Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 18. október 2012 23 Mikil má vanmáttarkennd þeirr-ar þjóðar vera og skeyting- arleysi um sögu sína, menningu og tungu, sem samþykkja myndi stjórnarskrá, sem gerir það brot- legt að láta menn njóta þess að tala íslensku umfram aðrar tungur. Um þessa tillögu verða þó greidd atkvæði á laugardaginn kemur. Þessi nýlunda leiðir af því að, að stjórnlagaráð leggur til að „tungu- máli“ sé bætt við upptalningu í jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, 6. gr. í tillögunni, á því sem bann- að er að mismuna eftir. Það teldist því ólögmæt mismunun að velja þann frekar til starfa sem talar íslensku, en einstakling sem mælt- ur er á öðru máli, ef hæfni þeirra er að öðru leyti hin sama. Þetta eru ekki óhugsuð mistök heldur ákvörð- un sem rökstudd er í greinargerð með því að tillögur hafi komið fram um að telja íslenska tungu meðal grunngilda íslensks samfélags í inngangi stjórnarskrár. Þótti af því tilefni sérstök nauðsyn á að kveða skýrt á um að kunnátta í íslensku yrði ekki talin mönnum til tekna. Íslenskan er eitt minnsta mál- samfélag heims og á undir högg að sækja. Hún þarf á stuðningi að halda en ekki atlögu á borð við þá sem felst í tillögu stjórnlagaráðs. Við höfum full efni til að vera stolt af menningu okkar, sögu og tungu, sem er eitt af því mikilvægasta sem gerir okkur að sérstakri þjóð. Ég trúi að flestir landsmenn vilji verja þessi gildi og vilji að þeir útlendingar sem hingað kjósi að flytja fái skýr skilaboð um mikil- vægi þess að tileinka sér íslensku. Því er hörmulegt að horfa til þess að Alþingi beiti sér fyrir atkvæða- greiðslu um tillögu að stjórnarskrá sem er svo mörkuð af hamslausri þrá til að tryggja jafnræði meðal allra manna, að það gangi út yfir eðlilega og nauðsynlega vernd á grunngildum íslensks samfélags. Ég hef enga umræðu séð um þetta nýja réttindaákvæði eða áhrif þess. Það er enda aðeins eitt af fjöl- mörgum atriðum sem kemst ekki að í umræðunni fyrir upphöfnum fullyrðingum um að í tillögum sé „þjóðarviljinn“ færður í letur. Þeir sem efast eru úthrópaðir og innræti þeirra dregið í efa. Þessi umræða er ekki boðleg. Stjórnarskrá er grundvallarlög landsins og öll önnur löggjöf þokar fyrir henni. Af þeirri ástæðu er brýnt að afleiðingar breytinga séu ljósar og að ekki sé öðru breytt en því sem vel hefur verið skoðað og greint hvaða áhrif muni hafa. Margir hneyksluðust á að bók- haldskerfi ríkisins skyldi uppfært án þess að uppfærslan væri áður prufukeyrð. Hér hefur engin slík skoðun farið fram, hvað þá grein- ing á því hvaða breytingar gera yrði á gildandi lögum ef fyrirliggj- andi tillaga yrði samþykkt sem stjórnarskrá. Það er alltaf mikil- vægt að reyna að sjá fyrir afleið- ingar gerða sinna en aldrei eins og þegar setja á lög sem eru öllum öðrum lögum æðri. Það er miður að meirihluti á Alþingi skuli sýna þjóðinni það virðingarleysi að ætla henni að taka afstöðu til tillögu að nýjum grundvallarlögum, án fyrirliggj- andi greiningar á áhrifum ein- stakra ákvæða á innviði íslensks samfélags, menningarlegum jafnt og efnahagslegum. Þetta eru marg- ir tugir tillagna, sem hver um sig getur haft víðtæk og ófyrirséð áhrif. Það t.d. að bæta „aldri“ við í upptalningu í jafnræðisgreininni getur m.a. þýtt að ákvæði kjara- samninga um aldurstengd launa- þrep og orlof verði ólögmæt, þótt hvorugt hafi veri verið í huga stjórnlagaráðsmanna, þegar „aldr- inum“ var aukið við. Ámælisvert er að nálgast endur- skoðun stjórnarkrár af þeim hroka að segja hana svo afleitt plagg að semja verði nýja frá grunni. Þeirri afstöðu hljóta að fylgja slys og til- lagan eins og hún liggur fyrir felur í sér sönnun þess, þótt inn á milli séu athyglisverðar hugmyndir. Ég tel þó að óþarft sé að festa í stjórnarskrá rétt manna til að „breyta um sann- færingu“ (sbr. 18. gr.) eða skipta um skoðun. Það er réttur sem allir hafa og vel færi á að þeir nýttu sér, sem mælt hafa með því að leggja tillögur stjórnlagaráðs óbreyttar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það er engin tímaþröng sem kallar á að samþykkja að óskoðuðu máli safn af tillögum um breyting- ar á réttindum og skyldum borgar- anna og stórfellda útþenslu í stjórn- kerfi hins opinbera. Mistök í mótun grundvallarlaga landsins getur, ef illa tekst til, vegið að grunngildum íslensks samfélags og leitt af sér hatrömm átök um hvað sé gildandi réttur í landinu á fjölmörgum svið- um.Við þurfum ekki á því að halda. Því er rétt að hafna því nú að leggja tillögu stjórnlagaráðs til grundvall- ar við endurskoðun á stjórnarskrá og vinna málið áfram með sæmi- legum brag. Það teldist því ólögmæt mis- munun að velja þann frekar til starfa sem talar íslensku, en einstakling sem mæltur er á öðru máli … Ótímabær óvissuferð Valgarður Guðjónsson, félagi í Siðmennt, var á tali í Silfri Egils sl. sunnudag. Umræðuefnið var spurningin um hvort ákvæði um Þjóðkirkjuna ætti að vera í stjórnarskrá. Þar bar á góma að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði tjáð sig um að það væri ekki brot á mannréttindum þótt eitt trúfélag nyti stuðnings ríkis- valdsins umfram önnur. Valgarð- ur kvaðst hafa heyrt einhverjar „flökkusögur“ um þetta en ekki fengið neina tilvísun í gögn frá dómstólnum. Svo vill til að ég get vísað Valgarði á slóðina: http:// www.strasbourgconsortium. org/document.php?Documen- tID=4519. Málið snerist reyndar ekki um tengsl ríkis og kirkju. Umrædd- ur dómur var felldur í máli sem Grikki að nafni Kokkinakis höfð- aði. Hann hafði gengið til liðs við Votta Jehóva og haft í frammi mótmæli gegn grísku rétttrún- aðarkirkjunni og var dæmdur til refsingar fyrir. Dómstóllinn kvað upp úr með að mannrétt- indi hefðu verið brotin á mann- inum. Í rökum fyrir dómsniður- stöðunni er rætt um stöðu grísku rétttrúnaðarkirkjunnar gagn- vart gríska ríkinu og þar er yrt um að það sé ekki brot á Mann- réttindasáttmála Evrópu þótt ein kirkjudeild njóti stuðnings ríkis- valdsins umfram önnur. Ítar- lega umfjöllun um þetta efni má finna í bókinni Law and Religion, Current Legal Issues Volume 4, 2001, ritstýrt af Richard O‘Dair og Andrew Lewis, í ritgerð eftir Javier Martinez-Torrón: The European Court of Human rights and Religion. Þá má geta þess að Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvæð- ið um Þjóðkirkjuna í stjórnar- skránni sé ekki andstætt alþjóð- legum mannréttindasamningum sem Ísland er aðili að (mál nr. 109/2007). Það er svo spurning hvort taki því að elta ólar við áróðurs- frasa Valgarðs, eins og þegar hann kallar þjóðkirkjuna „ríkis- rekna stofnun um einkaskoðanir fólks“, og staðhæfingar hans um að sóknargjöld séu ekki félags- gjöld heldur ríkisstyrkur og að greiðslur ríkisins til kirkj- unnar séu ríkisstyrkur en ekki greiðslur til hennar fyrir kirkju- jarðir sem ríkið tók yfir og aðrar ámóta áróðurstuggur. Þjóðkirkj- an er ekki ríkisrekin, það er bæði skilningur ríkisvaldsins og þjóð- kirkjunnar sem gerðu með sér samning þar um árið 1997, sbr. lög um Þjóðkirkjuna sett sama ár. Valgarði er að sjálfsögðu frjálst að rangtúlka þetta en það breytir ekki staðreyndum málsins. Sama gildir um staðhæfingar Valgarðs um að sóknargjöldin séu ekki félagsgjöld sem ríkið hefur tekið að sér að innheimta fyrir þjóðkirkjusöfnuði sem og önnur trúfélög, heldur framlög úr ríkissjóði. Ef menn hirða um að hafa það sem sannara reyn- ist er einfalt að kynna sér lög og greinargerðir sem að þessu lúta. Safnaðarfólk um allt land, bæði sóknarnefndir og aðrir sem virkir eru í kirkjustarfi, vita að Valgarður veður reyk. Söfnuð- irnir eru sjálfstæðar einingar sem byggja og reka kirkjur sínar fyrir sóknargjöld og sjálfsaflafé og bera fulla ábyrgð á fjárhag safnaðanna. Þótt rangtúlkanirn- ar séu endurteknar æ ofan í æ verða þær ekki sannari fyrir það. Ég skora því á alla sem kjósa röklega umræðu byggða á þekk- ingu og sanngirni að kynna sér málin og láta áróðursblaður sem vind um eyrun þjóta. Flökku- saga? Trúmál Sigurður Pálsson fv. sóknarprestur Ný stjórnarskrá Þórarinn V. Þórarinsson hæstaréttarlögmaður www.tk.is ERUM EKKI Í KRINGLUNNI EINGÖNGU Á LAUGAVEGI 178 Laugavegi 178 - Sími. 568 9955 Í TÉKK-KRISTAL AFSLÁTTUR AF ÖLLUM IITTALA VÖRUM Hnífaparatöskur 16 teg. Verð frá 24.990.- TILBOÐ Heldur heitu og köldu í 4 tíma + - margir litir Virka daga 12 -18 Laugardaga 12 -16 O P N U N A R T Í M I FIMMTUDAG, FÖSTUDAG LAUGARDAG & MÁNUDAG MIKIÐ ÚRVAL AF JÓLAVÖRUM Á 25% TIL 50% AFSLÆTTI EINNIG MIKIÐ AF ÍSLENSKUM HANDUNNUM JÓLAVÖRUM Global hnífar ÞAÐ ER STUTT TIL JÓLA FULL BÚÐ AF FLOTTUM VÖRUM Á TILBOÐSVERÐI Hnífapör og fylgihlutir f.12manns samt. 72 hl. Söfnunarglös 16 teg. TILBOÐSVERÐ T.d. kristals-hvítvínsglös 6. stk í gjafakassa frá kr. 4.275.- AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HNÍFAPÖRUM, RCR GLÖSUM & MATAR- & KAFFISTELLUM "NÝTT KORTATÍMABIL" ÷20% BOMBU Haustdagar í Gullúrinu MjóddinniDagana 17. til 27. október 15 - 45 % AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM FESTIN A – TISSO N – D KN Y – C A LYPSO – C A SIO G U LL – S TÁ L – PE RL U – D EM A N TA R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.