Fréttablaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 82
3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR58 Bækur ★★★★ ★ Sagan af klaustrinu á Skriðu Steinunn Kristjánsdóttir Sögufélag Eftir áratug fornleifarannsókna á Skriðuklaustri í Fljótsdal ligg- ur óhemjumagn af efni og niður- stöðum eftir hóp fræðimanna. Í Klausturtúninu sjálfu má sjá veggi klaustursins sem þar fannst, á söfn- um hafa forverðir tekið við munum og beinum og í útgefnum skýrslum og greinum geta sérfróðir og þeir sem hafa sérstakan áhuga á efninu og þekkingu til að tileinka sér skrif sérfræðinga kynnt sér niðurstöð- urnar í smáatriðum. Rannsókninni er lokið og flestir fræðimenn hefðu numið staðar þar og snúið sér að öðru. En Steinunn Kristjánsdótt- ir, stjórnandi rannsóknarinnar, lét ekki þar við sitja – sem betur fer. Bók Steinunnar um klaustrið á Skriðu er skrifuð fyrir alla þá sem ekki hafa tök á að kynna sér skýrslur og greinar sérfræðinga. Hún rekur sögu verkefnisins og helstu niðurstöður þess í læsilegri frásögn og setur hana í samhengi við bæði Íslandssöguna og sögu klausturlífs í Evrópu. Frásögnin er persónuleg, Steinunn segir frá í fyrstu persónu og fær þannig tæki- færi til að velta fyrir sér ýmsum álitamálum og spurningum sem engin örugg svör hafa fundist við jafnframt því sem hún miðlar nið- urstöðum rannsóknarinnar. Hún segir líka frá uppgreftrinum sjálf- um, samskiptum vísindamanna og aðstoðarmanna þeirra og ýmsu sem kemur upp í löngu og ströngu verk- efni. Hinn persónulegi blær nær ekki bara til frásagnarinnar af striti fornleifafræðinga í nútímanum heldur litar hann líka myndina sem við fáum af klaustrinu og sögu þess. Steinunn stendur með „sínu fólki“ í klaustrinu. Þessa má meðal annars sjá merki í þeim köflum sem fjalla um Íslandssögu almennt og sið- breytinguna, samúð Steinunnar er augljóslega með kaþólskum í þeirri rimmu. Á stundum fer hún í full- mikla vörn fyrir klausturhaldara og aðra kaþólska embættismenn og skýrir t.d. sögur um ágirnd og óbil- girni þeirra með því að lúterskir seinni tíma menn hafi lagt þeim allt út á versta veg. Það má líka finna að því að Íslandssögukaflarnir og þeir hlutar bókarinnar sem fjalla um önnur klaustur eru stundum í lengsta og almennasta lagi. En þetta eru smávægilegar athugasemdir. Sagan af klaustrinu á Skriðu er merkileg bók sem bæði skemmtir og fræðir. Hún veitir les- andanum nýja sýn á Íslandssög- una á margvíslegan hátt. Bæði hús klaustursins á Skriðu og ekki síður beinagrindur þeirra sem hvíldu í kirkjugarðinum segja merki- lega sögu af umfangsmikilli starf- semi klaustursins á sínum tíma. Bækur eins og Sagan af klaustrinu á Skriðu, þar sem fræðimaður segir frá rannsóknum sínum á aðgengi- legan hátt, skýrir og setur í sam- hengi, eru geysilega mikilvægar og það er ástæða til að hrósa Steinunni og öllum þeim sem hafa komið að verkefninu fyrir útkomuna. Jón Yngvi Jóhannsson Niðurstaða: Fróðleg og persónuleg frásögn af merkum fornleifarannsókn- um sem varpa nýju ljósi á söguna. KLAUSTRIÐ Á SKRIÐU STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR Klaustursaga Steinunnar veitir nýja sýn á Íslandssöguna á margvíslegan hátt, að mati gagnrýnanda. Víkingur Heiðar Ólafsson píanó- leikari ræðir Keisarakonsertinn eftir Beethoven á kynningu sem Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands efnir til í Hörpu á sunnu- dagskvöld. Keisarakonsertinn er síðasti píanókonsertinn sem Beet- hoven samdi og af mörgum talinn sá tignarlegasti, en Víkingur Heið- ar leikur hann á tónleikum Sinfóní- unnar í næstu viku. Hann lofar afslappaðri stemningu í Hörpu á sunnudag. „Ég ætla að sitja við flygilinn og spila og spjalla, bæði um kons- ertinn en ekki síður um hlutverk einleikarans með hljómsveit. Ég verð ekki með forskrifaðan fyrir- lestur heldur leik þetta meira af fingrum fram, en ég er með fullt af hugmyndum um hvernig maður miðlar svona vangaveltum til fólks í tengslum við sjónvarpsþætti um klassíska tónlist sem ég hef verið að vinna fyrir RÚV.“ Víkingur kveðst ekki síður hafa gaman af því að ræða tónlist og kynna hana en að leika hana. „Þetta er svo skemmtilegt og þakklátt form; fólk er yfirleitt svo reiðubúið til að opna eyrun á nýjan hátt. Það þarf oft merkilega fá orð og tóndæmi til að fólk upplifi tón- listina á nýjan og sterkari hátt.“ Kynningardagskráin í Hörpu á sunnudag hefst klukkan 20. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn meðan húsrúm leyfir. - bs Víkingur Heiðar ræðir Keisarakonsertinn VÍKINGUR HEIÐAR Spjallar um Keisarakonsertinn sem hann ætlar að flytja með Sinfóníuhljómsveit Íslands í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sætar franskar frá McCain Sætu kartöflurnar frá McCain eru ómótstæðilega bragðgóðar og ríkar af A-vítamíni. Þú skellir þeim í ofninn og áður en þú veist af ertu komin(n) með girnilegt og gómsætt meðlæti. Prófaðu núna! MAGNAÐAR RITDEILUR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag Studio Stafn, Ingólfsstræti 6, Sími 552 4700 Opið 12-16 laugardag og sunnudag, virka daga 12-17 Fjöldi annarra úrvalsverka á studiostafn.is Sölusýning Louisa Matthíasdóttir Vatnslitamyndir • Olíumálverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.