Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.11.2012, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 03.11.2012, Qupperneq 32
3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR32 www.heilsuhusid.is Námskeiðið er haldið í Heilsuhúsinu, Lágmúla 5, kl. 19:30 - 21:30 Innifalið er uppfærð handbók með öllum upplýsingum sem þú þarft og 30 daga framhaldsmatseðill. Námskeiðsgjald aðeins kr. 5.500,- Nánari upplýsingar á www.30.is og í síma 864 9155. Með DAVÍÐ KRISTINSSYNI næringar- og lífsstílsþjálfara. Frábær leið til að byggja upp heilbrigðan lífsstíl án skyndilausna. Yfir 4000 íslendingar hafa farið í gegnum 30 daga hreinsun. Byrjaðu núna! Mánudaginn 12. nóvember 6z2011 73z HJÚSKAPARSTAÐA HÚSAKYNNI Á NORÐURLÖNDUM SALA ÁFENGIS Á HVERN ÍBÚA FJÖLDI KVIKMYNDAHÚSA Á 100.000 ÍBÚA 29% 61% 39% 44% 6% 11% 7% 3% 1962 ■ Ógiftir ■ Giftir ■ Ekklar/ekkjur ■ Fráskilin 4z 1z2010 1960 ■ 1 herbergi með eldhúsi ■ 2 herbergi með eldhúsi ■ 3 herbergi með eldhúsi ■ 4 herbergi með eldhúsi ■ Ekki skráð 45% 24% 28% 25% 19% 1% 4% 11% 22% 21% Hlutfall stórra húsa er hæst í Noregi en lægst í Finnlandi. NORÐURLÖND: 60 ára samstarf 12 10 8 6 4 2 0 30 25 20 15 10 5 0 Sala á áfengi hefur margfaldast á Norðurlöndum ef litið er yfir tímabilið, sérstaklega á Íslandi og í Finnlandi. Lí tr ar á m an n á ár i Norðurlöndin ● Alls búa 24,9 milljónir manns í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, á Íslandi og á sjálfstjórnar- svæðunum Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum. ● Norðurlönd eru strjálbýlt svæði. Danmörk er eina undantekningin en þar búa 127 manns á hverjum ferkílómetra. Í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi búa milli 15 og 22 manns á hverjum ferkílómetra, á Íslandi 3,4 en aðeins 0,14 Grænlendingar búa á hverjum ferkílómetra á þeim hluta Grænlands sem er íslaus. ● Íbúafjöldi á Norðurlöndum hefur aukist um 1,6 milljónir frá árinu 1990. Mest hefur fólksfjölgunin verið á Íslandi eða 20 prósent, og síðan í Noregi og á Álandseyjum eða 10 prósent. ● Ástæður fólksfjölgunarinnar er fjölgun fæðinga en einnig sú að fleiri flytja til Norðurlanda en frá þeim. HEIMILD: NORDEN.ORG STRJÁLBÝLT SVÆÐI Norðurlandaráð fagnar 60 ára afmæli á þessu ári en hið formlega samstarf ríkjanna má rekja til þeirrar óskar ráðamanna að lokinni heimsstyrjöldinni síðari að styrkja rödd Norðurlanda á alþjóðavettvangi á óvissutímum. Sam- komulag náðist svo um stofnun ráðsins árið 1952. Hið formlega samstarf fer fram í Norðurlandaráði annars vegar og Norrænu ráðherranefndinni hins vegar. Norðurlandaráð er opinber starfsvettvangur þingsamstarfs á Norðurlönd- unum. Á tveimur árlegum fundum ráðsins, hefðbundnu þingi og vorþingi, fara fram pólitískar umræður fulltrúa ríkisstjórna Norðurlandanna fimm og Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Norrænu ráðherranefndinni var komið á laggirnar árið 1971 og er samstarfsvettvangur norrænu ríkisstjórnanna. Forsætisráðherrarnir bera endanlega ábyrgð á samstarfi norrænu ríkisstjórnanna. Þeir hafa þó falið samstarfsráðherrum Norðurlanda og Norrænu samstarfsnefndinni að sjá um daglega samhæfingu opinbers samstarfs landanna. Þetta samstarf ríkjanna á sér margvíslegar hliðar sem fjallað verður um á næstu vikum í greinum um menningu og mannlíf á Norðurlöndum. Þ að væri erfitt fyrir litla þjóð á borð við Íslend- inga að komast af án samstarfs við Norð- urlöndin. Það skiptir miklu máli fyrir Íslend- inga að vera hluti af þessari heild og að vera það á jafnréttisgrundvelli,“ segir Halldór Ásgrímsson, fram- kvæmdastjóri Norrænu ráðherra- nefndarinnar. Halldór hefur verið æðsti maður ráðsins frá haustinu 2006. Hann segir að af mörgu sé að taka þegar litið er yfir umfang samstarfs Norðurlandanna, þar sé margt sem skipti máli og efli ríkin. „Forsætisráðherrar hafa komið miklu sterkar inn í samstarfið und- anfarin ár, sem hefur styrkt það enda bera þeir meginábyrgð á sam- starfinu. En auðvitað byggjum við á áratugalöngu samstarfi. Norður- landaráð er 60 ára í ár og Norræna ráðherranefndin 41 árs. Á þessum tíma hefur byggst upp gríðarlega sterkt tengslanet sem er mjög verð- mætt.“ Velferðarmál á dagskrá Mörg ný verkefni hafa sprottið upp á síðustu áratugum sem gera sam- starfið enn mikilvægara en fyrr, segir Halldór. „Hundruð háskóla á Norðurlöndum tengjast til að mynda svokallaðri öndvegisrannsóknar- áætlun, við höfum líka á okkar könnu ýmis verkefni sem tengjast grænum hagvexti og nú er verið að hefja verkefni sem tengjast nor- rænum velferðarmálum. Í því verð- ur sérstaklega fjallað um atvinnu- leysi ungs fólks á Norðurlöndum en Svíar, sem verða í forystu í Norður- landaráði á næsta ári, ætla að leggja mikla áherslu á að bregðast við því. Samvinna er mjög mikil undir hatti Nordplus sem margir þekkja og þar taka þátt bæði nemendur og kenn- arar.“ Margvíslegur ávinningur er af þessari samvinnu og ýmsir hagræð- ingarmöguleikar sem liggja í auk- inni samvinnu. „Rannsóknir á sviði heilbrigðismála eru til að mynda dýrar og mikill ávinningur yrði af því að leysa þær með sameiginleg- um hætti,“ segir Halldór. Margir þekkja þessa samvinnu Norðurlandanna en Halldór segir samstarf Norðurlandanna við önnur ríki hafa aukist verulega. „Því er ekki að neita að það er vaxandi áhugi á norrænu samstarfi annars staðar í heiminum. Ég er til dæmis nýkominn úr ferð frá Suður-Kóreu þar sem ég hitti fulltrúa nýstofn- aðra svæðasamtaka Kína, Japans og Kóreu. Þeir eru að byggja upp skrifstofu í Seúl og vilja samstarf við Norðurlönd, sem er óneitanlega áhugavert. Þessar þjóðir eru 20% af mannkyni og með 20% af heims- framleiðslunni. Þá hefur Evrópu- sambandið í vaxandi mæli falast eftir samstarfi við okkur. Ráðherra- nefndin ber til að mynda ábyrgð á styrktarsjóði European Humanities -háskólans, háskóla sem er í útlegð frá Hvíta-Rússlandi. Lukashenko, forseti landsins, lokaði honum og fluttist hann í framhaldinu frá Minsk til Vilníus í Litháen. Skólinn er fjármagnaður að stærstum hluta af Evrópusambandinu og Norrænu ráðherranefndinni. Í framhaldi af þessu samstarfi höfum við átt marg- víslegt samstarf við ESB. Þá hefur samstarf við ríki á heimskauta- svæðum aukist en ráðherranefndin hefur viljað beina sjónum að íbúum á þeim landsvæðum.“ Standa okkur næst Halldór segir Íslendinga njóta mjög góðs af samstarfinu. „Þessar þjóð- ir eru okkur skyldastar og standa okkur næst á margan máta. Það er líka ómetanlegt fyrir Íslendinga að geta nýtt sér aðgengi að háskólum Norðurlanda, þeir standa okkur opnir og þekkingin í dönsku gerir Íslendingum kleift að stunda nám alls staðar á Norðurlöndum,“ segir Halldór sem segir að þrátt fyrir vaxandi þrýsting um að nota ensku í samstarfinu séu Norðurlandamál mikilvæg í sambandinu. Halldór lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Norrænu ráð- herranefndarinnar á næsta ári. Þá ætlar hann að flytja til Íslands á ný. „Ég sakna vatnsins, fjölskyldunnar og fjallanna,“ segir hann. Spurður hvort hann fylgist með þróun mála á Íslandi segir hann svo ekki vera. „Ég stunda bara einhvers konar yfirborðslestur á samfélaginu, en vil ekki dæma um neina þróun á því, enda hef ég ekki þá grunnþekkingu sem til þarf. Ég þekki ekki heldur þetta nýja Alþingi, flestir ef ekki allir mínir félagar eru hættir í póli- tík,“ segir Halldór sem ætlar sér ekki að setjast algjörlega í helgan stein er Norðurlandastörfum lýkur. „Ég er í ráðherrahópi Aspen-stofn- unarinnar sem er samstarfshóp- ur fyrrverandi utanríkisráðherra undir forystu Madeleine Albright, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Við notum þekk- ingu okkar til að gefa ráð á alþjóð- legum vettvangi stjórnmála. Ég hef gaman af þessu og ætla að taka þátt í því áfram.“ Samstarf Norðurlanda verðmætt Norðurlandasamstarf er ein af styrkustu stoðum íslensks samfélags, segir Halldór Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Halldór um samstarf nágrannaþjóða sem á sér áratugalanga sögu. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Segir margvíslegan ávinning af Norðurlandasamstarfi. MYND/NORDEN.ORG ■ 2010 ■ 1960 ■ 2010 ■ 1960 ● Í ár halda Norrænar hagtölur upp á 50 ára afmæli. Af því tilefni hafa verið teknar saman ýmiss konar upplýsingar um breytingar á tímabilinu og eru hér á síðunni örfá dæmi um þær. HEIMILD: NORDEN.ORG MENNING OG MANNLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.