Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 31
INDÍÁNASTELPA Á myndinni er Svanhildur í uppáhaldsflíkinni sinni, gollu úr Forynju. „Það er alltaf jafn þægilegt að fara í hana, hún er einmitt í mínum stíl og er hlý en ekki of þykk.“ MYND/STEFÁN Svanhildur Steinarrsdóttir hefur lengi haft áhuga á hvers kyns hönnun og handavinnu. „Mér hefur alltaf fundist gaman að mála og teikna og hef gert mikið af því frá því ég var lítil. Í framhaldsskóla fór ég að hafa áhuga á tísku og þá fór ég að sauma og breyta fötum,“ segir Svanhildur. Hún segist vera með fjölbreyttan og persónulegan stíl sem eigi rætur sínar bæði í pönki og indíánastíl. „Ég blanda þessum tveimur stílum þó ekki saman. Þegar ég fer á djammið eða eitthvað út er ég meira í pönkaðri stíl. Hversdags er ég í víðari og þægilegri fötum og nenni ekki að vera uppstríluð í vinnunni fyrir framan tölvuna. Ég er litafrík og er yfir- leitt alltaf í litum og finnst gaman að nota til dæmis gulan og appelsínugulan til að poppa hlutina upp. Það fer svolít- ið eftir því í hvernig skapi ég er hvernig ég klæði mig. Indíánastíllinn hefur verið mjög lengi í gangi hjá mér. Ég er mikið náttúrubarn og dýravinur og hef lengi verið í hestum. Menning indíána heillar mig og list þeirra, hvernig þeir skreyta sig með hlutum úr náttúrunni.“ Svanhildur hefur verið að taka að sér ýmis verkefni, svo sem förðun fyrir ljósmyndir og málverkagerð. „Ég set myndir af verkunum inn á bloggsíðuna mína, Svanhildursteinarrs.blogspot. com. Ég er að safna í möppu sem ég get notað þegar ég hef fundið út hvað mig langar að gera í framtíðinni. Ég ætla að læra eitthvað tengt hönnun hvort sem það verður fatahönnun eða arkitektúr.“ „Ég hanna mikið sjálf og geri oft eitt- hvað sem mér dettur í hug með stuttum fyrirvara, sauma til dæmis jólakjólinn korter í jól. Undanfarið hef ég verið í því að breyta gömlum fötum af mömmu og nota þá fatamálningu, klippi til og sauma eftir eigin höfði. Þegar ég versla mér föt fer ég yfirleitt í þessar venjulegu búðir, til dæmis Topshop og Gallerí 17 en mest gaman finnst mér að finna ein- hverjar gersemar á stöðum þar sem ég átti ekki von á að finna þær.“ ■ lilja.bjork@365.is PÖNK OG INDÍÁNAR HÖNNUN OG HANDAVINNA Fatastíll Svanhildar Steinarrsdóttur er sóttur í bæði pönk- og indíánamenningu. Hún hannar bæði föt og skartgripi. RÓMANTÍK Í LOFTINU Brúðarkjólasýning fyrir árið 2013 fór fram í New York í vikunni. Þar sýndi meðal annars Vera Wang sem hefur snúið aftur til rómantíska útlitsins. Sýndir voru blúndu- og pallíettuskreyttir, glæsilegir brúðarkjólar sem tilvon- andi brúðir geta skoðað á netinu og fengið hugmyndir. Teg 4457 - í stærðum B,C,D á kr. 5.800,- aðhaldsbuxur í stíl á kr. 2.995,- GAMLI GÓÐI Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is Rafknúnir lyftihægindastólar Gerðu gæða- og verðsamanburð FINNDU MUNINN Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00 *3,5% lántökugjald ÝMIR rúm 153x203 aðeins kr. 124.900 ÝMIR, SAGA, FREYJA, ÞÓR OG ÓÐINN Hágæða svæðisskiptar heilsudýnur 12 mánaða vaxtalausar greiðslur* LOKAÐ laugardaginn 13. október vegna árshátíðar starfsmanna l i . í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.