Fréttablaðið - 18.10.2012, Síða 57

Fréttablaðið - 18.10.2012, Síða 57
FIMMTUDAGUR 18. október 2012 45 Opið laugard. kl. 10-14 Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur leiðir á sunnudag gesti um sýninguna Ölvuð af Íslandi sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands við Tjörnina. Sýningin er byggð á samnefndu þjóðarátaki í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli, þar sem Ísland var kynnt sem náttúruleg paradís. Sýn- ingunni er lýst sem „tilraun til að kafa ofan í hið rómantíska Ísland, sem er betur þekkt fyrir ómálga eldfjallanáttúru en frásagnarhefð sína“. Sumarliði Ísleifsson hefur einkum unnið að rannsóknum á hugmyndasögu og íslenskri sögu 20. aldar. Helstu verk hans varða rannsóknir á ímyndum Íslands og er bók hans, Ísland fram- andi land, kunnasta verk hans á því sviði. Jafn- framt hefur hann ritað fjölda greina um þetta efni í innlend og erlend rit ásamt bókum og greinum um sagnfræðileg efni. Leiðsögnin á sunnudag hefst klukkan 14. Sumarliði fullur af Íslandi SUMARLIÐI ÍSLEIFSSON Leiðir gesti um sýninguna Ölvuð af Íslandi í Listasafni ASÍ á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA facebook.com/noisirius GEFÐU VATN gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 18. október 2012 ➜ Námskeið 09.00 Umboðsmaður barna stendur fyrir námskeiði um innleiðingu Barna- sáttmálans. Fyrirlesari er Hjördís Eva Þórðardóttir, meistaranemi í mannrétt- indum barna við Háskólann í Stokk- hólmi. Námskeiðið er haldið í Norræna húsinu og aðgangur er ókeypis. Skrán- ing er á netfanginu ub@barn.is. ➜ Umræður 20.00 Efnt verður til umræðna um menningararf og hönnun í Listasafni Reykjavíkur. Í pallborði verða fræðingar og hönnuðir af sviði þjóðfræði, lög- fræði, viðskiptafræði, vöru- og fata- hönnunar. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Umræðufundur með Chri- stopher Vasey og Christof Leuze um ávinning og áhættu af jákvæðri hugsun verður haldinn á Radisson Blue Saga Hotel við Hagatorg. Erindið verður flutt á ensku og aðgangseyrir er kr. 500. ➜ Kvikmyndir 17.00 Konfúsíusarstofnunin Norður- ljós sýnir kvikmyndina Rauð dúrra í stofu 201 á Háskólatorgi. Myndin er eftir Zhang Yimou og er frá árinu 1987. Aðgangur er ókeypis. ➜ Tónlist 20.00 Kirkjukór Lágafellssóknar blæs til tónleika í Lágafellskirkju. Minnst er 110 ára afmælis Halldórs Laxness. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Hljómsveitirnar Why Not Jack og Mercy Buckets leiða saman hesta sína á Ellefunni. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Rusty Anderson, aðalgítarleikari Bítilsins Sir Paul McCartney síðast- liðin ellefu ár, verður með tónleika í Austurbæ. Miðaverð er kr. 3.000. ➜ Leiðsögn 20.00 Myndlistarmaðurinn Sigurður Árni Sigurðsson tekur þátt í leiðsögn og ræðir við gesti um verk sín á sýningunni SKIA í Hafnarborg. ➜ Fyrirlestrar 12.05 Dr. Kirsten Hastrup, prófessor í mannfræði við Kaupmannahafnarhá- skóla og forstöðumaður Waterworlds - Center for anthropological climate research flytur hádegisfyrirlestur í Reykjavíkurakademíunni. Fyrirlesturinn fjallar um mataröryggi á norðurslóðum og fer hann fram á ensku. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Kvenfélag Langholtssókar, Konur í Langholti, efna til fyrirlestrar í safn- aðarheimili Langholtskirkju. Hjálmar W. Hannesson sendiherra og fulltrúi Íslands í norðurslóðamálum talar um stefnu Íslands í norðurslóðamálum. Kaffiveitingar í hléi. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.