélag. Starfshópurinn er afrakstur ákvörðunar fulltrúa Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða krossins í Reykjavík um að leita til félaga og stofnana um samstarf til að bregð- ast við fátækt. Skýrslan er hluti af þeirri vinnu. Vilborg Oddsdóttir, félags- ráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkj- unnar, sagði sérstaklega mikil- vægt að taka á kerfisbundnum fátæktargildrum, svo sem þar sem styrkveiting á einum stað, til dæmis námsstyrkur, yrði til þess að drægi úr framfærslustyrk á öðrum stað. Í niðurstöðum hópsins segir meðal annars að líta þurfi dagsins ljós „velferðarreiknir“ þar sem hægt sé að sjá samspil marg- víslegra félagslegra úrræða. Þá er lagt til að stofnað verði embætti um málefni fátækra hjá forsætisráðuneyti og heilbrigðis- þjónusta barna verði gjaldfrjáls með öllu. Jóhanna sagði mikilvægt að berjast gegn fátækt í samfélaginu. „Við sjáum ýmis merki í samfé- laginu um að gera þurfi miklu betur á vissum sviðum.“ Hún benti á að á vinnumarkaði væru 60 þúsund manns sem bara væru með grunnskólapróf og að í hópi atvinnulausra væri helmingurinn bara með grunnskólapróf. „Ég fer með þessa skýrslu inn í ríkisstjórn og ræði hana þar,“ sagði forsætisráðherra og kvað ríkisstjórnina myndu styðja við tillögur hópsins. - óká SÝRLAND, AP „Sýrlendingar eru að grafa hundruð manna á hverjum degi, þannig að ef þeir grafa færra fólk þá daga sem hátíðin stend- ur yfir, þá gæti það orðið upphaf- ið að því að Sýrland snúi aftur frá því hættulega ástandi sem landið er enn að sökkva æ dýpra í,“ sagði Lakhdar Brahimi, sérlegur frið- arerindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins gagnvart Sýr- landi. Hann skorar á stjórnarher- inn og uppreisnarmenn að leggja niður vopn í fjóra daga frá og með 26. október þegar fórnarhátíð mús- líma hefst. Brahimi skorar á sýrlensku stjórnina að taka fyrsta skrefið, því uppreisnarmenn hafi heitið því að virða vopnahléið ef stjórnarherinn leggur niður vopn. Brahimi segist reyndar ekki gera sér miklar vonir. Hann hafi enga ákveðna friðaráætlun sambærilega því sem forveri hans, Kofi Annan, reyndi að fá uppreisnarherinn og stjórnarherinn til að vinna eftir. Bæði stjórnarherinn og uppreisn- armenn hafa áður undirritað vopna- hléssamkomulag, en síðan ekki virt slíkt samkomulag þegar á reyndi. Jafnvel hugmyndin um þetta fjögurra daga vopnahlé virðist and- vana fædd, því Sýrlandsstjórn virt- ist hafna henni áður en Brahimi tók til máls. „Annars vegar eru fulltrúar ríkisins, stjórnin og stjórnarher- inn, en hver er hins vegar?“ var spurt í leiðara ríkisdagblaðsins Al- Thawra. Uppreisnarsveitirnar eru í reynd sundraðar. Þær hafa engan sameig- inlegan leiðtoga, eru oft á öndverð- um meiði og talast sumar ekki við. Stjórnvöld í Tyrklandi, Sádi- Arabíu og Katar hafa sýnt mál- stað uppreisnarmanna samúð og eru talin hafa veitt þeim aðstoð við að vígbúast og jafnvel útvegað þeim vopn. Íran og Rússland styðja hins vegar Sýrlandsstjórn og hafa útvegað stjórnarhernum fullkom- inn vopnabúnað. „Þessi lönd verða að átta sig á því,“ sagði Brahimi, „að þetta ástand helst ekki innan landamæra Sýrlands til eilífðar.“ Borgarastríðið í Sýrlandi hefur að öllum líkindum kostað meira en 33 þúsund manns lífið. Meira en milljón manns hefur hrakist á flótta og er á vergangi innanlands, auk þess sem hundruð þúsunda hafa flúið yfir landamærin til nágranna- landanna. gudsteinn@frettabladid.is Vopnahlé á fórnarhá- tíð gæti skipt sköpum Lakhdar Brahimi, erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins gagn- vart Sýrlandi, skorar á stjórnarherinn og uppreisnarmenn að leggja niður vopn í fjóra daga meðan fórnarhátíð múslima er haldin síðar í þessum mánuði. Á GÖTU Í ALEPPO Sýrlensk kona gengur fram hjá bifreið sem eyðilagðist í sprengju- árás. NORDICPHOTOS/AFP NOREGUR Friðarviðræður milli skæruliðasveitanna FARC og Kólumbíustjórnar hófust í Ósló í gær. Þetta er í annað sinn sem reynt er að semja af alvöru um frið við skæruliðana, sem áratug- um saman hafa barist við stjórn- arherinn í Kólumbíu. Skæruliðarnir hafa verið með stórt svæði í Kólumbíu á sínu valdi, hafa tekið gísla og tekið þátt í fíkniefnasmygli í fjáröfl- unarskyni, en segja baráttu sína hafa miðað að því að koma á fót sósíalisma í Kólumbíu. Viðræðurnar áttu reyndar að hefjast á mánudag, en drógust vegna deilna um túlk. - gb Skæruliðar í Kólumbíu: Friðarviðræður hafnar í Ósló HALDIÐ TIL ÓSLÓ Sendinefnd Kólumbíu- stjórnar á flugvellinum í Bógóta. NORDICPHOTOS/AFP LÍBÍA, AP Uppreisnarmenn í Líbíu tóku tugi stuðningsmanna Múammars Gaddafí, og líklega hann sjálfan, af lífi án dóms og laga þegar þeir náðu heimabæ hans, Sirte, á vald sitt fyrir einu ári. Þetta fullyrða mannréttinda- samtökin Human Rights Watch, sem hafa sent frá sér skýrslu um mannréttindabrot uppreisnar- manna í Sirte. Gaddafí sjálfur féll þegar hann reyndi að flýja borgina þann 20. október á lokadögum borgara- styrjaldarinnar í Líbíu. - gb Mannréttindabrot í Líbíu: Uppreisnarliðið tók tugi af lífi DANMÖRK Fimmtungur Dana gengst við því að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis. Þetta kemur fram í könnun sem var gerð fyrir blaðið MetroXpress. Um er að ræða alvarlega meinsemd í umferðarmenningu Dana. Í fyrra voru til dæmis 50 dauðsföll rakin til ölvunarakst- urs. Fræðimenn sem blaðið talar við leggja áherslu á að viðhorfs- breytingar sé þörf og almenn- ingur verði að taka afstöðu gegn ölvunarakstri. Hluti af því sé að grípa í taumana þegar vinir og kunningjar hyggjast aka undir áhrifum. - þj Könnun í Danmörku: Fimmti hver Dani gengst við ölvunarakstri Hálfs árs fangelsi Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tæplega fertugan karl í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa ætlað að selja 289 grömm af amfetamíni. Eitur- lyfin fundust á heimili mannsins í Hafnarfirði. Manninum er jafnframt gert að greiða málskostnað. DÓMSMÁL FLIPPAÐUR TÍGUR Þessi mynd náðist af tígrisdýri í dýragarðinum í Frankfurt í Þýskalandi í vikunni. Ekki fylgdi sögunni hvort kisi ullaði af reiði, var svona rosalega hissa eða ákvað bara að bregða á leik fyrir myndavélina. NORDICPHOTOS/AFP Við sjáum ýmis merki í samfélaginu um að gera þurfi miklu betur á vissum sviðum. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR FORSÆTISRÁÐHERRA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.