Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 57
FIMMTUDAGUR 18. október 2012 45 Opið laugard. kl. 10-14 Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur leiðir á sunnudag gesti um sýninguna Ölvuð af Íslandi sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands við Tjörnina. Sýningin er byggð á samnefndu þjóðarátaki í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli, þar sem Ísland var kynnt sem náttúruleg paradís. Sýn- ingunni er lýst sem „tilraun til að kafa ofan í hið rómantíska Ísland, sem er betur þekkt fyrir ómálga eldfjallanáttúru en frásagnarhefð sína“. Sumarliði Ísleifsson hefur einkum unnið að rannsóknum á hugmyndasögu og íslenskri sögu 20. aldar. Helstu verk hans varða rannsóknir á ímyndum Íslands og er bók hans, Ísland fram- andi land, kunnasta verk hans á því sviði. Jafn- framt hefur hann ritað fjölda greina um þetta efni í innlend og erlend rit ásamt bókum og greinum um sagnfræðileg efni. Leiðsögnin á sunnudag hefst klukkan 14. Sumarliði fullur af Íslandi SUMARLIÐI ÍSLEIFSSON Leiðir gesti um sýninguna Ölvuð af Íslandi í Listasafni ASÍ á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA facebook.com/noisirius GEFÐU VATN gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 18. október 2012 ➜ Námskeið 09.00 Umboðsmaður barna stendur fyrir námskeiði um innleiðingu Barna- sáttmálans. Fyrirlesari er Hjördís Eva Þórðardóttir, meistaranemi í mannrétt- indum barna við Háskólann í Stokk- hólmi. Námskeiðið er haldið í Norræna húsinu og aðgangur er ókeypis. Skrán- ing er á netfanginu ub@barn.is. ➜ Umræður 20.00 Efnt verður til umræðna um menningararf og hönnun í Listasafni Reykjavíkur. Í pallborði verða fræðingar og hönnuðir af sviði þjóðfræði, lög- fræði, viðskiptafræði, vöru- og fata- hönnunar. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Umræðufundur með Chri- stopher Vasey og Christof Leuze um ávinning og áhættu af jákvæðri hugsun verður haldinn á Radisson Blue Saga Hotel við Hagatorg. Erindið verður flutt á ensku og aðgangseyrir er kr. 500. ➜ Kvikmyndir 17.00 Konfúsíusarstofnunin Norður- ljós sýnir kvikmyndina Rauð dúrra í stofu 201 á Háskólatorgi. Myndin er eftir Zhang Yimou og er frá árinu 1987. Aðgangur er ókeypis. ➜ Tónlist 20.00 Kirkjukór Lágafellssóknar blæs til tónleika í Lágafellskirkju. Minnst er 110 ára afmælis Halldórs Laxness. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Hljómsveitirnar Why Not Jack og Mercy Buckets leiða saman hesta sína á Ellefunni. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Rusty Anderson, aðalgítarleikari Bítilsins Sir Paul McCartney síðast- liðin ellefu ár, verður með tónleika í Austurbæ. Miðaverð er kr. 3.000. ➜ Leiðsögn 20.00 Myndlistarmaðurinn Sigurður Árni Sigurðsson tekur þátt í leiðsögn og ræðir við gesti um verk sín á sýningunni SKIA í Hafnarborg. ➜ Fyrirlestrar 12.05 Dr. Kirsten Hastrup, prófessor í mannfræði við Kaupmannahafnarhá- skóla og forstöðumaður Waterworlds - Center for anthropological climate research flytur hádegisfyrirlestur í Reykjavíkurakademíunni. Fyrirlesturinn fjallar um mataröryggi á norðurslóðum og fer hann fram á ensku. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Kvenfélag Langholtssókar, Konur í Langholti, efna til fyrirlestrar í safn- aðarheimili Langholtskirkju. Hjálmar W. Hannesson sendiherra og fulltrúi Íslands í norðurslóðamálum talar um stefnu Íslands í norðurslóðamálum. Kaffiveitingar í hléi. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.