Fréttablaðið - 03.11.2012, Side 8

Fréttablaðið - 03.11.2012, Side 8
3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR MEÐ SMEKK FYRIR SMÁATRIÐUM HANNAÐU ÞITT EIGIÐ KAFFI COFFEE IS NOT JUST BLACK Finndu okkur á Facebook www.facebook.com/NESCAFEDolceGustoIsland SJÓNVARPSSTÖÐIN ID: INVESTIGATION DISCOVERY ER EINGÖNGU Í BOÐI Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á WWW.STOD2.IS VIÐSKIPTI Samherji og dótturfélög högnuðust um 8,8 milljarða króna á árinu 2011. Hagnaður fyrir afskriftir og skatta (EBITDA) var 18,1 milljarður króna og velta samstæðunnar var 79,5 milljarð- ar króna. Þetta er besta afkoma Samherja frá upphafi samkvæmt uppgjörstilkynningu á heimasíðu Samherja sem birt var í gær. Samtals hagnaðist Samherja-samstæð- an um 20,2 milljarða króna á árunum 2009 til 2011, en hún starfar í alls tíu mismunandi löndum. Alls eru rúm- lega 60 prósent af starf- semi Samherja erlendis. Hagnaður samstæðunn- ar fyrir afborganir lána og skatta (EBITDA) var 18,1 milljarður króna og jókst um 586 millj- ónir króna á milli ára. Samherji greiddi um 400 milljónir króna í veiðigjald til ríkissjóðs í fyrra, eða 2,2 prósent af EBITDA-hagnaði sínum. Í tilkynningunni segir að áætlanir geri ráð fyrir að veiðigjaldið verði 1,4 milljarðar króna í ár. Virði eigna Samherja hefur aukist mikið á undanförnum árum. Í árslok 2009 var virði þeirra um 64,5 milljarðar króna. Um síðustu áramót var það orðið 108,6 milljarðar króna. Aukn- ing er um 40 prósent á tveimur árum. Eignir Samherja jukust um 26 milljarða króna á síðasta ári. Þar munar mestu um kaup á Útgerðarfélagi Akureyrar (ÚA) sem Samherji greiddi 14,3 millj- arða króna fyrir. Skuldir Samherjasamstæðunn- ar voru 71 milljarður króna í lok síðasta árs. Þar af voru skuldir við íslenskar lánastofnanir sam- tals 46,5 milljarðar króna. Í tilkynningunni kemur fram að það sem af er árinu 2012 hafi þær verið greiddar niður um sex milljarða króna. Þar segir einnig að Samherji hafi hvorki fengið niðurfellingu né endurútreikning af nokkru láni og haft er eftir Þorsteini Má Bald- vinssyni, forstjóra og eins aðaleiganda Sam- herja, að samstæðan hafi heldur ekki farið fram á að lánaskilmál- ar nokkurs láns sem Samherji er með verði dæmdir ólöglegir. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands framkvæmdi húsleitir hjá Sam- herja í mars á þessu ári vegna gruns um að félagið hefði gerst brotlegt við lög um gjaldeyris- mál. Forsvarsmenn hafa ætíð neitað sök. Hæstiréttur vísaði fyrr í þessari viku frá kröfu Samherja um að rannsóknin hafi verið ólögmæt. thordur@frettabladid.is Tuttugu millj- arða hagnaður frá árinu 2009 Samherji hagnaðist um 8,8 milljarða króna í fyrra. Samstæðan hagnaðist um 20,2 milljarða á árunum 2009 til 2011. Um 60 prósent starfseminnar erlendis. Samstæðan greiddi 400 milljónir í veiðigjald. FJÁRFESTING Samherji keypti Útgerðarfélag Akureyrar af Brimi í fyrra fyrir 16,6 milljarða króna. Hér sjást Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Guðmundur Kristjáns- son, aðaleigandi Brims, greina starfsfólki frá breytingunum í fyrravor. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Samherji og annað stórt sjávarútvegsfyrirtæki, FISK Seafood, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, keyptu fyrr á þessu ári hvort sinn 37,5 prósenta hlutinn í Olís. Svo virðist sem félögin tvö hafi greitt einn milljarð króna hvort fyrir að eignast samtals þrjá fjórðu í Olís. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin í haust en setti kaupunum ýmis skilyrði. Samherji hefur einnig fjárfest í Þórsmörk, eiganda Árvakurs, eiganda Morgunblaðsins og Landsprents. Krossanes ehf., sem er að öllu leyti í eigu Samherja, á 20,8 prósenta hlut í Þórsmörk og er næststærsti eigandi félagsins ásamt Áramótum ehf., félags Óskars Magnússonar. Óskar, sem er útgefandi Morgunblaðsins, situr einnig í stjórn Samherja. Samherji í ýmsu öðru en sjávarútvegi SVÍÞJÓÐ Hundruð barna hælis- leitenda á sænsku eyjunni Öland í Eystrasalti fá engan skólamat á vegum sveitarfélagsins. Yfir- maður menntamála í Borgholm segir fjölskyldurnar þegar fá matarstyrk frá sveitarfélaginu. Þess vegna geti börnin borðað heima. Í frétt á vef Dagens Nyheter segir að skólahjúkrunarfræð- ingur hafi gert viðvart vegna málsins. Komið hefur verið upp bráða- birgðaskóla fyrir yfir 200 börn hælisleitenda í Borgholm á Öland. Ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu segir lögin skýr, börn hælisleitenda eigi að fá ókeypis skólamáltíðir eins og önnur börn í Svíþjóð. - ibs Hælisleitendur á Öland: Börnin fá ekki mat í skólanum Öllum boðið á Hótel Örk Sveitarstjórn Grímsness- og Grafn- ingshrepps býður öllum íbúum sveitarfélagsins 67 ára og eldri á sparidaga fyrir eldri borgara á Hótel Örk í Hveragerði líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Að þessu sinni fékk sveitarfélagið úthlutað dögunum 10. til 15. febrúar 2013 að því er kom fram á síðasta fundi sveitarstjórnar- innar. ELDRI BORGARAR milljarða króna aukning varð á eignum Samherja á síðasta ári. Mest munar um kaup á Útgerðarfélagi Akureyrar fyrir 14,3 milljarða. 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.