Fréttablaðið - 24.11.2012, Side 16

Fréttablaðið - 24.11.2012, Side 16
24. nóvember 2012 LAUGARDAGURSKOÐUN GUNNAR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid. is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 F réttablaðið skýrði frá því fyrr í vikunni að allt væri á huldu um hverjir væru raunverulegir eigendur Straums fjárfestingarbanka. Eigandi bankans er eignarhaldsfélag sem heitir ALMC, en Deutsche Bank í Amsterdam fer með 99% hlutdeildarskírteina í því félagi fyrir hönd hinna eiginlegu hluthafa. Fréttablaðið sagði frá því fyrir viku að einn þeirra væri sjóðsstýringar fyrirtækið Davidson Kempner. Það fyrirtæki er raunar stór eigandi, beint og óbeint, í stórum hluta íslenzks viðskiptalífs eins og fram kom í úttekt Þórðar Snæs Júlíussonar blaðamanns í síðasta helgarblaði. Þegar Fréttablaðið spurði Fjármálaeftirlitið hverjir væru hinir eiginlegu eigendur Straums fengust þau svör að stofnunin vissi hverjir þeir væru og fengi reglulega um það upplýsingar, en mætti ekki segja frá því á grundvelli þagnar- skyldu. Nú kann að vera að einhvers staðar finnist lagastoð fyrir þessari afstöðu, en vandséð er hvaða hagsmunum þögnin á að þjóna. Eignarhald í íslenzku fjármálakerfi er að verulegu leyti þoku hulið. Kröfuhafahópurinn, sem á þrotabú gömlu bankanna og er þar af leiðandi eigendur Glitnis og Kaupþings, er síkvikur og erfitt að festa hendur á samsetningu hans. Það mun hins vegar breytast eftir að nauðasamningum verður lokið. Munurinn á eignarhaldi Straums og hinna bankanna er að Straumur er löngu farinn í gegnum nauðasamninga. Sú spurning vaknar þá að sjálfsögðu hvort eignarhald þeirra kynni að verða sveipað sömu leynd eftir nauðasamninga. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra upplýsti í Fréttablaðinu í gær að stjórnvöld ætluðu að bregðast við þessari stöðu. Frumvarp um breytingar á lögum um fjármála- fyrirtæki er í smíðum og Steingrímur segist gera ráð fyrir að þar verði gerð sú krafa að í skýringum með ársreikningum fjármálafyrirtækja sé alltaf upplýst um þá sem eigi meira en eitt prósent í fyrirtækinu. Það nái til endanlegra eigenda, þannig að „ráðandi eignarhlutur sé ekki falinn á bak við skráningu á marga aðila sem eru ekki flokkaðir sem tengdir aðilar,“ segir hann. Atvinnuvegaráðherrann segir réttilega að þetta séu mikil- vægar kröfur. Þær eru mikilvægar í ljósi reynslunnar frá því fyrir hrun, þegar erfitt gat verið að átta sig á samsetningu hlut- hafahópa og hverjir færu í raun með ráðandi hlut. Við skulum ekki gleyma því að í rannsóknarskýrslu Alþingis er samþjöpp- un eignarhalds í bönkunum nefnd sem ein undirrót hrunsins. Eins og Steingrímur nefnir líka eiga bankarnir sjálfir talsvert undir gegnsæi í þessum efnum. „Það er líka mjög mikilvægt fyrir fjármálafyrirtækin sjálf að það ríki ekki óvissa um eignarhald þeirra og geri þau tortryggileg.“ Þetta er rétt hjá Steingrími og fjármálafyrirtækin eiga sjálf að berjast fyrir þessari lagabreytingu. Í þessu efni eins og mörgum öðrum er gegnsæið bezt. Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Boðað frumvarp um að skylt verði að upplýsa um eigendur fjármálafyrirtækja: Gegnsæið er bezt Fyrr í þessum mánuði ákvað Seðlabankinn að hækka stýrivexti. Íslend-ingar eru orðnir svo vanir slíkum tíðindum að þau vekja ekki meiri hughrif og umræðu en tilkynningar Veðurstofunnar um umhleypinga. Munurinn er þó sá að umhleypingarnir ráðast af lögmálum náttúrunnar en vext- irnir eru afleiðing mannlegrar breytni. Alþingi þótti hæfilegt að ræða málið í fimm mínútur. Ríkis- útvarpið miðlaði þeirri umræðu á innan við sextíu sekúndum; og gerði meira en aðrir. Þetta er þó það sem hagur heimila og fyrirtækja snýst raunverulega um. Menn geta klætt af sér hret en fyrir vöxtunum eru allir berskjald- aðir. Forsætis- ráðherra fékk tvær spurning- ar á Alþingi af þessu tilefni. Önnur var hvort hann væri samþykkur vaxta- hækkuninni. Hin var hvort hann hygðist grípa til aðgerða. Svar forsætisráðherra hljóðaði svo: „Ég vil fyrst segja varðandi stýrivaxtahækkunina í gær að hún olli mér verulegum von- brigðum. Seðlabankinn ber fyrir sig slaka í hagkerfinu og bend- ir á lægra gengi og verðbólgu. Ég er mjög ósátt við að gripið skuli hafa verið til stýrivaxta- hækkunar.“ Enginn fjölmiðill sá ástæðu til að segja almenningi frá hinu að forsætisráðherra svaraði ekki spurningunni hvort grípa þyrfti til aðgerða. Þetta er að sönnu ekki í fyrsta skipti sem ráðherra sver af sér ábyrgð á ákvörðunum Seðla- bankans. Þar koma fleiri flokk- ar við sögu. En það breytir ekki þeirri staðreynd að slík háttsemi er pólitískt ábyrgðarleysi. Það er aftur ein af rótum þeirrar kreppu sem íslensk stjórnmál eru í nú um stundir. Vonbrigði og mikið ósætti við Seðlabankann Lög tryggja Seðlabankanum sjálfstæði við vaxtaákvarðan-ir. Það merkir að hann tekur ekki við fyrirmælum ríkis stjórnar þar að lútandi. Þessi skipan er fyrst og fremst gerð til að létta erfiðum ákvörðunum af herðum stjórnmálamanna. Það þýðir hins vegar ekki að þeir séu lausir við að bera ábyrgð á niðurstöðunni þegar hún er fengin. Í lögum um Seðlabankann segir að það sé meginmarkmið hans að stuðla að stöðugu verðlagi. Þá er honum heimilt með samþykki ráð- herra að setja verðbólgumarkmið. Loks skal hann stuðla að fram- gangi stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum enda stangist hún ekki á við markmiðið um stöðugt verðlag. Með öðrum orðum er það ríkis- stjórnin sem ber ábyrgð á verð- bólgumarkmiðinu. Það er aftur sá ás sem allar ákvarðanir í pen- ingamálum, ríkisfjármálum og launamálum snúast um. Verðbólg- umarkmiðið er í raun yfirlýsing um að ríkisstjórnin og Seðlabank- inn ábyrgjast öllum þeim sem nota íslenskar krónur að hún rýrni ekki meir en um 2,5 prósent. Náist það markmið ekki hafa ríkisstjórnin og Seðlabankinn brugðist. Ákvarðanir Seðlabankans geta að sjálfsögðu verið umdeilan- legar. En þær eru teknar til þess að ná því verðbólgu markmiði sem ríkis stjórnin er ábyrg fyrir. Þar af leiðandi hlýtur það að hafa af leiðingar þegar forsætisráð- herra lýsir verulegum vonbrigð- um og miklu ósætti með þær ákvarðanir. Þögnin á Alþingi um afleið- ingar þessara orða forsætis- ráðherrans ber vott um póli- tíska þverbresti. Spurningaleysi fjölmiðlanna um hvað það þýðir þegar forsætisráðherra talar með þessum hætti lýsir vanmætti þeirra til að fara með það hlut- verk að vera fjórða stoðin í lýð- ræðisskipan landsins. Hver ber ábyrgð? Eðlilega spyrja menn hverjar þessar afleiðingar geta verið. Ein er sú að ríkis stjórnin viður kenni að hún hafi brugðist í ríkisfjármálum og við mótun launa- stefnu. Þá koma afleiðingarnar fram í nýjum ákvörðunum á þeim sviðum. Önnur afleiðing gæti verið sú að viðurkenna að ríkisstjórnin hafi í raun annað verðbólgumarkmið en það opinbera. Þá þarf að setja nýtt markmið og taka pólitíska ábyrgð á því. Þriðja afleiðingin gæti verið sú að setja bankanum með lögum önnur markmið en stöðugt verðlag og axla pólitíska ábyrgð á þeirri stefnubreytingu. Hún gæti lotið að gengi krónunnar eða fjölgun starfa. Loks gæti forsætisráðherra litið svo á að mikið ósætti hans og veru- leg vonbrigði stafi af því að stjórn- endur Seðlabankans séu ekki starfi sínu vaxnir. Þá yrði afleiðingin sú að víkja þeim frá. Til þess þyrfti málefnalegan rökstuðning. Það eina sem á að vera óhugsandi er að ekk- ert gerist. Samt er það veruleikinn. Hver er skaðinn af því? Hann er sá að smám saman molnar úr siðferðilegum undirstöðum lýð- ræðislegrar stjórnskipunar lands- ins. Ábyrgðin hverfur. Ríkis- stjórnin svarar ekki til ábyrgðar. Seðlabankinn gerir það ekki held- ur. Lýðræði án ábyrgðar virkar einfaldlega ekki eins og vera ber. Frá sjónarhorni almannahags- muna er því brýnna að berja í þennan siðferðilega brest en að skrifa nýjan stjórnarskrártexta. Hverjar geta afl eiðingarnar verið?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.