Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.11.2012, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 03.11.2012, Qupperneq 22
3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR22 Þ órunn Elísabet, bún- ingahönnuður og myndlistarkona sem margir kalla Tótu, býr ásamt manni sínum, Tómasi Jóns- syni, í virðulegu húsi sem byggt var árið 1903 í miðbæ Reykjavíkur. Ljúf tónlist læðist að eyrum og reyk- elsisilmur að vitum þegar komið er inn í borðstofuna þar sem settlegir postulínsbollar hanga neðan í hillu og rautt tréílát frá Tíbet kallast á við íslenskan refil, rósaleppa og fleira fágætt. „Ég á eldgamla slát- urnál uppi á hillu, hún er heima- gerð og það er í henni smá þráður. Í mínum huga mundi hún sóma sér vel við hliðina á Bing og Gröndal,“ segir Tóta þegar hún sér undrun- ar- og aðdáunarsvip blaðamanns og gerir svo grein fyrir uppruna inn- búsins. „Þegar við Tommi bjuggum í Bretlandi fyrir áratugum voru búðir með gamlan varning opnar vissa daga og ég vaknaði stundum æst til að fara í fjársjóðsleiðangur! Svo af því að ég hef svo gaman af að handleika gamla hluti þá rétt- ir fólk mér sitthvað og börnin mín gefa mér svona gjafir. Sumt er líka úr Fríðu frænku og Kolaportinu.“ Tóta kveðst alltaf hafa verið fag- urkeri og líka mikið náttúrubarn. „Ég elska sjóinn og vindinn og mold- ina, fékk það allt í æð í uppvextin- um … fæddist á Siglufirði, ólst upp þar og suður með sjó og var svo í sveit á sumrin í Eyjafirði og austur í Skaftafellssýslu. En ég hef heyrt svo mikið frá uppvaxtarárum for- eldra minna að ég geri ekki alltaf greinarmun á þeim og mínum, enda fer ég lauslega með staðreyndir og er sjálfsagt mikið skáld. Er alin upp við sögur sem mér voru sagð- ar og sögur sem ég sagði mér sjálf. Svo var ég mikill lestrarhestur, las meðal annars ævisögur. Það þótti nú pínu skrítið þegar maður var barn að lesa um Margréti frá Öxnafelli og eldgamlar sögur eftir Selmu Lag- erlöv.“ Örlítið ung en alveg nógu gömul Tóta og Tómas kynntust í Mennta- skólanum á Akureyri, „örlítið ung en alveg nógu gömul,“ eins og Tóta orðar það. „Það var líka annar hugsanagangur þá en nú. Maður var farinn að pipra ef maður var ekki komin með maka 17 ára.“ En hvað skyldu þau hafa verið að gera í Bretlandi? „Tommi var í mynd- listarnámi sem snerist upp í graf- íska hönnun fyrir myndmiðla, fyrst í Birmingham og síðan Leicester. Ég hafði hugsað mér að læra smink, var orðin snyrtifræðingur hér á Íslandi en fannst svo komið nóg af því, fékk mér vinnu og bjó til barna- fatnað og seldi. Þetta var hippatím- inn. Það voru forréttindi að fá að lifa þá tíma, trúandi á ástina. Það fylgir mér enn þá. Ég get ekkert gert að því hver ég er. Í Leicester leigðum við skammt frá skólanum hans Tomma, þá komin með tvö lítil börn. Seinna eignuðumst við tvö í viðbót og fimmta barnið er stelpa sem hoppaði inn í líf okkar. Hún var að passa yngstu dóttur okkar og ílengdist þannig að hún á okkur og við eigum hana. Nú er þetta fólk allt flogið úr hreiðrinu.“ En aftur til Leicester. „Ég fékk að sitja á öxlinni á Tomma í skólanum og valsa dálítið um, kynnast prent- verki, skóhönnun, silfursmíði og fleiri listgreinum auk þess sem ég skoðaði söfn og sýningar og þegar ég kom heim var ég ákveðin í að fara í myndlistarskólann. Nýlista- deildin varð fyrir valinu því mér fannst ég vera orðin svo gömul og hélt ég þyrfti meira fjör í ímyndun- araflið. Um leið og skólanum lauk var ég komin inn í leikhús í búninga- hönnunina. Helga Hjörvar hélt fast utan um mig í skólanum og lét mig hafa verkefni eftir verkefni í leik- húsinu. Sama gerði Stefán Baldurs- son. Á námskeiði hjá honum fékk ég fyrst skilning á því hvað er að vinna þrívítt úr texta,“ segir Tóta sem kveðst lesa vel leikritin áður en hún byrjar að fást við búningana. „Ég verð að kynnast persónum og andrúmslofti verkanna. En ég er bara skrúfjárn því allt byggist á dásamlegri samvinnu við leikstjór- ann og leikendurna. Svo er þetta lifandi myndlist á sviði og sumt af henni hreyfist.“ Það er þessi árans ótti Tóta kveðst vakna til hvers nýs dags með fullt af hugmyndum og viðfangsefnum fyrir framan sig, ef ekki utan heimilis þá innan þess því þar skapar hún sín myndverk, í saumaherberginu og á eldhúsgólf- inu. „Að vera listamaður er svolít- ið eins og að æfa einhvern vöðva. Nema þjálfunin snýst um augað, til- finninguna og samhæfinguna. Að leyfa sér að dreyma dagdrauma og vera svo lánsamur að geta hrifsað þá til sín í hina vakandi vitund, þora að elta þá og vinna úr þeim eitthvað áþreifanlegt og hugsa: „Já, þetta var svolítið skemmtilegt, best að sjá hvert það leiðir mig.“ Svo verð ég stundum fyrir uppljómun, ýmist innra með mér, frá öðrum eða frá náttúrunni. Ég er alltaf svo þakk- lát fyrir það.“ Efnin sem Tóta vinnur úr segir hún misþjál. „Yfirleitt er ég með eitthvað sem öðrum finnst drasl en mér gersemar. Ég hef óbilandi ást á arfleifðinni og elska pappír og gamla stafi sem konur saumuðu út, milliverk og mynstur. Allt þetta geymdu þær í kistum sínum, allt- af að búa í haginn fyrir fjölskyld- ur sínar. Ég er ekkert öðruvísi en þessar konur.“ Tómas hefur verið að gera bók um Tótu og hún kemur út í dag. „Ég hef alltaf skrifað eitthvað svolítið og bókin birtir eina og eina hugleiðingu eftir mig en það er erfitt að opna minnisbækurnar og verða svona allsber. Það er líka þessi árans ótti sem sækir á mann um að maður sé ekki nóg. En sem sagt, Tommi er dásamlegur ljósmyndari og hann hefur verið að taka myndir í gegn- um tíðina af því sem honum finnst fallegt. Honum finnst ég falleg líka (hlær) þannig að hann hefur tekið helling af myndum af mér, umhverfi okkar og því sem ég hef verið að gera hverju sinni. Mér fannst þetta erfitt en þegar Tommi var farinn að vinna við bókina þá átti ég ekkert í henni lengur. Svona aftengist ég hlutum, það finn ég líka þegar ég læt verk mín af hendi.“ Efnin segja söguna Tóta er líka að opna sýningu í Hafn- arborg í Hafnarfirði í dag. Þar eru meðal annars veggteppi úr gömlum kvenbúningum. „Ég nota peysu- fatapils sem ég hef keypt og fengið gefins, slitin pils, svuntur sem eru nánast búnar, slifsi og brjóst. Ég set þetta allt í nýtt samhengi en efnin segja söguna. Eitt teppi er úr milli- verkum úr sængurfatnaði, ég var búin að safna þeim héðan og þaðan en ætlaði svo ekki að hafa mig í að vinna úr þeim. En einn daginn kom vinkona mín með milliverk sem hún fann þegar hún var að gera upp dánarbú mömmu sinnar og nokkrum dögum síðar kom eldri dama og rétti mér lítinn kassa með fíneríi. Ég tók þessu sem vísbend- ingu og hugsaði: „Allt í lagi Guð, ég skal gera þetta teppi.“ Svona er ég. Þegar ég upplifi ást sem er lögð í hluti og gefnir eru af ást finnst mér það miklu meiri sannleikur en eitthvað sem verið er að reyna að sannfæra mig um. Einhvers stað- ar á þessu svæði er ég svo að búa til sannleika eins og ég sé hann. Það er listin. Þetta er svipað og með tónlistina. Hún er stakir tónar sem mynda dásamlega heild sem maður getur tárast yfir og jafn- vel orðið óttasleginn ef hún er of ómstríð. Fyrir mér er listin sú að fanga tilfinningar og koma þeim í fast form.“ Þetta var hippatíminn. Það voru forréttindi að fá að lifa þá tíma, trúandi á ástina. Það fylgir mér enn þá. Ég get ekkert gert að því hver ég er. Hef óbilandi ást á arfleifðinni Heimili Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur listakonu líkist ævintýraveröld þar sem ótal hlutir mynda eina heild. Jafnvel baðkar í eldhúsinu virðist fullkomlega eðlilegt. Myndverk Þórunnar verða til í þessu umhverfi, sýning á þeim verður opnuð í Hafnarborg í dag og bók tileinkuð henni er nýkomin út í 101 eintaki. Gunnþóra Gunnarsdóttir kíkti í heimsókn. LISTAKONAN „Ég á eldgamla sláturnál uppi á hillu, hún er heimagerð og það er í henni smá þráður. Í mínum huga mundi hún sóma sér vel við hliðina á Bing og Gröndal,“ segir Þórunn Elísabet sem einnig gegnir nafn- inu Tóta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.