Fréttablaðið - 03.11.2012, Síða 6

Fréttablaðið - 03.11.2012, Síða 6
3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR6 Ófærð, skemmdir og óveður um land allt Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Þök fuku í heilu lagi af húsum, malbik flettist af vegum, gámar og bílar fuku og rafmagnsstaurar brotn- uðu í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið í gær og gengur smám saman niður í dag og á morgun. Tugir manna leit- uðu til bráðadeildar Land- spítalans vegna meiðsla. „Það er bara vitlaust veður,“ sagði Helgi Sigurmonsson, bóndi í Hraunsmúla í Staðarsveit á sunn- anverðu Snæfellsnesi, þar sem vindstyrkur hafði mælst mestur á landinu í gær. Í hviðum fór vindurinn allt upp í 61 metra á sekúndu í Hraunsmúla en að meðaltali var hann 38 metrar á sekúndu þegar verst lét síðdegis. „Það er farinn hérna fjórði part- ur af hlöðuþaki. Ég fékk tíu björg- unarmenn og þeim tókst að hefta þetta niður, en ég veit ekki hvað verður. Og svo var nú rafmagnið að fara líka rétt í þessu, þannig að það er orðið sjónvarpslaust. Þetta er alveg skelfilegt og þetta er ekki búið,“ sagði Helgi þegar Frétta- blaðið ræddi við hann um kvöld- matarleytið. Óvenjumikið var um stór tjón í óveðrinu í gær. „Þau skipta örugg- lega tugum,“ segir Jónas Guð- mundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem stóð í ströngu við að aðstoða fólk um land allt. Hátt í 300 manns tóku þátt í störfum björgunarsveitanna. Nærri 400 aðstoðarbeiðnir bár- ust á höfuðborgarsvæðinu en á landinu öllu höfðu björgunar- sveitir sinnt hátt í 500 útköllum í gærkvöld. Reiknað var með að útköllin myndu halda áfram alla nóttina þótt ástandið hafi eitthvað verið byrjað að róast þegar leið á kvöldið í gær. Mikið hefur verið um að þök hafi fokið af í heilu lagi af húsum. Bílar og gámar fuku, malbik flett- ist hreinlega af vegum og bæði tré og rafmagnsstaurar brotn- uðu. Tugir manna þurftu að leita til bráðadeildar Landspítalans. Ástandið var verst á höfuðborg- arsvæðinu og svo í Vík í Mýrdal og þar í kring. Á Geldinganesi í Reykjavík náði meðalvindur 38 metrum á sekúndu síðdegis og var því jafn öflugur og í Hraunsmúla. Hviðurnar á Geldinganesi komust upp í 52 metra á sekúndu. „Það sem hefur verið óvenjulegt hér á höfuðborgarsvæðinu er að vindmögnun á Kjalarnesinu náði mun lengra frá Esjunni en venju- lega,“ segir Teitur Arason, veður- fræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir líka óvenjulegt við þetta ofsaveður að það hafi náð til landsins alls í óvenju langan tíma. „Flest árin fær einhver lands- hluti svona veður, en í þetta skipt- ið er mjög hvasst á landinu öllu.“ Veðurofsinn skýrist af því að mikil hæð er yfir Grænlandi ásamt óvenju djúpri lægð fyrir austan land sem ekkert gefur eftir. „Þetta er eiginlega erfiðasta staða sem hægt er að fá,“ segir Teitur. „Og það er frekar leiðin- legt að fá þetta svona snemma vetrar.“ Þetta ástand hefur verið við- varandi frá þriðjudegi en náði hámarki í gær. Í dag má samt reikna með miklu hvassviðri um land allt, en svo dettur það víðast hvar niður í nótt þegar hæðin yfir Grænlandi mjakast inn yfir landið. „Þetta gengur fyrst niður á Norðvesturlandi en síðast á Aust- urlandi þar sem hvasst verður fram eftir sunnudeginum,“ segir Teitur. Ofsaveður olli óvenju miklu tjóni FANNFERGI Á AKUREYRI Aftakaveður var um land allt í gær en fyrir norðan og austan var mikil snjókoma. MYND/AUÐUNN NÍELSSON STÓRU TJÓNIN SKIPTU TUGUM Björgunarsveitarmenn höfðu í mörg horn að líta og sjást hér festa niður þak við Laugaveg 15 sem losnaði í fárviðrinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BARIST Á MÓTI VINDINUM Vindstyrkurinn fór víða upp í 50 til 60 stig í verstu hvið- unum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vegna óveðursins komst Fréttablaðið aldrei lengra norður en til Blönduóss í gær, en vonast er til þess að hægt verði að fljúga með blaðið til Akureyrar í dag. „Bílar, bæði okkar og Morgunblaðsins, sem fóru norður í gær sitja fastir á Blönduósi,“ segir Hannes Hannesson, framkvæmdastjóri Póstdreifingar, sem sér um dreifinguna á Fréttablaðinu. „Fyrir sunnan gekk þetta hins vegar allt upp, en það var víða mjög hvasst og ég veit að á morgum heimilum greip fullorðna fólkið inn í og hjálpaði til. Það var varla stætt á sumum svæðum, eins og á Seltjarnarnesi og í Mosfellsbænum.“ Margir lesendur sáu reyndar ástæðu til að hrósa blaðberum sérstaklega fyrir hafa látið sig hafa það að brjótast í gegnum veðurofsann með Fréttablaðið í gærmorgun. Lesandi Fréttablaðsins í Áshverfi í Mosfellsbæ benti til að mynda á að blaðberinn þar hafi að vanda verið mættur rétt í kringum sjö að morgni þrátt fyrir að ekki væri stætt í götunni. Hannes segir reyndar ástæðu til að minna fólk sér- staklega á að huga almennt að aðgengi fyrir blaðbera að húsum, nú þegar vetrarmykrið er komið og von á snjó og hálku. Blaðburðarbílar fastir á Blönduósi en stefnt á flug norður í dag Tilboð: 1.590 þús. Chevrolet Lacetti Station - Bílalegubíll í ábyrgð árgerð 2011 - söluverð: 1.800 þús. Bílabúð Benna - Notaðir bílar Opið alla virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 12-16 25.910 kr. Afborgun á mánuði aðeins: Chevrolet Lacetti Station 1.800.000 kr. 210.000 kr. 240.000 kr. 1.590.000 kr. 25.910 kr. Söluverð: Okkar hlutur: Þín útborgun: Heildarverð til þín: Afborgun: * Auk aga ngu r 60 þú s. virð isau ki Flest árin fær ein- hver landshluti svona veður, en í þetta skiptið er mjög hvasst á landinu öllu. TEITUR ARASON VEÐURFRÆÐINGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.