Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.10.2012, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 18.10.2012, Qupperneq 10
18. október 2012 FIMMTUDAGUR10 20 11 2010 JÁKVÆÐ MERKI ÚR ATVINNULÍFINU Það eru jákvæð teikn á lofti í íslensku atvinnulífi. Fjölmörg fyrirtæki eru að ná eftirtektarverðum árangri þrátt fyrir krefjandi aðstæður. Arion banki fagnar þessum góða árangri. Kynntu þér málið á arionbanki.is 60 NÝIR SÉRFRÆÐINGAR MANNVIT Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er? Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur Katrín Oddsdóttir lögfræðingur og fulltrúi í stjórnlagaráði Á laugardaginn fáum við einstakt tækifæri. Við getum tekið þátt í að móta söguna með því að setja Íslandi nýjan og betri samfélagssáttmála. Ég mun nýta kosningarétt minn og ætla að segja já við því að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Ekki bara vegna þess að þær eru betri en núverandi stjórnarskrá heldur vegna þess að ég trúi því að þær muni stórbæta íslenskt samfélag með því að auka gegnsæi, valddreifingu og ábyrgð. Ég ætla jafnframt að segja já við spurningu nr. 4 sem fjallar um það hvort heimila eigi persónukjör í stjórnarskrá í auknum mæli en nú er. Með persónukjöri er átt við að kjósandi geti kosið einstaka frambjóðendur, einn eða fleiri, af lista á kjörseðli í stað þess að kjósa einungis á milli lista stjórnmálaflokka eins og tíðkast hefur í alþingiskosningum á Íslandi. Þess ber að geta engin ákvæði eru um persónukjör í núgildandi stjórnarskrá. Ég tel að með því að setja inn heimild til slíkrar kosningaaðferðar verði skapað mikilvægt mótvægi við flokkakerfið sem, þrátt fyrir ýmsa kosti, hefur reynst okkur Íslendingum dýrkeypt. Sr. Örn Bárður Jónsson sóknarprestur í Neskirkju Fólk sem segir nei við þessari spurningu getur gert það á margs konar forsendum. Ég nefni hér nokkrar. Sumir vilja að mínu áliti vinna gegn þjóðkirkjunni með öllum ráðum og vilja helst koma í veg fyrir allt trúarstarf á hennar vegum. Nokkrir herskáir einstaklingar hafa farið mikinn á liðnum misserum og ráðist harkalega gegn kirkju og kristni og feta þar í fótspor erlendra „trúarleiðtoga“ sinna eins og t.a.m. Richard Dawkins og Christopher Hitchens sem báðir hafa tekið stórt upp í sig og flutt mál og röksemdir sem fræðimenn hafa hrakið með góðum rökum. Nefni ég í því sambandi heimspekinginn Alvin Plantinga. Áróður af þessu tagi hefur snúið sumu fólki frá kirkju og kristni en eflt aðra til enn frekari dáða fyrir hönd kirkju og kristni. Þá eru það þau sem telja að kirkjan sé á spena ríkisins og taka engum rökum eins og þeim að eignir kirkjunnar standi undir rekstri hennar og sóknargjöldin séu meðlima- gjöld sem ríkið innheimtir fyrir öll trúfélög, kristin og ekki kristin. Svo eru það aðrir sem á forsendum jafnræðis milli trúfélaga vilja ekki að neitt trúfélag sé nefnt í nýrri stjórnarskrá. Og loks eru það þau sem telja að þjóðkirkjunni sé fyrir bestu að vera frjáls og óháð að svo miklu leyti sem það er hægt fyrir stofnun með meirihluta þjóðarinnar innan- borðs og þjónustu um land allt. Núverandi stjórnarskrárákvæði um vernd og stuðning ríkis við þjóðkirkjuna hefur litla þýðingu eins og dæmin sanna og birst hefur í því að ríkið skilar ekki nema hluta sóknargjalda sem það innheimtir fyrir öll trúfélög. Það þykir ekki gott og allra síst í ljósi boðorðanna 10 að innheimtuaðili taki sér „kött“. Ég er talsmaður frjálsrar og öflugrar þjóðkirkju og stend því með samþykkt stjórn- lagaráðs. Ég óttast að stjórnarskrárgrein um þjóðkirkjuna verði henni dýrkeypt þegar til lengdar lætur. Ríki og kirkja hafa gert með sér samning um fjármál og hann hlýtur að gilda áfram. Báðir aðilar geta komið sér saman um að segja samningnum upp en ég er ekki viss um að ríkið vilji það eða að það borgi sig fyrir ríkið. Ég bendi á að í Finnlandi eru tvær þjóðkirkjur, sú lúterska með meirihluta þjóðar innanborðs og svo rétttrúnaðar- kirkjan með 1,1% íbúa sem meðlimi. Hvorug þeirra er í finnsku stjórnarskránni. Hin evangelíska lúterska þjóðkirkja á Íslandi mun lifa áfram hvort sem hennar verður getið í stjórnarskrá eða ekki. Kirkjan þarf að vera öflug af og í sjálfri sér. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup á Hólum Já, ég vil að það verði ákvæði um þjóð-kirkju í stjórnarskránni vegna þess að þjóðkirkja þjónar allri þjóðinni. Þjóðkirkja hefur skyldur við alla þjóðina án tillits til trúfélagsaðildar. Þjónar hennar spyrja ekki um hverrar trúar fólk er þegar kemur að þjónustunni. Þess vegna þjónar kirkjan inni í innstu dölum og úti á ystu nesjum. Margir halda að ákvæðið um þjóðkirkjuna hafi eitthvað með fjármál að gera eða framlög ríkisins til kirkjunnar. Það er á miklum misskilningi byggt. Á Íslandi er ekki ríkiskirkja. Það er annars vegar í gildi gagnkvæm- ur samningur milli ríkis og kirkjunnar um ákveðnar arðgreiðslur af kirkjujörðum sem ríkið tók yfir árið 1997. Hins vegar er samningur milli ríkis og kirkju um að ríkið innheimti svokölluð sóknargjöld fyrir kirkjuna sem ríkið skilar til sóknanna. Þess vegna er ekki um bein fjárframlög frá ríkinu til kirkjunnar að ræða og því getum við ekki talist ríkiskirkja. En hér er þjóðkirkja og það hefur allt aðra merkingu. Ef við höfum ekki lengur þjóðkirkju á Íslandi er ekki tryggt að kirkjan geti þjónað öllum sem á kirkjunni þurfa að halda. Við getum nefnt dæmi: Í skólum landsins eru svokölluð áfallateymi. Í þessum teymum er í langflestum tilfellum fulltrúi þjóðkirkjunnar, sem er sérmenntaður í áfallahjálp og sálgæslu. Í slíkum tilfellum kemur þjóðkirkjan að áföllum með beinum hætti. Um landið allt er þéttriðið net fagfólks á sviði sálgæslu og sorgar- vinnu, sem er tilbúið til að koma hvert sem er og hvenær sem er til hjálpar. Það er köllun íslensku þjóðkirkjunnar. Þjóðaratkvæðagreiðsla um drög að stjórnarskrá 3. og 4. spurning Nei Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi? Já Já Nei Það er í hæsta máta lýðræðis-legt að almenningur hafi áhrif á val fulltrúa sinna. En það má framkvæma á margan hátt. Slíkt val þarf fyrst og fremst að styðja stjórnmálastarf. Lýðræðislegt hlutverk stjórn- málaflokka er stórt; þeir eiga að leggja samfélaginu til stefnu, gildi og viðmiðanir, leiða stjórnkerfið og skapa samfellu í stjórnmálastarfi. Þeir þurfa að vera í nánu sambandi við almenna flokksmenn, afla samþykkis þeirra og sameina sjónarmið fólks sem deilir samfélagslegum grunngildum. Ef álitið er að flokkarnir hér á landi sinni hlutverkum sínum illa þyrfti væntanlega að gera flokksstarf öflugra og eftirsóknarverðara. Þannig má rökstyðja að lýðræðið batni ef stofnanir þeirra og flokksmenn velji fulltrúa sem hafa staðið sig vel í flokksstarfinu fremur en að leitað sé til þjóðþekktra einstaklinga frá öðrum vettvangi. Þótt Danir hafi farið í þessa átt, en flokkarnir þar geta valið hvort þeir raða frambjóðendum á lista eða láta kjósendur um það, er gengið lengra hér, því persónukjör verður ófrávíkjanleg regla. Tillaga stjórnlagaráðs hentar best þar sem ekki er fjölflokkakerfi. Þar er ekki kosið milli flokka, heldur frambjóðenda. Persónukjör er algengt í engilsaxneskum ríkjum. Oftast í litlum kjördæmum sem eiga eitt eða fá þingsæti. Við þær aðstæður velja kjósendur milli persóna sem eru frá ólíkum stjórnmálaflokkum og flokkarnir hafa valið fyrir þá. Þá leið mætti fara hér á landi. Með því myndi vinnast þrennt: að kjósendur veldu milli persóna, að stjórnmálaflokkarnir veldu einstaklinga til framboðs og að fulltrúarnir yrðu tengdari kjósendum sínum en þeir eru nú í stórum kjör- dæmum. Það gæti unnið gegn lýðræðishættum netsins. Kjósendur geta sagt hug sinn til aukins vægis persónukjörs í stjórnarskrá á laugardag. Þá eru þeir spurðir að því hvort ákvæði um þjóðkirkju eigi að vera í stjórnarskránni. Ekki er kveðið á um þjóðkirkju í drögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Þar segir að í lögum megi kveða á um kirkjuskipan ríkisins og verði það gert skuli leggja það mál í þjóðaratkvæða- greiðslu. Kjósendur fá hins vegar færi á að segja af eða á um slíkt atkvæði í kosningunum á laugar- dag, þó reyndar sé ekkert skil- greint hvernig slíkt ákvæði eigi að vera. Þá er einnig spurt að því hvort auka eigi vægi persónukjörs til Alþingis. Löggjafans bíður, verði það samþykkt, að útfæra það nánar. Í drögum stjórnlagaráðs segir: „Kjósandi velur með persónu- kjöri frambjóðendur af listum í sínu kjördæmi eða af landslist- um, eða hvort tveggja. Honum er og heimilt að merkja í stað þess við einn kjördæmislista eða einn landslista, og hefur hann þá valið alla frambjóðendur listans jafnt.“ Persónukjör og þjóðkirkjuákvæði Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.