Fréttablaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 12
24. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | Allir þeir sem eiga eða meira í fj ármála- fyrirtæki munu þurfa að gera grein fyrir sér sam- kvæmt nýju lagafrum- varpi. af ríkis- skulda- bréfum sem gefi n voru út í fyrra sumar voru keypt af einu stærsta eigna- stýringar- fyrirtæki heims. 1% 48% ASKÝRING | 12 EIGNARHALD VOGUNARSJÓÐA Á ÍSLANDI Sjóðfélagafundur 27. nóvember 2012 Kynningar- og fræðslufundur verður haldinn fyrir sjóðfélaga Gildis-lífeyrissjóðs þriðjudaginn 27. nóvember nk. kl. 17.00 á Grand Hótel, Reykjavík. Dagskrá fundarins: 1. Starfsemi og staða Gildis - Harpa Ólafsdóttir formaður stjórnar Gildis og Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri. 2. Tryggingafræðileg athugun - hvað er verið að reikna? - Vigfús Ásgeirsson tryggingafræðingur Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta. lífeyrissjóður Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs. Víðfeðmt eignarhald skamm- tímafjárfesta á borð við vogunar- sjóði á íslensku efnahagslífi er talið geta skapað kerfisáhættu og margir viðmælendur Frétta- blaðsins vilja að gripið verði inn í til að hindra að mikið af eigin fé íslenskra fyrirtækja verði sogað út úr íslensku hagkerfi þegar fjár- festarnir hverfa frá með ávinning sinn. Handfylli af sjóðum Sex til sjö vogunarsjóðir hafa fjárfest gríðarlega í erfiðleikum íslensks efnahagslífs á undan- förnum árum. Þeir hafa keypt kröfur á íslensk fjármálafyrirtæki og fjárfestingafélög á eftirmarkaði fyrir brotabrot af nafnvirði krafn- anna með það fyrir augum að virði þeirra margfaldist. Alls er talið að um 70 prósent krafna í þrotabú Kaupþings og Glitnis hafi skipt um hendur og að umræddir sjóðir hafi verið allra duglegastir við að kaupa kröfurn- ar. Þeir hafa auk þess varið stöður sínar með því að kaupa hlutabréf í félögum sem eru mikilvæg bönk- um sem þeir stefna á að eignast. Í gegnum kröfur sínar og beint og óbeint eignarhald þá eru þess- ir sjóðir með þræði inn í flestalla mikilvægustu geira á Íslandi. Fyrir utan að vera mjög fyrirferðar- miklir í eignarhaldi á fjármála- fyrirtækjum þá tengjast þeir að minnsta kosti tveimur trygg- ingafélögum, tveimur fjarskipta- félögum, tveimur olíufélögum, sjávarútvegs risum, þjóðarflug- félaginu og ýmsum fleiri eignar- böndum. Fimm til sjö ár Áætlanir þessara fjárfesta eru að mestu leyti á huldu, utan þess að þeir ætla sér augljóslega að hagn- ast vel á aðkomu sinni á Íslandi. Þeir fulltrúar vogunarsjóðanna sem hafa rætt við Fréttablaðið á óformlegum fundum eiga það sam- eiginlegt að telja að það muni taka um fimm til sjö ár til viðbótar að greiða kröfuhöfunum út það sem þeir eiga í bönkunum. Vænta má að áætlanir þeirra geri ráð fyrir sam- bærilegum útgangstíma úr öðrum hagsmunum þeirra hérlendis. Þeir eru því ekki langtíma- eigendur að bönkum eða öðrum íslenskum fyrirtækjum og fara ekkert í felur með að vilji þeirra stendur ekki til þess. Sú afstaða var meðal annars staðfest í minn- isblaði sem fulltrúar þeirra sendu efnahags- og viðskiptanefnd í síðasta mánuði, og Fréttablaðið hefur undir höndum. Margir við- mælendur Fréttablaðsins velta því hins vegar fyrir sér hvað það þýði fyrir íslenskt atvinnulíf ef stærstu eigendur þess, óbeinir eigendur þess eða eigendur skulda þess hafa það eitt að markmiði að hagn- ast mjög á sem skemmstum tíma og reyna að koma ávinningnum í annan gjaldeyri sem fyrst. Meðal stærstu sjóða í heimi Fréttablaðið greindi frá því um síðustu helgi að bandaríska sjóð- stýringarfyrirtækið Davidson Kempner Capital Management LLC og vogunarsjóðir í stýringu þess væru á meðal stærstu kröfu- hafa allra föllnu íslensku bank- anna. Það er líka á meðal stærstu eigenda Straums fjárfestingar- banka og Klakka, sem áður hét Exista og á nokkur af stærstu fyrir tækjum á Íslandi. Meðal þeirra vogunarsjóðs- stýringarfyrirtækja sem eru einnig mjög stórir kröfuhafar er York Capital Management. Fjöldi sjóða í stýringu þess er á meðal stærstu kröfuhafa bæði Glitnis og Kaupþings. York Capital, eins og Davidson Kempner, sérhæfir sig í því að hagnast á viðskiptum með kröfur á hendur gjaldþrota fyrir- tækjum. Í viðtali við tímaritið Hedge Fund Review, í ágúst síð- astliðnum, var haft eftir William Vrattos, einum af eigendum York Capital, að það væri alltaf ein- hver í vandræðum. Vegna þess væru „alltaf einhverjir skuldaeig- endur sem eru í raun ekki í þeim geira að eiga gjaldfallnar skuld- bindingar og að hjálpa fyrirtækj- um að finna út stöðugan rekstrar- grunn til framtíðar. Það opnar á tækifæri fyrir fólk eins og okkur alla daga“. Vogunarsjóðir skapa kerfisáhættu Sex til sjö vogunarsjóðir veðjuðu á að íslenska efnahagshrunið myndi skila þeim margföldum hagnaði. Veðmál þeirra virðist ætla að ganga upp. Óttast er að eignarhald sjóðanna skapi kerfisáhættu í efnahagslífinu sem gæti haft miklar langtímaafleiðingar þegar þeir hverfa burt. Fjárfestingarbankinn Straumur-Burðarás gekk í gegnum nauðasamning árið 2010 og eignir hans voru eftir það í eigu eignaumsýslufélagsins ALMC. Það ákvað að halda áfram að reka banka, sem fékk nafnið Straumur, á íslenskum markaði og fékk til þess fjár- festingarbankaleyfi í fyrrahaust. Eins og venja er eftir nauðasamninga eignuðust kröfuhafar ALMC. Eignarhaldið er þó fjarri því að vera gegnsætt. Það er þannig að Deutsche Bank AG í Amsterdam heldur á 99 prósentum hlutdeildar- skírteina ALMC fyrir hönd hinna eiginlegu eigenda félagsins, og þar af leiðandi Straums. Ekki hefur verið upplýst um hverjir hinir eiginlegu eigendur eru en Fréttablaðið greindi frá því um síðustu helgi að Davidson Kempner væri á meðal stærstu eigenda bankans. Þegar leitað var til Fjármálaeftirlitsins (FME) eftir þeim upplýsingum sagðist það ekki geta upplýst um hverjir virkir eigendur Straums væru á grundvelli þagnarskyldu. ➜ Heimild í lögum til að upplýsa Ekki eru allir viðmælendur Fréttablaðsins sammála þeirri túlkun FME að eftirlitinu sé óheimilt að upplýsa um endanlega eigendur fjármálafyrirtækja. Í 19. grein laga um fjármálafyrirtæki segir að „fjármálafyrirtæki skal tilgreina á vefsíðu nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga 5% eða stærri hlut í fyrirtækinu“. Enn fremur segir í lögum um opinbert eftirlit með fjármálastofnunum að FME sé heimilt að „birta opinberlega niðurstöður í málum og athugunum sem byggjast á lögum þessum, nema ef slík birting verður talin stefna hagsmunum fjármálamarkaðarins í hættu“. Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra fjármálamarkaða og almennra viðskiptamála, greindi síðan frá því í gær að í nýju breytingarfrumvarpi á lögum um fjármála- fyrirtæki, sem hann hyggst leggja fram á næstunni, verði ákvæði um að upplýsa verði um alla endanlega eigendur á meira en eins prósents hlutar í íslensku fjár- málafyrirtæki í ársreikningi þess. Ekki verður hægt að fela sig á bak við vörsluaðila lengur. ENDANLEGIR EIGENDUR VERÐI OPINBERAÐIR Þegar ríkissjóður Íslands réðst í alþjóðlega skulda- bréfaútgáfu í júní 2011 og seldi skuldabréf fyrir einn milljarð dala, um 126 milljarða króna á gengi dagsins í dag, voru forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar duglegir við að tala um að eftirspurnin sýndi hversu langt Ísland hefði náð í bataferlinu. Í greiningu sem Fjármálaráðuneytið lét gera kom enda fram að 85 prósent þeirra sem keyptu skuldabréf í útgáfunni hefðu verið eignarstýringar, tryggingafélög og lífeyris- sjóðir. Stöð 2 greindi hins vegar frá því að eitt stærsta eignarstýringarfyrirtæki heims, Franklin Templeton, hefði keypt tæpan helming allrar útgáfunnar, eða fyrir 470 milljónir dala, um 60 milljarða króna. Auk þess keyptu vogunarsjóðir átta prósent út- gáfunnar. Þorri þeirra er sjóðir sem áttu líka kröfur á íslensku bankana. Skuldabréfin hafa síðan sum hver skipt um hendur, enda virkur markaður með ríkis- skuldabréf, og vogunarsjóðir bætt við stöðu sína. Keyptu helminginn af útgáfu ríkisins YFIRVOFANDI Verði nauðasamningar Kaupþings og Glitnis kláraðir, eins og stefnt er að snemma á næsta ári, munu bæði Arion banki og Íslandsbanki verða í eigu kröfuhafa þrotabúanna. 70% krafna í þrotabú Kaupþings og Glitnis eru taldar hafa skipt um hendur á liðnum árum. 6 til 7 vogunarsjóðir hafa fj árfest gríðarlega í erfi ðleikum íslensks efnahagslífs undan- farin ár. Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.