Fréttablaðið - 03.11.2012, Side 2
3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR2
AÐEINS Í DAG!
kíktu inn á www.pfaff.is
Pfaff // Grensásvegi 13 // Sími 414 0400
52%
DAGSBIRTULAMPI
VERÐ ÁÐUR 24.900,- NÚ 12.000,-
Opið í dag, laugardag kl. 11-16.
Erlendur, rættist draumurinn?
„Thor lét 40 ára gamlan draum sinn
rætast og gekk veginn kominn undir
áttrætt. Það sannar að það er aldrei
of seint að reyna að láta lífsdrauma
sína rætast.“
Erlendur Sveinsson leikstjóri hefur gert
kvikmyndabálk í fimm hlutum um ferð
Thors Vilhjálmssonar um pílagrímsveginn
árið 2005. Síðustu hlutarnir verða frum-
sýndir á næstu vikum en bálkurinn heitir
Draumurinn um veginn.
REYKJAVÍK 450 milljónir króna
verða settar í gagngerar endur-
bætur á Hverfisgötu á næsta ári.
Einnig verða 200 milljónir settar
í endurbætur á Frakkastíg.
„Það var eitt af því sem þessi
meirihluti einsetti sér í byrjun
að taka Hverfisgötuna í gegn, af
því að Hverfisgatan er í grunn-
inn mjög flott borgargata og er
líka flott að hluta til út frá húsum
og svoleiðis. En hún hefur ein-
hvern veginn þróast í það að
verða svona druslugata, það sést
meðal annars á því að menn hafa
verið að taka flott hús þaðan og
flytja þau annað í bæinn,“ segir
Hjálmar Sveinsson, varaformað-
ur skipulagsráðs Reykjavíkur-
borgar.
„En það er auðvitað takmark-
að sem borgin getur gert því hún
á yfirleitt ekki lóðirnar og ekki
húsin, en það sem hún getur gert
er að gera götuna flotta borgar-
götu,“ segir Hjálmar. Til stendur
að laga götuna í tveimur áföngum
og framkvæmdir hefjast næsta
sumar. „Þá verður gatan tekin í
gegn eftir ákveðnu plani, gang-
stéttir verða breikkaðar og allar
lagnir endurnýjaðar, sem eru að
hluta til sennilega hundrað ára
gamlar. Þetta er mjög stór og dýr
framkvæmd og það er kannski
ástæðan fyrir því að menn hafa
hikað við þetta.“
Hjálmar segir að endurbæt-
urnar verði af svipuðu tagi og á
Klapparstíg, sem hefur verið tek-
inn í gegn í áföngum á þessu ári.
Þó verði breytingarnar á Hverf-
isgötu öðruvísi vegna þess að hún
er og verður meiri umferðargata.
Þar verður þó gert ráð fyrir hjóla-
reinum auk breiðari gangstétta.
Einnig stendur til að hefja
endurbætur á F rakkastíg
næsta sumar. „Við teljum líka
að Frakkastígur sé mjög flott
gata. Meiningin er að taka allan
Frakkastíg næsta sumar en það
verður áfangaskipt eins og gert
var á Klapparstíg. Þetta er sterk
yfirlýsing frá borginni um að hún
álíti þetta mikilvæga staði og það
verður þá meira aðlaðandi fyrir
fjárfesta og húsbyggjendur að
fara af stað og byggja falleg hús á
stórum, auðum lóðum við Hverfis-
götuna og endurbæta þau sem eru
orðin gömul og léleg.“
Þá segir Hjálmar að kynnt hafi
verið fyrir borginni áhugaverð
verkefni sem snúi að uppbyggingu
húsa á Frakkastíg og Hverfisgötu.
thorunn@frettabladid.is
Hverfisgata löguð
fyrir 450 milljónir
450 milljónir króna verða settar í endurbætur á Hverfisgötu á næsta ári og
fyrsti hluti framkvæmda fer af stað. Lagnir verða meðal annars endurnýjaðar
en sumar þeirra eru hundrað ára gamlar. Frakkastígur verður einnig lagaður.
HVERFISGATAN Endurbæturnar hefjast á næsta ári en ráðast þarf í þessar miklu
framkvæmdir í áföngum. Gangstéttir verða breikkaðar og hjólareinum komið fyrir.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SAMFÉLAGSMÁL Fjölskylduhjálp
Íslands hefur opnað jólamarkað í
Reykjanesbæ.
Jólamarkaðurinn er hluti af
fjáröflunarleiðum Fjölskyldu-
hjálparinnar, en reynt er að
afla fé í matarsjóð hennar með
ýmsum hætti. Jólamarkaðurinn
verður opinn alla daga vikunnar
fram til fimmtánda desember.
Þar er fatnaður, gjafir og jóla-
vörur.
Þá er Fjölskylduhjálp með
nytjamarkað í húsnæði sínu í
Eskihlíð, en hún hvetur fólk til að
koma notuðum varningi á báða
staði ef það vill
styrkja starf-
semina. Fjöl-
skylduhjálpin
veitti rúm-
lega 25 þús-
und matar-
gjafir í
fyrra.
- þeb
25 þúsund gjafir í fyrra:
Fjölskylduhjálp
með jólamarkað
EFNAHAGSMÁL Seðlabanki Íslands
gerir ráð fyrir að landsfram-
leiðsla aukist um 2,7 prósent í ár
og 2,5 prósent á næsta ári. Þetta er
meðal þess sem kemur fram í þjóð-
hagsspá sem gefin var út í gær. Þá
er spáð 2,9 prósenta vexti á árinu
2014.
Verðbólguspá gerir ráð fyrir
litlum breytingum, rúmum fimm
prósentum í ár, fjórum á næsta ári
og þremur prósentum 2014.
Fjárfesting eykst um rúm tíu
prósent í ár, en aðeins um 4,3 pró-
sent á næsta ári. 2014 mun hún
hins vegar taka vel við sér og
verða tæp tuttugu prósent. - þj
Þjóðhagsspá Seðlabankans:
Vöxtur hófleg-
ur næstu árin
SJÁVARÚTVEGUR Nú eru 30 fyrir-
tæki á Íslandi sem hafa fengið
rekjanleikavottun samkvæmt
staðli Marine Stewardship Coun-
cil (MSC). Þetta eru framleiðslu-,
útflutnings- og verslunarfyrir-
tæki með sjávarafurðir.
Í tilkynningu segir að á síðustu
mánuðum hafi verið jöfn fjölgun
fyrirtækja sem sækja um rekjan-
leikavottun.
Þorsk- og ýsuveiðar hér á landi
eru vottaðar samkvæmt fiskveiði-
staðli MSC og einnig eru síldveið-
ar Íslendinga í aðalmati. - shá
Umhverfisvottun MSC:
Þrjátíu fyrir-
tæki nú vottuð
SVÍÞJÓÐ Það myndi mögulega borga
sig fyrir samfélagið ef þeir sem
bíða með að taka bílpróf þar til
þeir eru 25 ára fengju ökukennsl-
una gjaldfrjálsa. Þetta er mat Ulfs
Björnstig, sænsks prófessors í
skurðlækningum, sem rannsak-
að hefur umferðarslys. Björnstig
segir kostnaðinn vegna þess skaða
sem ungir ökumenn valda gríðar-
lega háan.
Vísindamaðurinn Nils-Petter
Gregersen segir í viðtali við Väs-
terbottens-Kuriren að ein af orsök-
unum fyrir fjölda slysa sé sú að
heilinn sé ekki fullþroskaður fyrr
en við 25 ára aldur, auk þess sem
ungmenni eigi erfitt með að stan-
dast hópþrýsting. - ibs
Sænskur sérfræðingur:
Frí ökukennsla
fyrir eldri nema
MATVÆLI Alls voru 35 prósent sýna
af Glaðningi utan leyfilegra frá-
vika frá tilgreindri þyngd þegar
Neytendastofa gerði könnun á
þyngd forpakkaðra osta í versl-
unum. Skoðaðar voru tvær vöru-
tegundir, 100 g Bóndabrie frá
Mjólkursamsölunni hf. og 130 g
Glaðningur frá Mjólkurbúinu ehf.
Við mælingar kom í ljós að
Bóndabrie uppfyllti kröfur um
þyngd. Léttasta sýnið af Glaðn-
ingi reyndist aðeins 83 g í stað
130 g eða 35 prósentum undir
þyngd. Einstaka sýni voru yfir
meðalþyngd. Þyngsta sýnið var
58 prósent yfir tilgreindri þyngd.
Á vef Neytendastofu er bent á að
leyfilegt sé að yfirpakka. - ibs
Könnun á þyngd osta:
Léttasti 35%
undir þyngd
VIÐSKIPTI Gildi – lífeyrissjóður
hefur farið fram á að Fjármála-
eftirlitið (FME) rannsaki hvort
rétt hafi verið staðið að útboði á
hlutafé í Eimskipafélagi Íslands. Í
bréfi Gildis til FME í gær er einnig
farið fram á að kannað verði hvort
útfærsla á kaupréttum til stjórn-
enda Eimskips standist skoðun.
Almennu útboði með hlutabréf
Eimskipafélagsins lauk klukkan
fjögur í gær. „Útboðsgengið var
fyrir fram ákveðið, 208 krónur á
hlut. Samtals bárust áskriftir fyrir
yfir ellefu milljarða króna eða sem
nemur yfir fimmfaldri umframeft-
irspurn,“ segir í tilkynningu Eim-
skips. „Í ljósi mikillar umframeft-
irspurnar mun félagið, líkt og fram
kom í skráningarlýsingu þess, auka
við framboðið og selja 6 milljónir
eigin hluta, eða sem nemur þrem-
ur prósentum af útgefnu hlutafé.“
Samtals eru því seldir 16 milljón
hlutir eða sem nemur átta prósent-
um af útgefnu hlutafé Eimskips.
Alls skráðu um 2.500 fjárfestar sig
fyrir hlutum í almenna útboðinu.
Gildi, sem ákvað að taka ekki
þátt í hlutafjárútboðinu vegna
hárra kauprétta stjórnenda Eim-
skips, á fyrir 0,6 prósent hlutabréfa
í félaginu. Hlutinn eignaðist sjóður-
inn í nauðasamningum félagsins á
árinu 2009. - óká
Meira en fimmföld eftirspurn var eftir hlutabréfum Eimskips í almennu útboði:
Gildi vill að FME rannsaki útboðið
TRÚMÁL Kaþólska kirkjan á Íslandi reyndi ítrekað að
þagga niður ásakanir um andlegt og kynferðislegt
ofbeldi gagnvart nemendum.
Þetta eru niðurstöður rannsóknarnefndar kaþólsku
kirkjunnar, sem í gær kynnti skýrslu um rannsókn
sína á starfsemi skólans á meðan kirkjan starfrækti
hann og á sumardvöl á vegum kirkjunnar allt frá
árinu 1946.
Nefndin ræddi við 30 einstaklinga, þar á meðal átta
manns sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi. Nefndin
tekur þó ekki afstöðu til þess hvort þær ásakanir eigi
við rök að styðjast.
Tveir gerendur eru nafngreindir í skýrslunni: Séra
Georg, sem var skólastjóri Landakotsskóla, og Mar-
grét Müller kennari. Greint er frá því að ásakanir
hafi komið fram gagnvart tveimur öðrum prestum
og einum kennara, en þeir eru ekki nafngreindir og
enginn þeirra starfar hjá skólanum lengur. Annar
presturinn er látinn, en kennarinn var kærður fyrir
kynferðislega áreitni. Sú rannsókn var að lokum felld
niður og hætti hann störfum fljótlega eftir það.
Í skýrslunni kemur fram að biskupar, prestar og
reglusystur kaþólsku kirkjunnar hér á landi hafi van-
rækt skyldur sínar til að rannsaka mál í kjölfar ásak-
ana.
Pétur Bürcher, núverandi biskup kaþólsku kirkj-
unnar á Íslandi, segist í yfirlýsingu biðjast afsökunar
„í fullkominni auðmýkt andspænis þeim persónum
sem í raun eiga hér hlut að máli“. - gb
Andlegt og kynferðislegt ofbeldi gagnvart nemendum fylgdi Landakotsskóla:
Reynt að þagga niður ásakanir
GÁMAR FUKU Víðar blés um Eimskip í
gær en í tengslum við hlutafjárútboð.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
RANNSÓKNARNEFND KAÞÓLSKU KIRKJUNNAR Þau Hrefna
Friðriksdóttir, Hjördís Hákonardóttir og Jón Friðrik Sigurðsson
kynntu skýrslu sína á blaðamannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÖKUKENNSLA Íslenskir nemendur æfa
sig í ökugerði við Borgartún í Reykjavík.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SPURNING DAGSINS
Þetta er sterk yfirlýsing
frá borginni um að
hún álíti þetta mikilvæga staði.
HJÁLMAR SVEINSSON
VARAFORMAÐUR SKIPULAGSRÁÐS