Fréttablaðið - 18.10.2012, Síða 34

Fréttablaðið - 18.10.2012, Síða 34
FÓLK|HEILSA VONT AÐ SLEPPA MORGUNMAT Heilalínurit þeirra sem sleppa morgunmat rennir frek- ari stoðum undir ókosti þess. Vinsældir jóga hafa vaxið mikið undanfarin ár hérlend-is. Ein tegund jóga sem nýtur sívaxandi vinsælda er jóga ætlað eldri borgurum. Fáein ár eru síðan sá hópur fór að stunda jóga með skipulögðum hætti. Eva Rún Þor- geirsdóttir er einn þeirra jógakenn- ara sem kennir eldri borgurum jóga með góðum árangri. Hún segir vin- sældir jóga hafa aukist mikið með tilkomu hot jóga fyrir fáeinum árum sem hafi opnað augu margra fyrir þeim möguleikum sem jóga býður upp á. „Auðvitað er jóga ekkert nýtt af nálinni enda um nokkur þúsund ára heimspeki að ræða. Það sem hefur hins vegar breyst er hvernig jóga er nýtt á fjölbreyttari hátt en áður og fyrir ólíka hópa.“ AÐRAR ÁHERSLUR Eva segir jóga ætlað eldra fólki hafa aðeins öðruvísi áherslur. „Við erum fyrst og fremst að skapa jafnvægi í víðum skilningi. Það snýst um að liðka líkamann og liðamótin og gera um leið styrktaræfingar, á meðan jóga í líkamsræktarstöðvum er miklu kröftugra. Við höldum líkam- anum meira í jafnvægi og notum einnig öndun og slökun í meira mæli en hefðbundnir jógatímar.“ Í tímunum er einblínt á einfaldar æfingar að sögn Evu. Engar dýnur eru notaðar eins og í hefðbundnum jógatímum heldur einungis stólar. „Það eru ekki margir sem ráða við allar æfingar en allir geta þó stund- að slökun og öndunaræfingar. Þessi hugarró er kjarninn í jóga þótt búið sé að markaðssetja jóga sem fyrst og fremst tæki fyrir líkamsrækt, en grunnurinn í spekinni er að skapa jafnvægi hjá sjálfum sér og tengja saman líkamann og hugann.“ SLÖKUN ER GÓÐ Eva segir flestalla hreyfingu og líkamsrækt vera af hinu góða hjá eldra fólki. „Á meðan flest fólk lítur á líkamann og hugann sem aðskilda hluti þá sameinar jóga þessa tvo þætti. Öll hreyfing er góð, sama á hvaða aldri þú ert. Jóga færir fólki meðvitund um að það skiptir máli hvernig það andar og hvernig öndun hefur áhrif á líðan þess. Einnig að slökun sé góð og að fólk geti haft mikil áhrif á það hvernig líkaminn slakar á.“ Að hennar sögn er til dæmis jóga, ganga og sund frábær blanda fyrir eldra fólk og í raun fyrir alla aldurshópa. „Þar blandast saman ferska loftið, hreyfingin og mýktin úr sundinu og þessi meðvitund um líkamann og hugarróin sem kemur úr jóganu.“ Fyrsti tíminn hjá Evu var í síðustu viku og hafa móttökurnar verið góðar. „Það er skemmtilegt tækifæri að kenna þessum aldurs- hópi. Ég er nú þegar að kenna krökkum jóga, ungu fólki í leik- listardeild Kvikmyndaskóla Íslands og flottum konum í Baðhúsinu. Það er svo gaman að vinna með sömu tæknina og sjá hvernig hún virkar á ólíka hópa. Allir eiga það þó sam- eiginlegt að finna einhvers konar hugarró.“ INN Á MÖRG SVIÐ Eva segir sívaxandi vinsældir jóga ekki síst eiga við um nýja hópa, til dæmis eldri borgara og börn. „Ég held að jóga sé almennt að færa sig inn á mörg svið samfélagsins, til dæmis börn og eldri borgara og í raun alls kyns hópa sem hafa ólíkar þarfir sem þarf að huga að en passa þó ekki inn í þessa klassísku jóga- tíma. MARGT SPENNANDI Það eru margir spennandi mögu- leikar í boði og fullt af skapandi fólki sem kennir jóga hér á Íslandi sem hefur alls kyns reynslu og menntun og er að gera spennandi hluti. Þótt að jóga sé gömul speki á hún svo sannarlega fullt erindi við nútímann. Það er gaman að hugsa til þess hvað við hugsum mikið um nýjungar en svo er jóga hundgam- alt fyrirbæri sem þó er enn hægt að móta fyrir margs konar ólíkar þarfir.“ ■ starri@365.is JÓGA Á FULLT ERINDI VIÐ NÚTÍMANN HUGARRÓ Eldri borgarar eru farnir að stunda jóga af kappi hérlendis. Jóga hentar þeim hópi vel í bland við aðra líkamsrækt. Öðruvísi áherslur eru í jógatímum ætluðum eldra fólki og meiri áhersla lögð á slökun og öndun. ÞETTA VIRKAR „Það er svo gaman að vinna með sömu tæknina og sjá hvernig hún virkar á ólíka hópa,“ segir Eva Rún Þorgeirsdóttir jógakennari. MYND/ANTON ■ MORGUNMATUR DREGUR ÚR LÖNGUN Í ÓHOLLUSTU Heilalínurit fólks sem sleppir morgunmat gefur til kynna að það sæki frekar í fituríkan mat síðar um daginn. Þetta kemur fram í breskri rannsókn sem greint var frá á taugavísindaráðstefnu sem haldin var í New Orleans á dögunum. Rúmlega tuttugu manns tóku þátt í rannsókninni. Einn daginn fengu þátttakendur morgunmat sem innihélt 730 kaloríur en þann næsta engan. Þeim var annars vegar sýnd mynd af fituríkum mat og hins vegar fitusnauðum á meðan heila- línurit var tekið og kom í ljós að breytinga varð vart í þeim hluta heilans sem stjórnar matarlyst hjá þeim sem slepptu morgunmat þegar þeir sáu fituríkan mat. Sams konar breytinga varð ekki vart er þeir sáu mynd af fitusnauðum mat. Að heilaskanninu loknu var boðið upp á há- degismat og borðuðu þeir sem höfðu sleppt morgunmatnum tuttugu prósentum meira en þeir sem borðuðu morgunmat. Því hefur löngum verið haldið fram að morgunmaturinn sé mikilvæg- asta máltíð dagsins en með því að borða staðgóðan morgunmat helst blóðsykurinn stöðugur sem dregur úr löngun í óhollustu. Rannsóknin rennir frekari stoðum undir þá fullyrðingu. H Ú S G Ö G N Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl. 11-16 Sunnudaga lokað Hornsófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Rín Verð frá 285.900 kr Basel Verð frá 327.900 kr Aspen-Paris Verð frá 276.900 kr Mósel Verð frá 342.900 kr Verð áður 227.900 kr Roma Aðeins 159.900 kr Takmarkað magn Líkamleg og andleg endurhæfing hjá HNLFÍ Hafðu samband við lækninn þinn og kannaðu þína möguleika. Dvöl á Heilsustofnun gefur einstakt tækifæri til að huga að andlegri og líkamlegri líðan og t.d. koma reglu á hreyfingu, næringu og svefn. Læknisfræðileg endurhæfing á Heilsustofnun er góður kostur og miðar að því að ná mestri mögulegri færni og lífsgæðum og viðhalda þeim.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.