Fréttablaðið - 18.10.2012, Síða 66

Fréttablaðið - 18.10.2012, Síða 66
18. október 2012 FIMMTUDAGUR54 sport@frettabladid.is KYLFINGURINN BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON er staddur í Bandaríkjunum þar sem hann reynir að komast inn á PGA-mótaröðina. Birgir tekur þátt í úrtökumóti á fyrsta stigi en komast þarf í gegnum þrjú slík til að komast á mótaröðina. Birgir Leifur er á parinu eftir fyrstu tvo hringina og þarf að leika mun betur næstu daga til þess að komast áfram á næsta úrtökumóti. N1-deild karla: FH-HK 28-23 FH - Mörk (skot): Einar Rafn Eiðsson 7/3 (8/3), Bjarki Jónsson 5 (7), Sigurður Ágústsson 5 (7), Ólafur Gústafsson 5 (9), Magnús Óli Magnússon 3 (6), Andri Berg Haraldsson 2 (4), Ragnar Jóhannsson 1 (6), Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 22/1 (45/4, 49%), Hraðaupphlaup: 6 (Einar Rafn 2, Bjarki 2, Sigurður, Ólafur Gúst.) Fiskuð víti: 3 ( Sigurður 3) Utan vallar: 10 mínútur. HK - Mörk (skot): Atli Karl Bachmann 6 (10), Eyþór Magnússon 5 (12), Bjarki Már Elísson 4/3 (6/4), Daníel Berg Grétarsson 3 (8), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (3), Garðar Svansson 2 (5), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (3), Leó Snær Pétursson (1), Daníel Örn Einarsson (2), Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 14 (41/2, 34%), Björn Ingi Friðþjófsson (1/1, 0%), Hraðaupphlaup: 1 ( Daníel Berg ) Fiskuð víti: 4 (Atli, Bjarki Elís 2, Bjarki Gunnars. ) Utan vallar: 6 mínútur. STAÐAN: Haukar 4 3 1 0 108-92 7 Akureyri 4 3 1 0 105-90 7 HK 5 2 1 2 119-118 5 FH 5 2 1 2 125-125 5 ÍR 4 2 0 2 103-110 4 Fram 4 1 1 2 99-106 3 Valur 4 1 1 2 94-97 3 Afturelding 4 0 0 4 90-105 0 Domino‘s-deild kvenna: Snæfell-Grindavík 86-55 Snæfell: Alda Leif Jónsdóttir 21/5 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 18/13 fráköst/7 stoðsend- ingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/13 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 14, Helga Hjördís Björg- vinsdóttir 5/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Rósa Indriðadóttir 4/6 fráköst, Aníta Sæþórsdóttir 2, Silja Katrín Davíðsdóttir 0. Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 31/11 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 8/7 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Berglind Anna Magnúsdóttir 4, Sandra Ýr Grétarsdóttir 3, Helga Rut Hallgríms- dóttir 3/8 fráköst, Mary Jean Lerry F. Sicat 2, Ingi- björg Yrsa Ellertsdóttir 0, Eyrún Ösp Ottósdóttir 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Alexandra Marý Hauksdóttir 0. Njarðvík-Keflavík 53-86 Njarðvík: Lele Hardy 19/16 fráköst/8 stolnir, Salbjörg Sævarsdóttir 10/11 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 7, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 7/5 fráköst, Emelía Ósk Grétarsdóttir 4, Eyrún Líf Sigurðardóttir 2, Ína María Einarsdóttir 2, Aníta Carter Kristmundsdóttir 2, Karolina Chudzik 0, Marín Hrund Magnúsdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Ásdís Vala Freysdóttir 0. Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 21, Ingunn Embla Kristínardóttir 15/7 fráköst, Sara Rún Hinriks- dóttir 15/11 fráköst, Jessica Ann Jenkins 13/8 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 12/8 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2/6 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Bryndís Guðmundsdóttir 2, Bríet Sif Hinriksdóttir 2, Aníta Eva Viðarsdóttir 2, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Soffía Rún Skúladóttir 0. Valur-Haukar 70-68 Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 22/4 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 15/9 fráköst, Alberta Auguste 10/12 fráköst/7 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 8, Hallveig Jónsdóttir 8, Ragnheiður Benónísdóttir 3, Signý Hermannsdóttir 2, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2/4 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 0, María Björnsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Þórunn Bjarnadóttir 0/7 fráköst. Haukar: Margrét Rósa Hálfdanardóttir 20/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14/7 fráköst/6 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 14/4 fráköst, Siarre Evans 12/22 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 6, Lovísa Björt Henningsdóttir 2/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Sólrún Inga Gísladóttir 0, Inga Sif Sigfúsdóttir 0, Auður Íris Ólafsdóttir 0/4 fráköst, Sigrún Elva Reynisdóttir 0. Fjölnir-KR 61-75 Fjölnir: Britney Jones 30, Bergdís Ragnarsdóttir 14/10 fráköst/4 varin skot, Fanney Lind Guð- mundsdóttir 7/15 fráköst, Eva María Emilsdóttir 4, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4/4 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 2/8 fráköst, Sigrún Anna Ragnars- dóttir 0, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 0, Erna María Sveinsdóttir 0, Erla Sif Kristinsdóttir 0, Dag- björt Helga Eiríksdóttir 0, Birna Eiríksdóttir 0. KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 23/11 fráköst, Patechia Hartman 20/5 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 14/15 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteins- dóttir 14/5 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 3/4 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 1, Kristbjörg Pálsdóttir 0, Perla Jóhannsdóttir 0, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 0, Elín Þóra Helgadóttir 0. STAÐAN: Keflavík 4 4 0 328-216 8 Snæfell 4 4 0 297-221 8 Valur 4 3 1 264-230 6 Njarðvík 4 2 2 254-274 4 KR 4 2 2 236-258 4 Haukar 4 1 3 249-274 2 Fjölnir 4 0 4 236-304 0 Grindavík 4 0 4 218-305 0 ÚRSLIT FÓTBOLTI Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH, segir að fyrirliði liðsins, Gunn- leifur Gunnleifsson, hafi hafn- að nýju samningstilboði frá félaginu. Gunnleifur er á leið í Breiðablik þar sem hann mun skrifa undir þriggja ára samning. „Auðvitað hefðum við viljað hafa Gunnleif áfram. Við vorum tilbúnir að bjóða honum góðan eins árs samning en hann hafði ekki áhuga á því,“ sagði Heimir í samtali við Boltann á X-inu í gær. „Hefðin hjá FH hefur verið sú að þegar leikmenn ná ákveðnum aldri fá þeir ekki langtímasamn- inga. Þeir fá bara eitt ár og ef þeir standa sig fá þeir nýjan eins árs samning.“ Heimir segir að Róbert Örn Óskarsson fái nú tækifæri sem aðalmarkvörður FH en að félagið muni einnig líta í kringum sig eftir nýjum markverði. Þegar er byrjað að orða Ingvar Þór Kale, markvörð Blika, við FH en hann á ekki mikla framtíð fyrir sér hjá Kópavogsliðinu þar sem Gunn- leifur er á leið þangað. Óskar Pétursson, markvörður Grindavíkur, hefur einnig verið orðaður við FH en hann mun lík- lega ekki leika með Grindavík í 1. deildinni næsta sumar. Óskar hefur reyndar einnig verið orð- aður við ÍBV. Ekki náðist í Gunnleif í gær en væntanleg vistaskipti hans í Breiðablik vekja óneitanlega athygli enda er Gunnleifur alinn upp hjá HK og er þekktur sem einn af harðari HK-ingum lands- ins. - esá Heimir um Gunnleifsmálið: FH bauð eins árs samning GUNNLEIFUR Fyrirliði FH er að fara í Breiðablik. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI FH skellti HK 28-23 í fimmtu umferð N1 deildar karla í gær. HK var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14-12, en FH sýndi sparihliðarnar í seinni hálfleik og vann sannfærandi sigur. „Við erum algjörlega með stjórn á þessum leik í fyrri hálfleik og gerum það sem okkur langar til. Sóknarlega erum við að opna þá og fá mikið af færum og gera fullt af góðum hlutum. Samt sem áður erum við að gera hluti sem við erum ekki vanir að gera og töpum boltanum í staðinn fyrir að koma okkur í þægilega stöðu fyrir hálf- leik,“ sagði Kristinn Guðmunds- son, þjálfari HK, í leikslok. Frábær markvarsla Daníels Freys Andréssonar í marki FH kom í veg fyrir að HK væri með þægilega forystu í hálfleik en hann hélt í raun FH inni í leiknum. „Við vorum á hælunum í fyrri hálfleik og vorum andlausir þó það sé góð stemning í liðinu. Þessir tveir tapleikir þar sem við töpum á síðustu tíu mínútunum hafa greini- lega legið djúpt á mönnum. Menn svöruðu heldur betur í seinni hálf- leik og sýndu frábæran karakter. Þeir sýndu það sem ég býst við af þessu liði í hverjum leik,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. Allt annað var að sjá til FH í seinni hálfleik. Vörnin sem var eins og gatasigti í fyrri hálfleik var sem múr og HK fékk varla opið færi. Á sama tíma náði FH mörgum góðum sóknum og hröð- um upphlaupum og lagði það grunninn að þessum örugga sigri. „Við fórum að spila vörn í seinni hálfleik. Þeir réðust utanvert á 6-0 vörnina og komust þar í gegn hvað eftir annað. Sóknarlega vorum við hræddir og menn að passa sig að gera ekki mistök sem boðar ekki gott. Svo mættu menn til leiks í seinni hálfleik,“ sagði Einar Andri sem lét þá staðreynd að FH hafði sogast niður í botnbaráttu með tveimur töpum í röð ekkert trufla sig. „Við horfum ekkert á töfluna, þetta snýst um spilamennsku og þegar FH spilar á getu þá eigum við að taka töluvert af stigum. Það þýðir ekkert að horfa bara á töfl- una og spá ekkert í hvernig liðið er að spila, þetta snýst um hvað við gerum á vellinum,“ sagði Einar Andri. FH er þar með komið með fimm stig, líkt og HK sem hefur aðeins fengið eitt stig úr þremur síð- ustu leikjum sínum en liðið lék án Tandra Konráðssonar og Vladimir Djuric auk þess sem Ólafur Víðir Ólafsson gat aðeins leikið fyrstu mínútur leiksins. „Það hefur ekki verið of mikið að vera án þessara leikmanna. Við getum ekkert beðið eftir að þeir komi og reddi málum, lið byggjast ekki upp á einstaklingum þó það sé gott fyrir breidd. Við höfum hald- ið út án þessara leikmanna en það klikkar í dag,“ sagði Kristinn. Breiddin var góð hjá FH, marka- skor dreifðist vel á leikmenn liðs- ins auk þess sem Daníel varði vel. Hjá HK lék Atli Karl Bachmann vel en miklu munaði um að HK náði aldrei að koma Bjarka Má Elíssyni inn í leikinn. - gmi FH að vakna til lífsins Vörn FH skellti í lás í seinni hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik og FH-ingar tóku öll stigin gegn meisturum HK. Hálfleikirnir hjá FH voru eins og svart og hvítt. Í HELJARGREIPUM FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson hélt hinum öfluga leikmanni HK, Bjarka Má Elíssyni, vel niðri í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Snæfells- og Kefla- víkurkonur sitja áfram ósigraðar á toppi Domino‘s-deildar kvenna eftir leiki fjórðu umferðarinnar í gær og Valskonur unnu sinn þriðja leik í röð eftir mikla dramatík í Vodfonehöllinni. KR náði einnig að enda taphrinu sína með sigri í Grafarvogi. Valskonur unnu tveggja stiga sigur á Haukum, 70-68, í sveiflu- kenndum leik í Vodafonehöllinni þar sem bæði lið náðu tíu stiga forskoti í fyrri hálfleiknum. Unnur Lára Ásgeirsdóttir skoraði sigur- körfuna 5,7 sekúndum fyrir leiks- lok og Valsliðið náði að stoppa Haukana í lokin. „Það var mjög góð tilfinning að skora sigurkörf- una. Það er alltaf gott að vinna leikina og það er sérstaklega sætt þegar þetta er svona tæpt,“ sagði Unnur Lára. „Það vantaði bara herslumuninn. Ég get samt ekkert sett út á okkar leik því við vorum bara óheppnar að klára þetta ekki. Við spiluðum ótrúlega vel og sýndum það að við getum gert ýmislegt. Við ætlum að vera inn í þessari deild í vetur. Við ætlum ekkert að vera neitt aukalið,“ sagði Gunnhildur Gunn- arsdóttir sem var besti leikmaður Hauka ásamt Margréti Rósu Hálf- danardóttur. Þetta var ekki leikur bandarísku stelpnanna í liðunum sem hittu illa og það voru því íslensku stelpurn- ar sem voru í aðalhlutverki í sókn- arleiknum. Kristrún Sigurjóns- dóttir lék vel fyrir Valsliðið. „Þetta var mjög skrítinn leikur og við vorum bara kannski heppnar að vinna. Við fengum tækifæri til að auka muninn og við vorum klaufar að missa þetta niður í spennuleik. Við erum ánægðar með að við erum að vinna leikina, þetta er allavega betri byrjun en í fyrra og það er plús,“ sagði Kristrún. Snæfellskonur unnu sinn annan leik í röð án hinnar bandarísku Kieraah Marlow en eru áfram ósigraðar á toppnum eftir 31 stigs sigur á Grindavík, 86-55, í Kana- lausum leik í Hólminum. Reynslu- boltarnir Hildur Sigurðardóttir og Alda Leif Jónsdóttir fóru fyrir Snæfellsliðinu. Keflavík hélt sigurgöngu sinni áfram með 33 stiga sigri á Íslands- meisturum Njarðvíkur í Ljóna- gryfjunni, 86-53. Fimm leikmenn liðsins skoruðu á bilinu 12 til 21 stig og breiddin í liðinu er mikil. Fjölnir er enn án sigurs eins og Grindavík eftir að KR-konur sóttu tvö stig í Grafarvoginn en KR var búið að tapa stórt í tveimur leikj- um í röð. - óój Snæfell og Keflavík enn ósigruð og Valskonur komust á sigurbraut í Domino‘s-deild kvenna: Mjög góð tilfinning að skora sigurkörfuna GRIMMAR Bleikar Valsstelpur gáfu Haukunum ekkert eftir og börðumst um hvern einasta bolta í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.