Fréttablaðið - 24.11.2012, Side 6

Fréttablaðið - 24.11.2012, Side 6
24. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 Reyndu smygl á reiðtygjum 1 Við innflutningseftirlit á Seyðisfirði nýlega var stöðvaður innflutningur á notuðum reiðtygjum. Um var að ræða hnakk, ólíkar gerðir múla, gjarðir, hlífar, píska, hestaábreiðu, reiðhanska og fleira. Mikil hætta er á að notuð reiðtygi og ósótthreinsaður reiðfatnaður beri með sér smitefni sem valdið getur alvarlegum dýrasjúkdómum hér á landi. Er þar skemmst að minnast faraldurs smitandi hósta sem lamaði alla hestatengda starfsemi árið 2010. Matvælastofnun mun kæra málið, sem kom upp sl. viku, til lögreglu en fyrirhugað er að láta farga reiðtygjunum. Ríflega tvöfalt fleiri með Herjólfi 2 Siglt hefur verið samfellt milli Vest-mannaeyja og Landeyja hafnar frá því í byrjun apríl og er allt útlit fyrir að svo verði út nóvember. Ríflega 280 þús und farþegar hafa farið með Herj ólfi það sem af er ári, eða um 120% fleiri en árið 2009. Þetta segir Sigurður Áss Grét arsson hjá Siglingastofnun í viðtali við Eyjafréttir. Búningar úr þvotti eftir heil sextán ár 3 Sextán árum eftir að keppnisbúningar KFÍ á Ísafirði voru settir í hreinsun skiluðu þeir sér til réttmæts eiganda. Eins og bb.is segir frá er ekki svo að skilja að hreins- unin hafi tekið þetta langan tíma heldur fundust þeir við tiltekt á slökkviliðsstöðinni á Ísafirði. Búningarnir voru sem sagt settir í hreinsun árið 1996 en þeir eru merkilegir fyrir þær sakir að KFÍ fékk sérstakt leyfi til að merkja hvern og einn búning einu fyrir- tæki sem styrkti félagið á sínum tíma. Er því hægt að finna nöfn fyrirtækja á treyjunum sem ekki eru til í dag eins og Ísafjarðar- apóteks og Hraðfrystihússins Norðurtanga. 1 2 3 LANDIÐ umboðssölu með notað og nýtt að Ármúla 44 við hliðina á Rekkjunni GRAMSI var að opna markað KOMIÐ OG SKOÐIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP EGYPTALAND, AP Tugir manna slös- uðust í átökum milli stuðnings- manna og andstæðinga Mohammeds Morsi Egyptalandsforseta, sem brutust út í Kaíró í gær út af stjórn- arskrárbreytingum forsetans. Morsi kynnti stjórnarskrár- breytingarnar á fimmtudaginn, en með þeim tekur hann sér einhliða nánast alræðisvald í landinu. Tugir þúsunda manna komu saman í gær á Tahrir-torgi í Kaíró til að mótmæla þessu og krefjast þess að lýðræði yrði í hávegum haft. Kveikt var í skrifstofum Bræðra- lags múslíma í nokkrum helstu borgum landsins, en stjórnmála- flokkur Morsis er afsprengi þeirra samtaka. Stuðningsmenn Morsis segja stjórnarskrárbreytingarnar rök- rétt skref til þess að tryggja að sá árangur, sem náðist þegar Hosni Mubarak var steypt af stóli, verði ekki að engu. Þetta sé eina leiðin til að koma í veg fyrir að ekkert verði úr þeim breytingum á stjórnskipan landsins, sem unnið hefur verið að síðustu mánuði. Fyrr á þessu ári leystu dóm- stólar upp bæði nýkjörið þjóðþing og stjórnlagaþing landsins. Í byrj- un næsta mánaðar hugðist hæsti- réttur Egyptalands síðan kveða upp úrskurð um það hvort efri deild þingsins hefði verið rétt kjörin. Sjálfur hélt Morsi ræðu í gær fyrir þúsundir stuðningsmanna sinna þar sem hann sagði þess- ar ráðstafanir nauðsynlegar til að stöðva þau „meindýr“ sem hann segir reyna að koma í veg fyrir framfarir í landinu. Morsi segir að breyt- ingarnar eigi einungis að vera tímabundnar. Þær falli sjálfkrafa úr gildi þegar ný stjórnarskrá tekur gildi í landinu. gudsteinn@frettabladid.is Tugþúsundir andæfa yfirgangi forsetans Tugir þúsunda mótmæla á Tahrir-torgi gegn einhliða stjórnarskrárbreytingum, sem Mohammed Morsi forseti kynnti á fimmtudag. Morsi segir breytingarnar aðeins tímabundnar og falli sjálfkrafa niður þegar ný stjórnarskrá tekur gildi. ÁTÖK Í KAÍRÓ Mótmælendur bera félaga sinn, sem særðist í átökum, til að koma honum undir læknishendur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Andstæðingar Mohammeds Morsi Egyptalands forseta segja engu líkara en hann vilji verða nýr faraó í Egyptalandi. Með stjórnarskrárviðbótum sem hann tilkynnti um á fimmtudag tekur hann sér í reynd alræðisvöld: Morsi tekur sér alræðisvöld ➜ Allar stjórnarskrárviðbætur, ákvarðanir og lög forsetans eru endanleg, gegn þeim er ekki lengur hægt að beita neinum réttarúrræðum. Með þessari viðbót tryggir Morsi að allar tilskipanir hans sem dóm- stólar hafa til þessa dæmt ógildar taka aftur gildi. ➜ Engin réttarfarsstofnun hefur heimild til þess að leysa upp stjórn- laganefndina eða öldungaráðið. Með þessari viðbót tryggir Morsi að dómstólar geta ekki haft áhrif á störf stjórnlagaþings landsins, sem er að semja nýja stjórnarskrá, né heldur getur hæstiréttur landsins lengur úrskurðað hvort kosningar til efri deildar þingsins hafi verið lögmætar. DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Gunnar Sigurðsson, fyrr- verandi forstjóra Baugs, til að greiða þrotabúi BGE eignarhaldsfélags 1,7 milljarða króna. Gunnar hyggst áfrýja dómnum til Hæstaréttar. BGE eignarhaldsfélag var stofnað í nóvember 2003 utan um kaupréttar samninga starfsmanna Baugs og var í eigu þeirra. Með þessu kerfi töldu starfsmennirnir að þeir væru ekki persónulega ábyrgir fyrir lánum sem þeir fengu fyrir hlutabréfakaupunum frá Kaupþingi, í gegnum Baug. Nú hefur héraðsdómur komist að ann- arri niðurstöðu, nefnilega þeirri að þeir sem nýttu sér kauprétti í gegnum þetta kerfi beri ábyrgð á lánunum. Niðurstaðan getur haft áhrif á sambæri- leg mál annarra fyrrverandi starfsmanna Baugs sem samtals fengu milljarða að láni fyrir slíkum hlutabréfakaupum. Margir þeirra hafa samið um uppgjör sinna mála við skiptastjórann, að því er fram kom í Viðskiptablaðinu í ágúst. - sh Fyrrverandi forstjóri Baugs ber ábyrgð á lánum til hlutabréfakaupa: Ber að endurgreiða 1,7 milljarða SKULDAR MIKIÐ Gunnar taldi sig ekki bera ábyrgð á lánunum. Héraðs dómur er ósammála. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.