Fréttablaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 38
3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR38
leigði á Njarðargötunni. Mikil þróun
hafði átt sér stað, tónlistin var tilrauna-
kenndari og fjölbreyttari. Fyrri platan
hafði verið einstrengingslegt byrj-
endaverk, en nú var kíkt á margt með
miklum krafti og bæði boðið upp á áður
ótoppaðan trylling og rokkballöður. Þá
söng Krummi stundum, en öskraði ekki
bara eins og áður.
Nú fóru ýmsir boltar að rúlla. Banda-
ríska harðkjarnamerkið Victory
Records gaf út Jesus Christ Bobby (og
síðar Halldór Laxness) og enska rokk-
blaðið Kerrang tók miklu ástfóstri
við bandið, gaf nýju plötunni fimm
stjörnur og fékk Mínus á túr um Eng-
land. Mínusmenn tóku rokklífinu auð-
vitað fagnandi, enda ungir menn sem
voru búnir að stefna að þessu mark-
miði síðan þeir voru litlir. Mínus var
í nokkur ár á linnulitlum þeytingi á
milli borga og landa, og stundaði stífan
rokklifnað hver í annars táfýlu. Sveitin
flæktist á eigin vegum um smáklúbba
Evrópu, eða hitaði upp fyrir stærri
bönd eins og Papa Roach og The Dis-
tillers.
Babb kom í bátinn þegar bassa-
leikarinn Ívar hætti til að fara í sál-
fræði í Háskólanum. Eftir nokkra leit
þótti vænlegast að fá gítarleikarann
úr Klink til að spila á bassa. Þetta var
gamall vinur frá Reyðarfirði, bassa-
fanturinn Þröstur Heiðar Jónsson.
Hljómsveitin Klink hafði þjösnast
um skeið með ofsafengið rokk og gerði
fjögurra laga plötuna 666°N árið 2001
með Curver. Sveitin er enn starfandi
og meðal meðlima eru Guðni, sem var
einnig í alræmda rafbandinu Dr. Mis-
ter & Mr. Handsome, og Frosti Jr.,
sem elti Mínus löngum með kameru í
því augnamiði að gera heimildarmynd
um bandið. Myndin, sem dregur ekk-
ert undan, hefur verið sýnd nokkrum
sinnum á kvikmyndahátíðum.
Sú uppskrift sem kynnt hafði verið
á Jesus Christ Bobby var krydduð enn
meira á næstu plötu, meistaraverkinu
Halldór Laxness, sem kom út 2003. Enn
var Curver á tökkunum en nú með Ken
Thomas sér við hlið. Tekið var upp í
Sýrlandi. Á plötunni gekk allt upp. Til-
raunakennda melódíska suddarokkið
átti upp á pallborðið og plötunni var
alls staðar hampað sem bestu íslensku
plötu ársins. Bandið var auðvitað orðið
svívirðalega þétt eftir allt harkið og
framtíðin virtist björt. Sony keypti
útgáfuréttinn og gaf Laxness út í Evr-
ópu árið 2004 með nýju umslagi.
Algjört rótleysi
Strákarnir báru sig vel, þótt það væri
ekki beinlínis eins og bankareikning-
arnir þeirra væru að sligast þrátt fyrir
allt harkið. Sumir voru komnir með
skuldahala, en mamma og pabbi réttu
hjálparhönd, enda meikið alltaf handan
við hornið. „Þetta er búið að vera að
byggjast upp svona smátt og smátt,“
sagði Krummi í Munin, skólablaði MA,
árið 2004. „Við stefnum að því að reyna
að komast nær „mainstreaminu“ til að
komast á almennilegt skrið svo við
getum farið að lifa af þessu og komið
tónlistinni okkar til fleira fólks.“
Leitin að meginstraumnum skilaði
Mínus að lokum til glysborgarinnar
Los Angeles. Umboðsmaðurinn reddaði
árslöngu vinnuleyfi og bransalið mætti
á „showcase“, þar sem Mínus spilaði
fyrir jakkafötin í hádeginu og „leið
eins og fábjánum“. Niðurstaða bransa-
liðsins var að það vantaði ekki kúreka
frá Íslandi akkúrat í augnablikinu. Í
LA tók hljómsveitin upp fjórðu plötuna
sína, The Great Northern Whalekill,
með forframaða stúdíó-Íslendingnum
S. Husky Höskulds og miklu rokk-
menni, Joe Barresi, sem hafði tekið
upp fínar rokkplötur, m.a. með Queens
of the Stone Age og Tool.
Platan kom út um mitt ár 2007 og
var ætlað að ná inn í „mainstreamið“.
Gefinn var afsláttur af fyrri tilrauna-
mennsku og tuddast á fremur hefð-
bundnum rokkslóðum. „Við tókum ekki
stórt skref í einhverri djöflasýru. Þetta
er bara fín rokkplata sem við erum
mjög sáttir við,“ sagði Bjössi tromm-
ari í Fréttablaðinu 2007. Platan náði
ekki tilætluðum árangri. Krummi fékk
djobb við að leika Jesús í Borgarleik-
húsinu, og Bjössi og Bjarni voru orðnir
pabbar svo það var rólegt hjá hljóm-
sveitinni. Þetta hafði verið þeytingur í
mörg ár og menn voru orðnir þreyttir.
„Við höfum tekið túra sem við vorum
ekki sáttir við,“ sagði Bjössi. „Kannski
keyrt í tíu klukkutíma til að spila fyrir
einn áhorfanda. Þá fer maður að hugsa:
Kannski gæti ég bara verið heima hjá
mér að vaska upp. Þetta var algjört rót-
leysi í tvö ár. Ég bjó hvergi, maður kom
kannski heim í tvær vikur og svo bara
aftur út. Ég bjó í barnaherbergi lítillar
frænku minnar í tvo mánuði. Það var
ekkert voðalega heilsusamlegt líf að
vera alltaf á flækingi og borða bara
einhvern mat og sofa bara einhvers
staðar. En þetta var gaman og ég er
reynslunni ríkari.“
Frosti gítarleikari var löngu hættur
að sjá bandið fyrir sér sem ævistarf og
lagði til að það yrði sett á ís um óákveð-
inn tíma. Hinir voru ekki fúsir til að
loka bandinu á þennan hátt svo Frosti
hætti og skráði sig í stjórnmálafræði í
Háskólanum. Þröstur bassafantur hætti
með honum og fór á sjóinn. Frosti hafði
samið megnið af gítarriffunum á plöt-
um Mínus svo þetta var mikil blóðtaka.
Menn reyndu fyrir sér á nýjum víg-
stöðum. Bjössi gekk í Motion Boys,
fágað silkipoppband undir áhrifum frá
Roxy Music, sem Birgir Ísleifur Gunn-
arsson (áður í Byltunni) hafði stofnað.
Hljómsveitin vakti nokkra lukku með
smáskífum, en náði ekki að halda þeim
dampi með plötunni Hang On árið 2008.
Bjössi hefur einnig brugðið sér í gervi
Micks Jaggers í kóverbandinu Stóns.
Krummi sýslaði við fenjablúsrokk með
Daníel Ágústi og fleirum í hljómsveit-
inni Esju og heldur áfram veginn undir
nöfnunum Krummi og Legend.
Án Frosta og Þrastar birtist Mínus
fljótlega aftur sem kvartett með bassa-
leikarann Sigurður Oddsson úr Future
Future. Ný Mínus-plata, sem verður
að sögn mjög frábrugðin fyrra efni, er
sennilega væntanleg.
R
okk drepst ekki. Það
bara þróast og stökk-
breytist. Um aldamótin
fór hljómsveitin Mínus
fyrir glerharðri rokk-
bylgju, en valdi sér
snemma að stinga af, fara frumlegar
leiðir og ekki hjakka í gömlum skít. Um
tíma tók hljómsveitin verulega þétt á
því í útlöndum, en eins og í mörgum
köflum hér fyrr í bókinni reyndist
meik-eplið súrt.
Harðkjarni
Í kringum 1980 – um það bil þegar
strákarnir í Mínus voru að fæðast –
var farið að kalla þungt en pönkað
rokk „hard core“ í Bandaríkjunum.
Bönd eins og Black Flag, Minor Threat
og síðar Fugazi leiddu hard corið og
harður andkapítalískur andi fylgdi í
pakkanum, menn gerðu hlutina sjálfir
– allt frá því að hanna boli, gefa út
plötur og skipuleggja túra – og að selja
sig stórfyrirtækjum og „kerfinu“ var
fjarlæg martröð. Tuttugu árum síðar
varð andlega skyld sena að veruleika á
Íslandi. Þar sullaðist þó margt saman,
en hratt þungarokk og pönk var alltaf
í forgrunni.
„Hópurinn sem fílar þessa músík er
allaf að verða stærri og stærri,“ sögðu
Mínus-strákarnir í DV Fókus skömmu
eftir sigurinn í Músíktil raunum um
vorið 1999. Bandið hafði orðið til
nokkrum mánuðum fyrr. „Það er stór
hópur sem kemur á alla tónleika með
okkur. Svo fáum við Forgarð helvítis,
Sólstafi, Vígspá, Bisund og Muffuna til
að spila með okkur. Við erum að búa til
hardkor-senu hérna. Það hefur aldrei
verið neitt svona hérna áður. Það síð-
asta sem var, var dauðarokksenan.“
Fyrsti vísir að harðkjarna-senu
hafði byrjað nokkrum misserum
áður með sveitunum Spitsign og Bis-
und, sem bræðurnir Birkir Fjalar og
Andri Freyr Viðarssynir voru í. Senan
fékk góða innspýtingu þegar Sigvaldi
Jónsson – Valli Dordingull – opnaði
vefsíðuna Dordingull.com, og síðar
Hardkjarni.com, sem urðu félagsmið-
stöðvar svipað þenkjandi krakka. Sér-
stakir þættir á Rás 2 og Radio X kyntu
undir, en annars fór starfsemin aðal-
lega fram í grasrótinni. Tónleikar
voru helst haldnir á vínlausum stöðum
vegna þess að krakkarnir í mark-
hópnum voru svo ungir og alls konar
útlendir pennavinir í hljómsveitum
komu til að spila og gista á gólfum hjá
vinum sínum.
Í Mínus voru Krummi (Oddur Hrafn)
söngvari, Kristján Frosti Logason gít-
arleikari og Ívar Snorrason bassaleik-
ari, sem höfðu verið í hljómsveitinni
Ungblóð, og Björn Stefánsson trommari
og Bjarni Sigurðsson gítarleikari, sem
voru áður í Spitsign, meðal annars með
Bóasi Hallgrímssyni og Smára „Tarfi“.
Tveir meðlimanna eru synir poppara,
Krummi er náttúrlega sonur Björgvins
Halldórssonar og Bjössi trommari er
sonur Stefáns Jóhannssonar, trommara
Dáta. Strákarnir voru vel að sér í rokk-
sögunni, sögðust fíla Ham og Purrkinn
og höfðu mætt á alla dauðarokkstón-
leika nokkrum árum fyrr.
Strákarnir töluðu mikið um að vera
„extreme“ og hún var vissulega öfga-
kennd fyrsta platan, Hey, Johnny!, sem
kom út fyrir jólin 1999. Jón Skuggi
tók hana upp, Dennis (hliðarmerki
Skífunnar) gaf hana út, og inn á milli
öskrandi harðra laga mátti heyra hljóð-
búta úr gömlum film noir-myndum. Á
svipuðum tíma stóð Mínus fyrir útgáfu
á safndisknum Msk, sem bauð m.a.
upp á Bisund, gömlu dauðahundana í
Sororicide og eyðimerkur-rokkarana í
Brain Police.
Boltar rúlla
Mínus-strákar vildu alltaf ögra sjálfum
sér og mikið heillaspor í þróuninni var
stigið þegar þeir tóku upp samstarf við
„hávaðalistamanninn“ Curver Thor-
oddsen. Bandið hafði fyrst fengið hann
til að búa til hávaða á milli laga á tón-
leikum, en svo tók Curver tók upp plöt-
una Jesus Christ Bobby, sem Smekk-
leysa gaf út fyrir jólin 2000. Platan var
tekin upp í herbergi Frosta í Garðabæ
og í litlum upptökuskúr sem Curver
Strákarnir
báru sig vel,
þótt það
væri ekki
beinlínis eins
og banka-
reikningarnir
þeirra væru
að sligast
þrátt fyrir
allt harkið.
Sumir voru
komnir með
skuldahala,
en mamma
og pabbi
réttu hjálpar-
hönd, enda
meikið alltaf
handan við
hornið.
Ekkert mjög heilsusamlegt líf
Í hinni nýútkomnu bók Stuð vors lands fjallar poppfræðingurinn Dr. Gunni um sögu dægurtónlistar á Íslandi allt frá 19. öld og
fram til dagsins í dag. Fréttablaðið grípur hér niður í kafla um hljómsveitina Mínus og rokkbylgjuna miklu um aldamótin.
NÁTTÚRUTALENTAR „Hópurinn sem fílar þessa músík er allaf að verða stærri og stærri,“ sögðu Mínus-strákarnir í viðtali skömmu eftir sigurinn í Músíktilraunum um vorið
1999. Frá vinstri: Björn, Bjarni, Krummi, Frosti og Þröstur. MYND/ÁRNI TORFASON