Fréttablaðið - 03.11.2012, Page 91
LAUGARDAGUR 3. nóvember 2012 67
SÁTTIR GESTIR Vilborg Sigurþórsdóttir og
Thelma Wilson skemmtu sér vel.
MSÝNT
Enska indísveitin Alt-J hlaut hin
eftirsóttu Mercury-verðlaun fyrir
sína fyrstu plötu, An Awesome
Wave. Veðbankar höfðu talið sveit-
ina líklega til árangurs og það
gekk eftir. Verðlaunaféð hljóðar
upp á um fjórar milljónir króna.
Aðrir sem tilnefndir voru til
verðlaunanna voru Plan B, The
Maccabies, Richard Hawley, Jes-
sie Ware, Field Music og Django
Django, en síðastnefnda sveit-
in kemur einmitt fram á Iceland
Airwaves-hátíðinni í kvöld.
Meðlimir Alt-J þökkuðu foreldr-
um sínum fyrir að hjálpa þeim að
vinna til verðlaunanna. „Við vilj-
um þakka öllum í Alt-J-teyminu
sem hafa hjálpað okkur og for-
eldrum okkar líka. Takk fyrir að
láta okkur hafa eitthvað að gera.“
Hljómsveitin var stofnuð í háskóla
í Leeds árið 2007 en er núna með
bækistöðvar í háskólaborginni
Cambridge á Austur-Englandi.
Enska tónlistarkonan P.J. Har-
vey varð í fyrra fyrsti flytjandinn
til að vinna Mercury-verðlaunin
tvívegis.
Meðal annarra þekktra nafna
sem hafa hlotið verðlaunin eru
Primal Scream, Suede, Portis-
head, Pulp, Franz Ferdinand, Arc-
tic Monkeys og The xx.
Indísveitin Alt-J vann Mercury-verðlaunin
SIGURVEGARAR Alt-J hlaut hin eftirsóttu Mercury-verðlaun fyrir plötuna An Awe-
some Wave. NORDICPHOTOS/GETTY