Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 70
18. október 2012 FIMMTUDAGUR58
„Þetta er liður í vetrarherferð
Inspired by Iceland, Ísland allt
árið. Þar vinnum við með ákveðin
þemu og tónlist er eitt þeirra. Við
viljum ýta undir vitneskju fólks
á íslenskri tónlist og teljum þetta
góða leið til þess,“ segir Guðrún
Birna Jörgensen, verkefnastjóri
Inspired by Iceland hjá Íslands-
stofu, um viðburðinn The smallest
Iceland Airwaves off-venue. Það
sem áður var The Little House
of Food verður nú minnsti utan-
dagskrártónleikastaður Iceland
Airwaves.
Húsið verður staðsett á Ingólfs-
torgi á meðan á hátíðinni stendur
og rúmar um tvo tónleikagesti í
senn. Á meðal þeirra hljómsveita
sem troða upp í húsinu eru Til-
bury, Hjálmar, Retro Stefson,
Valdimar og Ásgeir Trausti. Að
sögn Guðrúnar Birnu hafa tón-
listarmennirnir þegar skoðað
aðstæður og munu stilla sér upp
í samræmi við pláss. „Ég efa að
allir meðlimir Retro Stefson kom-
ist fyrir inni í húsinu, en tónlist-
arfólkið mun stilla sér upp miðað
við plássið og svo taka nokkur
lög. Flestir tóku mjög vel í þetta
og fleiri vildu vera með en kom-
ust að. Það er frábært að sjá
hvað íslenskir tónlistarmenn eru
viljugir að taka þátt í að kynna
íslenska tónlist með okkur.“
Þátttaka tónleikagesta er á tvo
vegu segir Guðrún Birna; annars
vegar er erlendum blaðamönn-
um boðið á einkatónleika og hins
vegar geta erlendir ferðamenn
tekið þátt í leik á samfélagsmiðl-
inum Facebook og unnið pláss á
tónleikum. - sm
BESTI BITINN Í BÆNUM
Ég efa að allir með-
limir Retro Stefson
komist fyrir inni í húsinu.
GUÐRÚN BIRNA JÖRGENSEN
VERKEFNASTJÓRI
INSPIRED BY ICELAND
HJÁ ÍSLANDSSTOFU
„Grillmarkaðurinn er einn sá
besti sem ég hef farið á núna
nýlega. Höfnin er líka góður
staður og ekki of dýr.“
David Robertson, annar eigandi Kría
Cycles.
-10.000
-55.000-15.000
Suðurlandsbraut 48 • 108 Reykjavík • Sími: 585 0100 • Fax: 585 0109
huseign@huseign.is • www.huseign.is • Opið mán.-fim. 10-18 • fös. 10-17
Baldvin Ómar Magnússon - Löggiltur fasteignasali
OPIÐ HÚS – Súluhólar 2
HÚSEIGN KYNNIR,
Opið hús fimmtudag 18. okt 2012
kl. 17.30-18.00 að Súluhólum 2, Reykjavík.
4RA HERBERGJA 89,4 FERMETRA ÍBÚÐ AUK 21,9 FM
BÍLSKÚRS, Lýsing: 3 góð svefnherbergi, rúmgóð stofa og
borðstofa. Allar nánari upplýsingar veitir Baldvin Ómar í
síma 898-1177 eða á skrifstofu Húseignar í síma 585-0100.
OPIÐ
HÚS
Bandaríski leikarinn og söngvar-
inn David Hasselhoff heldur tón-
leika á Íslandi þann 24. febrúar
næstkomandi.
„Ég hef fengið þær upplýs-
ingar að hann sé mjög spenntur
fyrir því að koma hingað og ætli
að taka sér nokkra daga í kring-
um tónleikana til að kynna sér
land og þjóð,“ segir Unnar Helgi
Daníelsson Beck hjá fyrirtækinu
Reykjavík Rocks sem stendur að
komu Hasselhoff til landsins.
Unnar Helgi segir það ekki
hafa verið erfitt að sannfæra
Hasselhoff um að spila fyrir land-
ann. „Hann lofar skemmtilegum
tónleikum og ég er alveg viss um
að þetta verður ógleymanlegt
fyrir tónleikagesti. Undanfarið
hef ég verið að fletta honum upp
á Youtube og það er ekkert annað
en snilld.“
Ekki hefur verið gengið endan-
lega frá tónleikastað fyrir Has-
selhoff en Vodafone-höllin og
Höllin koma helst til greina.
David Hasselhoff fagnaði sex-
tugsafmælinu sínu í sumar en
hann er hvað frægastur fyrir
hlutverk sitt sem Mitch Buc-
hannon í sjónvarpsþáttunum
Baywatch. Þættirnir um strand-
verðina í Los Angeles ættu að
vera Íslendingum vel kunnir, en
þeir nutu sérstaklega mikilla vin-
sælda á tíunda áratugnum.
Undanfarin ár hefur Hassel-
hoff vakið athygli sem dómari í
raunveruleikaþættinum Amer-
ica‘s Got Talent og Britain‘s Got
Talent.
Á tónleikum syngur Hasselhoff
eigið efni í bland við lög annarra.
Hann kemur fram ásamt hópi
dansara, en Unnar Helgi segir
söngvarann opinn fyrir að skoða
hvort hann geti fengið íslenska
dansara til liðs við sig. „Umboðs-
maðurinn segir að Hasselhoff
vilji skoða hvort það komi til
greina að nota dansara héðan, en
það mál er í skoðun,“ segir Unnar
Helgi, sem nú þegar er byrjaður
að líta í kringum sig eftir tónlist-
armanni til að hita upp fyrir Has-
selhoff. alfrun@frettabladid.is
UNNAR HELGI DANÍELSSON BECK: HANN LOFAR MIKLU STUÐI
HASSELHOFF TIL LANDSINS
Rúmar tvo tónleikagesti í senn
„Ég hef æft japanskar skylmingar
í átján ár og keppti meðal annars
í greininni á heimsmeistaramóti í
Japan árið 1996,“ segir fjölmiðla-
maðurinn Sölvi Tryggvason, sem
er að fara af stað með námskeið í
kendó, japönskum skylmingum.
Sölvi kynntist japanskri bar-
dagalist í gegnum föður sinn,
Tryggva Sigurðsson, þegar hann
var lítill strákur. Sölvi segir jap-
anskar skylmingar sérstaka grein
sem byggi á ríkri hefð í Japan.
„Þetta er bardagalist sem gerir
meira út á snerpu og þolinmæði
en líkamlegan styrk. Í Japan er
þetta ákveðinn lífsstíll sem menn
aðhyllast og snýst um mikinn aga
og einbeitni,“ segir Sölvi, en bar-
ist er með trésverðum og bamb-
usspjótum. „Það er mesta furða
hversu lítið er um meiðsl í þessu
sporti. Maður fær í mesta lagi
nokkra góða marbletti sem herða
mann bara.“
Sölvi hefur ekki stundað íþrótt-
ina í fjögur ár og hlakkar því
mikið til að klæðast búningnum
á nýjan leik. Búningurinn sam-
anstendur af eins konar brynju,
buxnapilsi og hjálmi.
Sölvi hefur áður haldið nám-
skeið í kendó og hvetur konur jafnt
sem karla til að skrá sig. Takmark-
að pláss er í boði á námskeiðinu,
sem haldið verður í Combat Gym.
„Það eru allir velkomnir, en þeir
sem eru að leita að slagsmálum
munu sennilega ekki finna það
sem þeir eru að leita að.“ Hægt er
að skrá sig á solvi@skjarinn.is eða
combat@combat.is. - áp
Snýst um snerpu og þolinmæði
Í FULLUM SKRÚÐA Sölvi Tryggvason er
að fara af stað með námskeið í kendó,
japönskum skylmingum, á næstu
dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LOFAR GÓÐU STUÐI Þýskættaði leikarinn og söngvarinn David Hasselhoff ætlar að
skemmta landanum í febrúar. Hann lofar miklu stuði og er opinn fyrir að skoða hvort
hann geti fengið íslenska dansara til að kom fram með sér á tónleikunum.
NORDICPHOTOS/GETTY
„Upphaflega hugmyndin var að fá David Hasselhoff til að spila í afmælinu
mínu í janúar,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck, eigandi fyrirtækisins
Reykjavík Rocks. Hann útskýrir að hann hafi fundið fyrir áhuga fyrir komu
kappans og ákvað því að skipta yfir í stóra tónleika. „Hann trekkir að breiðan
aldurshóp tónleikagesta og ég held
að enginn verði svikinn af að sjá
Hasselhoff á sviði.“
Reykjavík Rocks sérhæfir sig í að
lóðsa útlendinga um skemmtanalíf
landsins. Mikið hefur verið að gera
hjá Unnari Helga undanfarið, þar
sem hann hefur til dæmis verið
að sjá um viðskiptavini CCP. „Ég
stofnaði fyrirtækið fyrir fimmtán
mánuðum síðan og það hefur
gengið mjög vel. Þetta snýst um persónulega þjónustu við útlendinga sem
vilja skemmta sér á besta mögulega máta hér í Reykjavík,“ segir Unnar
Helgi sem ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. „Við stefnum á að opna útibú í
London og New York á næstunni. Ég ætla mér að búa til þekkt vörumerki úr
fyrirtækinu.“
Hægt er að lesa meira um þjónustu Reykjavík Rocks og lesa umsagnir
viðskiptavina á Facebook-síðu fyrirtækisins.
LANGAÐI AÐ FÁ HASSELHOFF Í AFMÆLIÐ
MINNSTI TÓNLEIKASTAÐURINN
Íslandsstofa og Inspired by Iceland
bjóða upp á minnsta utandagskrár-
tónleikastað Iceland Airwaves. Guðrún
Birna Jörgensen sér um framkvæmd
verkefnisins.