Fréttablaðið - 03.11.2012, Síða 18
18 3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR
Aukið eigið fé íslenskra fyrir-tækja gæti haft afgerandi
áhrif á íslenskt efnahagslíf. Stöð-
ugleiki gæti orðið meiri. Traustur
efnahagur kemur í veg fyrir koll-
steypur þegar á móti blæs í þjóðar-
búskapnum. Hann dregur einnig
úr kerfisáhættu í fjármálakerf-
inu. Vel fjármögnuð fyrirtæki eru
áhættuminni lántakar. En það sem
mestu máli skiptir er að þau hafa
styrk til að sækja fram af krafti,
fjárfesta og skapa störf. Nýsköp-
un gæti aukist, framleiðni vaxið og
góðum störfum fjölgað.
Eiginfjárhlutfall íslenskra fyrir-
tækja er nú að meðaltali um 30%.
Þetta má m.a. ráða af niðurstöð-
um könnunar Samkeppniseftir-
litsins meðal 120 stærstu fyrir-
tækja landsins um efnahag í árslok
2011. Samantekt Hagstofunnar
fyrir árið 2010 dregur upp svip-
aða mynd, en hún nær til allflestra
fyrirtækja landsins. Íslensk fyrir-
tæki hafa löngum reitt sig um of
á lánsfjármögnun en ef vel tekst
til getur fjármögnun þeirra tekið
stakkaskiptum. Hlutabréfamark-
aður gegnir þar lykilhlutverki.
Nú yppa vafalítið einhverjir
öxlum. Eiginfjárhlutfall í námunda
við 30% hefur þótt sæmilegt hér
á landi og auðvitað veltur æski-
leg eigin fjármögnun á efnum og
aðstæðum. Sem meðaltal fyrir
atvinnulífið í heild er þetta hlut-
fall þó afar lágt í alþjóðlegum
samanburði. Skýtur það skökku
við því sveiflukennt rekstrarum-
hverfi hérlendis krefst einstaklega
traustrar eiginfjárstöðu.
Hversu mikið viðbótar eigið fé
þarf íslenskt efnahagslíf til að
ná framangreindum markmið-
um? Sé tekið mið af hlutföllum í
þeim löndum sem við viljum bera
okkur saman við gæti fjárhæðin
numið 300-600 milljörðum króna.
Rekstrargrunnur okkar mikilvæg-
ustu fyrirtækja myndi styrkjast.
Tiltölulega smá og millistór vaxt-
arfyrirtæki myndu þó e.t.v. hafa
hlutfallslega mestan hag af traust-
ari fjármögnun.
Hlutabréfamarkaður er mikil-
væg uppspretta eigin fjár og afl-
vaki fjárfestingar. Mikið er því
í húfi að endurreisn hlutabréfa-
markaðar gangi vel fyrir sig. Það
er vart orðum aukið að hún sé for-
senda þess að breytingar í þá veru
sem hér eru nefndar geti orðið að
veruleika.
Framsýn stefnumörkun og ábyrg
umgengni ráða úrslitum
Afar brýnt er að ryðja úr vegi
hindrunum sem gætu teflt framan-
greindri framtíðarsýn í tvísýnu
og þar hefur löggjafinn mikið
að segja. Vil ég nefna tvennt í
þessu sambandi. Annars vegar er
útfærsla auðlegðarskatts með þeim
hætti að eigendur margra fyrir-
tækja sem ættu erindi á markað
gefa þeim möguleika lítinn gaum.
Ástæðan er sú að stofn til auð-
legðarskatts miðast við skattalegt
eigið fé ef um óskráð fyrirtæki er
að ræða, en markaðsvirði ef fyrir-
tækið er skráð á hlutabréfamark-
aði. Allmörg óskráð fyrirtæki hér
á landi eru í þeirri stöðu að við
skráningu á markað yrði mark-
aðsvirði þeirra langtum hærra en
skattalegt eigið fé. Á þetta bæði við
um smá og stór fyrirtæki. Ástæða
er til að hafa sérstakar áhyggjur
af efnilegum vaxtarfyrirtækjum
í þessu sambandi. Algengt er að
markaðsvirði slíkra fyrirtækja sé
margfalt skattalegt eigið fé. Eig-
endur þeirra standa því frammi
fyrir því að að kalla yfir sig stór-
aukna skattheimtu við það eitt að
skrá félag sitt á markað. Þetta eru
einmitt þau fyrirtæki þar sem
skráning gæti gagnast þjóðfélag-
inu mest til framtíðar í formi auk-
innar fjárfestingar og atvinnu-
sköpunar. Ætlun löggjafans hefur
örugglega ekki verið að setja upp
slíkan vegatálma fyrir okkar efni-
legustu fyrirtæki.
Lítilsháttar rýmkun heimilda
lífeyrissjóðanna til fjárfestinga
á hliðarmarkaði Kauphallarinn-
ar, First North, gæti einnig haft
mikla þýðingu fyrir smá og miðl-
ungsstór fyrirtæki. First North,
fremur en Aðalmarkaður Kaup-
hallarinnar, er eðlilegur kostur
fyrir mörg þessara fyrirtækja.
Með þessari breytingu gæti First
North verið sá stökkpallur fyrir
vaxtarfyrirtæki sem hann hefur
reynst á Norðurlöndum.
Endurreisn hlutabréfamark-
aðar mun að miklu leyti velta á
því hvort tekst að endurvinna
traust fjárfesta. Hver mistök eru
dýr og brýnt að allir þátttakend-
ur á markaði starfi af kostgæfni.
Almennir fjárfestar verða að njóta
ávinnings til jafns við aðra. Mark-
aðsumhverfið verður að vera til
þess fallið að laða að jafnt inn-
lent sem erlent fjármagn. Þetta er
ögrandi verkefni sem getur haft
víðtæk og jákvæð áhrif á íslenskt
atvinnulíf til framtíðar. Umgengni
við þessa sameiginlegu auðlind og
stefnumörkun þarf að einkennast
af ábyrgð og framsýni. Von mín er
að þetta verði leiðarljós allra sem
að þessu verkefni koma.
Að hafa styrk til að sækja fram, fjárfesta og skapa störf
Þau ánægjulegu tíðindi bárust í byrjun október að Háskóli
Íslands hefði færst ofar á lista
Times Higher Education yfir
fremstu háskóla í heimi. Skól-
inn er nú í 271. sæti. Um 17.000
háskólar eru starfandi í heimin-
um og er Háskóla Íslands skipað
í hóp þeirra tveggja prósenta
háskóla sem fá hæstu einkunn.
Þetta er stórkostlegur árang-
ur fyrir 320.000 manna þjóð.
Árangur Háskóla Íslands er
glöggur vitnisburður um fagleg-
an metnað og ósérhlífni starfs-
fólks og nemenda og til vitnis
um styrk mikilvægra samstarfs-
aðila skólans. Það er hins vegar
mikilvægt að átta sig á því að
röðun Times Higher Education
byggir á gögnum undangeng-
inna ára. Áhrifa niðurskurðar-
ins í kjölfar efnahagshrunsins
gætir því aðeins að litlu leyti í
mati ársins 2012. Nú þegar eru
hins vegar að koma í ljós skýr
merki um áhrif niðurskurðar-
ins á starf háskólans. Ef ekki er
horfst í augu við hættuna getur
markvisst uppbyggingarstarf
undangenginna ára skaðast.
Í allri umræðu um framtíð-
armöguleika og framtíðarvel-
sæld Íslands kemur fram skýr
þverpólitískur skilningur á því
að uppbygging og fjárfesting í
háskólastarfi er lykilatriði. Það
er því afar brýnt að þessi skiln-
ingur birtist í verki, meðal ann-
ars í afgreiðslu fjárlaga fyrir
árið 2013. Vitaskuld er ljóst að
Ísland hefur minna umleikis en
á árunum fyrir hrun, en þeim
mun brýnna er að forgangs-
röðunin tryggi að við sköpum
grundvöll fyrir nýja verðmæta-
sköpun.
Háskóli Íslands brást skjótt
við áskorun stjórnvalda um að
opna dyr sínar fyrir stórum hópi
ungs fólks sem missti vinnuna
í kjölfar hrunsins. Á tímabilinu
2008–2012 hefur ársnemendum
(nemendum í fullu námi) við
skólann fjölgað um 1.430, eða
um 18%. Þetta samsvarar um
2/3 af heildarfjölda nemenda
við Háskólann í Reykjavík eða
samanlögðum fjölda nemenda
við Háskólann á Akureyri og á
Hólum. Að óbreyttu blasir við að
um 600 nemendur stundi nám í
Háskóla Íslands án þess að hið
opinbera greiði fyrir kennsluna.
Opinber framlög til Háskóla
Íslands í heild hafa lækkað um
18% að raungildi frá hruni. Þá
er ekki talið með að niður féll
áformuð tveggja milljarða króna
skuldbinding af hálfu ríkisins
samkvæmt sérstökum árangurs-
tengdum samningi um kennslu
og rannsóknir.
Íslenskt samfélag hefur geng-
ið í gegnum miklar hremming-
ar og full þörf verið á að allir
legðust fast á árarnar. Það hefur
háskólafólk sannarlega gert og
í mótlætinu náð nýjum áföng-
um og skilað meiri árangri. En
þannig getum við ekki unnið til
lengdar. Nú verður að horfa til
framtíðar. Ef ekki verður hafist
handa um aukna fjárfestingu
í háskólastarfi er raunveruleg
hætta á að Háskóli Íslands missi
sitt besta starfsfólk og nái ekki
að endurnýja kraftana vegna
bágra launakjara og aðbúnaðar.
Háskóli Íslands hefur sýnt í
verki að hann er reiðubúinn að
axla ábyrgð við uppbyggingu
íslensks efnahags- og atvinnu-
lífs til framtíðar. Á ögurstundu
hefur starfsfólk hans axlað
byrðarnar með samfélaginu og í
raun unnið þrekvirki. Dýrmæt-
asta framlag Háskóla Íslands til
samfélagsins er að hvika ekki
frá settu marki heldur stefna
áfram að afburðaárangri í
menntun, vísindum og nýsköp-
un. Framlag íslensks samfélags
til Háskóla Íslands er fjárfest-
ing til framtíðar.
Fjárfesting til framtíðar
Efnahagsmál
Páll
Harðarson
forstjóri NASDAQ OMX
Iceland
Menntamál
Kristín
Ingólfsdóttir
rektor Háskóla Íslands
Almennir fjárfestar verða að njóta ávinn-
ings til jafns við aðra. Markaðsumhverfið
verður að vera til þess fallið að laða að
jafnt innlent sem erlent fjármagn.
Háskóli Íslands hefur sýnt í verki að hann
er reiðubúinn að axla ábyrgð við upp-
byggingu íslensks efnahags- og atvinnulífs
til framtíðar.
Þriggja kvölda námskeið um Evrópumál
út frá sjónarhóli Íslands.
Fyrir alla sem hafa áhuga á Evrópumálum og þjóðmálum
almennt. Engrar sérþekkingar er krafist.
Staðnámskeið hefst 14. nóvember
– skráningarfrestur til 6. nóvember
Fjarnámskeið hefst 26. nóvember
– skráningarfrestur til 16. nóvember
Námskeiðsgjald aðeins 3000 krónur
Nánari upplýsingar og skráning á endurmenntun.is
eða í síma 525 4444
Ísland og Evrópa:
Samband á tímamótum
TIL LEIGU
1500 FERMETRA STÓRGLÆSILEGT
VERSLUNARHÚSNÆÐI Á DALVEGI 10-14
Uppl. Pétur 660-1771 eða petur@klettas.is