Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 58
18. október 2012 FIMMTUDAGUR46 46tónlist
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Í SPILARANUM
tonlist@frettabladid.is
Þó að Iceland Airwaves-hátíðin snúist fyrst og fremst um unga og upp-
rennandi tónlistarmenn þá koma alltaf einhverjir eldri listamenn líka.
í fyrra kom Sinéad O‘Connor og í ár er það bandaríska hljómsveitin
Swans. Swans var stofnuð í New York árið 1982 af Michael Gira sem
alltaf hefur verið aðalforsprakki hennar. Hún var upphaflega hluti af
No Wave-senu borgarinnar. Swans
starfaði í fyrstu atrennu til ársins
1997. Mannabreytingar voru tals-
verðar. Tónlistin var nokkuð fjöl-
breytt, en þekktust er sveitin samt
fyrir gríðarlega kraftmikla og
aðgangsharða tónlist, háværa, en
blæbrigðaríka.
Á þessu 15 ára skeiði gaf Swans
út 10 plötur. Einna hæst reis hún
á plötunum Holy Money (1986)
og Children of God (1987), en í
nóvember ‘87 kom hún einmitt til
Reykjavíkur og spilaði ásamt Syk-
urmolunum og S/H Draum í MH.
Þeir tónleikar þóttu magnaðir, en
ég sá þá reyndar ekki. Var ekki á
landinu.
Fyrir tveimur árum endurreisti
Gira sveitina og síðan er hún búin
að senda frá sér tvær plötur. Sú
nýrri kom út í vor og er tvöföld,
The Seer. Hún hefur fengið mjög
góða dóma, enda geysilega sterk plata sem nær hámarki í hálftíma-
löngu titillaginu. Samkvæmt fínu viðtali sem Rebecca Louder tók við
Gira fyrir Grapevine þá spila Swans yfirleitt í tvo tíma og taka þá
svona sex lög. Gira segist gera ráð fyrir að spila þrjú lög á klukkutím-
anum sem hljómsveitin fær úthlutað á Airwaves. Aðdáendur geta samt
látið sig dreyma um lengri tónleika þar sem Swans eru síðastir á svið í
Norðurljósasalnum í Hörpu á fimmtudagskvöldinu.
Aftur Swans í Reykjavík
RETRO STEFSON með Retro Stefson er plata vikunnar ★★★★
„Sjömenningarnir í Retro Stefson með flott framhald síð-
ustu plötu.“ - TJ
Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds-
son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Skýringar:
TÓNLISTINN
Vikuna 27. september - 3. október 2012
LAGALISTINN
Vikuna 27. september - 3. október 2012
Sæti Flytjandi Lag
1 Retro Stefson ..............................................................Glow
2 Mumford & Sons ............................................. I Will Wait
3 Valdimar ......................................................................... Sýn
4 Muse .....................................................................Madness
5 Ásgeir Trausti ................................................. Leyndarmál
6 Ragnar Bjarnason / Jón Jónsson ...................... Froðan
7 Magni ..................................................................Augnablik
8 Pink ........................................................................Blow Me
9 Ásgeir Trausti .....................................Dýrð í dauðaþögn
10 Maroon 5 ............................................... One More Night
Sæti Flytjandi Plata
1 Ásgeir Trausti .....................................Dýrð í dauðaþögn
2 Retro Stefson ..............................................Retro Stefson
3 Of Monsters and Men ............My Head Is an Animal
4 Stuðmenn ......................................................... Astralterta
5 Úr kvikmynd ................................................Ávaxtakarfan
6 Mannakorn ......................................... Í blómabrekkunni
7 Muse ............................................................. The 2nd Law
8 Úr leikritum ...... Thorbj. Egner: Gömlu góðu leikritin
9 Moses Hightower ................................ Önnur Mósebók
10 Úr leikriti ............................................ Dýrin í Hálsaskógi
Cody Chesnutt - Landing
on a Hundred
Kontinuum - Earth Blood
Magic
Epic Rain - Elegy
Bat For Lashes hefur gefið
út sína þriðju plötu, The
Haunted Man. Gagnrýnend-
ur eru sammála um að þar
sé á ferðinni gæðagripur.
Þriðja plata Bat For Lashes, The
Haunted Man, er nýkomin út.
Þrjú ár eru liðin síðan Two Suns
leit dagsins ljós og hafa aðdáend-
ur víða um heim beðið spenntir
eftir næsta útspili.
Hljómsveitin er hugarfóstur
Natöshu Khan sem verður 33 ára í
næstu viku. Faðir hennar er pak-
istanskur en móðirin ensk. Fyrstu
stóru tónleikar Bat For Lashes
í London voru árið 2005 þegar
hún hitaði upp fyrir CocoRosie á
tónleikastaðnum Scala. Ári síðar
steig hún á svið sem aðalnúmerið
á Scala og á meðal gesta í saln-
um voru Björk, Nellee Hooper og
Brett Anderson úr Suede. Í hópi
annarra aðdáenda hennar eru
Devendra Banhart, Jarvis Coc-
ker, M.I.A. og Thom Yorke.
Árið 2006 kom út fyrsta plata
Bat For Lashes, Fur and Gold,
þar sem seiðandi og myrk popp-
tónlistin hitti í mark. Gagnrýn-
endur hrifust með og hlaut platan
tilnefningu til hinna virtu Merc-
ury-verðlauna. Bjartara var yfir
næstu útgáfu, Two Suns, sem kom
út þremur árum síðar og náði hún
fimmta sæti á breska breiðskífu-
listanum. Þar voru rafpælingarn-
ar orðnar meira áberandi en áður.
Sú var einnig tilnefnd til Merc-
ury-verðlaunanna og greinilegt
að þarna var komin tónlistarkona
í fremstu röð. Eitt lag af plötunni,
Daniel, tryggði Nathöshu Ivor
Novello-verðlaunin í Bretlandi
sem eru einnig mikils metin.
Aðrar hljómsveitir og tónlistar-
menn fóru að gefa Bat For Lashes
gaum og Khan fór í tónleikaferð
með Coldplay árið 2010. Hún
samdi lag með Beck fyrir Twi-
light-myndina Eclipse og söng
lagið Strangelove eftir Depeche
Mode í herferð á vegum tískuris-
ans Gucci.
The Haunted Man þykir vel
heppnuð og fær Khan hrós fyrir
að fylgja Two Suns vel á eftir með
vandaðri plötu og sanna í leiðinni
að Bat For Lashes er komin til að
vera. Hún fær fjórar stjörnur í
Q, Mojo og The Guardian, þrjár
í The Independent og The Obser-
ver í Bretlandi, 8 af 10 hjá NME
og 7 af 10 hjá Uncut.
freyr@frettabladid.is
Berstrípuð og tilgerðarlaus
KOMIN TIL AÐ VERA Bat For Lashes, hugarfóstur Natöshu Khan, hefur gefið út sína þriðju plötu. NORDICPHOTOS/GETTY
ÖGRANDI
OG ÓVENJULEGT
PLÖTUUMSLAG
Umslag nýju plötunnar er bæði
ögrandi og óvenjulegt. Þar situr
Khan fyrir allsnakin með nakinn
karlmann vafinn utan um sig. „Mig
langaði að strípa mig algjörlega
niður og heiðra konur eins og
Patti Smith sem eru lausar við alla
tilgerð og eru heiðarlegar,“ sagði
hún í viðtali við NME.