Fréttablaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 03.11.2012, Blaðsíða 88
3. nóvember 2012 LAUGARDAGUR64 ★★★★ ★ Sólstafir Harpa, Norðurljós Drungalegt rokk Rokkararnir í Sólstöfum spiluðu bæði ný og gömul lög í bland, þar á meðal hið frábæra Fjara af Svörtum söndum, þeirri prýðilegu plötu sem kom út í fyrra, og Goddess of the Ages af plötunni Köld. Flest lögin voru löng og drungaleg en að sama skapi mjög kröftug og áhrifarík. Leðurklæddi söngvarinn Aðalbjörn Tryggvason hreif áhorfendur með sér með góðri sviðsframkomu og fékk sér þess á milli sopa úr vískípela ásamt hinum drífandi bassaleikara Svavari Aust- mann. Sannarlega vel heppnað heimsendarokk hjá Sólstöfum, sem eru í fínu formi um þessar mundir. - fb Fimmtudagur 1. nóvember ★★★★ ★ Of Monsters and Men Silfurberg í Hörpu Einlægni og auðmýkt Krakkarnir hófu kvöldið með hvelli, í orðsins fyllstu merkingu, því silfurlituðum partísprengjum var skotið yfir smekkfullan salinn í fyrsta laginu. Slíkt hið sama gerðist svo í því síðasta. Gróft áætlað voru 1.000 manns saman komnir í Silfurberginu meðan krakkarnir spiluðu, en miklar raðir voru fyrir utan og mun færri komust að en vildu. Þrátt fyrir að vera aðeins korteri frá heimsfrægð hafa krakkarnir í Of Monsters and Men náð að halda í einlægn- ina og auðmýktina sem hefur einkennt þau í tónlistinni. Þau voru öryggið uppmálað á sviðinu og blönduðu saman gömlu og nýju efni við gríðargóðar undirtektir viðstaddra. Stemningin í salnum var feykigóð og héldu krakkarnir áheyrendum allt frá upphafi til enda. Það voru líka allir tilbúnir að taka þátt í lögunum þegar svo bar undir, hvort sem það var með söng eða klappi. Ég gat ekki annað en fyllst stolti þegar ég horfði á þau á sviðinu. Þau eru landi og þjóð svo sannarlega til sóma úti í hinum stóra heimi og eiga greinilega nóg inni fyrir komandi tíma. - trs ★★★ ★★ The Heavy Experience Harpa, Norðurljós Saxó í stað söngs Strákarnir í The Heavy Experience stigu á svið tíu mínútum á eftir áætlun en bættu fyrir það með góðri spilamennsku. Hljómsveitin, sem gaf nýlega út sína fyrstu breiðskífu, er óvenjuleg að því leyti að í staðinn fyrir söngvara er saxófónleikari fremstur á sviðinu og nýtur hann aðstoðar tveggja gítarleikara, bassaleikara og trommara. Þessi uppstilling gengur fullkomlega upp. Fyrsta lagið var tólf mínútna langur djassrokkbræðingur sem magnaðist eftir því sem á leið. Aðeins var pláss fyrir tvö lög til viðbótar, sem voru í svipuðum síðrokkstíl og bæði góð. Þetta er flott hljómsveit sem verður enn betri þegar krafturinn er leystur úr læðingi. - fb ★★★ ★★ Lára Rúnars Silfurberg í Hörpu Krúttlegt og skemmtilegt Stemningin í salnum var afskaplega krúttleg. Það mátti sjá fólk sitja í hópum á gólfinu um allan sal og njóta tónlistar Láru. Fremur fámennt var til að byrja með og ég velti því fyrir mér hvort tónleikarnir hefðu notið sín betur í minni sal. Það bættist þó í hópinn á meðan á tónleikunum stóð og enginn varð svikinn af skemmtilegri sviðsframkomu Láru. Hún tók þó aðeins lög af nýútkominni plötu sinni, sem afar fáir þekktu. Það setti eflaust sitt strik í reikninginn fyrir marga, en Lára skilaði þessu þó vel frá sér. - trs ★★★★ ★ Eldar Kaldalón í Hörpu Með bros á vör Valdimar var flottur á miðju sviðinu á huggulegum og heimilislegum tónleikum hljómsveitarinnar Eldar. Með krúttarasprengjuna Fríðu Dís Guðmundsdóttur sér við hlið og umkringdir meisturum á borð við Bogomil Font og Björgvin Ívar voru ekki miklar líkur á að þetta myndi klikka. Setið var í öllum sætum salarins og dágóð röð fyrir utan, en það er svo sem ekki að furða að fólk hafi endilega viljað sitja undir ljúfum tónum þeirra. Tónleikarnir fylltu mig vellíðan og ég gekk út endurnærð með bros á vör. - trs ★★★ ★★ Halleluwah Þýski barinn Vantar fleiri lög Nafnið Halleluwah er vísun í frægt lag þýsku krátrokk- sveitarinnar Can. Sölvi Blöndal, annar helmingur tvíeykisins, mun hafa sökkt sér rækilega í krátrokkið upp á síðkastið þótt lög Halleluwah beri þess ekki endilega glögg merki. Þeir Egill Ólafur Thorarensen – Tiny – höfðu ekki troðið oft upp undir þessu nafni þegar þeir léku nýútkomna stuttskífu í heild sinni á Þýska barnum við góðar undirtektir. Egill sannaði enn og aftur að hann er langbesti enskumælandi rappari á Íslandi, og hefur raunar verið það í áratug. Sölvi lék undir á trommur og salurinn klappaði þeim lof í lófa þegar þeir luku sér af með laginu K2R. Verst að þeir hafa bara gert fjögur lög. Það er allt of lítið. - sh OF MONSTERS AND MEN Öryggið uppmálað. FRÉTTABLAÐIÐ/KLARA SÓLSTAFIR Ný og gömul lög. FRÉTTABLAÐIÐ/KLARA Nýtt fyrirframgreitt kort Þú stjórnar með Fékortinu Það er auðvitað frábært að eyða peningum sem maður á ekki. En miklu skemmtilegra er að eiga fyrir því sem maður kaupir hverju sinni. Farðu á fekort.is, til að sækja um Fékortið, nýtt fyrirframgreitt greiðslukort fyrir skynsama í fjármálum. Það er sannkölluð ferð til fjár. F ÍT O N / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.