Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 52
18. október 2012 FIMMTUDAGUR40 40 menntun@frettabladid.is FIMM ÁRA BÖRN voru í leikskólum landsins í desember síðastliðnum.4.203 Krítin.is er nýtt veftímarit um menntamál sem Edda Kjartansdóttir og Nanna Kristín Christiansen rit- stýra. Krítin er hugsuð sem vettvangur fyrir umræðu um skóla- og menntamál og Edda segist sjá fyrir sér að hún vaxi og dafni þannig að fólk finni fyrir því að hún sé alvöru tímarit. „Markmiðið með síðunni er fyrst og fremst að reyna að efla sam- ræðu um skólamál og menntun,“ segir Edda Kjartansdóttir, annar tveggja ritstjóra veftímaritsins Krítarinnar. „Við viljum að Krítin virki sem millistig á milli fræði- legra tímarita um menntamál og léttari umfjöllunar. Að þetta sé vettvangur þar sem frjó umræða um menntamál í víðum skilningi á sér stað.“ Þetta er þá hugsað fyrst og fremst fyrir kennara? „Já, þetta er hugsað fyrir kennara en foreldrar hafa líka örugglega gagn af þessu og þeir geta auðvitað tekið þátt í samræðunni þarna líka.“ Þær Edda og Nanna Kristín eru báðar starfandi að menntamálum. Nanna er verkefnastjóri hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur- borgar og Edda er forstöðumaður stofnunarinnar SRR (Símenntun, rannsóknir og ráðgjöf) hjá mennta- vísindasviði Háskóla Íslands. Hún segir skóla- og menntamál vera bæði atvinnu og áhugamál þeirra beggja. „Alla daga erum við vakn- ar og sofnar yfir skólamálum og menntunarmálum kennara.“ Þú kallar þetta að efla samræðu, hvernig virkar það? „Ég á auðvitað ekki við samræðu í hefðbundnum skilningi, síðan er ekki gagnvirk, en við viljum gjarnan fá upplýs- ingar frá kennurum um það sem þeir eru að glíma við og fá upplýs- ingar um kennara sem eru að gera góða hluti. Þannig finnst okkur við geta aukið samræðu og þá um leið auðvitað líka sýnileika þess starfs sem er þess virði að fjalla um. Okkur finnst kennarar ekki fá mörg tækifæri til að bera starf sitt á borð. Svo erum við með Face- book-síðu líka þar sem við setjum allar greinar sem birtast á Krít- inni og þar hefur fólk tækifæri til að kommentera og ræða það sem við erum að fjalla um. Svo vekur þetta kannski umræður á kenn- arastofunni og við fáum viðbrögð bæði frá skólastjórnendum og kennurum sem eru ánægðir með þetta framtak. Þannig að til lengri tíma litið vonum við að þetta verði til þess að umræðan aukist.“ Eitt af því sem er fastur liður á Krítinni er kennari mánaðarins. Hvernig er það hugsað? „Það er mikilvægt að það komi fram og sé alveg á hreinu að þetta er ekki keppni. Þetta er ekki hugsað sem starfsmaður mánaðarins eða neitt í þá veruna. Það sem við gerum er að leita uppi kennara sem eru að gera góða hluti og kynna það sem þeir eru að gera. Þetta heitir kenn- ari mánaðarins einfaldlega vegna þess að við kynnum einn kennara á mánuði, það þýðir alls ekki að það sé kennarinn sem stóð sig best þann mánuðinn.“ Hvernig hafa viðbrögðin við síðunni verið? „Viðbrögðin hafa verið mjög góð. Við fáum pósta frá ánægðu fólki og alls konar ábend- ingar frá lesendum síðunnar sem við erum mjög þakklátar fyrir. Við sjáum það fyrir okkur og vonumst til þess að síðan vaxi og dafni og við fáum fleiri penna til að skrifa þannig að fólk finni fyrir því að þetta er alvöru tímarit.“ Slóð veftímaritsins er Kritin.is. fridrikab@frettabladid.is Vettvangur fyrir frjóa umræðu um menntamál FRJÓR VETTVANGUR Edda Kjartansdóttir segir Krítina kjörinn vettvang til að gera starf kennara sýnilegra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFAN Við viljum að Krítin virki sem millistig á milli fræðilegra tímarita um menntamál og léttari umfjöllunar. Nemendur í Vesturbænum hafa haldið lestrarhátíð í vikunni sem skipulögð er í tengslum við Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. Í Vesturbæjarskóla hefur meðal annars verið haldið upp á hátíðina með því að nota tímann í skólanum í yndislestur en einnig hafa nemendur haldið í upplestrarferðir. Nemendur sjötta bekkjar fóru til að mynda á Elli- heimilið Grund í vikunni og lásu fyrir heimilisfólk þar. Sjötti bekkur í Vesturbæjarskóla fór einnig á stúf- ana í gær og skoðaði bókmenntamerkinguna sem sett hefur verið upp í Aðalstræti til heiðurs Elíasi Mar. „Við erum ekki að fjalla um Vögguvísu eftir Elís Mar í sjötta bekk en skoðuðum merkið og notuðum tækifærið til að ræða um sögusvið bóka almennt. Það er svo mikið til af sögum sem gerast hér í Vesturbæn- um og því af nógu að taka í umræðum um sögusvið bóka á slóðum sem krakkarnir þekkja og við höfum verið að velta því fyrir okkur,“ segir Sigríður Nanna Heimisdóttir kennari í Vesturbæjarskóla. Á söguslóðum skálda á lestrardögum ÞAR VAR LANGIBAR Nemendur úr sjötta bekk Vesturbæjar- skóla lesa sér til um Adlon eða Langabar sem stóð við Aðal- stræti 6-8 þegar Vögguvísa eftir Elías Mar kom út. Mannréttindaskrifstofa Reykja- víkurborgar og skóla- og frí- stundasvið með stuðningi Jafn- réttisstofu hafa tekið höndum saman um jafnréttisfræðslu fyrir kennara í leik- og grunnskólum og starfsfólk í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum borgarinnar. Þetta er tveggja ára verkefni sem ná mun til um 3.500 starfsmanna að því er fram kemur á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þetta er meðal annars gert í ljósi þess að jafnrétti er ein af grunn- stoðum menntunar í nýrri aðal- námskrá grunnskóla. Jafnréttisfræðslan mun fara þannig fram að haldnir verða fyrirlestrar og efnt til umræðu um jafnrétti á Íslandi á starfs- mannafundum frístundaheimila, félagsmiðstöðva og leikskóla og á kennarafundum í grunnskólum. Fyrirlestrunum er ætlað að vera fræðandi en einnig að kveikja áhuga kennara og starfsfólks félagsmiðstöðva og frístundaheim- ila á málefninu. Fræddir um jafnrétti Vasabrot skáldverk: 10.10.–16.10.12 Vasabrot skáldverk: 10.10.–16.10.12 Vasabrot skáldverk: 10.10.–16.10.12 Vasabrot skáldverk: 10.10.–16.10.12 Vasabrot skáldverk: 10.10.–16.10.12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.