Fréttablaðið - 03.11.2012, Side 42

Fréttablaðið - 03.11.2012, Side 42
FÓLK|HELGIN POPPAÐUR „Ég vil semja hefðbundin, eftir- minnileg og grípandi popplög og er voða hrif- inn af sænska tónlistar- manninum Magnusi Uggla, sem samið hefur æðisleg popplög í fjöru- tíu ár og verður bara betri með tímanum.“ MYND/ANTON Annaðhvort verð ég í dýpstu forar-pyttum ölæðis á Airwaves í kvöld eða heima að drekka rauðvín og hlusta á Elliot Smith. Eitt er víst, að áfengi tengist því einhvern veginn,“ segir Sindri, sem í nótt klukkan tvö stígur á stokk með hljómsveit sinni The Ways á Amsterdam. „Ætli ég verði ekki rólegur fram eftir kvöldi því ég vil ekki verða of fullur fyrir tónleikana. Ég opna kannski eina rauðvín heima og rölti svo niður í bæ um eitt- leytið,“ segir Sindri og bætir við að ekkert saki að fara örlítið mjúkur upp á svið. „Þegar þangað er komið veit maður hvort eð er aldrei hvað gerist. Gjör breytist ég í úthverfa rokkstjörnu eða verð vand- ræðalegur fálmandi í skyrtulafinu? Ég er hættur að reyna að reikna það út og fer bara með flæðinu vel æfður á svið.“ Sindri segist heimakær um helgar og að miðbæjarslarkið togi ekki í hann. „Ég græt það rosalega hversu fáir taka að sér að fara í Ríkið og drekka heima hjá sér eins og siðmenntað fólk í stað þess að láta eins og geðsjúklingar niðri í bæ. Mér finnst því fínt að vera í heimahúsum með vinum því maður týnir þeim yfirleitt á djamminu.“ SPIL, MATUR OG KOKKTEILAR Upp á síðkastið hefur Sindri haft uppi mis- góðar tilraunir við blöndun kokkteila. „Í þá tilraunamennsku hefur farið stór peningur og ég því búinn að gefast upp. Í mér situr mjög slæmt kvöld þegar ég reyndi að blanda Mai Tai. Það fór illa með mig og kostaði yfir tuttugu þúsund kall í rándýrum líkjörum og rommi, auk þess að smakkast hræðilega. Sú upphæð toppar flest kvöld í bænum hjá mér.“ Um helgar hefur Sindri einnig yndi af borðspilunum Risk og Arkham Horror. „Sé ég í mjög metnaðarfullu skapi og vil gera vel við mig í mat elda ég lasagna en annars elda ég fátt og aðallega pasta,“ útskýrir Sindri þar sem hann maular girni- lega beyglu á Café París. „Eini maturinn sem ég geri mér ferð út af í bæinn er æðis- leg laxabeyglan á Café París. Annars er ég ekki það efnaður að geta farið eins oft út að borða og ég vildi en finnst gott að fara á Ban Thai og Austur-Indíafjelagið þegar það á við.“ VILL EINBEITA SÉR AÐ TÓNLIST Sindri Eldon & The Ways spila rokk með sterkum poppáhrifum. „Mig dreymir um að semja eftirminnileg, vinsæl popplög og reyni ekki að gera neitt framandi. Sánd- lega get ég þó verið svolítill perri og er til dæmis að taka upp plötu í hljóðveri þar sem farið hafa tuttugu gítarar í eitt lag. Lagasmíðina vil ég hafa hefðbundna í melódískum og grípandi popplögum. Mér tekst það ekki alltaf en er að reyna það.“ Sindri tók nýlega ákvörðun um að vinna eingöngu að tónlist og hætta við allt annað. „Það var löng og erfið ákvörðun. Ég var orðinn skúffaður á að vera með of mörg járn í eldinum því þá verður ekkert úr neinu. Mig langaði að verða kvikmynda- gerðarmaður, blaðamaður og fleira en tónlistin er það eina sem ég hef alltaf fengið ánægju úr að gera. Hún er mín hilla og nú reyni ég að hátta lífi mínu algjörlega í kringum hana. Allt annað er aukaatriði.” Fyrir þremur árum skrifaði Sindri hand- rit að kvikmynd í fullri lengd. „En ég gerði mér enga grein fyrir því hversu fáránlega erfið kvikmyndagerð er og ekkert varð úr. Því ætla ég að gefa söguna út í handritsformi, binda sjálfur og selja jafnvel í Útúrdúr. Við vinkona mín sviðsetjum nú og ljósmyndum atriði úr myndinni til myndskreytingar og kannski kemur bókin út fyrir jól.“ MEÐ SÖNGHÆFILEIKA MÖMMU Með The Ways syngur Sindri, semur og spilar á gítar. „Ég lærði á píanó en ekki á gítar og ekki að syngja. Það hrjáir mig í starfi hvern einasta dag. Mér finnst mig ekkert skorta að vera ómenntaður gítar- leikari en hefði viljað læra röddun og tónfræði. Það kitlar mig að læra þetta nú þegar ég ætla að leggja tónlist fyrir mig.“ Sindri telur útilokað að starfa í tónlistar- bransanum án þess að hafa gaman af því að koma fram. „En það veit eiginlega eng- inn hver ég er og skiptir mig engu máli. Ég vil bara búa til músík og er jafn sáttur ef þrjár manneskjur skemmta sér yfir henni á tónleikum eða heima hjá sér.“ En hvaðan erfir Sindri tónlistarhæfileik- ana, verandi sonur tveggja mikils metinna tónlistarmanna, Þórs Eldon og Bjarkar Guðmundsdóttur? „Ég fíla tónlistina hans pabba betur en mömmu og hef því sennilega tónlistarpæl- ingarnar frá honum. Hins vegar er ég mun betri söngvari en pabbi og þarf ekki að giska á hvaðan ég erfi það.“ ■ thordis@365.is ÚTHVERF STJARNA? HÆFILEIKARÍKUR Sindri Eldon hefur verið undir smásjá þjóðarinnar síðan í móðurkviði. Hann syngur með Sindri Eldon & The Ways á Airwaves í nótt. AIRWAVES Í NÓTT Sindri Eldon & The Ways eru með tónleika á Café Amsterdam, Hafnar stræti 5 klukkan 2.00 í nótt. Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Gjafamarkaður ALLA SUNNUDAGA FRÁ KL. 11-17 GJAFAVÖRUR FRÁ 500 KR. MIKIÐ ÚRVAL AF: • H e i l s u v ö r u m • H a n d g e r ð r i l i s t • P o s t u l í n i • B o r ð d ú k u m • K í n a f ö t u m • G ó l f t e p p u m • L ö m p u m • B l ó m a p o t t u m • T e o g t e s e t t u m o f l . o f l . LOGY ehf. Lyngháls 10 • sími 661 2580 (húsið við hlið Heiðrúnar, ÁTVR að neðanverðu) Nýjar jólavörur Skart,töskur Kjólar,vesti peysur, buxur. Stærðir S-XXL Leggings. Frábært verð. Herrapeysur , vesti. Þitt tækifæri á að versla í dag. LÁTTU ÞETTA EKKI FJÚKA FRÁ ÞÉR Aðeins opið þessa helgi Laugardag 13-17 Sunnnudag 13-15 www.saft.is RÆDDU UM ÞÁ ÁHÆTTU SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ HITTA NETVIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.