Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 12
18. október 2012 FIMMTUDAGUR12
Opnaðu upp á gátt
– fyrir viðskiptin
Lykill er hluti af MP banka Ármúli 13a Sími 540 1700 Lykill.is
Lykill býður fyrirtækjum örugga fjármögnun atvinnutækja
Það er lykilatriði að tala við réttan aðila þegar kemur að fjármögnun atvinnutækja. Starfsfólk okkar
býr yfir yfirgripsmikilli reynslu og veitir skjóta og góða þjónustu ásamt ítarlegum upplýsingum um
bestu valkosti í fjármögnun hverju sinni.
Lykill – opnar á möguleika.
B
ran
den
bu
rg
B
ran
de
B
ran
de
an
dedn
bu
rg
n
bu
r
n
bu
rg
Umfangsmiklar breytingar
hafa orðið á íslensku stjórn-
kerfi í kjölfar hrunsins. Rík-
isstjórnin setti sér þá stefnu
í stjórnarsáttmála að fækka
ráðuneytum og stækka þau og
sérstök úttekt var gerð á fyrir-
komulaginu. Aukið vald forsæt-
isráðherra er gagnrýnt.
Rannsóknarnefnd Alþingis komst
að þeirri niðurstöðu að ýmsir þætt-
ir í íslenskri stjórnsýslu væru veikir.
Nokkur óvissa ríkti um hvað séu eðli-
legir starfshættir í ríkisstjórn og verk-
stjórnarvald forsætisráðherra væri lítt
skilgreint.
Fundið var að því að í lögum væri
ekki að finna á einum stað afmörk-
un á inntaki valdheimilda og skyldna
sem felast í yfirstjórn ráðherra. „Síð-
ustu áratugi hefur það færst í vöxt að
stefnumótun ríkisstjórnar sé aðallega
í höndum þeirra ráðherra sem eru for-
menn eða oddvitar þeirra flokka sem
styðja ríkisstjórnina á Alþingi.“
Þá var einnig komið inn á ráðherra-
nefndir og samstarf einstakra ráð-
herra sín á milli.
Breytingar boðaðar
Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og
Vinstrihreyfingarinnar – græns fram-
boðs kynnti stjórnarsáttmála sinn 10.
maí 2009. Þar var kveðið á um umtals-
verðar stjórnkerfisumbætur sem ættu
að gera þjónustu hins opinbera eins
góða og kostur er.
Boðað var að ráðuneytum yrði
fækkað úr tólf í níu, komið yrði á fót
atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
og umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
Þá mundi öll eignaumsýsla ríkisins
færast til fjármálaráðuneytisins og í
nýju ráðuneyti mannréttinda og dóms-
mála yrði lögð áhersla á lýð- og mann-
réttindi auk þess sem öll umsýsla kosn-
inga yrði þar.
„Heilbrigðisráðuneyti og félags- og
tryggingamálaráðuneyti verða óbreytt
að öðru leyti en því að stefnt er að því
að auka samvinnu milli ráðuneytanna
um verkefni sem heyra undir bæði
ráðuneyti.“ Þau ráðuneyti sameinuð-
ust síðar í velferðarráðuneyti.
Tillögur nefndar
Forsætisráðuneytið skipaði nefnd,
undir forystu Gunnars Helga Krist-
inssonar, sem lagði fram ítarlegar til-
lögur að breytingum. Lagt var til að
faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar
yrði efldur með stærri ráðuneytum og
stofnunum. Þá þyrfti að bæta vinnu-
brögð pólitískrar forystu og skerpa á
forystuhlutverki forsætisráðherra.
Huga þyrfti að samhæfingu og
reglufestu í stjórnsýslunni, meðal ann-
ars með því að skýra skyldur varðandi
skráningu upplýsinga.
Í fjórða lagi var lagt til að hlutverk
eftirlitsaðila með fjármálamarkaði
yrðu skýrð og loks að efla þyrfti aðhald
Alþingis gagnvart framkvæmdarvald-
inu.
Meira vald forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir mælti fyrir
breytingum á lögum um stjórnarráð-
ið 11. apríl 2011 og það varð að lögum
17. september sama ár. Nokkuð var
deilt um lögin og gagnrýndu ýmsir, til
að mynda Jón Bjarnason, þingmaður
Vinstri grænna, að með þeim væri vald
forsætisráðherra aukið til muna.
Þá tafðist að afgreiða það úr nefnd
þar sem Þráinn Bertelsson, þingmaður
Vinstri grænna, vildi skýrari ákvæði
varðandi upptökur á ríkisstjórnarfund-
um. Hljóðrit ríkisstjórnarfunda geym-
ast á Þjóðskjalasafninu og verða gerð
opinber eftir þrjátíu ár.
Eftir breytinguna hefur forsætis-
ráðherra meira vald til þess að breyta
verkaskiptingu á milli ráðuneyta.
Stærri og færri ráðuneyti
STJÓRNIN KYNNT Kveðið var á um stjórnkerfisbreytingar í stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Rann-
sóknarskýrsla Alþingis gagnrýndi veikar einingar í stjórnsýslunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Í kjölfar hrunsins var gagnrýni á framkvæmdarvaldið og skipulag
þess áberandi m.a. í skýrslu Rann-
sóknarnefndar Alþingis. Segja má –
ef til vill nokkuð einfaldað – að gagn-
rýni á stjórnsýsluna í aðdraganda
hrunsins hafi aðallega verið þrenns
konar. Í fyrsta lagi að stjórnsýslan
væri sundurlaus og skorti samhæf-
ingu og forystu. Í því efni var meðal
annars staðnæmst við nokkuð óljóst
hlutverk og ábyrgð forsætisráðherra
auk þess sem upplýsingamiðlun og
meðferð upplýsinga var ábótavant.
Í öðru lagi var bent á að ráðuneytin
væru mörg og fáliðuð sem leiddi til
þess að þau voru faglega veikari en
æskilegt er. Það hafði áhrif á fag-
legan undirbúning ákvarðana og gat
leitt til þess að þau væru yfirspiluð
af sterkum hagsmunaaðilum. Loks
var fundið að því að sveigjanleikinn
í störfum stjórnarráðsins væri ekki
nægur, meðal annars vegna þess að
tilvist ráðuneyta var bundin í lög,
sem gerði ríkisstjórn erfitt með að
forgangsraða í samræmi við pólitíska
stefnumörkun á hverjum tíma.
Í stjórnarsáttmála Samfylkingar-
innar og Vinstri grænna frá 10. maí
2009 var tekið á ýmsum af þessum
atriðum, ekki síst með áformum um
fækkun ráðuneyta og aukinni áherslu
á samræmingu og samhæfingu, en
jafnframt skyldi forysta og ábyrgð
forsætisráðherra skýrð. Í fram-
kvæmd hefur þetta leitt til fækkunar
ráðuneyta í átta, ráðuneytin eru fá
og flest sæmilega stór og átak hefur
verið gert í því að auka á samhæf-
ingu og skýra ábyrgð forystumanna í
ríkisstjórn. Segja má þannig að ríkis-
stjórnin hafi staðið við þau fyrirheit
sem gefin voru í stjórnarsáttmála.
Hvernig þessar breytingar munu
reynast á hins vegar eftir að koma í
ljós. Ljóst er að þrýstingur verður á
fjölgun ráðuneyta og ráðherrastóla,
meðal annars við stjórnarmyndan-
ir. Það mun jafnframt taka nokk-
urn tíma fyrir ráðuneytin að jafna
sig á þeirri röskun sem breytingun-
um fylgir og ekki víst að árangurinn
komi í ljós fyrr en að nokkrum tíma
liðnum. Hins vegar held ég að þessar
breytingar séu að mörgu leyti í sam-
ræmi við það sem flestir þeirra sem
um málið hafa fjallað á undanförnum
árum og áratugum hafa talið skyn-
samlegt.
Brugðist við gagnrýni rannsóknarskýrslu Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands skrifar
FJÖGUR ÁR FRÁ EFNAHAGSHRUNI – SJÖTTA GREIN
8
RÁÐUNEYTI
eru starfandi eftir
breytingarnar.
12
RÁÐUNEYTI
voru í ríkisstjórn
Geirs H. Haarde
sem fór frá í
febrúar 2009.
3
BANKA-
STJÓRAR
voru við Seðla-
bankann en í dag
er hann 1.
Jafn-
framt virðist
hið pólitíska
vald búa við
ófullnægjandi
aðhald innan
úr stjórnsýsl-
unni og utan
frá, hjá þingi,
fjölmiðlum og
mennta- og
vísindastofn-
unum.
SKÝRSLA STARFS-
HÓPS FORSÆTIS-
RÁÐUNEYTISINSKolbeinn Óttarsson
Proppé
kolbeinn@frettabladid.is