Fréttablaðið - 24.11.2012, Síða 10

Fréttablaðið - 24.11.2012, Síða 10
24. nóvember 2012 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Lögmaður Jafnaðar- mannafélagsins Rósarinnar hefur óskað eftir fundargerðum kjör- stjórnar Samfylkingarinnar í Reykjavík. Félagið er ósátt við þá ákvörðun að 350 nýir félagar í Rós- inni hefðu ekki fengið að taka þátt í prófkjöri flokksins sem fram fór um síðustu helgi. Sigurður G. Guðjónsson lög- maður segir að óskað hafi verið eftir fundargerðunum á mánudag. Engin viðbrögð hafi borist við beiðninni en hann telur að Rósin eigi rétt á að fá gögnin. „Ef maður ætlar að skoða rétt- arstöðu einhvers þá þarf maður allavega að hafa þau gögn sem þá réttarstöðu snerta.“ Stefán Benediktsson, formaður kjörstjórnar, vildi ekki staðfesta að beiðni um fundargerðirnar hefði borist. Fréttablaðið hefur undir höndum afrit af þeirri beiðni þar sem óskað er eftir „öllum gögnum sem lágu til grundvallar“ ákvörð- uninni um að afmá fólkið af kjör- skrá. Spurður út í beiðni Rósarinn- ar segir Stefán: „Ég get ekki svarað því fyrr en ég er búinn að afhenda svar okkar í kjör- stjórninni.“ Birgir Dýr- fjörð, for- maður Rósar innar, segir ekki b ú i ð a ð ákveða hver næst u sk ref verða. „Málið er að ég vil fá að vita hvað gerðist. Við fáum ekki að vita hverjir kærðu. Nú eru mjög strangar reglur um að kjörstjórn eigi að halda fundargerðarbók og annað, en maður bíður bara eftir svari um hvað gerðist.“ Forsaga málsins er sú að félaga- tal Rósarinnar fór inn á kjör- skrá og félagar, nýskráðir sem aðrir, fengu sendar upplýsingar um prófkjörið. Nöfn þeirra voru á kjörskrám sem frambjóðendum voru afhentar. Eftir ábendingar um að einhverjir þeirra könnuðust ekki við að hafa skráð sig í félagið ákvað kjörstjórn að kalla eftir stað- festingu á skráningunum. Erindi um það barst Rósinni klukkan 21.18 á miðvikudag með skilafresti til klukkan 13 daginn eftir. Birgir segist fráleitt að halda því fram að Rósin hafi ekki getað skil- að inn staðfestingunum. „Ég vil ekki liggja undir því að við höfum ekki getað gert þetta og þess vegna hafi okkur verið hent út. Við fengum bara aldrei tækifæri til þess. Það er enginn vandi að tapa í keppni, ef þú ert til dæmis að hlaupa í hlaupakeppni og allir hlaupa jafn langt. En ef einhver fer að stytta sér leið, einhver fer að hafa rangt við, þá unir maður ekki úrslitum.“ kolbeinn@frettabladid.is Rósarstríðinu er ekki lokið Jafnaðarmannafélagið Rósin hefur óskað eftir fundar- gerðum kjörstjórnar Samfylkingarinnar í Reykjavík. Fjöldi félaga var strikaður út af kjörskrá fyrir prófkjör. Næstu skref ráðast af gögnunum, segir formaðurinn. Það er enginn vandi að tapa í keppni, ef þú ert til dæmis að hlaupa í hlaupakeppni og allir hlaupa jafn langt. En ef einhver fer að stytta sér leið, einhver fer að hafa rangt við, þá unir maður ekki úrslitum. Birgir Dýrfjörð, formaður Rósarinnar Ársfundur Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands 2012 Dagsetning Þriðjudaginn 27. nóvember kl. 16.00–17.30 Staðsetning Askja, salur N-132, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík Fundarstjóri Dr. Hrund Ólöf Andradóttir, dósent og rannsóknastjóri umhverfis- og byggingarverkfræðikjarna VHÍ Dagskrá 16.00 Setning: Dr. Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor og formaður stjórnar Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands 16.10 Olía og gas á norðurslóðum – staða Íslands: Dr. Guðni A. Jóhannesson, verkfræðingur, orkumálastjóri, Orkustofnun Olíuiðnaður og sæbarónar – Hvar og hvernig: Hafsteinn Helgason, verkfræðingur, sviðsstjóri viðskiptaþróunar, Eflu hf. verkfræðistofu 17.00 Viðurkenning Starfssjóðs Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands 17.10 Ársskýrsla Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands 17.30 Léttar veitingar Aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Olíuleit við Ísland Fjársjóður eða firring? Hafsteinn Helgason Guðni A. Jóhannesson VERKFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS ÖRYGGISMÁL Norðurlandaríkin hyggja á meiri samvinnu í net- öryggismálum. Þetta var ein af niðurstöðum ráðherrafundar um öryggismál sem haldinn var í Reykjavík í gær. „Einhugur var um að Norður- landaríkin ættu að efla og treysta samstarf sitt á sviði netöryggis,“ sagði Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra í samtali við Frétta- blaðið. Fundinn sóttu, ásamt Ögmundi, innanríkisráðherra Finnlands, ráðuneytisstjóri norska dóms- og almannaöryggisráðuneytisins og ráðuneytisstjóri sænska varnar- málaráðuneytisins auk sérfræð- inga landanna á þessum sviðum. Skýrsla 22. júlí-nefndarinnar í Noregi um viðbrögð við voðaverk- unum í Ósló í fyrrasumar kom einnig til tals. „Norðmennirnir greindu okkur frá niðurstöðum sínum og hvernig hægt væri að taka á þeim brota- lömum sem komu í ljós í öryggis- málum, en jafnframt að gæta að undirstöðum lýðræðislegs sam- félags,” sagði Ögmundur. - þj Norræni ráðherrafundurinn um öryggismál: Netöryggi á oddinn ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og fulltrúar annarra Norðurlandaríkja ræddu mikilvægi samstarfs á sviði netöryggis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.