Fréttablaðið - 18.10.2012, Síða 48

Fréttablaðið - 18.10.2012, Síða 48
18. október 2012 FIMMTUDAGUR36 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGVELDUR EINARSDÓTTIR Álfabergi 14, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju föstudaginn 19. október kl. 13.00. Trausti Sveinbjörnsson Björn Traustason Helga Halldórsdóttir Bjarni Þór Traustason Sigrún Ögn Sigurðardóttir Ólafur Sveinn Traustason Eydís Eyþórsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGEIR KARLSSON málarameistari, Reynimel 80, Reykjavík, lést á Hrafnistu Hafnarfirði þriðjudaginn 16. október sl. Hann verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju 31. október kl. 13.00. Þórarinn Ragnar Ásgeirsson Hildur Friðriksdóttir Erla María Ásgeirsdóttir Jón Einarsson Lúðvík Jóhann Ásgeirsson Guðrún Björg Berndsen barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra móðir, dóttir, tengdamóðir, systir og amma, ERLA SIGURDÍS ARNARDÓTTIR verður jarðsungin frá Guðríðarkirkju mánudaginn 22. október kl. 15.00. Halla Karen Jónsdóttir Andri Már Óttarsson Elín Klara Jónsdóttir Kolbeinn Lárus Sigurðsson Hjálmar Gauti Jónsson Halla Hjálmarsdóttir Helga Eygló Guðjónsdóttir Jóna Hlín Guðjónsdóttir Embla Eir Oddsdóttir Hekla Andradóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdasonur, tengdafaðir og afi, BJÖRN HALBLAUB lést 13. október. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. október kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir og þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnahjálp ABC. Ása Jónsdóttir Magnús H. Björnsson Sigrún Þórólfsdóttir Ágúst H. Björnsson Ragna Sif Þórsdóttir Torfi Halblaub Grímur Ásgeir Björnsson Alexandra P. Barkardóttir Erla Björnsdóttir Leifur Eiríksson Daníel Ragnarsson Agnes Helga Martin Ása Þöll Ragnarsdóttir Þorsteinn Óli Eggertsson Jón Guðgeirsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐNÝ STEFÁNSDÓTTIR andaðist að Sólvangi í Hafnarfirði 5. október 2012. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Eiríksson Erla Guðríður Jónsdóttir Helga Eiríksdóttir Sigurður Smári Einarsson Stefán Eiríksson Ragnheiður Torfadóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ELÍSABETAR EINARSDÓTTUR frá Kárastöðum í Þingvallasveit. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir góða aðhlynningu. Guð blessi ykkur. Ása Jóhannesdóttir Ari Jóhannesson Jóhanna F. Jóhannesdóttir Einar Jóhannesson Ívar Ólafsson Einar Örn Jónsson Birna Ósk Hansdóttir Jóhannes Arason Bjarney Bjarnadóttir Árni Gautur Arason Sólveig Þórarinsdóttir Egill Arason Teitur Arason Daði Einarsson Ingibjörg Agnes Jónsdóttir og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR EINARSDÓTTIR kaupmaður, Jökulgrunni 27, lést á bráðadeild Landspítalans aðfara- nótt 15. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 18. október kl. 15.00. Hulda Halldórsdóttir Eiríkur Þorsteinsson Lilja Halldórsdóttir Veigele Hartmut Veigele Hafliði Halldórsson Guðfinna Hauksdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN VALDIMARSSON skipstjóri, Eskifirði, lést á fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, sunnudaginn 14. október. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju föstudaginn 19. október kl. 14.00. Elínborg Þorsteinsdóttir Valdimar Aðalsteinsson Unnur Eiríksdóttir Þorsteinn Aðalsteinsson Ásta Guðný Einþórsdóttir Atli Rúnar Aðalsteinsson Berglind Eiríksdóttir Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir Aðalsteinn Helgi Aðalsteinsson Mie Brorson Andersen barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG LÝÐSDÓTTIR FRANTZ Gaukshólum 2, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 15. október og verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 22. október kl. 11.00. John Joseph Frantz James Daníel Frantz Christine Chiaffino Frantz John Haraldur Frantz Sigurlaug Helga Emilsdóttir Maria Loana Tovey Deforest Tovey Kristín Frantz Glenn Tarbox og barnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem studdu okkur og sýndu okkur vinarhug við veikindi og fráfall ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VIÐARS KORNERUP-HANSEN Birkihæð 2, Garðabæ. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Karitas og á deild 11E á Landspítalanum fyrir góða umönnun og einstaklega hlýtt viðmót. Hólmfríður Egilsdóttir Halldóra Viðarsdóttir Jóhann Úlfarsson Kristín Viðarsdóttir Timothy H. Spanos Björn Leví Viðarsson Ásta Lára Sigurðardóttir Erik Hirt Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÚN EINARSDÓTTIR (SIMMA) áður til heimilis að Efstasundi 74, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 12. október. Jarðsett verður frá Langholtskirkju í Reykjavík mánudaginn 22. október kl. 13.00. Sigurhanna Erna Gísladóttir Einar Jóhann Gíslason Diljá Erna Eyjólfsdóttir Halldór Gíslason Anne May Sæmundsdóttir Gísli G. Sveinbjörnsson Guðrún Bergmann Guðlaug Ingibergsdóttir barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SESSELJA JÓNSDÓTTIR Æsufelli 4, lést á heimili sínu að kvöldi 9. október. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 19. október kl. 15.00. Guðbrandur Gimmel Ingunn Þórðardóttir Anna Karlsdóttir Óskar Elíasson Karl Jón Karlsson Winut Somsri Lísa María Karlsdóttir Trausti Guðjónsson Jón Sigurfinnur Ólafsson barnabörn og langömmubarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN PÁLÍNA ÓLAFSDÓTTIR Siglufirði, sem lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar á Siglufirði sunnudaginn 7. október, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 20. október kl. 14.00. Guðrún Pálsdóttir Magnús Eiríksson Þröstur Ingólfsson Guðfinna Skarphéðinsdóttir Elínbjörg Ingólfsdóttir Vigfús Markússon Esther Ingólfsdóttir Halldór Birgisson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN JÓNSSON Hlégerði 23, Kópavogi, lést þriðjudaginn 16. október á Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð Vífilsstöðum. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 23. október kl. 13.00. Ingvar Kristjánsson Halla Ágústsdóttir Ágústa Kristrún Ingvarsdóttir Ragnhildur Björk Ingvarsdóttir Efnt verður til málþings í Listasafni Reykjavíkur í kvöld um menningararf og hönnun. Halla Helgadóttir, fram- kvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, er meðal þeirra sem taka munu til máls á þinginu. Halla mun fjalla um birtingarmynd menningar- arfsins í íslenskri hönnun. „Umræðan um menningararfinn og hönnun hefur verið óskynsamleg. Lopapeysurnar frá Farmers market eru dæmi um það. Þar áttar fólk sig ekki á því í hverju þeirra hönnun liggur. Hún liggur ekki í mynstrinu, það er hluti af menningar- arfinum, heldur liggur hún í sniðinu og fráganginum. Og það hversu vel flík- urnar eru hannaðar á þátt í vinsæld- um þeirra. Sama á við um vegglímmiða Ólafar Jakobínu sem á stendur Drott- inn blessi heimilið. Þar liggur hönn- unin í framsetningu setningar sem er vissulega ekki verk Ólafar Jakobínu,“ segir Halla og bætir við að almennt sé umræðan um hönnun skammt á veg komin hér á landi. „Danir til dæmis búa við ríkari hefð í hönnun og þurfa ekki að ræða það hvað er hönnun. Við erum hins vegar enn á því stigi að við þurfum að útskýra í hverju hönnun felst og að maður verður ekki hönn- uður bara með því að ákveða það einn daginn. Hönnun þarf að læra rétt eins og lögfræði.“ Halla segir enn fremur að handverk og hönnun séu ekki andstæðir pólar. „Stundum hefur málum verið stillt þannig upp en hönnunarsenan þarf á handverki að halda og handverki stend- ur ekki ógn af hönnun.“ Málþingið hefst klukkan átta. Auk Höllu taka til máls Egill Viðarsson, þjóðfræðingur og tónlistarmaður, sem ræðir menningararf og höfundar- rétt, Sunneva Hafsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Handverks og hönnunar, sem ræðir sérstöðu íslensk handverks og handverksfólks, Lovísa Jónsdóttir, lögfræðingur hjá Tego hugverkaráð- gjöf, sem ræðir um höfundarrétt og hönnunarvernd út frá lögfræðilegu sjónarmiði og Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður og annar af stofnendum Far- mers Market, en hún ræðir um fram- leiðslu og rekstur fyrirtækis sem selur íslenska hönnun, sem meðal annars hefur tilvísun í íslenskan menningar- arf og er að hluta til úr íslensku hrá- efni. Stjórnandi málþingsins er Ólöf Gerð- ur Sigfúsdóttir mannfræðingur og for- stöðukonu rannsóknarþjónustu við Listaháskóla Íslands. Menningararfur og hönnun rædd HALLA HELGADÓTTIR Segir umræðu um hönnun skammt á veg komna hér á landi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.