Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 30
30 18. október 2012 FIMMTUDAGUR Það er grundvallaratriði í lýð-ræðislegu stjórnskipulagi að allir þegnar samfélagsins hafi jafna möguleika til þess að hafa áhrif á stjórn landsins. Atkvæði allra kjósenda vegi jafnt þegar gengið er til kosninga. Á þetta var lögð mikil áhersla á Þjóðfundin- um og hefur þetta verið áberandi krafa á öllum stigum við endur- nýjun stjórnarskrárinnar. And- stæðingum þessa brýna máls hefur tekist að gera þetta að deilu- máli milli landsbyggðar og þétt- býlis á SV-horni landsins. Þetta misvægi er að hluta til afleiðing búsetuflutninga frá dreifbýli til þéttbýlis, ekki meðvitað pólitískt markmið. En það veldur aftur á móti að mikil völd eru í höndum flokksmaskínanna, sakir þess að núgildandi kosningakerfi er þann- ig að allt að 2/3 þingsæta eru fyrir fram örugg og tryggir núverandi flokkakerfi. Landsbyggðin hefur alltaf átt fleiri fulltrúa á þingi en íbúahlut- fall segir til um. Miklar breyting- ar voru gerðar til bóta með kjör- dæmabreytingunni árið 1959 og síðar með nýrri kjördæmaskipan. Í alþingiskosningum 2009 voru um 2.400 kjósendur á kjörskrá að baki hverjum kjörnum þingmanni í Norðvesturkjördæmi en tæplega 5.000 í Suðvesturkjördæmi. Þing- maður í Suðvesturkjördæmi þurfti þannig að fá ríflega tvöfalt fleiri atkvæði en þingmaður í Norðvest- urkjördæmi til að ná kjöri. Eftirlitsmenn Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE) voru hér á landi og fylgdust með síðustu alþingiskosningum. Í skýrslu ÖSE um kosningarnar var bent á að misvægi atkvæða milli höfuðborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar væri alltof mikið. Reglur ÖSE kveða á um að mis- vægið milli einstakra kjördæma sé innan 10% og aldrei meira en 15%. Mismunurinn hér fór aftur á móti upp í 100% og taldi ÖSE að tímabært væri að huga að endur- skoðun á viðkomandi lagaákvæði um dreifingu þingsæta. Í umræðum um stöðu dreifbýlis gagnvart þéttbýlinu á SV-horninu er málum gjarnan stillt upp með þeim hætti, að dreifbýlið búi við einhvers konar samsæri af hálfu þéttbýlinga. Til þess að vinna gegn þessu samsæri verði að við- halda mismunandi vægi atkvæða. Með því sé stuðlað að öflugri atvinnutækifærum í dreifbýlinu og launakjör bætt, samfara því að minnka atvinnuleysi og slaka félagslega stöðu í dreifbýlinu. Þessu er haldið fram þrátt fyrir að um áratugaskeið hafi verið mikið misvægi atkvæða og atvinnuleysi og slök félagsleg staða hér á landi er mest í úthverfum höfuðborgar- svæðisins. Í tillögum Stjórnlagaráðs er lagt til í 39. grein að öll atkvæði á land- inu vegi jafnt. Alþingi geti ákveðið hvort landið verði eitt kjördæmi en skipt því upp í allt að átta kjör- dæmi. Í tillögum stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir að hægt sé að setja lágmörk sem tryggi hverju kjördæmi lágmarksfjölda þing- manna í réttu hlutfalli við fjölda kjósenda viðkomandi kjördæmis. Þetta er lágmarkstrygging því kjördæmin munu fá að jafnaði fleiri þingmenn en svarar til kjós- endafjölda, sérstaklega ef þar eru frambjóðendur sem höfða til kjós- enda utan síns kjördæmis. Ástæða er að benda á að langflestir íbúa SV-hornsins eiga rætur í öðrum landsvæðum og eru með miklar tengingar þangað. Það er líklegt að sum kjördæmi fái fleiri þing- sæti en svarar til kjósendatölu. En það er þá að vilja kjósenda annars staðar að af landinu, en ekki fyrir skikkan kosningakerfisins eins og nú er. Listar verða boðnir fram á kjördæmavísu en líka lands- vísu. Frambjóðandi á kjördæmis- lista má jafnframt vera á lands- lista síns flokks eða samtaka, en þar mega líka vera frambjóð- endur utan kjördæma. Kjósandi getur valið einstaklinga, jafn- vel af mörgum listum. Gagnvart kjósendum er landið því sem eitt kjördæmi. Frambjóðandi hlýt- ur að jafnaði að tala til kjósenda í kjördæmi sínu en líka höfða til allra landsmanna, vilji hann hljóta stuðning utan kjördæmis síns. Þannig nást kostir landskjörs, sem kallar fram ábyrgð þingmanna gagnvart öllum landslýð, en um leið er trygging fyrir því að rödd hverrar byggðar heyrist á Alþingi. Misvægi atkvæða hér á landi hefur leitt til þess að við búum við klúðurslegt kosningakerfi, þar sem reynt er að tryggja jöfn- uð milli flokka með flóknu jöfnun- arsætakerfi. Með jöfnu atkvæða- vægi geta úthlutunarreglur orðið einfaldari. Í stjórnarskrám er það grundvallarregla að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum og njóta sömu mannréttinda. Lýðræðið getur ekki verið stigskipt. Það er stjórnarskrárbrot að tala um hálf mannréttindi í kosningarrétti og í öðrum lýðréttindum. Jafnt vægi atkvæða Rithöfu ndu r i n n Ch a rles Bukowski var eitt sinn inntur eftir því hvers vegna hann væri ekki meira þjóðfélagslega meðvit- aður í skrifum sínum. Hann svar- aði að í raun og veru hefði þetta verið miklu betra áður en lýðræð- ið kom til, þá skipuðu yfirvöldin þér fyrir í einu og öllu; nú þarftu fyrst að kjósa þá og svo skipa þeir þér fyrir! Bukowski blessaður var ekki sá eini sem hafði litla trú á að almenningur fengi nokkru að ráða þótt „stjórnmálaflokka tilhögun“ (einnig kallað lýðræði) væri komið á. Þegar Grikkir til forna voru að þreifa sig áfram með þróun lýð- ræðis þá komust þeir fljótt að því að fulltrúalýðræðið væri svo gall- að að þeir aflögðu það og tóku í staðinn upp aðrar aðferðir sem þeim fannst endurspegla betur vilja almennings. Skoðanakann- anir á Íslandi hafa til dæmis um langt árabil sýnt að 70-80% þjóð- arinnar eru á móti kvótakerfinu, samt hafa breytingar á því allt- af verið stoppaðar af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi. Alls konar sérhagsmunir og pen- ingar hafa greiðan aðgang að kjörnum fulltrúum og stundum virkar fulltrúasamkundan sem flöskuháls fyrir vilja almennings frekar en farvegur fyrir hann. Prófkjör er ein af þeim tilraun- um sem gerðar hafa verið til þess að tempra einveldi stjórnmála- flokka og ljá almenningi meiri áhrif. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir þar til að næsta prófkjör- shrina hefst. Lítum á nokkra galla við prófkjör: Hver flokkur fyrir sig semur flóknar prófkjörsreglur, flókin og óljós kæruferli, engin utankjör- fundakosning, langir framboðs- frestir, mismunandi aldurstak- mörk, tímafrekt, fjárfrekt fyrir frambjóðendur o.s.frv. Smölun tíðkast, menn sem ætla sér ekki að kjósa viðkomandi flokk kjósa samt í prófkjöri hans. Stundum er reynt að koma í veg fyrir smölun með því að láta kosta að ganga í flokk- inn fyrir kosningar, þ.e. menn greiða fyrir að taka þátt í próf- kjöri; stundum greiðir sá sem er að smala flokksgjaldið fyrir hinn smalaða og þannig geta fjársterkir aðilar smalað meira í prófkjör en aðrir. En aðalgallinn er að aðeins hinir flokksbundnu geta kosið í prófkjöri, allir hinir sem munu kjósa flokkinn í næstu kosningum en eru ekki meðlimir í flokknum ráða engu um hverjir verða efstir og fara inn á þing. Nýja stjórnarskráin tekur á þessu vandamáli, reyndar er rauði þráðurinn í henni einmitt að tempra einveldi stjórnmálaflokk- anna og færa valdið nær almenn- ingi, í þessu tilviki með því að almenningur, sérhver kjósandi í kjörklefanum krossar við þá ein- staklinga sem hann vill að verði efstu mennirnir á sínum lista. Þá leysast öll vandamálin varðandi prófkjörin sem að ofan eru rakin, í reynd verða prófkjörin færð inn í kjörklefann. Þetta er reyndar svo sjálfsögð lýðræðisbót að hún hefur fyrir löngu verið tekin upp í mörgum nágrannalöndum okkar. Þetta er bara eitt dæmi um þau fjölmörgu atriði í nýjum stjórnar- skrárdrögum sem færa almenn- ingi meiri áhrif í stjórn landsins; önnur eru t.d. að almenningur getur knúið fram þjóðaratkvæða- greiðslur o.s.frv. Þann 20. okt. verður þér boðið að hafa völdin sjálf/ur. Almenningur ræður framámönnunum Því hefur verið haldið fram að undanförnu í mikilvægum fjöl- miðlum á borð við Kastljós RÚV að stjórnarskrá íslenska lýðveldis- ins frá 1944 hafi verið samþykkt í góðri sátt og eindrægni. Mikil kjör- sókn og hátt hlutfall atkvæða með stjórnarskránni sé til marks um þetta. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp nokkur atriði sem finna má í handbókum eins og Öldinni okkar eftir Gils Guðmundsson eða Ísland á 20. öld eftir Helga Skúla Kjartansson, auk heimilda á Ver- aldarvefnum. Það er vissulega rétt að kjörsókn var mikil (98,61%) í þjóðaratkvæði um slit sambandsins við Dani og nýja stjórnarskrá, sem haldið var 20.-23. maí 1944. Rúm 97% þeirra sem atkvæði greiddu lýstu sam- þykki við sambandsslitin og 95% við lýðveldisstjórnarskrána. En þar með er ekki nema hálf sagan sögð. Tvö mál voru á dagskrá þessa þjóðaratkvæðis og leikur enginn vafi á því að það var fyrra málið, sambandsslitin, sem olli þessari óvenjulegu kjörsókn. Samkvæmt sambandslögunum frá 1918 mátti segja þeim upp eftir 25 ár og íslenska þjóðin var nær einhuga um að fylgja því eftir nú, þegar frest- urinn var liðinn, enda mæltu allar aðstæður með því. Stjórnarskrárfrumvarpið sem Alþingi hafði samþykkt og var borið undir þjóðina í atkvæðagreiðslunni fól nær eingöngu í sér breytingar sem tengdust sambandsslitunum, til dæmis að Ísland skyldi vera lýð- veldi með þjóðkjörnum forseta í stað Danakonungs. Atkvæðin með sambandsslitunum voru um 1.500 fleiri en með stjórnarskránni. Með hliðsjón af umræðum á þessum tíma má ætla að í þeim hópi hafi til dæmis verið kjósendur sem vildu að landið yrði sjálfstætt konungs- ríki í stað lýðveldis, eða að forseti yrði þingkjörinn. Atriði sem tengd- ust ekki sambandsslitunum voru einfaldlega ekki ofarlega í huga fólks þegar slíkt stórmál var ann- ars vegar. Stjórnarskrárfrumvarpið var undirbúið í sérstakri nefnd sem hafði í upphafi það hlutverk að fjalla um alla stjórnarskrána. Þegar nefndin skilaði af sér sagði hún: „[Nefndin skilar] með þessu stjórnarskrárfrumvarpi og grein- argerð fyrri hluta þess verkefnis, er henni var falið, en mun áfram vinna að seinni hluta verkefnisins, sem sé að „undirbúa aðrar breytingar á stjórnskipulaginu, er þurfa þykir og gera verður á venjulegan hátt“.“ (Alþingistíðindi A 1944 bls. 11–12). Hér þarf ekki frekar vitnanna við: Höfundurinn sjálfur, nefndin sem undirbjó frumvarpið, hefur litið svo á að verki hennar væri ekki lokið og hún ætlaði sér að vinna áfram að því. Þannig hófst þrautagangan sem enn er ekki lokið, um heildstæða samningu og sam- þykki stjórnarskrár fyrir lýðveld- ið Ísland. Vonandi berum við gæfu til að ljúka henni á næstu mánuðum eða misserum. En hvernig stendur á því að menn berja höfðinu við steininn í umræðunni núna, kjósa að neita staðreyndum og halda því fram að stjórnarskráin hafi ekki verið hugs- uð til bráðabirgða? Hverja eigum við frekar að spyrja um það en höf- undana sjálfa? Er ekki nær að verja tíma, orku og prentsvertu í að ræða eitthvað annað? Niðurstaðan úr þessu greinar- korni er kristallstær: Mikil kjör- sókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1944 er aðeins til marks um ein- hug þjóðarinnar um sambandsslit- in. Hvorki kjörsókn né atkvæðatöl- ur um stjórnarskrána segja okkur nokkuð marktækt um afstöðu kjós- enda til annarra ákvæða í stjórn- arskránni sem voru að langmestu leyti óhögguð og voru ekki í brenni- depli enda stóð til að breyta þeim fljótlega. Og almennt var litið á nýju stjórnarskrána sem bráða- birgðaáfanga sem þó væri nauð- synlegur vegna þess sem meira var; sambandsslitin sjálf. Starfinu að stjórnarskrá hins nýja lýðveldis yrði haldið áfram. Um sambandsslit og stjórnarskrá 1944 Ný stjórnarskrá Guðmundur Gunnarsson stjórnlagaráðsmaður Ný stjórnarskrá Þorsteinn Vilhjálmsson fv. prófessor í vísindasögu og eðlisfræði og ritstjóri Vísindavefsins Ný stjórnarskrá Andrés Magnússon var í stjórnlagaráði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.