Fréttablaðið - 18.10.2012, Síða 54

Fréttablaðið - 18.10.2012, Síða 54
18. október 2012 FIMMTUDAGUR42 42 menning@frettabladid.is Leikfélag Akureyrar frum- sýnir fyrsta verk vetrarins annað kvöld, Leigumorð- ingjann eftir Finnann Aki Kaurismäki í leikstjórn Egils Heiðars Antons Páls- sonar. Aðalbjörg Árnadóttir leikkona lýsir því sem mein- fyndnu verki um stórar til- vistarlegar spurningar. Leigumorðinginn eftir Aki Kaur- ismäki segir frá Henri Boulan- sen sem missir vinnuna og reynir í framhaldinu að stytta sér aldur. Þegar það mistekst ákveður Henri að ráða sér leigumorðingja til þess að ljúka verkinu. Eftir að hann kynnist blómasölustúlkunni Mar- gréti snýst honum hugur og hyggst rifta samningnum en það reynist hægara sagt en gert. Verkið bygg- ir á kvikmynd Kaurismäki, sem er einn þekktasti kvikmyndagerðar- maður Finna, en hér í nýrri leik- gerð Egils Heiðars Antons Páls- sonar, sem jafnframt leikstjóri. „Þetta er mjög fyndið verk,“ segir Aðalbjörg Árnadóttir, sem leikur í verkinu ásamt Hannesi Óla Ágústssyni, Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur og Einari Aðal- steinssyni. „Við áttuðum okkur eiginlega ekki á því hversu fyndið það væri fyrr en í vikunni þegar við fengum áhorfendur á rennsli, unglinga, og þeir hlógu allan tím- ann. Finnar eru með svolítið svart- an húmor, sem höfðar kannski ekki til allra en þetta virðist ná í gegn. Engu að síður er þetta verk sem fjallar um stórar og djúpar tilvist- arlegar spurningar, kannski gerir það verkið svona fyndið.“ Aðalbjörg gekk til liðs við Leik- félag Akureyrar í sumar ásamt Hannesi Óla sambýlismanni sínum (svo vill til að Anna Gunndís og Einar eru líka par). Sem kunnugt er átti leikfélagið í rekstrarvand- ræðum og var tvísýnt með afdrif þess á tímabili áður en Ragnheið- ur Skúladóttir var ráðinn listrænn stjórnandi og fengin til að stokka starfsemina upp. Arnbjörg segir þau Hannes ekki hafa látið for- söguna aftra sér frá því að flytja norður þegar Ragnheiður bauð þeim starfið. „Sumt fólk er þannig að maður er alltaf með því í liði og treystir því. Ragnheiður er ein af þeim og þegar hún hafði samband þurftum við ekki að hugsa okkur tvisvar um. Ég vissi að þetta yrði skemmtilegt og krefjandi og það hefur gengið eftir og gott betur.“ Egill Heiðar Anton Pálsson leikstýrir hér sínu fyrsta verki á Íslandi eftir nokkurt hlé en und- anfarin ár hefur hann starfað mestmegnis á Norðurlöndum og í Þýskalandi. „Það hefur verið ákaflega gjöf- ult að vinna með Agli Heiðari,“ segir Aðalbjörg. „Hann kenndi mér meðal annars í Listaháskól- anum – og síðar Hannesi – og end- urkynnin hafa verið mjög góð. Hann er mikill leikaraleikstjóri og sannkallaður fagmaður. Hann hefur unnið mikið erlendis undan- farið og safnað þar mikilli reynslu og það skín í gegn.“ bergsteinn@frettabladid.is Tilvistarlegar spurningar og harmræn, finnsk fyndni SJÁLFSMORÐ Í VERKTÖKU Eftir misheppnaða sjálfsvígstilraun í kjölfar atvinnumissis ræður Henri leigumorðingja til að koma sér fyrir kattarnef. Blómastúlkan Margrét veldur því að honum snýst hugur en þá er engin leið að hafa upp á verktakanum. MYND/HEIÐA.IS Samfélagsstyrkir Landsbankans landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Landsbankinn veitir 10 milljónum króna í samfélagsstyrki, til 20 verkefna í seinni úthlutun fyrir árið 2012. Nánari upplýsingar á landsbankinn.is. Umsóknarfrestur er til 22. október. Bækur ★★★★ ★ Kattasamsærið Höfundur: Guðmundur S. Brynjólfsson. Myndskreytingar: Högni Sigurþórsson Sæmundur Bráðfyndin bók fyrir dýravini Kattasamsærið er önnur skáldsaga Guðmundar Brynjólfssonar, en hann hlaut Íslensku barnabóka- verðlaunin 2009 fyrir þá fyrstu, Þvílíka viku. Sú bók segir frá viðburðaríkum dögum í lífi Geira (ekki Haarde, takk) sem ásamt vinum sínum reynir að skipuleggja hörkudjamm til að halda upp á grunn- skólaprófið. Þeir voru nú ýmsir kettirnir sem snigluðust á blaðsíðum þessarar fyrstu bókar Guðmundar, þá sér í lagi heimilisköttur leiðinlegasta manns í heimi, Lassa stærðfræðikennara, sem er sturtað ofan í græna máln- ingartunnu og er eftir það aðeins viðraður í hundaól meðan eigandinn danglar ólinni út um gluggann á nýju BMW-drossíunni. Kettirnir hafa tekið yfir í nýjustu bók Guðmundar, Kattasamsærinu, og berjast gegn illri með- ferð eigenda sinna. Kattasamsærið segir frá Petru Pott, ungri læðu sem býr við slæman aðbúnað hjá fjölskyldu sinni. Petra leitar aðstoðar hjá nágrannahundinum Lúsíusi og hinum klóka högna Hamlet sem starfar sem svæðisljón á öllum Hjallaveginum og sinnir margvíslegri alhliða kattaráðgjöf og þjónustu. Með aðstoð Hamlets og Lúsíusar tekst Petru að fresta nokkrum ferðum „út í sveit“ til dýralæknisins, en hvað gerist þegar einn fjölskyldumeðlimurinn greinist með kattaofnæmi? Geta Hamlet og Lúsíus bjargað Petru frá sprautu dýralæknisins? Mig hefur lengi grunað að kettir séu að taka yfir heiminn. Tölvufyrir- tækið Google sleppti ofurtölvu lausri á veraldarvefinn í sumar og það fyrsta sem tölvan lærði að þekkja af sjálfsdáðum voru andlit katta. Guðmundur leikur sér með þessar hugmyndir í Kattasamsærinu, en hinn lævísi Hamlet rekur yfirgripsmikla leyniþjónustu með ýmsa útsendara á sínum vegum. Mannfólkið er í aukahlutverki í þessari sögu og köttunum tekst í sífellu að spilla áætlunum þeirra með klókindum og bellibrögðum. Sagan er að vissu leyti mjög einföld. Þetta er dæmisaga sem kennir börnum (og fullorðnum) að við eigum að vera góð við dýrin. Sagan er sögð frá sjónarhorni Petru Potts sem býr við óöryggi og hræðslu á heimili sínu þar sem mannfólkið er vont við hana. En sagan er ekki skrifuð í predikunartón, þvert á móti, Kattasamsærið er stórskemmtileg bók og ég skellti upp úr þó nokkrum sinnum við lestur hennar. Sérstaklega vil ég minnast á myndskreytingar bókarinnar, en mynd- skreytirinn er hinn réttnefndi Högni Sigurþórsson. Teikningar hans eru gróflega dregnar og bráðfyndnar. Myndskreytingarnar eru órjúfanlegur hluti af sögunni og prýða næstum hverja einustu opnu í bókinni. Bókin er prentuð með stórum bókstöfum til að auðvelda lestur fyrir yngsta lesendahópinn, en sagan er það vel skrifuð og fyndin og svo skemmtilega myndskreytt að hún ætti líka að höfða til eldri barna og jafnvel okkar hinna sem komin erum á fullorðinsárin. 10% af verði hverrar bókar renna til Kattholts sem er eina athvarfið fyrir ketti eins og Petru Pott hér á Íslandi. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Niðurstaða: Bráðskemmtileg og fyndin saga, snilldarlega myndskreytt, með góðan boðskap um manngæsku í garð blessuðu dýranna. LAXNESSTÓNLEIKAR Kirkjukór Lágafellssóknar blæs til Laxnesstónleika í Lágafellskirkju klukkan 20 kvöld í tilefni af 110 ára afmæli Halldórs Laxness fyrr á árinu. Auk tónlistarflutnings rifjar Sigurður Hreiðar Hreiðarsson upp atriði úr tónlistarsögu kirkjunnar, en faðir skáldsins, Guðjón frá Laxnesi, leiddi safnaðarsöng í Lágafellskirkju fyrir um hundrað árum. Ókeypis er á tónleikana og allir velkomnir. Uppselt er á söngskemmtunina Ég veit þú kemur í Salnum Kópavogi 23. og 24. nóvember næstkomandi. Miðarnir seldust upp í forsölu og hafa því verið settir á aukatón- leikar sunnudaginn 25. nóvember. Björn Thoroddsen gítarleikari og Kristinn Sigmundsson stór- söngvari standa að söngskemmt- uninni en með þeim á sviðinu verða Sigrún Hjálmtýsdóttir söng- kona og Gunnar Hrafnsson kontra- bassaleikari og munu þau flytja íslensk dægurlög eftir Jón Múla, Sigfús Halldórsson, Oddgeir Krist- jánsson og fleiri ástsæl tónskáld. Miðasala á aukatónleikana hefst í dag. Aukatónleikar á sígildar dægurperlur í Salnum VINSÆL Björn Thoroddsen, Kristinn Sigmundsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Gunnar Hrafnsson flytja gamlar söng- perlur í salnum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.